Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VNCSVU LES&HbURHIR Qeííö þið húið iil myndir úr ávöxtum? Ef þið kunnið það ekki, þá getið þið litið á myndina h.jerna og sjeð nokkur sýnishorn og svo er ekki annað en að byrja — það er aö segja ef þið hafið ávextina. 1. mynd- in sýnir fallegasta seglskip, s'em hefir verið búið lil úr banana. Hann er svo rennilegur í laginu sjálfur, að þið þurfið ekki að hafa fyrir að bæla um lögunina. Mastrið er gert úr mjórri spitu, sem rekin er í ban- anann og seglið úr þykkum pappir, sem er limdur á mastrið og festur með tvinnaspotta að aftan. Til þess að skipið geti staðið stöðugt á borð- inu eru settir fjórir o.furlitlir fætur á; þeir mega gjarnan vera úr eld- spítum. i 2. myndin sýnir gris, sem gerður er úr sítrónu. Eyrun og lappirnar eru úr pappa, sem er kliptur og stungnar í rifur, sem gerðar eru á börkinn, rófan er úr snúnu segl- garni og augun geta t. d. verið títu- prjónshausai'. 3. rnyndin er auðveld; hún sýnir sitjandi kött, sjeðan aft- anfrá. Kötturinn er pera og eyrun og skottið úr pappa. 4. myndin er dálitið erfiðari. Það er hæna, sem er búin til úr epli. Hausinn er kliptur til út pappa og málaður eins og myndin sýnir og stungið í eplið. Fæturnir eru gerðiv á sama hátl. En stjelið og vængirnir eru svolitlar fjaðrir, sem stungið er í eplið. 5. myndin er gerð úr appelsínu. Hausinn á manninum er búinn til úr pappa og handleggirnir líka en fæturnir gerðir úr þykkari pappa. (). myndin sýnir hvernig fæturnir eiga að Hta út áður en þeir eru festir á manninn. Stafurinn hans er úr eldspítu og er límdur á hendina á honum og hjálpar til að styðja mann- inn. 7. myndin sýnir hundinn mannsins, sem er búin til úr eld- spítnaflísum og rófan úr seglgarni, sem er trosnað í endan. Augun og kjafturinn er teiknað með bleki. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Jeg efast ekki um, að þið getið búið til margar fleiri skemtilegar myndir, ekki sist úr kartöflum og rófum. Eáfnaprúf. Ef hálfönnur hæna verpir hálf- öðru eggi á hálfum öðrum sólar- hring, hvað mörgum eggjum geta þá sjö hænur verpt á 6 sólarhringum? Ráðning kemur í næsla hlaði. •tii^ o -*•*!<»- o-'ta.-o •"Uj.- o o -*• M'O ••'ll.eO•“^O'fl.-O DrEkkiö Egils-öl 0-^1j- 0 "ll> 0',,Um'0-*I > 0-*1lM-*O •*•!*• 0 "Ufc Ráðning á krokket-þrautinni í síð- asta blaði. Viltu ekki annað stykki af jóla- kökunni, Tommi? — Nei, þakka þjer l'yrir. —- Þú jsjáist af- lystarleysi. —- Nei, ekki af lystarleysi, heldur vöntun á kurteisi. SkipsbmtsmEnnirnir á sjóræningjaEyjunni. Framhaldssaga, sögð í myndum. Sveinn, Páll og Gerða höfðu feng- ið að fara með stóru kaupskipi til Suðurliafseyja í sumarleyfinu sínu. Átti skipið að koma við í mörgum höfnum. Skipstjórinn var frændi Sveins og ljet krökkunum líða vel og þau voru ánægð og glöð yfir öllu því óvænta, sem þáu heyrðu og sáu um borð, því að þau höfðu aldrei komið á sjó fyr en voru ekki sjó- veik. En eina nóttina skall á fár- veðri. Skipið rak upp á körallarif og strandaði þar. Skípstjórinn ljet þeg- ar kanna lestina og kom þá á dag- ínn, að hún var óskemd og að eng- inn leki liafði komið að skipinu. Af- rjeð hann því, að le'ita til næstu eyja og fá hjálp til