Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.05.1937, Blaðsíða 6
F Á L K I N N I K0NRAD BER^ SIGAUNABLÓÐ láta, sem sjer stæði á sama, þá mundi liann gera eins. Hann hafði liaft það ráð við stúlkur fyr og gefist vel. 3Efl] m m „Það var hyldýpi milli þeirra heima, sem þau lifðu i. Gat kærleikur- inn brúað það.“ ék pLORICA, dóttir Lobo-sigaunans 1 kemur snemma morguns upp úr kjallaranum, sem fjölskyldan liafðist við í, þegar hún er i New York. Þau höfðu átt þar heima tólf vetra í röð. Komu með fyrsta snjónum á haustin og hurfu undir eins og fór að grænka á voriii. Lobo-hyskið — fullur vagn af eir- litum lifandi verum i litskrúðugum görmum — liafði komið að kjallara- dyrunum i gær í gömtum bíl. Ferð- in frá Kansas City hafði verið löng og þau fleygðu sjer á gólfið innan um eirkatlana sína, sekki og pinkla og alt skranið, sem þeim hafði tek- ist að safna á sjö mánaða flökkuferð. Það svaf bnnþá, hyskið, þó að sól- in hefði verið þrjá tima álofti, þeg- ar Florica, stúlka á að giska um tvítugt, með nýtt rautt band um hrafnsvarta lokkana og klædd í það besta sem hún átti, læddist eins og köttur út um dyrnar og skimaði út á götuna. Á Fimtastræti, sem liggur austan- megin árinnar var alt á ferð og flugi, þó stutt væri liðið dags. Bát- arnir á ánni ýlfruðu og bljesu, svo að það heyrðist gegnurn skarkalann og útvarpið heyrðist út um opna glfiggana. Mæðurnar hölluðu sjer út úr gluggunum til þess að lirópa síð- ustu aðvörunarorðin til krakkanna sinna, sem voru að fara i skólann. Og mjólkurekilinn fjekk skannna- dembu hjá ítölskum grænmetissala, því að hesturinn hans hafði slafrað i sig heilli körfu af salati frá honum. Sigaunastúlkan stóð augnablik kyr á þröskuldinum. En þegar fólk fór að liægja á sjer til að skoða hana, gekk liún hvatlega út á götuna gegnum mannþröngina. Hún gekk hnarreist, axlirnar beinar, og vaggaði ofurlítið i mjöðmunum, ineð þeim hrynjanda í gangnum, sem einkennir allar sig- aunastúlkur. Þeir sem mættu henni litu oft við, því að hún var ekki að- eins lagleg heldur öðruvísi en allar hinar. Og kvenfólkið í dyrunum leit við og hofði á þetta sambland stæri- lætis og lýta, freistingar og frekju, sem fór hjá. Þær höfðu sjeð hana fyr. í fyrra og árið þar áður — en hún var þeim altaf ráðgáta. Börnin á leið- inni í skólann störðu á hana. i sannarlega, nú var veturinn kominn fyrir alvöru, úr því að sigaunarnir voru komnir. Hún leit ekki á Gorgius — hvíta fólkið — og ekki hafði hún farið snemma á fætur til þess að láta það góna á sig. Hún hafði gert það vegna hans Topors, unga og fríða sigaunans, koparsmiðsins. Þegar þau höfðu liitst í Arizona fyrir mánuði liafði hann sagt henni, að þau gætu hitst eftir fyrstu snjóko'mu i New York. Alt í einu staðnæmdist Florica á horninu á strætinu. Börn og fullorðn- ir þyrptust kringum hana, eins og hún væri furðuskepna úr dýragarð- inum. En Florica virtist ekki sjá loau. Hún andaði loftinu gegnum nefið, eins og dýr, sem hnusar eftir sporum og vatt sjer yfir götuna. Hún hafði sjeð hann. Hann hafði sjeð hana. Hann