Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1936, Side 11

Fálkinn - 17.10.1936, Side 11
F Á L K I N N li YNS/fU Fingramáltæki. í Ameríku hafa börnin fundiö upp á spánýjum leik, sem á skömmum tíma liefir náð feykilegri útbreiðslu. Höfundur leiksins nefnir hann ,,Han- dies“ og hann gengur i stuttu máli út á það, að þátttakendurnir eiga að sýna með höndunum ýms máltæki og setningar, og liinir eiga að geta ráð- ið úr hvað það sje. A myndinni hjer fyrir ofan sjást ýmsar setningar sýndar með hönd- unum í mismunandi stellingum. Nr. í táknar til dæmis „fimmburana i rign- ingu“ — fimmburarnir eru sýndir sinn með hverjum fingri, en hin hendin er lögð yfir þá og á að tákna regnhlíf. Nr. 2 er ætluð stærri börn- um, sem kunna svolítið í tungumál- um. Beygði fingurinn, sem ekki á að sjást þegár höndin er rjett fram, á að tákna „tlie missing link“ — lið- inn sem vantar. Það er nú nokkuð langt sótt. Nr. 3 sýnir för Napoleons yfir Alpafjöll. Og Iivað haldið þið svo að tvær síðustu myndirnar eigi að tákna? Nr. 4 táknar: Inn um annað eyrað og út með hitt. Og nr. 5 táknar þriggja tugthúsvist — þrjú ár bak við grind- urnar. Nú skuluð þið spreyta ykkur á að finna ný dæmi og sjá hvernig það gengur. Þetta reynir ð eftirtektina. Hjerná kemur skemtileg þraut handa ykkur til þess að reyna eftir- tektina á. Eins og þið sjáið eru á myndinni ýmsar teikningar úr flat- armálsfræði, sirkill, sexhyrningur, þríhyrningur og ferhyrningur og fylg- ir tala hverri mynd og sumum marg- ar. Nú liggur þrautin í því að svara eftirfarandi spurningum sem fljótast ■ Hvaða tölur erti I ferhyrningnum en ekki í sirklinum, þríhyrningnum eða sexhyrningnum? Hvaða tölur eru í sexhyrningnum, en ekki i sirklinum eða þríhyrnjngnum? Hvaða tölur ertt í öllum myndunum nema þrihyrn- ingnum? Hvaða tölur eru i sirklin- um en ekki í ferhyrningnum eða þríhyrningnum? Hvaða tölur eru i öllum myndunum nema þrihyrningn- ttm? Hvaða tölur eru i sexhyrningn- um, og þríhyrningnum en ekki i hinum myndunum? Sá sem getur svarað öllum þess- um spurningum skriflega á þremur mínútum hefir nijög góða eftirtektar- gáfu. Ameríkanskt heilbriQðisfjelag. Stórt barnablað í Bandaríkjúnum liefir tekið upp þá ágætu hugmynd að stofna félag meðal lesenda blaðs- ins. Þetta fjelag heitir „Fjelag góðr- ar heilbrigði“ og þeir setn eru i fje- laginu skuldbinda sig til að taka upp ýmsar reglur til þess að varðveita heilbrigði sína. Á hverjum mánuði útbýtir blaðið verðlaunum meðal lesenda sinna fyr- ir það að lialda sent best heilbrigðis- reglurnar. Og við verðlaunaveiting- arnar er þessum reglum fylgt: Með- limirnir fá lista með ýmsum reglum l>egar þeir rita sig inn í fjelagið, þessar reglur eru margar og marg- vislegar en miða allar að því að auka heilbrigðina og varðveita heilsuna. Meðal annars eiga börnin að drekka mjólk á hverjum degi. Maður á að fara snemma að liátta og sofa fyrir opnum ghigga. Maður á að þvo sjer og bursta tennurnar oft á dag og maður á að vera sem mest úti. En þetta er ekki nema lítið af ölluni reglunum sem settar eru. Auk listans fær hver meðlimur „einkunnabók'* sem foreldrarnir eiga að færa ein- kunnir inn í og í þessari hók er gef- ið eitt stig fyrir hverja reglu sem haldin er að fullu allan mánuðini,. Það eru 24 atriði á listanum og ef þau eru öll haldin í einn dag þá eru 24 stig færð inn í bókina. Á hverjum tnánuði er svo einkunnabókin send hlaðinu og sá fær liæst verðlaun, sem liel'ir flest stig. Sjerstaklega dug- legir meðlimir eru gerðir að „riddur- um góðrar lieilbrigði" — og þykir börnunum mikill sómi að þeirri nafnbót. Samló. Þið munið eflaust eftir yo-yo-far- aldrinum, sem gekk hjer yfir um árið. En nú er komið upp nýr faraldur. sem gengur yfir heiminn, og er liann Listin er i því fólgin að slá linúta á handið, eins og myndirnar bera með sér. Að vísu veitist það erfitt í fyrstu, en því meiri ánægja verður af því, þegar vel tekst, og æfingin gerir meistarann. kallaður samló. Hann er fundinn upp i Danmörku og breiðist ört út þaðan. Áhaldið sjálft er ekki sjerlega marg- hrotið — lítil, kringlótt skífa í bandi. í þessunv mánuði fer fram sam- keppni i Kaupmannahöfn um það, Itver sje leiknastur I samló-listinni. Sitthvað íyrir laghenta. 