Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
-------- GAMLA BÍO -------------
Kampavinsvalsinn.
Stórkostlegur, skemtilegur og
íburðarmikill gamanleikur og
operettu.
Aðalhlutvérkin leika, hin góð-
kunna ameríka söngkona:
GLADYS SWARTHOUT og
FRED MAC MURRAY.
Undir myndinni leikur 180
rnanna hljómsveit.
Sýnd næst.
Þetta er afar skrautleg dansmynd,
sem gerist í Wien og New York, og
aðal-kvenlilutverkið er leikið af
Gladys Swarthout, sem er framúr-
skarandi söngkona, eins og hver get-
ur sannfært sig um, sem vill, með
|ivi að sjá og heyra myndina.
Buzzy Belew stjórnar jazz-hljóm-
sveitinni Swing Band, sem er þegar
orðin talsvert fræg í Ameriku, en
ætlar nú að reyna gæfuna í Wien.
Mörgum finst, og kanske með rjettu,
að Wien sje ekki heppilegasti stað-
urinn til þeira hluta, þar sem vals-
inn er borgarbúum í blóð borinn,
en einhvernveginn tekst samt Happy
Gallagher að fá forríkan eiganda
„Valshallarinnar“, Max Snellick, til
að byggja „Jazzhöir á næstu lóð, og
hún er útbúin eins og best gerist i
Ameríku. Og það undarlega skeður
að þetta nýja fyrirtæki dregur að
sjer fólkið frá hinu, og hljómsveitar-
stjórinn i Valsahöllinni, sem er af-
komandi sjálfs Jóhanns Strauss, og
sonardóttir hans, Elsa, sem syngur
þar, þykjast eiga um sárt að binda.
Og ekki er þar með nóg, því ein-
hverjir úr amerísku hljómsveitinni
fara að hrella gamla hljómsveilar-
stjórann með ýmsum strákslegum
hrekkjum. Þetta verður til þess, að
Elsa tekur sig til og fer til ræðis-
manns Bandaríkjanna þar í borg-
inni, til þess að bera upp vand-
kvæði sín við hann. Hún kemur á
skrifstofuna og liittir þar mann eir.n,
sem 'hún ber upp erindi sitt við, þvi
hún heldur, að hann sje ræðismað-
urinn, Mr. Scribner. En því var svo
fjarri, að maðurinn var enginn ann-
ar en sjálfur Buzzy Bellew. Svo
stendur á, að hann getur hvergi í
borginni fengið það tyggigúmmi,
sem hann er vanur að leggja sjer tii
munns og ætlar þvi að leita á náðir
ræðismannsins. Elsa er búin að
stynja upp erindi sínu áður en
varir, og hann gengur orðalaust inn
í hlutverk ræðismannsins, án þess
að hana gruni neitt. Síðan fer hann
með henni í gistihúsið þar sem
hljómsveitin á lieima, og skammar
])ar ráðsmanninn sinn, Happy Gal-
lagher, óbóta skömmum fyrir fram-
ferði hljómsveitarmannanna, en hinn
skilur strax, að einhver fiskur ligg-
ur þarna undr steini, og lætur
skamma sig sem hljómsveitarstjóra.
Rykov
fyrverandi forseti þjóðfulltrúaráðsins
rússuísska liefir við og við verið
nefndur sem grunsamlegur maður og
talað um, að hann mund verða dreg-
inn fyrir lög og dóm, fyrir undir-
róðursstarfsemi gegn Stalin. En
hingað til hefir hann þó sloppið.
NOGUES HERSHÖFÐINGI
er landstjóri Frakka í Marokkó. Und-
anfarið liefir leikið grunur á því, að
Þjóðverjar ætluðu að senda her til
spánska Marokkó og mundu jafnvel
fá ýms hlunnindi þar, gegn liðveitslu
við Franco. En Frakkar telja þett.i
ófriðarsök og Nogues hefir krafist
þess að fá meira lierlið suður, til
þess að vera við öllu búinn.
Buzzy og Elsa verða bráðlega skot-
in hvort í örðu — eins og til heyrir
i góðu sögunum •— og hittast oft,
eftir þetta. En einu sinni kemur
fyrir atvik, sem veldur illilegum
ruglingi. Elsa þarf að ná tali af
Buzzy og hringir upp ræðismannsbú-
staðinn, en þar svarar henni kona,
sem kemur í ljós að er ræðismanns-
frúin og þriggja barna móðir ....
Nú fer það að verða spennandi.
Myndin verður sýnd í gamla Bío.
