Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 5
F A L K I N N
5
Svona var rjettarfarið þar,
sem Orloff ljek sjer að eldinum.
An þess að hann vissi það var
það andlegu sleni hans og al-
gerðu skeytingarleysi um stjórn-
mál og áhugaleysi um völd að
þakka, að hann hjelt stöðu sinni
sem „persónulegur aðstoðarfor-
ingi“ svona lengi og þrátt fyrir
það, að liann launaði miljón-
irnar sem Katrín jós yfir hann,
með ])ví að iralda hóp af hjá-
konum fyrir augunum á henni.
Katrín fann lil auðmýkingar-
innar við þetta ástand og reyndi
að draga fjöður yfir það. En án
þess að hún gerði sjer það Ijóst,
gróf ])etla athæfi undan ástum
hennar lil hans. Orloff skildi
ekkert fremur en vant var og
hjelt áfram uppteknum hætli i
svalli sínu beina leið í glöt-
unina.
Bólusóttin i Moskva þyrmdi
lionum um skeið. Rjett fyrir
1770 hafði Katrín drotning látið
hólusetja sig, fyrst allra i Rúss-
landi og fengið Orloff til að
láta bólusetja sig líka, Hann
átti því að vera öruggur fyrir
sóttnæminu, og var sendur til
Moskva til þess að hefja varnir
gegn pestinni þar. En þegar
hann var farinn l)lossaði ásl
Katrínar lil hans upp á ný og
hrifningu hennar fyrir dirsku
elskhugans voru engin takmörk
setl. Gregor Orloff var „hinn
óviðjafnanlegi, ósambærilegi og/
dýrðlegi“. Dýrðlegar veislur'
voru haldnar til heiðurs hönum,
og engar gjafir þóltu of góðar‘
handa honum. En samt var far-
ið að halla undan fæti og þessi
tilbeiðsla var einskonar áning-
arstaður á leiðinni ofan klifið.
Það var ekki sami eldur og á-
stríða í tilbeiðslu Katrínar og
áður. Hún þurfti að endurnýja
elskhugann. Ög þó liún fyndi
þetta sjálf var Orloff andvara-
laus eftir sem áður.
Katrínu fanst liún þurfa að
koma Orloff í fjarlægð til þess
að gera sjer ljóst hvernig sak-
irnar stæðu. Hún sendi hann
því til friðarsamninga við
Tyrki i Tosanci. En hinn vold-
ugi Orloff þóttist ekki geta gert
sjer að góðu, að semja sam-
kvæmt þeim fyrirskipunum, er
liann hafði fengið. Þær gengu
út á það, að ná friði „hvað sem
það kostaði“. En Orloff voru
engir friðarsamningar í hug.
Hann vildi halda styrjöldinni
áfram og vinna sjer lárviðar-
sveig, sem aldrei visnaði. Og
hann hafði auk þess ekki tíma
lil að semja. Því að hann var
í sifeldum veislum, og sýndi sig
þar í klæðum, sem voru alsett
demöntum og kostuðu miljón
rúblur. Ilann hafði þegið kJæð-
in að gjöf hjá Katrínu, fyrir
að hinda fljótan enda á Tyrkja-
slríðið!
En meðan á þessum veislum
stóð frjetti Orloff, að Katrín
hefði tekið sjer nýjan elskluiga
fvrir hálfum mánuði. Þá sleit
Stúlka með fjögur heimsmet.
Norðmenn höfðu
læplega mist „l)jóf-
arsóma" sinn, Sonju
Henie úr áhugafólks
tölu — hún fjell fyr-
ir ameriska gullinu
— en þeir eignuðust
aðra skautadis, sein
nú þykir ein fræg-
asta íþróttakona
heimsins. Hún heitlr
Laila Schau Nilscn
og .gerði .sjer .lítið
fyrir á meistaramót-
inu í Davos um mán-
aðarmót'in jan.-febr.
að setja nýtt heims-
niet á öllum vega-
lengdum i samkepui
kvenna. Er sigur
hennar ekki óglæsi-
tegri fyrir sitt leyti
en sigur Ballangruds
á skautum i fyrra á
vetrar Olympíuleikj-
umnn i Garmisch, er
hann vann þrjár
gullmedalíur
Hjer er mynd al'
þessari afrekskonu,
sem er kornung og
á sjálfsagt eftir að
verða heimsmeistari
i mörg ár. Hún hljóp
500 m. á 46,4 sek., 1000 m. á 1 min.
