Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N fP 3BF=5=^S =3E ELSKHUGI KATRÍNAR MIKLU J-IINN 25. ágúsl 1758 var Schwerin greifi, aðstoðar- foringi Prússakonungs lekinn til fanga í orustunni við Zorn- dorf og fluttur til St. Pjeturs- horgar. I varðliðinu var rúss- neskur foringi, sem hafði getið sjer orðstír í orustunni. Hann var djarfmannlegur, fífldjarfur og harðleikinn kappi og ramur að afli. Höfuðið á þessum vöðva stælta skrokk var fagurt svo af har og andlitið eins og á engli — það eina sem var englum líkt hjá Gregor Orloff. En kvenfólkið var gagntekið af lionum, og Kat- rín stórfurstafrú þóttist sjá full- komnun mann- legrar fegurðar, þar sem hann var. Gregor Or- loff var ekki heimskur, en hann Jiafði ekk- ert lært og eyddi tímanum í her- búðunum í spil, drykkju og svall. Hann var land- ;yða sem ekkert átti, siðlaus svelg ur og kunnienga mannasiði. Þess- um mannrudda átti það fyrir að liggja að sitja öndvegissess- inn í hjarta Katrinar tólf næstu ár, elcki af þvi að hann væri Ijúfur og ástleitinn, ekki af því að hann væri dugandi ráðu- nautur, ekki af því að hann væri aðlaðandi í framkomu, heldur eingöngu af því að hann var vöðvamikill. Hann var per- sónugervingur þeirra eiginleika sem Katrín virti mest: krafta og ruddaskapar. Katrín varð frilla Orloffs. En jafnvel þar gleymdi hún ekki stjórnmálunum. Jafnvel í áslar- vimunni skorti hana ekki und- irhyggjuna, því að Orloff og bræður hans fjórir voru liðsfor- ingjar í herdeildunum fjórum, sem höfðu völdin í St. Pjeturs- borg. Það gat komið sjer vel ef í hart færi. Og ýmislegt benti á að til stórtíðinda mundi draga í Rússlandi þá. Elísabet drotning sálaðist og nú varð Pjetur, maður Katrínar keisari. Ilann var bæði heimsk- ur og brjálaður og því hættu- legur maður, sjerstaklega af því, að hann var einvaldsherra yfir miljónum Rússlands. Hann hat- aði konu sína, og einu sinni þeg- ar hann vildi sina fyndni sína og kallaði konu sína gæs — en hirðin hló dált að -— fann Kat- rín, að til úrslita yrði að draga í sambúð þeirra. Og nú hófst sú bylting, sem minst hefir verið undirhúin, allra byltinga. Hún kom jafn- vel þeim á óvart, sem stóðu að henni, en ýms samverkandi at- við urðu til þess að Katrín og undirtyllur hennar, Orloff bræð- urnir, náðu völdum og Pjetur týndi bæði kórónunni og lífinu. Nú varð Katrín keisari og Gregor Orloff „persónulegur að- stoðarforingi“ hennar. Þau skiftu vöklum milli sín, en Katrín Katrin II. Rússadrotning. gerði enga undantekningu Iivað hann snerti, að þvi leyti að stjórnmálin annaðist hún ein, en hann fjekk að njóta valda- sælunnar á þann hátt, að hann mátti eyða og svalla eins og hann vildi. Og vilji hans i þvi efni var mikill. En stjórnmál- unum mátti hann ekki koma nærri, fremur en hinir tólf friðlar aðrir, sem Katrín hafði. Iíatrín átti Orlof mikið upp að inna, því að segja mátti, að hún fengi völdin úr hans liendi. Og hún unni þessum svola af öllu hjarta. En honum var ann- að betur gefið en fara í laun- kofa með tilfinningar sínar. Hann fór svo hrottalega með drotninguna að ölluin ásjáandi, að það vakti hryllingu. Þegar hann var drukkinn — og það var liann að jafnaði — stærði hann sig af því við hvern sem hafa vildi, að hann væri friðill Katrínar og raunverulegur hæst- ráðandi Rússlands. Og þegar það bar við að Katrínu var sagl frá þessu, þá liló hún, og varð ekki annað sjeð, en henni þætti heiður að þessu. Hún var æfintýramanneskja eins og bófinn Orloff. Það var æfintýrablóðið í æðum beggja, sem tengdi þau saman, fífldirfsk an, öfgaþorstinn, fyrirlitningin á almenningsálitinu, sóunarsem- in, hófleysið og ástríðurnar. En í mestu ástarvímunni, ljet Kat- rín tilfinningarnar þó aldrei fara með sig í gönur, að því er að stjórnmálunum vissi. Hún stjórnaði landi og þjóð með snildarlegri forsjálni og þoldi engum