Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N DASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. Dorothy stóð upp og' bauð mjer „góða- nótt“. „Mjer þykir leitt, að jeg get aldrei stilt mig um að láta eins og fífl“, sagði hún og fór með Noru. Þegar Nora kom aftur, settist hún á gólf- ið við hliðina á mjer. „Það má segja, að henni Dorry okkar er ljelt um að gráta og væla“, sagði hún. „Þó að segja megi að hún sje nú ekki öfundsverð af tilverunni eins og stendur . .. .“ Hún geispaði. „Hvað var svo jjessi hræðilegi leyndardómur hennar?“ Jeg sagði henni það, sem Dorothy hafði sagt mjer. „Þetta er ekki nema bull“. „Því þá það?“ „Því þá það? Alt sem komið hefir út úr þessari fjölskyldu liefir aldrei verið nema bull“. Nora geispaði aftur. „Þetta er máske nógu góðar röksemdir lianda njósnara, en mig sannfæra þær ekki. Heyrðu, hversvegna ekki að skrifa lista yfir alla þá grunuðu og allar hvatirnar og sporin og hera þetta svo saman?“ „Það getur þú gert. Jeg fer að hátta. Hvað er annars spor, heillin?“ „Til dæinis það, þegar Gilbert læddist á tánum að símanum, þegar jeg var ein í stof- unni og hann hjelt að jeg svæfi, og sagði við miðstöðina að það mætti ekki afgreiða nein samtöl við áhaldið fyr en á morgun". „Sjáum við til“. „Og það er spor þegar Dorothy tekur eftir, að hún hefir haft lykilinn að ibúð Alice frænku á sjer allan tímann". „Sjáum til. Og —“ „Og það er spor, þegar Studsy sparkar í Morelli undir horðinu, þegar liann fer að segja þjer frá þessum útlifaða frænda þessa hjerna — hvað hann nú hjet — Dick 0,Bri- en, sem Júlía Wolf þekti“. Jeg stóð upp og setti bollana oKkar á borð ið. „Jeg get ekki sjeð livernig nokkur maður getur verið njósnari án Jiess að vera giftur Jijer, en samt gengur þetta nú úr hófi. Þetta að Studsy sparkaði í Morelli, er atvik sem maður á helst að nola mikinn tima til þess að hugsa ekki um. Jeg vildi heldur brjóta heilann um livort þeir börðu Sparrow til þess að verja mig, eða til þess að hindra, að jeg fengi eilthvað að vita. Og nú er jeg syfj- aður. XXVI. Nora hristi mig þangað til jeg vaknaði, klukkan var kortjer yfir tíu. „Siminn“, sagði hún. „Það er Herhert Macaulay og hann seg- ir að það sje áríðandi“. Jeg fór inn í svefnherbergið — jeg hafði sofið í dagstofunni — og tók símann. Dor- otliy svaf eins og steinn. Jeg tautaði „luilló“ i símann. Macaulay sagði: „Það er of snemt að borða miðdegisverð, en jeg verð að tala við þig undir eins. Get jeg komið til þín?“ „Ágætt. Komdu og drektu lijá mjer morg- unkaffið“. „Jeg hefi drukkið morgunkaffi. Þú getur drukkið þitt og jeg kem til þín eftir kortjer". „Það er fyrirtak“. Dorotliy opnaði augun tæplega til hálfs og sagði í svefnrofunum: „Það hlýtur að vera orðið framorðið“, og hylti sjer svo á hina hliðina og svaf áfram. Jeg lagði andlitið og hendurnar í bleyti, burstaði tennurnar og hárið og fór aftur inn í dagstofuna. „Hann kemur hingað“, sagði jeg við Noru, hann hefir borðað árhítinn, en þú verður nú víst að biðja um kaffi lianda honum samt. Mig langar í hænsnalifur“. „Er jeg boðin í samkvæmið eða á jeg að __9“ „Auðvitað ertu hoðin. Þú liefir víst aldrei sjeð Macaulaj'? Þetta er allra besli náungi. Við vorum saman nokkra daga á vígstöðv- unum ekki langt frá Vaux, og við leituðum hvor annan uppi eftir stríðið. Hann hefir látið mig liafa nokkur mál til rannsóknar, þ. á. m. Wynand-málið á sinni tið. Hvað seg- irðu um að við fáum okkur dropa af ein- hverju til að hressa okkur?“ „Ætlarðu ekki að vera allsgáður i dag?“ „Við erum ekki komin til New York lil þess að vera allsgáð. Viltu fara á íshockey- mótið i kvöld “ Það gæti verið ansi gaman“. Ilún helti einhverju á glas lianda mjer og fór fram til þess að biðja um morgunmat. Jeg leit í morgunblöðin. Þau skrifuðu um handtöku Jorgensens i Boston og um morð Nunheims, en meira bar á frásögunum af því, er gifurfrjettablöðin kölluðu „bófastriðið í vít iseldhúsinu“ og „handtaka Mike Fergusons“ og á viðtali við „Jafsie“, sem liafði samið um lausnarfjeð í Lindbergsmálinu. Þeir komu samtímis Macaulay og vikadrengur- inn, sem var að færa okkur hana Ástu. Ástu leist vel á Macaulay, af því að hann klapp- aði henni svo fast; henni var illa við allau velluskap. IJann var með hrukkur kringum munn- inn og talsvert af roðanum var horfið úr kinnum hans. „Hvernig liefir lögreglan komist á þeLta spor?