á8,8 sek., 3000 m. á 5 mín. 29,6 sek
og 5000 m. á 9 mín. 28,3 sek. •
alt eintóm heimsmet. Samtals fjekk
hún 207,563 stig fyrir öll fjögur
hlaupin, en næst hennii varð Syn-
növe Lie, sem líka er norsk, með
213,260 stig, en sú þriðja finsk
stúlka, Verne Lesche með 217,347
stig. — Þess má geta um Lailu
Schou Nilsen, að hún er mesti skíða-
kappi líka, og fjekk verðlaun fyrr
brekkuhlaup á Olympsle'ikjunum.
-----Samtímis heimsmeistaramóti
kvenna í skautahlaupi fór fram í
Davos samkepni um Evrópume'ist-
aratign karla á skautum. Urðu úr-
slitin eigi síður merkileg þar. Norð-
maðurinn Hans Engnestangen setli
nýtt heimsmet á 500 metrum, sem
hann hljóp á 42,3 sekúndum. Og
Norðmaðurinn Michael Staksrud
vann öll hin hlaupin: 3000 metra,
1500 metra og 5000 metra. Eftirtekt-
arvert var 1500 metra hlaupið sjer-
staktega fyrir það, að Staksrud hljóp
])að á 2 mín. 14,9 sek. og hnekti þar
með heimsmeti Oskar Mathiessen,
sem var 2 mín. 17,4 sek. og hafði
staðið óhaggað siðan 1913.
Hálfum mánuði siðar varð Staks-
rud heimsmeistari á mótinu i Osló,
þó að ekki yrði hann fyrstur í neinu
lilaupinu. Ivar Ballangrud gat ekki
tekið þátt í þessum mótum vegna
veikinda.
hann veislunnm og hjelt um-
svifalaust til St. Pjetursborgar.
En nú hiðu lians vonbrigði.
Skamt fyrir utan horgina mætti
liann sendimönnum frá drotn-
ingunni, sem boðuðu honum, að
liann yrði að fara i fjögra vikna
sóttkvi. Hann kæmi að sunnan,
og þar hefði nýlega komið fyrir
nokkur tilfelli af hólusótt. Þá
gleymdi Katrín því viljandi, að
Orloff var ómóttækilegur fyrir
veikina. í fyrsta skifti í tólf ár
rann ])að upp fyrir honum, að
frillan var yfirboðari hans og
hann var aðeins þegn. En eigi
hafði hann greind til að skilja,
livað verða vildi. Hann fjekk
skipun um að afsala sjer öllum
emhættum sínum ,en kvað á-
kveðið nei við því. Katrjn
revndi samningaleiðina. Hann
skvldi halda launum sínum sem
„persónulegur aðsloðarforingi“
áfram, 150.000 rúhlum og allar
hallir drotningarinnar kringum
Moskva skvldu honum heimilar
til afnota, sömuleiðis vagnar
hennar, hestar og þjónar. Enn-
frémur gaf hún honum 10.000
ánauðuga hændur, horðbúnað
úr silfri til hversdagsnotkunar,
húsgögn, málverk og hallir —
ekki vantaði rausnina. En —
til St. Pjetursborgar fengi hann
ekki að koma.
En það var einmitt það sem
jlhann vildi. Honum stóð á sama
lum alt annað. Og fyrir dii'fsku
jsína og áleitni tókst honunx loks
Jað komast til hirðarinnar á ný.
Hinn nýi elskhugi drotningar-
innar, Wassiltsjikoff, var ein-
stakur húðarletingi og liafði
cngin áhugamál, nenxa það að
hirða launin, sem „persónuleg-
ur aðstoðarforingi“. Slíkur
keppinautur var ekki hætluleg-
ur Orloff. Árið 1772 hafði Kat-
rín sæmt Orloff furstatign. Átti
sá titill að vera sárabót fyiúr
missi friðilsstöðunnai’. Oi’loff
varð nú að horfa upp á að ann-
ar maður liefði rjettindi þau —
og skyldur sem liann hafði
áður haft. En liann tók þessu
með jafnaðargeði og náði brátt
sömu völdum og hann lxafði
haft áður. Hann varð virktar-
vinur nýja elskhugans og virt-
ist ekki skilja, að það sýndi
hann í hlægilegu ljósi. Orloff var
athafnameiri en nokkru sinni
áður. Hann eyddi kynstrum af
fje, liann var ruddalegri, íburð-
arsjúkari og hjegómlegri en
nokkru sinni fyr.
Katrín ljel sjer þetta lynda
og jós i liann gjöfunum. Það
var eins og hún vildi sýna, að
þakklæti hennar væri stei’kara
en ástríðan. Til æfiloka var það
sannfæring liennar að Orloff
væri göfugasti, lxesti og greind-
asti maðurinn á jarðríki.
Árin liðu og Orloff lifði sanxa
svívirðilega og hamslausa lifinu
í St. Pjeturshorg, þangað til refsi
dómurinn fjell. Fjörutíu og
þriggja ára varð hann ástfang-
inn af ljómandi fallegri, 19 ára
gamalli stúlku, ungfrú Zinovi-
eff, sem að vísu var skyld hon-
um. Og þetta var engin skyndi-
ást, heldur djúp og hrein til-
finning, senx greip um sig og
gerbreytti lífi hans. Hann varð
annar maður og lifði eingöngu
fyrir ást sína. Þau giftust og
fluttust til Sviss. En þar dó hún
fimm árum síðar úr berkla-
veiki.
Þegar Orloff kom aftur til
St. Pjetursborgar var liann ó-
þekkjanlegur. Hann var laniað-
ur af sorg yfir konumissinum.
Af sorginni og svalli fyrri ára
fjekk hann heilasjúkdóm, sem
liann barðist við í tvö ár. Hann
varð vitskerlur og i vitfirring-
unni lifði það umliðna i liuga
lxans. Ilann fjekk tryllingsköst
og þóttist sjxx keisarann danða
ógna sjer. Þá öskraði liann al'
hræðslu, hljóp og faldi sig og
rnakaði sig í framan með því
sem hendi var næst, til þess að
gera sig óþekkjanlegan.
Loks frelsaði dauðinn hann
frá þjáningunum árið 1783.
Hann dó einmana, hreldur og
yfirgefinn. Og þó ekki alveg yf-
irgefinn. Þegar drotningin
frjetti um andlát lians varð liún
yfirkomin af sorg. Ilún fjekk
hitasótt og varð að leggjast i
rúmið.
I hennar augum — og aðeins
liennar stóð ávalt einhver
undraljómi af Orloff. Hann var
fegurðin og krafturinn, liann
var ein af hetjum endurfæð-
iiljgartímabilsins, sem lifði,
syndgaði og dó i fegurð. Hún
vafði draumhjúp um þetta úr-
þvætti og ljet sjer ekki skiljast,
að hann hafði aldrei ált glæsi-
mensku endurnýjunartímabils-
ins og að ljóminn, sem henni
fanst stafa af honum var ekki
annað en endurskinið af öllum
gullniiljónunum, sem hún hafði
sóað i hann.
----x----
Um miðja 19. öld var t>að alsiða
í Bandarikjunum, að fólk notaði
hringi á ýmsum fingrum til þess að
sýna afstöðu sína til lijónabandsins.
Væri maður með hring á vísifingri
þá táknaði það, að mann langaði til
að giftast, en væri hringurinn á
löngutöng þá sýndi hann, að við-
komandi var trúlofaður. Væri liring-
urinn á baugfingri, var sá sem bar
hann giftur. En gengi maður með
hring á litlafingri þá þýddi það, að
maðurinn vildi vera ógiftur.