að leggja þar orð í belg. Dirfskan var mesti styrkur Orloffs, því að hugmyndaflug hafði liann ekkert, nje dóm- greind nje skilning á komandi stund. Hann var augnabliks- maður. Hann naut augnabliks- ins og þegar Katrín fæddi hon- um son steig metnaðurinn lion- um til höfuðs. Orloff liafði aðrar frillur og l'ór ekki í launkofa með það. Og Katrín liefndi sín stundum, með því að dansa „aukavals“ við einhvern friðilinn, sem af tilvilj- un varð á vegi hennar. Þetta var talin vera einskonar bend- ing lil Orloffs, um að hann væri máske ekki eins fastur í sessin- um og hann vildi vera láta. En meðan þetta hjó ekki nærri valdastöðu Orloffs ljet liann það gott heita, þó að Katrín þjónaði öðrum herrum. í fyrst- unni var það valdagirnd og á- slríða, en síðar hjegómagirnd. og kænska sem laðaði hann að henni. Og hún var honum si- streymandi tekjulind. Auk þess sem hún gaf honum peninga- gjafir fjekk hann og ýms feit embætti, án þess að hann þyrfti „að standa reikningsskil“ á þeim. Astríða Katrínar fyrir ungum mönnum var yfirleitt alls ekki ódýr ánægja. Það hefir verið talið, að þetta hafi kostað hana um 100 miljón rúblur i bein- hörðum peningum. Og Orloff var ekki sá ódýrasti, enda ent- ist hann lienni lengst. Hann var talsvert bundinn. Hann varð að búa í „friðilsíbúðinni“, sem Kat- rín liafði látið gera í Vetrarhöll- inni. Fyrir daginn var föst áætl- un. Klukkan 10 átti liann að fara á fund drotningarinnar. Hann varð að aka út með henni, horða með henni, hann mátti aldrei fara úl einn og ekki taka á móti lieimsóknum og á kvöld- in varð hann að fylgja drotn- ingunni til sængur. En þessi „karlabúrs“-tilvera var ekki Orloff að skapi og hann braut öll boðorðin — nema það síðasta — og fjekk nægan tíma til að vera með öðru kvenfólki og þjóra svo ó- sleitilega að mönnum blöskraði, og kölluðu Rússar þó ekki alt ömmu sína í þvi efni, á þeim timum. ÆFINTÝRAMAÐURINN GREGOR ORLOFF OG ÖR- LÖG HANS. — DUTLUNG- AR DROTNING ARINN AR KOSTUÐU RÚSSLAND HUNDRAÐ MILJÓN RÚBL- UR. — En þetta hátterni var honum alls ekki hættulaust. Hann vissi, að ekki þurfti nema bendingu frá Ivatrínu til þess að dagar lians væri taldir. En hversvegna að hera áhyg'gju fyrir morgun- deginum? Dagurinn í dag var góður og Orloff var maður augnabliksins. Jafnvel þó hann gæti lialdið framtíðardraugnum í fjarlægð leyndist óvissan þó í sál hans. Og þessvegna spilaði hann djarl' ar. Katrín var í fyllri mæli herra lífs og dauða en einvalds- herrar nútímans. Einu sinni kom lögreglustjórinn í St. Pjet- ursborg inn til kaupmanns. Lög- reglustjórinn afsakaði sig, en erindið var það, að drotningin hafði krafist að fá kaupmann- inn — útsloppaðan! Hann yrði að koma með lögreglusljóran- um og láta stoppa sig út. Gregor Orloff. Kaupmaðurinn fór mcð lög- reglustjóranum, skjálfandi at' iiræðslu. Úr því að drotningin heimtaði það, varð ekki hjá því komist. Vilji hennar var lög. Nú kom boð frá dýragarðin- um, þar sem kaupmaðurinn skyldi stoiipaður út, fyrirspurn til drotningarinnar, hvorl hún vildi láta setja gleraugu í kaup- manninn. Þá uppgötvaðist að farið hafði verið nafnavilt. Drotningin kærði sig ekkert um kaupmanninn, en liann liafði heitið sama nafni og uppáhalds hundurinn hennar, Andruijska, sem hafði hrokkið upp af ný- lega. Það var hann sem liún vildi láta stoppa út en ekki kaupmanninn.

x

Fálkinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Tungumál:
Árgangar:
39
Fjöldi tölublaða/hefta:
1863
Gefið út:
1928-1966
Myndað til:
1966
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-í dag)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Efnisorð:
Lýsing:
Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 18. Tölublað (01.05.1937)
https://timarit.is/issue/294330

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. Tölublað (01.05.1937)

Aðgerðir: