Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 1
16slður40ann
Við Tjörnina.
Flestum Reykvíkingum mundi bregða í brún, ef Tjörnin væri horfin einn morguninn, þegar þeir vöknuðu. En margir eru
þeir, sem ekki mela hana eins og vert er. Tjörnin hefir verið bæjarbúum til nytsemdar og skemtunar en ístökuna er nú
ekki vert að minnast á. Ef Tjörnin væri ekld, kynnu fæstir Reykvíkingar á skautum, og ef Tjörnin væn ekki, þektu mörg
bæjarbörnin ekki aðra fugla en máf og ef iil vill hænsni. — Fuglalífið á Tjörninni er merkilegur þáttur í úthti bæjarins, og
gleðilegt til þess að vita, að fuglunum fjölgar eftir því sem bærinn stækkar. Það er vottur um, að yngstu kynslóðinni hefir
verið kent að umgangast þá.