Fálkinn - 20.03.1937, Síða 8
8
F Á L K I N N
Sannleiknrinn um ástamál frú Simpson og Englakonungs.
Eftir frænda frúarinnar, NEWBOLD NOYES, blaðamann.
NÍUNDA GREIN.
Æfintýrið byrjar um jólin 1931. —
— Kvenfólk i hálsflegnum sani-
kvæmiskjólum .... kjólklæddir karl-
menn .... háreistir salir og hál gólf
.... aðall og fyrirfólk .... Edward
og Wallis .... GleSileg jól og gott ár.
Hópur úti i einu horninu var að
tala saman og lilæja. Þannig var það
ávalt, þegar hans konunglegu tign,
prinsinn af Wales var viðstaddur.
Kvenfólkið keptist um að vera fynd-
ið, til þess að ná sjer í rúm í sól-
inni, þó ekki væri nema augnablik.
— .... yndislegt kvöld, finst yður
ekki?
— .... hræðileg ferð, frá London.
■— Ó, þarna er frú Duff-Gordon!
En hvað það var gaman. Hvað væru
jólin, ef ekki ....
Gestirnir voru kyntir, tötuðu sam-
an og hjeldu áfram.
— Sir, má jeg kynna yður amerí-
kanska vinkonu mína — frú Simp-
son — hans konunglega tign. Jeg er
viss um, að þið eigiö mörg áhuga-
mál saman.
I>etta var á aðfangadagskvöld 1931
á Melton Mowbray. ConnTe Thaw
l'.afði haft vinkonu sína, Wallis Simp-
son, með sjer í samkvæmið. Hún var
systir tvíburanna lafði Furness og frú
Vanderbilt og hafði þekt prinsinn í
morg ár. Lafði Furness var sú kona,
sem prinsinn af Wales dansaði helst
við.
Eftir að það gekk upp fyrir am-
erísku blöðunum, að ný stjarna
væri að rísa yfir sjóndeildarhring-
inn konunglega, kunnu þau margar
sögur að segja, af fyrstu samfundum
frú Simpson og prinsins af Wales.
Að vísu hafði frú Simpson árið 1920
— þá var hún gift Earl Winfield
Spencer liðsforingja — hitt prinsinn
þegar hann kom til San Diego. En
eftir því sem jeg kemst næst höfðu
nær allir i Bandarikjunum ,,hitt“
prinsinn þá.
En ástarsagan, sem lauk í desem-
ber síðastliðnum hófst á aðfanga-
dagskvöld 1931, þegar ríkiserfinginn
hitti „amerísku vinkonuna sína“.
Ýmsar firrur hafa emerisku
blöðin sagt þessar vikur, sem ást
hertogans af Windsor lá á meta-
skálunum, móti kórónu heimsveldis-
ins. Jeg skal leiðrjetta þær helstu.
í fyrsta lagi: Jeg var ekki sá „grá-
hærði miðaldra maður“, sem fór með
frú Simpson til Frakklands. jafnvel
bó ein frjettastofan fullyrði það. Jeg
viðurkenni þó að lýsingin er rjett.
I>ó að jeg með gleði hefði viljað gefa
hægra auga mitl til, að taka þátt í
þessum sögulega flótta, sat jeg samt
kyr i London og vissi — mjer til
ergelsis — ekki um ferðalag hennar
fyr en daginn eftir.
Wallis er engin Öskubuska. Hún
hefir fundið kongssoninn, en hún
hefir aldrei þurft að sitja við ösku-
slóna og spinna. Hana hefir aldrei
vantað það, sem hún þurfti til þess
að geta lifað góðu iífi. Sagan um litla
tvílyfta húsið i Baltimore, þar sem
móðir hennar leigði út herbergi, er
heldur ekki sönn. Blaðamennirnir
hafa tekið eina hæð af liúsinu til
þess að gera söguna betri. Þetta var
þriggja hæða hús og mjög íburðar-
mikið hús, á sínum tíma. Að hafa
leigjendur benti að vísu á, að fjár-
hagurinn var ekki sjerlega góður,
en fjölskyldan beið engan álitshnekki
við það, og var í miklum metum.
Þá skal jeg geta þess, að faðir
Wallis dó ekki áður en hún fæddist.
Ilann dó þegar hún var þriggja mán-
aða.
„Uppáhaldslitir hennar eru blátt,
jade, brúnt, brúngult og ljósrauði lit-
urinn í róslitum kvarts" hafa blöðin
sagt. En sannleikurinn er sá, að
fjólublátt er uppáhalds litur hennar.
Brjefsefni hennar eru með þessum
lit. Á þau er prentað „Wallis“ með
rithönd hennar i horninu til vinstri.
