Fálkinn - 24.10.1936, Page 1
Karlsdráttur við Hvítárvatn.
Eirín h'rikalégasti sknðjökullinn, sem menn eiga kost á að sjá hjer nærlendis, er sá sem fellur úr Langjökli norðan Skriðufells
ofan i Hvítárvatn. Er tæplega þriggja tíma gangur þangað frá sæluhúsinu við Hvítárvatn. Gengur maður þá í Karlsdráti, en
svo nefnist vík ein í vatninu fast upp við skriðjökulinn. Þar átti að liafa verið goti tit veiði í gamla daga, en þó er sú sqga
ólikleg, vegna þess að vatnið í Karlsdrætti er mjög hlandað jökulleir. — Hjer á myndinni sjest-yfir Karlsdrátt til jökulsins og
gefur myndin hugmynd um, hvernig hann muni vera yfirferðar. En til vinstri sjest röndin á Skriðufelli. Það var þar, sem
20—30 kindur fundust í svelii í haust. Var þéim komið úr fellinu yfir jökulinn sunnan við það, þvi að sá jökullinn sem hjer
sjest er atveg ófær fyrir kindur. Myndina tók Björn Arnórsson.