staðnæmdist og gekk i veg- inn fyrir hana. Berhöfðaður var hann með blásvart hárið, gljákembt og olíuborið, og svolitið yfirskegg yfir gljáandi hvítum tönnunum. — Hæ-ó! Florica! kallaði hann. —Hæ-ó, Topor, svaraði Florica og stóð kyr. Þau tókust ekki í hend- ur en horfðu hvert á annað. Svo sagði hann: — 31 . ■- -^HF=-g£r=IF== — Callo-arnir mínir, fólkið mitt, sefur ennþá. — Það gerir mitt fólk líka, sagði Florica og svo gengu þau áfram. — Enn eru augu þín fallegust allra sem jeg hefi sjeð, sagði hann. Mjer fanst eins fyrir tiu árum, þegar við gengum saman á skólann, og mjer fanst l)að fyrir mánuði i Ari- zona og mjer finst það nú. — Er margt of okkar þjóð í borg- inni? spurði Florica án þess að líta á hann. — Miklu fleira en var. Lupu-arnir, Marcu-arnir, Gurga-arnir, Tlepac- arnir. Það var brúðkaup í vikunni sem leið, hundrað sigaunastelpur voru þar, Iiver annari fallegri. En samt eru augu þín þau fallegustu sem jeg liefi sjeð. Hefir þú verið i brúðkaupi síðan við sáumst seinast? — Nei, svaraði Florica, — ekki einu einasta brúðkaupi. — Það verður brúðkaup á morgun. Gurga-maður ætlar að giftasl Tlepac- stúlku. Jeg fer þangað. Manstu eftir Fred — freknótta stráknum, sem ljek sjer við okkur í skólanum? Hann er orðinn koparsmiður — nærri jiví sigauni — og jeg hefi hoðið honum með mjer í brauðkaupið. — Já, það er rjett svo að jeg man eftir honum. Er hann koparsmiður? Hún mundi hann vel. Hann hafði verið eini vinurinn hennar af öllum livítu strákunum og hann hafði varið hana fyrir hinum, jDegar þeir ertu hana. Hvernig skyldi hann líta út núna? En hún spurði ekki Topor — vihli ekki vekja grun hjá honum. Þau töluðu saman um daginn og veginn og gengit hratt. Þá sagði Topor: — Jeg er að smíða stóran eirketil. Hann verður stærri en mömmu. Jeg hefi hamrað margt ljóðið inn í hann, sem syngur sig sjálft aftur þegar ket- illinn kemur á hlóðir og fer að sjóða mat handa krökkunum mínum. Á jeg að láta hann föður minn tala við hann föður þinn? Florica leit á hann. Hún muiidi rödd hans fyllri en hún var. Þetti var laglegur piltur. En Ijó hann væri hár og þrekinn vantað! hann samt stærð og burði. Hún hafði hugsað um hann í heilan mánuð og í morgun hafði hún farið í sparifötin lians vegna og hún hafði vonað að honum fyndist hún vera falleg og einhver ávísun hafði borið hana þangað sem hann var — og nú — þegar hún stóð hjá honum, óskaði hún þess að hún liefði hitt annan mann til að gift- ast, áður en hún sæi fyrverandi skóla bróður sinn aftur. Og hversvegna fór liann að tala um Fred — bjálf- inn sá? — Nei, láttu ekki hann föður þinn koma fyr en jeg hefi verið i nokkr- uin brúðkaupum, sagði hún og gekk hratt frá sigaunanum, sem ljet hana fara án þess að gera tilraun til að halda henni aftur. Hann vatt sjer sigarettu. Móðir hans og systur höfðu varað hann við dóttur Lobo. Lobo-kvenfólk ið var dutlungafult og hafði yndi af að kvelja menn. Þetta hafði móðir lians sagt, en samt vildi hann giftast Floricu og þegar þau væru gifl mundi hún gleyma að auðmýkja hann. Hann mundi tjónka