Guðmundur Johnson, frá Can-
ada, verður 60 ára 3. maí. Hann
er bróðir Bjarnhjeðins heitins
Jónssonar, járnsmiðs og þeirra
systkina, ættaður frá Skeggja-
stöðum í Flóa. Guðmundur hef-
ir dvalið vestan hafs í 3h ár en
komið tvisvar i heimsókn til ís-
lands og mi seinast á Alþingis-
liátíðinni. Hann hefir átt sjer-
slökum vinsældum að fagna
vestan hafs og hjer heima, sak-
ii greiðvikni sinnar og góðsemi.
vöru úr því, sem ýmsir spáðu og
sótt um ríkisborgararjett í Englandi.
Hann kveðst ekki munu hverfa til
Ameríku aftur nema tilneyddur og
dregur ekki dulur á, að sjer sje illa
\ið Ameríkumenn. Þannig hafa orð-
ið örlög þess manns, sem Ameríku-
menn hafa hossað hærra en nokkr-
um manni á þessari öld, að undan-
teknum máske Franklin Roosevelt, og
á barnsránið hörmulega að visu mik-
inn þátt í því. En fleira kemur þó
til greina, m. a. annars það, að
Lindbergh er mjög fáskiftinn og hat-
ar skrum og læti ameríkönksu blað-
anna. Hjer eru síðustu myndir af
Lindbergh og frú Ann.
-------- NÝJA BÍÓ. -------------
Louis Pasteur
Amerísk stórmynd frá Warner
Bros. Aðalhlutv. Pasteur, leikur
PAUL MUNI
og fyrir sinn frábæra leik, fjekk
hann viðurkenningu frá The Aca-
demi of Motion Picture Arts and
Sciences fyrir bestan leik á ár
inu 1936.
Þetta er æfisaga um einn hinn
mesta velgerðamann mannkyns-
ins.
Ekki getur vafi á þvi leikið, að
franski vísindamaðurinn Louis Paste-
ur verður ætið framarlega í liópi vcl-
gjörðarmanna mannkynsins, og því
ekki nema vel til fallið að lieiðra
hann með kvikmynd af vísindaferli
hans. Hvort Frakkar sjálfir hal'a
nokkurntíma gert það, vitum vjer
ekki, en þessi mynd er amerísk.
DIREKT0R DR.MED. THORVALD MADSE»'J2>a«A*wíM»'
Fram yfir miðja 19. öld höfðu
menn litla hugmynd um þýðingu sótt-
hreinsunarinnar í þágu læknavísind-
anna, og eins og nærri má geta,
hlutust af því mörg dauðsföll, sem
hæglega hefði mátt komast hjá, el'
mönnum hefði verið ljós þýðing
hennar. í þessari mynd er byrjað á
þvi að sýna lækni einn, sem er i
læknastofu sinni að búa sig til að
taka á móti sjúkling. Þá fær hann
heimsókn af manni, sem skýtur hann
til bana. Málið kemur fyrir rjett og
maðurinn heldur því fram, að lækn-
irinn hafi drepið konuna lians, með
því að hreinsa ekki hendur sínar við
fæðingu, svo að konan hafi fengið
barnsfararsótt og beðið bana af.
Hann leggur fram ávarp til lækna
landsins undirritað af Louis Pasteur.
Eftir þetta komst það á vitorð al-
mennings að Pasteur hefði rannsak- *
að mjög allskonar gerla, sem bæru
sjúkdóma manna á milli. Þetta komst
svo langt, að Pasteur var boðaður á
fund Napoleons III. lil að gera grein
fyrir rannsóknum sínum. Varð liann
i þessu sambandi fyrir talsverðu að-
kasti frá læknum — þó sennilega ekki
eins miklu og látið er í myndinni
— og sá sjer það ráð vænst að flytj-
ast til átthaga sinna í Jura-hjeraðinu.
Um þessar mundir átti Frakkland um
sárt að binda. Ófriðurinn við Þýska-
land var ný-afstaðinn og ríkisskuld-
irnar gifurlegar en hinsvegar óáran
í atvinnuvegunum, og pestir gengu
bæði í sauðfje og silkiormum. Þétta
Ivent var með því fyrsta sem Pasteur
kipti í lag, til ómetanlegs gagns fyrir
föðurland sitt. Síðar háði hann sigur-
sæla orrustu við hundaæðið, sem
menn höfðu þangað til alls ekki get-
að læknað og eftir það var lífsferill
lians óslitin sigurför á vísindabraul-
inni, þrátt fyrir ýmislegt mótlæti,
svo sem lömun eftir slag, sem hann
fjekk, löngu áður en hann dó, o. fl.
Til þess að fá sæmilega hugmynd
um hina óendanlega miklu þýðingu
Pasteurs og tillag hans til visindanna
í heiminum, er stórfróðlegt að sjá
þessa mvnd. Hún verður sýnd í Nýja
Bíó.