A sumum brjefsefnunum stendur lika
Cumberland Terrace 1G. — —■
„Það er nær ómögulegt að ná sam-
bandi við Edward“, segir eitt blaðið
i New York. Það er ekki rjett. Jeg
spurði konunginn einu sinni, til hvers
jeg ætti að snúa mjer þegar jeg vildi
hafa tal af honum. „Jeg vil helst að
blöðin snúi sjer til sjálfs mín“, sagði
hann. Hann gaf mjer númerið á
cinkasima sínum, og eftir það gat
jc-g talað við hann þegar jeg vildi
og átti eins hægt með að ná í hann
og ritstjórann minn.
Utan heimilisins er frú Simpson
aldrei kölluð Wally, segir annað blað.
Vitleysa. Jafnvel þó henni liki það
miður, kalla ýmsir kunningjar henn-
ar hana Wally, þegar þeir tala irm
liana og stundum þegar þeir tala
við hana.
„Það er þreytandi að ferðast und-
ir slikum kringumstæðum. í morgun
urðum við bókstaflega að flýja frá
hótelinu. Jeg þarf hvild — mikla
livíld".
Þessi orð hafa verið lögð frú Simp-
son í munn, eins og svo mörg önn-
ur. Hún á að hafa sagt þau á leið-
inni frá London til Gannes. Óefað
var hún þreytt, og þarfnaðist hvíld-
ar. En jeg hefi beinar heimildir fyr-
i" því, að hún lalaði ekki eitt orð
við blaðamenn á þessu ferðalagi. Jeg
þekki andúð hennar á því, að láta
VERKFALLIÐ HJÁ „GENERAL
MOTORS“.
Hinu mikla verkfalli hjá bílasmiðj-
unni „General Motors" er nú lokið,
eftir að hafa verið aðalumtalsefni
Bandaríkjanna i margar vikur, jafn-
framt flóðunum miklu í Ohiodalnum.
Hófst verkfallið um nýárið, fyrst í
hafa nokkuð eftir sjer og þessvegna
rengi jeg þau ummæli, sem höfð eru
eftir henni, á leiðinni um Frakkland,
nema það, sem hún sagði við Brown-
low lávarð, að hún væri reiðubúin
að slíta sambandi við konunginn, ef
það reyndist nauðsynlegt.
Ýmsar aðrar rangar frjettir koma
fram dags daglega. Til þess að fá að
vita hið sanna, sendi jeg frú Simp-
son svolátandi skeyti:
„Þætti vænt mn að fá svar við
JEAN BATTEN,
hin nafnfræga enska flugkona, sem
m. a. flaug á mettíma frá London til
New Zealand, sjest hjer ásamt móður
sinni ó götu í Sidney.
Fiscliers-verksmiðjunum, sem búa til
yfirbygingarnar á bílunum og siðan
samúðarverkfall í aðalverksmiðjun-
um. Og verkamennirnir löbbuðu ckki
heim til síji eins og verkfallsmenn
gera venjulega, heldur bjuggusí þeir
til varnar í verksmiðjuhúsunum og
meinuðu öllum aðgang, til þess að
fyrirbyggja, að verkfallsbrjótar yrðu
eftirfarandi spurningum. Persónulega
álít jeg að sumar þeirra sjeu nær-
göngular,, en þarf ákveðið svar til
I>ess að afsanna frjettaburð. Svaraðu
eftir númerum: I) Hefirðu keypt hús
í Marokkó? 2) Ertu í samningum
om að kaupa gamla Merrymanhúsið
í Green Spring Valley? 3) Hefurðu
boðið dagbók þina til sölu? 4) Gert
sanming um æfisögu þína? 5) Ferðu
ti) Austurlanda, hittirðu Edward um
jólin? G) Varstu neydd til að skilja
gimsteina þína eftir i London, vegna
l>ess að þeir væru eign krúnunnar?
7) Var hjónaskilnaði þínum hraðað
til þess að þú gætir gifst aftur i
febrúar? Veistu nokkuð hve lengi
þú verður í Cannes?“
KONUNGUR VIÐ HEFILBEKKINN.
Pjelur konungur í Jugoslavíu hef-
ir ekki eins gaman af neinu og trje-
smíði. Hjer sjest hann við hefil-
bckkinn.
teknir i þeirra stað. Lögreglunni
þótti og mikiJl ábyrgðarhluti. að
leggja til orustu við verkfallsmenn-
ina enda hefði það orðið bani fjölda
manna og gert erfiðara fyrir um
alla samninga eftir á. Iljer á mynd-
inni sjást verkfallsmenn í einum
verksmiðjuglugganum.