við hana. Ilann skildi svo mætavel, að hún hefði farið í sparifötin hans vegna, og ekki hugsað til annara síðan þau sáust seinast. Hún var indæl og hann elskaði hana. En ef hún ætlaði að Þegar Florica kom í kjallarann aft- ur var öll fjölskyldan komin á fætur, og Dala móðir hennar liafði selt upp ketilinn. Dýnurnar voru vafðar sam- an og lágu meðfram veggjunum og fyrir gluggunum voru gul og rauð tjöld, gerð úr druslum úr gömlum pilsum, svo að þarna var alveg eins og í tjaldi. Lobo, faðir Floricu sat á gólfinu og tottaði langa pípu. Dæja. sem var lítil, mögur og skorpin eins og múmía, með fjörug augu og snör i snúningum, var með krítarpípu milli varanna og hló og masaði í sifellu. Hún naut lífsins i fylsta mæli. Jolin og Petru, eldri bræður Flor- icu sátu úti í horni hjá ungu kon- unum sinum. Konurnar voru að greiða sjer, en jieir að setja upp steðjana sína, Jieir ætluðu að fara að sniíða. Þau töluðu öll í óðaönn, mint- ust á broslega og raunalega atburði, tóluðu um verðið á koparnunt, stærð- ina á kötlunum, hljóðfærasláttinn, sem Jtau höfðu lieyrt, áflog sent ]>ei»- liöfðu lent í, og um sigauna, serrt þau höfðu hitt á öllu veganetinu milli Kyrrahafs og Atlantshafs. Sig- aununum var altaf að fjölga. Og ali- af var þeim hvítu mönnum að fjölgá, sem ferðuðust um og lifðu í tjölduni eins og sigaunar, við árnar eða á grænunt teigum uppi í fjöllum. Þvi hærri sent húsin urðu i borgunum, því fleiri urðu tjöldin meðfram þjóð- vegunum. Og allir lærðu að elska lyktina af brendum viði og soðnu keti. Hvitu mennirnir höfðu breysí mikið á síðustu tuttugu árum. Þegar Florica lauk upp kallaði móðir hennar svo að glumdi í öllu: — Snáfaðu út ef lm kemur tómhent! En Florica kom ekki tómhent. Húr. leit livast til móður sinnar um leið og hún lagði salt og brauð, sem hún hafði keypt á heimleiðinni, á borðið, Svo stóðu allir upp, brutu mola af brauðinu, neru þá salti og fóru að tyggja, steinþegjandi eins og Jietta væri helgisiður. Það var fyrsta brauð- ið á heimilinu. Þegar síðasti brauðbitinn var et- inn tók kona Petru, falleg kona á aldur við Floricu, sigarettuna út úr manni sínum, reykti nokkra teyga, rjetti lionum hana aftur og sagði við ínágkonu sina: — Þú sást hann, var það ekki? — Hann er að smíða stóran ketil og hamrar í hann Ijóð til mín, svar- aði Florica. — Er rúm fyrir þig heima hjá föður hans spurði kona Petru á- fram. Hjer er ekkert rúm, við erum of mörg lijerna eins og er. Hún æll- aði að segja meira, en þagnaði þegar hún sá augnaráð Floricu. Og í satri'i bili vissu allir, að Jró hjarta Topors hefði ekki breyst, þá hafði hjarta hennar gert það. — Það sýður á katlinum. Farið út, rómanar, og sækið ket og brauð. konur ykkar eru svangar! Og lreir fóru út, Lobo gráhærður, á undan og svo þrekvaxnir synir hans tveir, nýrakaðir. Kvenfólkið horfði eftir Jreim — laglegir menn þessir Lobo-ar. Þegar hurðin hafði lokast eftir lreim settust konurnar fjórar á hækjur, og ]>ó ekki væri mælt eitt einasta orð, voru hugsanir þeirra svo samræmdar, að þær gátu talað sam- an lægjandi. Rjett