1. Ef maður sverfur skrúfuhaus eins og sýnt er á myndinni er ekki hægt að skrúfa skrúfuna úr aftur. Því að skrúfjárnið festir ekki á skrúfunni. 2. Iljerna sjáið þið hvernig hægt er að búa sjer til nálhús úr gömlum og ónýtum sjálfblekung. 3. Ef maður vill negla eitthvað sam- an án þess að naglinn sjáist fer mað- ur að eins og sýnt er á mynd 3. Mað- ur sker upp spón úr trjenu með beittu sporjárni og neglir svo og leggur flýsina yfir á eftir. 4. Til þess að fyrirbyggja það, að liægt sje að ýta lykli úr skráargatinu, að utanverðu frá, er það ráð haft að fesla krók við skráargatið eins og sýnt er á mynd 4. 5. Ef maður á að skrúfa skrúfu þar sem erfitt er að komast að getur maður haldið skrúfunni með pappa- ræmu eins og sýnt er á mynd 5. Tóta frœiika. Rogér Bliss í Philadelpliia fer fram á skilnað frá konu sinni, og vinir hans þykjast nú altaf liafa vitað, að svona hlyti það að fara fyrir Roger. Hann hitti nefnilega konu sína fyrsta sinni 13. apríl 1913. Trúlofunin var gerð opinber 13. april 1919 og vígsl- an fór fram föstudaginn 13. kl. 13 í ltirkju, senv liggur i 13. götu. En það versta var, að ungu hjónin fóru í brúðkaupsferð sína í járnbrautar- vagni, sem bar númerið 13, og í klefa nr. 13. Fimmburarnir Dionne hafa þegar fengið útborgað 50.000 dollara fyrir að láta kvikmynda sig. Nú hermir fregn frá Hollywood að annað fjelag bjóði foreldrunum 100.000 dollara fyrir næstu mynd, sem sýnir fimm- hurastúlkurnar. í þeirri mynd á Jean Hersliolt hinn danski að leika að- alhlutverkið, að svo miklu leyti sem fimmburarnir gera það ekki. ----x---- Á einum degi komu 7000 erlendir og 70.000 bilar annarsstaðar að úr Þýskalandi til Berlínar um daginn. Það var tekið til þess hve vel um- ferðalögreglunni tókst að stýra öll- um þessum bifreiðum rjetta leið, þvi það kom ekki fyrir eitt einasta slys af völdum þessara bifreiða. En svo ríkir líka regla í Berlínarborg betn en nokkurs staðar annarsstaðar. ----x—— Á kvennaráðstefnu í Ameríku uni uaginn þar sem friðarmálin voru á dagskrá, var samþykt einum rómi til- laga um að gangast fyrir því að að minsta kosti 3 af hverjum 100 mann- eskjum, sem ganga í hjónaband, gift- ist konu eða karli frá öðru landi. Þetta á að tryggja friðinn i heiroin- um betur en alt annað, halda kven- skörungarnir fram. ----x---- í Vatikanbænum í Rómaborg búa 700 menn ásamt páfanum. í þess- ari ,.borg“ eru tæpir 600 talsimar, en það svarar til 85 talsímum á hverja 100 inenn. í Ameríku eru aðeins 13.4 á hverjar 100 manneskjur, i Bretlandi 5.1 og í Frakklandi 3.3. Þá er og sagt að heimsins fullkomnasta fang- elsi sje í páfaborginni, svo það verð- ur varla annað sagt, en að páfinn fylgist vel með tímanum. ----x---- á Oriental-gistihúsinu í Kobe býr breskur maður, sem lieitir Mody. Hann hefir húið 15 ár í sama her- berginu og liefir aldrei farið út. Hann sefur alla daga, en á nóttunni er hann á ferli um herbergið og er þá ítð dunda við ýmislegt smávegis. Maðurinn hlýtur að vera eitthvað geggjaður. Hann hefir samtals borgð- að um 200.000 kr. til gistihússins þessi 15 ár — og segist aldrei ætla að flytja úr herberginu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.