þess að bjarga skipinu og farminum. Vjelbátur skipsins var settur út og lagði innan skamms upp, með skipstjóra og nokkurn hluta skipshafnarinnar um borð. Sveinn, Páll og Gerða urðu eftir ásamt fáeinum mönnum, sem áttu að gaéta skipsins. Þegar þau liöfðu beðið heilan dag eftir vjelbátnum fór þeim að leiðast tilbreytingaleysið og þess- vegna datl þeim i hug að flytja sig upp í eyjuna og vera þar, þangað til skipstjórinn kæmi, og leyfðu varð- mennirnir lieim liað, með því skil- yrði, að þau hjeldu sig þeim megin á eyjunni sem að skipinu vissi, svo að þau gætu sjeð þegar báturinn kæmi. Þau bjuggu sjer til fleka og sjórinn var ekki dýpri en svo, að þau gátu stjakað sjer i land. Höfðu þau með sjer vistir og suðuáhöld. Sveinn og Páll voru skátar og hugsuðu sjer nú gott til glóðarinnar að kynna sjer eyjuna. Þeir fundn hellir niðri við fjöruna og ákváðu að hafa bækistöð sína þar og tóku nú til óspiltra málanna að smíða girðingu fyrir hellismunnann, svo að villidýr gætu ekki ruðst inn til þeirra, ef þau kynnu að vera til í eyjunni. Þeim var margt í hug krökkunum þegar þau lögðust fyrir í skútanum fyrsta kvöldið. En ekki datt þeim í liug að fara um borð. Verið gat aö báturinn kæmi daginn eftir, og þá mundi þeim ekki verða leyft að leika sjer i landi, nema þá að ein- hver fullorðinn væri með þeim. — Þau seltu upp stöng og drógu upp neyðarveifu og til þess að alt yrði sem fullkomnast var ákveðið, að Sveinn skyldi halda vörð fyrstu nóttina. Kemur frivndinti nú og rekur þati um borð aftiur? Eða eiga þau eft.r að lenda i æfintijrum. Það heyrnm við um mest. HRÆÐSLAN VIÐ EITURGASIÐ í London hafa i vetur verið gerðar skrifstofubyggingar, sem eru tryggar fyrir eiturgasi. Sjerstök áhöld, sem sjást hjer á myndinni, sija gasið úr loftinu, svo að fólkinu er óhætt inni á skrifstófunum, þó að það noti ekki gasgrímur. Dásamlegur voltur uni menningarástandið i heiminum, að gtra þurfi slikar ráðstafanir! Ekkert dýr í heiminum er jafu stöðugt á löppunum eins og fíllinn. Það er staðreynt að fimtíu kúlum hefir verið skotið á fíla án þess að þeir dyttu, og stuiidum hefir ]ia<) reynst svo að þeir hafa staðið á löppunum undir tuttugu múnútur eftir að ]ieir voru dauðir. ----x---- „Litli marskálkurinn“ svonefndi, Shang Hsueli Leng, sem Ijek það fyr- ir jólin að taka æðsta mann Ivína, Chang Kai Shek fastan, og heimta fyrir hann lausnargjald og var dæmd ur í tiu ára fangelsi fyrir vikið og missi allra borgaralegra rjettinda, en náðaður daginn eftir, hefir nú fengið öll rjettindi sín aftur og tekið sæli sitt í framkvæmdastjórninni í Nank- ing. Þeir eru ekki að erfa ávirðing- arnar lengi í Kína.

x

Fálkinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Tungumál:
Árgangar:
39
Fjöldi tölublaða/hefta:
1863
Gefið út:
1928-1966
Myndað til:
1966
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-í dag)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Efnisorð:
Lýsing:
Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 18. Tölublað (01.05.1937)
https://timarit.is/issue/294330

Tengja á þessa síðu: 11
https://timarit.is/page/4356207

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. Tölublað (01.05.1937)

Aðgerðir: