Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1936, Side 9

Fálkinn - 24.10.1936, Side 9
F Á L K I N N 9 DASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. Jeg sagði halló nokkrum sinnum, en fjekk ekkeri svar og sleit sambandinu. Nora hafði dregið Dorothy að speglinum til þess að skinna hana upp með farða og vararoða. Jeg sagði: „Þetta hefir líklega verið einhver vátryggingarbjóður“, og fór inn í setustofuna til þess að fá mjer í glasið aftur. Nú var komið fleira fólk. Harrison Quinn stóð upp úr sófanum, en þar bafði hann setið hjá Margot Innes, og sagði: „Jæja, eig- um við þá að koma i ping-pong?“ Ásta spratt upp og sparkaði í magann á mjer með framlöppunum. Jeg stakk upj) í útvarjnð og' lielti mjer cocktail. Maðurinn, sem jeg liafði ekki heyrt nafnið á, var að segja: „Og svo kemur byltingin og áður við getum snýtt okkur hefir okkur verið raðað upp með skotmúrnum“. Honum virlist þetla vera ágætt ráð. Quinn kom til þess að fylia glasið sitt. Hann gægðist til svefnherbergisdyranna: „Hvar hefirðu náð í þessa glókollu “ „Hún rjeri rambinn á bnjenu á mjer hjer fyrir eina tíð“. „Á hvoru hnjenu?“ spurði hann, „má jeg taka á því“. Nora og Dorothy komu innan úr svefn- herberginu. Jeg sá kvöldblað á útvarjístæk- inu og greip það. Þar voru stórar fyrir- sagnir: Júlía Wolf hefir verið hjákona glæpabófa. Arthur Nunheim þekkir líkið. Wynand finst hvergi ennþá. Nora, sem stóð við hliðina á mjer, hvísl- aði: „Jeg liefi boðið henni að borða með okkur miðdegismat. Vertu góður við barn- ið“. — Nora var 26. — „Hún er alveg í öng- um sínum“. „Eins og þú vilt“. Jeg sneri mjer við. Dor- otliy var skellihlæjandi í hinum stofuenci- anum, að einhverju, sem Quinn var að segja henni. „En ef þú slettir þjer fram i annara manna mál, þáþarftu ekki að húast við, að jeg komi og kyssi þig þar, sem þig svíður undan". „Hafðu ekki áhyggjur af því. Þú ert gam- all sjervitringur. Stattu nú eklci þarna og vertu ekki að lesa“. Hún reif af mjer hlað- ið og stakk því bak við útvarpstækið. V. Nóttina eftir gat Nora ekki sofið. Hún var að lesa endurminningar Sjaljajjins, þangað til jeg fór að dotta, en þá vakti hún mig með þvi að spyrja: „Ertu sofnaður?“ Jeg sagði já. Iiún kveikti i sigarettu handa mjer og annari lianda sjálfri sjer. „Heldurðu að þig langi aldrei framar til þess að njósna um glæpamál? Jeg meina, svona að gamni þínu. Ef það kæmi til dæmis fyrir eitthvert stór- mál, eins og Lindb.“. „Væna min“, sagði jeg, „jeg álít að Wyn- and liafi drepið hana, og að lögreglan nái í liann án minnar aðstoðar. Og livað sem öðru líður þá kemur þetta mjer ekki baun við“. „Það var nú ekki þetta, sem jeg átti við, en — „Auk þess hefi jeg engan tíma til þess. Jeg er önnum kafinn við að líta eftir, að þú tap- ir ekki jjeningunum, sem jeg giftist þjer út- af“. Svo kysti jeg hana. „Gæti ekki hugsast, að þú sofnaðir fremur ef þú fengir þjer soj)a?“ „Nei, þakka þjer fyrir“. „Kanske sofnaðirðu ef jeg fengi mjer einn“. Þegar jeg kom aftur að rúminu með whisky og sódavatn i glasi lá hún og starði út í loftið, með hrukkur i enninu. Jeg sagði: „Hún er lagleg en hún er vitlaus. Annars væri hún líka ekki dóttir hans. Þú getur aldrei komist að niðurstöðu um, hvað mikið hún meinar af þvi, sem hún segir, og þú getur lieldur ekki komist fyrir, hvort það sem hún meinar, er liugarburður eða ekki Jeg' kann vel við hana, en jeg held, að þú sjert að láta . .. .“ „Jeg er ekki viss um, að mjer falli við hana“, sagði Nora hugsandi. Hún er senni- Iega liálfgerð brengla, en þó ekki sje nema fjórðungurinn sannleikur af þvi sem bún liefir sagl okkur, hlýtur hún að eiga hörmu- lega daga“. „Jeg get að minsta kosti ekki hjálpað hénni“. „Hún lieldur að þú getir það“. „Og það heldur þú líka — og það sýnir, að hvað sem þjer getur dottið mikil vitleysa i hug, þá geturðu altaf fengið einhvern til að trúa henni“. Nora andvarpaði: „Jeg vildi óska að þú værir svo ófullur, að maður gæti lalað al- vöru við þig“. Hún hallaði sjer yfir mig til þess að fá sjer sopa úr glasinu mínu. „Jeg ætla að gefa þjer jólagjöfina mína núna, ef þú gefur mjer þína“. Jeg hristi liöfuðið. „I fyn-amálið“. „En það er kominn aðfangadagsmorgun". „í fyrramálið!