Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1936, Page 7

Fálkinn - 24.10.1936, Page 7
FÁLKINN 7 AF VÍGSTÖÐVUNUM Á SPÁNI er myndin hjer að ofan. Hún er af norðurvígstöðvunum og sýnir stjórn- arhermann vera að hlaða sprengjur, sem á að granda uppreisnarmönnum með. FóTAFIM KVIKMYNDADIS. Þessi stúlka heitir Marjorie de Haven og er talin efnilegasta dans- mær í Bandarikjunum. Bráðum kem- ur hún fram í aðalhlutverki í stórri kvikmynd. FLOTTINN TIL FRAKKLANDS. Þegar spönsku uppreisnarmennirn- ir tóku Irun og San Sebastian flýði fjöldi fólks þaðan yfir landamærin lil Frakklands. Á myndinn sjest flóttakona með tvö börn sín. FRÁ TEL AVIV. Vegna óeirðanna í Palestinu hefir verið sett gaddavírsgirðing kring um Tel Aviv, hina nýju höfuðborg Gyð- ingalands. Á myndinni sjest ungur Gyðingur halda vörð við girðinguna. Rfl|M lilltfiíi! | ÍIÉÍ Ép! | WfflM m 'í , - , - \ Wmmm- FRÁ MALAGA. Malaga er talin ein af fegurstu og einkennilegustu borgum á Spáni. Er hún höfuðstaður i samnefndu fylki á Suður-Spáni og liggur hjá ósi ár- innar Guadalmedina, þar sem luin fellur út í Malagaflóa. Borgin telur um 140.000 íbúa, en i öllu fylkinu er FLUGÆFINGAR I RUSSLANDI. A myndinni sjást hundruð manna fleygja sjer út úr flugvjelum með fallhlífar, svo að líkast er að sjá og i fuglabjargi. rúmlega hálf miljón manna. Malaga er talið runnið af fönikíuorðinunmíA-, sem þýðir saltgerð, en úr sjónum við við Malaga, liefir öldum saman verið unnið salt. Fönikiumenn tóku sjer bólfestu í Malaga, en síðar Kartago- borgannenn, þá Rómverjar og loks Arabar og kennir því margra grasa í byggingarlagi borgarinnar. En mest ber þar á dómkirkjunni miklu, sem verið var nær tvær aldir að byggja, frá 1538 til 1719 og frægu vígi frá miðöldunum, sem heitir Castell Gibral- faro. Þar er og nautvígavöllur — op- ið hringleikhús — sem rúmar um 11.000 manns. — Aðal útflutningsvör- ur Malagahjeraðsins eru rúsínur, vín viðarolía og blý en iðnaður er líka lalsverður, bæði járn og vjelaiðnaður og bómullarspuni. Undanfarnar vikur hafa ákafar or- ustur verið háðar um Malaga og hefir stjórnrherinn átt mjög í vök að verjast að halda borginni. Og ýmsar frægar og gamlar byggingar og listasöfn hafa verið eyðilögð. -- Myndin er frá torginu i Malaga og sýnir legu borgarinnar, i hækkandi hliðum upp frá ánni. KONUNGURINN TEKUR MÓTI HEILLAÓSKUM. Myndin er tekin á síðasta afmælis- degi Ivristjáns konungs, 20. f. m. Hann byrjaði daginn eins og svo oft með því að fara í reiðtúr og stóð þá ekki á börnunum að raða sjer upp þar sem leið hans lá um, til þess að geta óskað lionum til hamingju. A myndunum sjást nokkrir af þessum ungu „gralulöntum“.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.