“ sagði hann. „Helduirðu —“ Hann þagnaði þegar Nora kom inn i stofuna. Hún var alklædd. „Nora, þetta er Herbert Macaulay“, sagði jeg. „Þetta er konan min“. Þau tókust í hendur og Nora sagði: „Nick vildi ekki láta mig panta annað en kaffi- holla lianda yður. Má jeg ekki —?“ „Nei, jeg var að enda við að borða“. Jeg sagði: „Og hvað var það svo, sem þú ætlaðir að segja um lögregluna?“ Hann hikaði. „Nora veit alt það sama sem jeg veit“, sagði jeg við hann. „Svo að ef að það er ekki neitt, sem þú vilt lialda leyndu — „Nei, nei, ekki svo að skilja“ sagði liann, „jiað er — nú já, með tilliti til frú Charles. Jeg vildi nauðugur hræða hana“. „Jæja, spýttu því þá út úr þjer. Hún er aðeins hrædd við það sem liún ekki veit. Hvaða skoðun er lögreglan nú komin á?“ „Guild fulltrúi kom í morgun og talaði við mig“, sagði hann. „Fyrst sýndi hann mjer hút af úrkeðju með hníf áföstum við og spurði hvort jeg hefði sjeð þetta áður. Það hafði jeg: Wynand átti það. Jeg sagði honum, að mjer fyndist jeg kannast við þetta og að Wynand mundi eiga það.‘ Þá spurði hann hvort jeg gæti hugsað mjer þann möguleika, að þessir munir hefðu komist í annara manna eigu og' þegar við liöfðum reynt að fara i felur hvor fyrir öðrum nokkra stund, þá uppgötvaði jeg, að jiað var Mimi, sem hann álti við með jiessu „annara“. Jeg sagði að það væri vel mögulegt — Wynand gæti liafa gefið ein- hverju ykkar þetta, ogþið hefðuð getað stol- ið jiví eða fundið J)að á götunni, eða þá að j)ið liefðuð getað fengið það hjá einliverjum, sem Wynand liefði gefið það. Þið hefðuð líka getað fengið þetta á annan liátl, sagði jeg. En hann skildi, að jeg var að gabbasl að honum, svo hann kærði sig ekki um að tala um þetta frekar“. Það voru rauðir blettir á kinnum Noru og augun voru dimm. „Flónið!“ „Hægan, hægan“, sagði jeg, „jeg liefði máske átt að aðvara J)ig. Hann var að tala um þetta sama í gærkvöldi. Jeg hefði átt að geta lnigsað mjer að liún Mimi gamla vin- kona mín, liefði gefið honum einliverja vís- hending. En hvaða meiningu virtist hann annars hafa um þetta?“ „Hann var óhnur i að vita — það sem liann spurði mig um var þetta: „Haldið þjer, að Charles og þessi stúlka, miss Wolf, liafi ennþá verið í þingum hvort við annað? Eða voru þau skilin “ „Þarna þekki jeg söngröddina hennar Mimi“. sagði jeg. „Hverju svaraðir þú lion- um?“ „Jeg' sagðist ekki vita, hvort þú umgengist liana „ennþá“, því að jeg vissi ekki til að þið liefðuð nokkurntíma hist, og minti hann á, að þú hefðir ekki komið til New York í mörg ár“. Nora sagði: „Varst þú að dandalast við hana?“ „Jeg sagði: „Farðu nú ekki að reyna að gera Mac að ósannindamanni. Hvað sagði hann við þessu?“ „Ekki neitt. Hann spurði mig hvorL jeg' hjeldi að Jorgensen vissi nokkuð um þig og Mimi, og þegar jeg spurði, livað væri um þig og Mimi þá ásakaði hann mig um, að jeg ljetist vita minna en jeg vissi — það voru hans óbreytt orð — svo að það varð lítið um framhaldið. Hann langaði lika til að vita hvað hefði farið á milli mín og þín hvar við hefðum hist og hvenær, upp á mínútu og upp á tommu“. „Það er lögulegt að heyra þelta“, sagði jeg. „Og sakleysissannanirnar mínar eru ekki í lagi“. Þjónn kom inn með morgunverðinn. Við töluðum um daginn og veginn, þangað til hann hafði lagt á borðið og var farinn. Svo sagði Macaulay: „Þú skal ekki vera liræddur: Jeg framsel lögreglunni Wyn- and“. Röddin var hvarflandi og eins og hálf- kæfð. „Ertu viss um, að hann hafi gert það?“ spurði jeg. „Jeg er það nefnilega ekki“. Ilann sagði aðeins: „Jeg veit það“. Hann ræskti sig. „Jafnvel þó að það væri einn möguleiki á móti þúsund til þess að mjer skjátlaðist og það er það ekki — þá er hann geðveikur maður, Charles. Það ælti ekki að láta hann ganga lausan“. „Það getur rjett verið“, sagði jeg, „og el' þú heldur í raun og veru að hann-----“ „Víst veit jeg það“, sagði hann. „Jeg liitti hann sama daginn sem hann drap hana. Þó að jeg vissi það ekki, þó að jeg vissi ekki

x

Fálkinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Tungumál:
Árgangar:
39
Fjöldi tölublaða/hefta:
1863
Gefið út:
1928-1966
Myndað til:
1966
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-í dag)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Efnisorð:
Lýsing:
Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 18. Tölublað (01.05.1937)
https://timarit.is/issue/294330

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. Tölublað (01.05.1937)

Aðgerðir: