Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka dága kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askril'tarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Það tíðkast nú ekki lengur að ganga milli landsfjórðunga með átta fjórðunga vætl í bak og fyrir og síst er það að lasta. En á flýtisöldinni sem við lifum á fer mannkyninu að verða hætta búin af hreyfingarleys- inu. Þeim fjiilgar sífelt, sem verða að leita lífsuppeldis síns hograndi við skrifborðið eða vinnuvjelina og fæt- urna krosslagðar fyrir framan stói. Burðarstoðir líkamans eru óvirkar allan daginn og blóðið fer um þær á seinagangi og kemst varla niður i tær. Og þá sjaldan að þetta fólk fær tækifæri lil að ferðast, þá stígu’- það á ski]3sfjöl eða sest upp i bíl og rennur fyrirhafnarlaust á áfanga- staðinn. Og skrokkurinn verður eins og óhreinsuð skilvinda. Slappur og þungur, stirður og slyttislegur, og hugurinn eins. Tíminn líður seint og veröldin er tjót og leið og lífið öndvert og erfitt. Þá er það eins og að koma í himnaríki að vera kominn þó ekki sje nema upp í Svínahraun og sjá hvergi bíl. Láta hesta postulanna tifa en ekki lötra, svo að maður neyðist til að draga andann djúpt, ko-ma út á sjer svitanum með öllnni hans illu vessum, finna blóðið streyma um allar æðar. Þá nauln þekkir enginn nema sá sem reynl hefir. Það er mála sannast og stað- fest af þeim sem reynt háfa, að áhrif góðrar gönguferðar á sunnudegi, endist kyrsetumanninum alla vik- una. Þetta er fólk farið að læra að skilja. Það kann að vera til einhver eflirlegukerling uppi í afdölum, sem enn er þeirrar skoðunar, að það sje ófint að ganga, vegna þess að flakk- ararnir gerðu það forðum. En aðrir ckki. Annars hefir það eflaust verið hreyfingin, sem hjelt lifinu betur i llökkurunum, en maturinn, sem J)eir sníktu á bæjunum. Þeir entust vei, þegar brennivínið varð ekki til að drepa j)á, þrátt fyrir misjafna að- hlynningu. Kyrsetumennirnir mega ekki gleyma að ganga. Þá gleyma þeir veigamesta iieilbrigðisboðorðinu. í bæjunum er gangan til vinnunnar og Irá svo lítil hjá flestum, að hún nægir ekki — og þó eru innanbæjar- menn teknir upp á því að láta stræt- isvagna eða einkabíla flytja sig milli heimilisns og vinnustaðarins. Það væri ómetanleg heilsubót, að al- ínenningur tenuli sjer þann góða sið, að ganga að minsta kosti hálftíma á hverjum degi, ekki að rölta lieldur þramma. Lappirnar eru besta leik- fimisáhaldið, sem manninum er gefið. Gufuskipið „lsland“ strandað. Gerðar voru tilraunir til að bjarga skipinu, en þær reyndust árangurs- lausar. Stóð það á kletti einum all- mikið brotið, og á næsta sólarhring fyltist það af sjó. Pósti og farangri tókst að bjarga. Skipstjóri og skips- höfn yfirgáfu skipið um kvöldið eft- ir að það strandaði. Talið er, að orsökin til strandsins hafi ekki að- eins verið þokan, heldur og einnig sterkur straumur, sem borið hafi skipið af leið. Stórt, norskt flutn- ingaskip strandaði einnig á sömu slóðum um líkt leyti. Þessi ferð átti að verða næstsíð- asta ferð Lydersens skipstjóra með „íslandið". Þann 25. þ. m. verður hann 65 ára, og ætlaði hann þá að láta af skipstjórn fyrir fult og alt. G.s. ísland var 1600 smálestir brúttó að stærð, en 1062 smálestir nettó. Það var byggt til íslandsferða í Danmörku árið 1915. Skipið var hið vandaðasta og traust mjög og kostaði um eina miljón króna. Sam- einaða hefir ákveðið að láta ekki skip koma í stað ,,íslandsins“, og verður þá „Dr. Alexandrine" ein í förum til íslands af hálfu fjelagsins. Hjer birtist uppdráttur af Forth- firði og strandstaðnum, en hægra megin er mynd af „íslandinu“ við bryggju í Kauþmannahöfn. Neðri myndin sýnir skipið, þar sem það liggur strandað við May-eyju. Þann 13. aprií siðastliðinn strandaði G.s. „fsland“ sem verið hefir í íslandsferðum á vegum Sam- einaða gufuskipafjelagsins í undan- farin rúm 20 ár, á leið hingað tii lands við eyjuna May, utarlega í Forthfirði á Skotlandi. Skipið strand aði snemma morguns, og voru allir farþegar í fasta svefni. Vöknuðu þeir við áreksturinn og þustii þegar upp á þilfar. Svarta þoka var á og brim nokkurt við ströndina. Var farþegum tjáð, að skipið væri slrand að. Engin hræðsla greip þó farþega, og treystu allir á forsjá hins aldr- aða og reynda skipstjóra, Lydersens. Var nú strax hafist handa um björg- un. Svo hagaði til, að skipið hafði strandað á norðanverðri eyjunni, en hún liggur yst i Forth-firðinum, fáa kílómetra frá nyrðri strönd fjarð- arins. Frá eyjunni liggur sæsími til smábæjarins Austruther, og símuðu íbúarnir á May þangað eftir björg- unarbátum. Björgunin lókst mjög vel og röggsamlega, enda ])ótt ástandið væri síður en svo hættulaust, og klukkan 8 um morguninn voru allir farþegarnir komnir i land í Anst- ruther. Eftir nokkura viðstöðu þar. hjeldu þeir síðan með járnbraut lil Ed'inborgar og dvöldust þar síðan i hóteli á kostnað fjelagsins, þar til ferð fjell heim til íslands. Komu þeir heim með ,,Brúarfossi“ þann 24. april. Frú Margrjet Bjarnadóttir, Vest- urg. 53 fí, varð 80 ára 28. f. m. Jóhann J. Eyfirðingur, kaupm. Ellert Kr. Mangúss. bifreiðarstj. ó ísafirði, varð 00 ára 20. (■ m. Freyjug. 'i2, verður 'i0 ára í dag. Ameríkumenn hafa nýlega tekið upp á því að setja sjerstaka vagna í járnbrautarlestirnar, þar sem fólk geli dansað sjer til skemtunar. í þessum vögnum geta um 20 pör dansað samtímis. Búi Alexis Moivani fursta, sem áð- ur var giftur miljónamærinni Ear- bara Hutlon, erfingja Woolwoitbs- miljónanna, hefir nýlega verið skift. Ljet hann eftir sig um hálfa miljón dollara og er Barbara Hutton einn erfinginn. Hún er talin ríkasta kona beimsins, svo að „þeim gat' sem þurfti“. Barbara Hutton er nú gift danskn greifanum Haugvitz-Bewent- low.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 18. Tölublað (01.05.1937)
https://timarit.is/issue/294330

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. Tölublað (01.05.1937)

Aðgerðir: