Fálkinn - 20.03.1937, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
DASHIELL HAMMET:
Granni maðurinn.
Leynilögreglusaga.
wáter. Mjer j)ætti gaman að sannfæra mig
um þetta“.
„Lögreglan er nú sannfærð, hvað sem
öðru líður. .íeg vcit ekki livort j)eir hafa náð
í hann ennþá. Heldurðu, að það hafi verið
liann, sem drap Júlíu?“
Maculay hristi höfuðið eins og sá sem
vald hefði. „Jeg get ekki hugsað mjer, að
Rosewater geti drepið nokkra manneskju
— ekki liefi jeg j)au kynni af honum —
þrátt fyrir ógnanir hans. Þú manst að
|)arna forðum tók jeg þá ekki sjerlega há-
tíðlega. Hvað segirðu annars af málinu?“
Nú stóð í mjer og j)á sagði hann: „Það
er öllu óhætt fyrir Louise. Þú getur sagt
það, sem þjer líst“.
„Það var ekki þessvegna. Jeg er hjerna
með fólki og verð að fara þangað aftur, og
í matinn minn þar. Jeg kom hingað til að
spyrja, hvort j)ú liafir fengið nokkurt svar
við auglýsingunni j)inni í „The Tirnes" í
morgun?“
„Ekki ennþá. En, tyltu þjer nú, Nick. Það
er sandur af spurningum, sem jeg þarf að
leggja fyrir j)ig. Þú sagðir lögreglunni frá
brjefi Wynands — var ekki svo-“
„Komdu og borðaðu hjá mjer hádegis-
verð á morgun, J)á skulum við alhuga alt,
sem ])vi kemur við. Jeg verð að fara aftur
lil fólksins, sem er með mjer“.
„Hver er j)essi litla, ljóshærða stúlka?“
spurði Louise Jacobs. „Jeg hefi sjeð hana
svo oft með Harrison Quinn“.
„Það er Dorotliy Wynand“.
„Þekkir þú Quinn?“ spurði Macauly mig.
„Jeg var að hátta hann fyrir tíu mín-
útum“.
Macauly gretti sig. „Jeg vona, að það sje
alt og sumt, sem þú hefir saman við hann
að sælda — jeg meina: að því er snertir
samkvæmislífið“.
„Jeg skil ekki livert þú ert að fara“.
Gretturnar á Macaulay urðu iðrandi
„Hann var um eilt skeið víxlari minn, og
j)að lá við, að ráðin hans gerðu mig ör-
eiga“.
„Laglegt er nú að heyra“, sagði jeg.
„Ilann er víxlari minn J)essa stundina og
jeg fer að ráðum hans í einu og öllu“.
Macauly hló og stelpan. Jeg ljet eins og
jeg lilæi líka og fór aftur að borðinu minu.
Dorothy sagði: „Klukkan er ekki orðin
tólf ennþá, og mamma sagðist ætla að bíða
eftir j)jer. Hversvegna förum við ekki öll
heim til hennar?
Nora var önnum kafin við að hella kaffi
i bolla.
„Hversvegna?“ sagði jeg. „Hvaða ráð eru
þið nú að brugga?“
Það var ómögulegt að hugsa sjer sak-
lausari andlit en þessi tvö.
„Ekkert, Nick“, sagði Dorothy, „okkur
fanst bara að j)að gæti verið gaman að þvi,
Klukkan er ekki margt, og-----“.
„Og við elskum öll Mimi“.
„Ne-i, ])að er ekki það, en —“
„Það er of snemt að fara heim“, sagði
Nora.
„Þá eru leyniknæpurnar", sagði jeg, „og
næturklúbbarnir og IIarlem“.
Nora skældi sig framan i mig. „Ekki er
nú hugkvæmnin mikil hjá l)jer“.
„Eigum við að fara til Barry og sjá hvorl
við höfum hepnina með okkur í fjárhættu-
spili ?“
Dorothv var í J)ann veginn að segja já, en
tók sig á þegar hún sá, að Nora skældi sig
aftur.
„Jú, j)að á einmitt við mig að heim-
sækja Mimi aftur“, sagði jeg. „Jeg hefi nú
fengið nóg af henni í dag“.
Nora andvarpaði til að sýna hve þolin-
móð hún væri. „Já, já, úr þvi að við endi-
lega eigum að lenda á leyniknæpu að lok-
um, eins og vant er, ])á vil jeg helst að við
förum til lians Studsy vinar þíns, ef þú sjerð
um, að hann komi ekki með j)etta hræðilega
kampavín sitt. Hann er svo alúðlegur“.
„Jeg skal ge^a sem jeg get“, sagði jeg og
spurði svo Dorolhy: „Hefir Gilbert sagt l)jer,
að liann hafi komið mjer og Mimi að ó-
vörum?“
Hún reyndi að lesa úr augnaráði Noru,
en augu hennar voru öll við það að horfa
á diskinn sinn. „Hann — ne-i, það var nú
ekki beinlínis það, sem hann sagði“.
„Sagði hún þjer frá brjefinu “
„Frá konunni hans Kasse? — Já. Hún
verður bandvitlaus. Hugsaðu þjer liana
mömmu“. Augu hennar urðu blá af neista-
flugi.
„En þjer finst þó garaan að þessu — þó?“
„Og, hvað varðar þig um meira, liel....
þitt? Hvað hefir hún ekki altaf beðið mig
um að ........... segja ........ lil j)ess,
að ......“
Nora sagði: „Nick, hættu nú að kvelja
barnið“.
Jeg hætti.
XX//.
Það var glatt á hjalla i Pigiron-klúbbnum.
Eult af fólki, liávaði og tóbakssvækja. Stud-
sy skaut upp úr sínum stað bak við fjár-
hirsluna, lil að taka á móti okkur. Jeg von-
aði að þið munduð koma“. Hann tók fast í
hendina á mjer og Noru og varð allur að
einu glotti þegar hann sá Dorothy.
„Er eilthvað sjerstakt um að vera i
kvöld?“ spurði jeg.
Hann hneigði sig. „Alt er sjerstakt — þeg-
ar maður fær lieimsókn af svona fínu kven-
fólki“.
Jeg kynti hann og Dorothy. Hann hneigði
sig fyrir henni og varð óðamála um, að viu-
ir Nicks væru líka sinir vinir, og náði svo
i þjóninn.
„Pete, settu horð hjerna lianda mr. Char-
les“.
„Er svona fult hjá ykkur á hverjukvöldi?“
spurði jeg.
„Jeg þarf ekki að kvarta“, sagði hann, „sá
sem einu sinni kemur hann kemur altaf. Jeg
er að vísu ekki að skarta með hrákadöHom
úr marmara, enda þarf maður ekki að spýta
því út úr sjer sem maður fær hjá mjer.
Viljið þið standa svolitla stund við barinn,
meðan verið er að koma borðinu fyrir?“
Við fjellumst á það og fengum okkur eilt-
livað að drekka.
„Hefirðu lieyrt um Nunheim?“ spurði jeg.
Hann horfði á mig stundarkorn áður en
hann svaraði: „Jú, víst hefi jeg heyrl það,
kvenmaðurinn situr þárna“. Hann kinkaði
kolli inn í endann á salnum. „Hún er vísl
hjerna lil ])ess að halda atburðinn hátíð-
legan“.
Jeg leil inn i salinn og koma auga á hina
stóru og rauðhærðu Miriam, sem sal við
horð með sjálfsagt heilli tylft af körlum og
konum. „Hefirðu hevrt hver skaut hann?“
spurði jeg.
„Hún sagði að lögreglan hefði gert |)að
hann vissi of mikið“.
„Það er nú víst ekki nema fyndni“, sagði
jeg.
Areiðanlega fyndni", samsinti hann.
„Jæja, nú er borðið tilbúið. Fáið þið ykkur
nú sæti. Jeg skal koma aftur eftir augna-
blik“.
Við bárum glösin okkar að borðinu, sem
liafði verið klemt inn á milli tveggja ann-
ara borða, sem höfðu álíka mikið rúm og
þurfti fyrir eitt borð, og hagræddum okkur
eins vel og við gátum.
Nora dreypti á drykknum og j)að fór
lirollur um liana. „Heldur þú að J)að geti
hugsast að j)etta sje þessi „beiska jurt“, sem
altaf stendur í krossgáitunum?“
Dorotliy sagði: „Líttu á þarna!“
Við litum á og sáum Sliep Morelli, sem
kom til okkar.
Andlit hans hafði vakið eftirtekt Dorothy.
Þar sem j)að var ekki saumað saman, var
það bólgið, og litskart þess náði alla leið frá
purpurarauðu kringum annað augað lil ljós-
hleiks, á heftiplástrinum á hökunni.
Hann kom að borðinu okkar, hallaði sjer
yfir J)að og lagði báða lmefana á dúkinn.
„Þið verðið að afsaka mig“, sagði hann, „en
hann Studsy segir, að það sje skylda mín að
biðja fyrirgefningar“.
Nora tautaði: „Blessaður gamli sunnu-
dagsskólakennarinn hann Studsy“, en jeg
spurði: „Nú, og hvað svo ineira?“
Morelli lirisli brotinn og brákaðan haus-
inn, „jeg bið aldrei fyrirgefningar á þvi, sem
jeg geri fólk verður að liafa J)að eins og
hvert annað hundsbit — en jeg hefi ekkert
á móti þvi að segja yður, að mjer þykir
leitt, að jeg tapaði mjer alveg og skaul á
yður, en jeg vona, að j)að hafi ekki gerl
yður mikið mein, og ef jeg gæti gert eitthvað
til þess að bæta fyrir það þá “
„Við skulum ekki tala meira um það.
Setjist þjer niður og fáið yður í staupinu.
Má jeg kynna: Mr. Morelli - miss Wynand“.
• Augu Dorolliy urðu stór af forvitni.
Morelli náði sjer i stól og settist. „Jeg vona
að þjer erfið þetla ckki við mig?“ sagði
liann við Noru.
Hún sagði: „Þetta voru ekki nema glettur,
eins og í samkvæmum“.
Hann horfði tortrygginn á hana.
„Látinn laus gegn tryggingu?“ spurði jeg.
„Já, núna í dag“. Hann tók hendinni var-
lega um andlitið. „Það er þaðan, sem þetta
nýja andlitsskraut mitt stafar, þeir fóru um
mig höndunum, svona til þess að alt skyldi
vera í lagi, áður en þeir sleptu mjer“.
Nora sagði gremjulega: „Þetta er hræði-
legt, ætlið þjer að segja mjer, að þeir hafi
gerst svo svívirðilegir að . ... “
Morelli sagði: „Maður gat ekki við belra
búist“. Bólgin liakan á honmn hreyfðist eitt-
liveað, hann ætlaði víst að sýna fyrirlitn-
ingarbros. „Það er ágætt meðan þeir þurfa
að vera 2—3 um það á móti einum“.