“ „Það gildir einu, hvað þú gefur mjer“, sagði hún, „jeg vona að það verði eitthvað, sem jeg kæri mig ekkert um“. „Þú neyðist samt til þess að halda gjöf- inni, því að maðurinn í gullfiskabúðinni sagðst ekki taka liana til baka. Hann sagði, að þeir væri búnir að bita sj)orðana af —“ „Það dræj)i þig allajafna eldci að athuga, hvort þú getir hjálj)að henni - ha? Húr hefir svoddan tröllatrú á þjer, Nicky". „Það hafa allir tiltrú til okka>- Grikkj- anna“. „Æ, vertu eklci að þessu“. „Þú vill allaf vera að sletta þjer fram í hluti, sem —“ „Jeg ætlaði bara að spyrja þig: Vissi kon- an hans, að þessi Júlía Wolf var frilla hans? „IJefi eklci hugmynd um það. Hún hafði andstygð á henni“. „Hvernig er eiginlega frúin?" „Ilvað veit jeg um það — hún er kven- inaður“. „Er liún lagleg?“ „Það var liún að minsta kosti — mjög“. „Gömul ?“ „40—42. Hættu nú, Nora, þú ættir ekki að vera að seilast til að flækjast inn í þella mál. Látlu Charles-fjölskylduna hugsa um sín vandamál og Wynandsfólkið um sin“. Hún nöldraði. „Kanske jeg hefði annars gott af að fá rnjer í staupinu". Jeg slóð upp og blandaði handa henni. Þegar jeg kom með hann inn í svefnher- bergið, fór síminn að kliða. Jeg leit á úrið mitt á náttborðinu. Klukkan var nærri þvi fimm. Nora svaraði í simann: „Halló, já, það er jeg“. „Já, .... en ákveðið .... já, alveg á- kveðið“. Hún lagði frá sjer taltækið og gretli sig til min. „Mikið gull ertu“, sagði jeg, „livað var nú þetta? „Dorothy er á leiðinni hingað — jeg held hún sje full“. „Jæja, það var fyrirtak!" Jeg vatt mjer i haðsloppinn minn. „Jeg var liræddur um að jeg neyddist til að fara að sofa“. Hún stóð í keng og var að leita að skón- um sínum. „Vertu ekki eins og gamall nöldrunarseggur, þú getur sofið allan dag-' inn‘. Hún fann morgunskóna og smeygði sjer i þá. „Er liún virldlega eins hrædd við hana móður sina eins og hún lætur?“ „Ef hún hefir agnarvit í kollinum þá er hún það; Mimi er hvöss“. Nora glenti uj)j) dimmu augun og sj)urði hægt: „Hvað ertu eiginlega að fara?“ „Elskan min“, sagði jeg, „jeg var að vona, að jeg neyddist ekki til að segja þjer það. Dorothy er sannast að segja dóttir mín. Jeg vissi ekki mitt rjúkandi ráð — vissi ekki livað jeg gerði. Nora, það var vor i Feneyj- um, og jeg var svo ungur, og það var tungls- Ijós-----“ „En hvað þú ert skemtilegur Viltu ekki eitthvað að jeta?“ „Jú, ef þú jetur líka. Hvað vilt þú?“ „Tartarabuff með kynstrum af lauk — og kaffi“. Dorothy kom meðan jeg var að síma i matarbúð, sem hjelt opnu alla nóttina. Þeg- ar jeg kom inn í setustoíuna stóð hún þar þar og riðaði, og drafaði í henni: „Mjer þyk- ir sárleitt, að jeg skuli altaf vera að gera ykkur Noru ónæði, Nick, en mjer er ómögu- legt að l'ara heim i nótl, eins og ástatt er fyrir mjer núna. Heyrirðu það, jeg get það ekki, jeg er lirædd. Jeg veit ekki, hvernig færi fyrir mjer, ef jeg gerði það. Þú mátt ekki skij)a mjer það“. Hún var mikið drukkin. Ásta þefaði af öklunum á lienni. Jeg sagði: „Svona, svona, það væsir ekki um þig hjerna. Tyltu þjer, við fáurn kaffi eftir augnablik. Hvar í veröldinni hefirðu fengið þjer svona riflega neðan í þvi?“ Hún settist, hristi höfuðið og leit út eins og fáhjáni. „Jeg hefi ekki liugmynd um það. Jeg hefi verið um alt síðan jeg fór frá þjer. Alstað- ar nema heima, því að jeg get ekki farið heim, eins og ástatt er fyrir mjer. Líttu á, hvað jeg hefi hjerna“. Hún stóð upp aftur og tók skammbyssugarm upp úr kápuvasa sínum. „Líttu á þessa!“ Hún veifaði mjer með henni, en Ásta dinglaði rófunni og glefsaði eftir henni. Nora hrökk í kuðung. Jeg varð iskaldur um hnakkann. Jeg ýtti tíkinni frá og þreif skammbyssuna af Dorothy. „Hvaða heimskupör eru þetta? Sestu“. Jeg stakk

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.