áður en karlmenn- irnir koniu aftur með poka sína og pinkla sagði Florica: — Og mjer fanst eins og hann væri orðinn miklu minni. Meðan ketið kraumaði í pottinum komu ýmsir aðrir sigaunar, sem líka voru nýkomnir til vetursetu i horg- inni, til Jiess að bjóða fólkið vel- komið. Nú var sungið, hlegið, etið og drukkið. Lobo og synir lians settu upp steðja sína og ljetu ekki gest- ina trufla sig við vinnuna. Þeir sögðu aðeins „sarasan“ þegar gengið var um dyrnar. Þeir höfðu vinnu, sem ekki mátti bíða. Þegar leið að kvöldi tóku synir Lobo fiðlur sínar og Ijeku ýms ný lög fyrir gestina. Florica hafði sctið úti í horni. stokkað spil og spáð í sífellu. Klukku tíma eftir sólsetur tók hún dýnu og Ivö brekán og gekk upp stigann, upp á flata rauðmálaða þakið, fimm hæð- um ofar, til Jiess að fara að sofa. Hún liafði sofið uppi á þaki hverja einustu nótt, hvern einasta vetur, eins langt og hún mundi aftur i tím- ann. Fred, freknótti strákurinn, sem þá átti heima hinumegin við götuna, liafði ofl gægst til hennar þegar þau voru lítil. Svo höfðu föreldrar hans flutt og hiin hafði ekki sjeð hann framar. Eftir nokkrar mínútur hafði hún tjaldað yfir dýnuna, vafið sig inn i brekánin tvö og lagst fyrir. Hún hafði um svo margt að hugsa. Spilin höfðu verið svo undin, og boðað ilt; hvernig sem hún stokkaði kom spaða- ásinn altaf á skökkum stað. Kvöldið eftir fór Lobo og iill fjöl- skylda hans í sínu besta skarti i brúð- kaupið til Gurga; sonur hans ætlaði að giftast dóttur Tlepace. Gurga hafði leigt stóran sal á 5. Avenue. Og hús- bóndinn, sem hafði leigt sigaunum lmsnæðið áður, hafði tekið öll horð og bekki úr salnum, alt, sein yfirleitt var hægt að hreyfa úr stað. Brúðgum- inn og brúðurinn sátu á palli, á koddum og teppum. Hljómleikararn- ir sátu á gólfinu, en fólkið í smá- þyrpingum, fjórir eða sex saman, hjer og hvar um salinn. Þarna voru mörg hundrnð gestir. Lobo hafði komið sjer fyrir milli Iveggja glugga með fjölskyldu sína. Kvenfólkið hafði með sjer mat og karlmennirnir nokkrar flöskur af rauðu moll—víni til þess að renna ketinu niður með. Það var krydd- soðið, með lárberjablöðum, timian og safran. Florica kom auga á Topor meðan þau voru að snæða. Hann var að tala við hörundsbjartan, ungan mann. Það var Fred. Hann var enn fegurri en hún hafði hugsað sjer hann, og hann var hár og herðibreiður. Blóð- ið kom fram í kinnarnar á henni. Bræður hennar voru reiðir, að Topor skyldi hafa þennan gortíio með sjer en stundu seinna, þegar Topor var kominn til þeirra til ]iess að lieilsa þeim og sagði þeim að Fred væri koparsmiður — þá ljetu þéir sig. Að vísu var maðurinn gorgio en hann var stór og fallegur. Og þó hárið væri ljóst og augun blá var hörund- ic nærri því eins og eir! — eins og hann væri ljóshærður sigauni. Hann liorfði á Floricu. Svo hlóu þau hæði og mintust þess hvernig

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 18. Tölublað (01.05.1937)
https://timarit.is/issue/294330

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. Tölublað (01.05.1937)

Aðgerðir: