Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1937, Síða 11

Fálkinn - 08.05.1937, Síða 11
F Á L K I N N 11 YNCSSVU U/6NMRHIR TVÍBURARNIR ÆFINTÝRI. Fyrir fjöldamörgtmi árum átti trje- smiður einn heima uppi í Efstadal. Hann var bláfátækur og nú var hann iíka orðinn gamall og hrumur. Hann átti tvo drengi, sem voru tvíburar og svo líkir voru þeir i sjón, að þaS mátti heita ógerningur aS þekkja þá sundur, en aS innræti voru þeir jafn ólíkir eins og dagur og nótt. Annar þeirra, sem lijet Lárus, var allra skynugasti piltur, viljugur og vissi jafnan ráS við öllu. Hann var altaf í góðu skapi og söng þegar hann var aS vinna, þvi að þá fanst honum verkið ganga fljótar og betur. Hanu söng þegar hann lagði af stað í vinn- voru skemtilegustu skepnurnar scm hann þekti og þess var ekki langt aS biða, aS kongsliestarnir væru orðnir svo stryknir og gljáandi og þriflegir, að þeir höfðu aldrei verið eins áður. Konungurinn varð svo á- nægður, aS hann gerði Lárus að stallmeistara, ljet sauma handa hon- um fagran einkennisbúning meS rauðum og bláum snúrum og fjölda af silfurhnöppum á brjóstinu og ermunum. Og svo fjekk hann líka ríflegt kaup, svo að liann gat lagt marga dali í handraðann á hverri viku. MeSau þessu fór fram hafði Pjet- una á morgnana, og trallaSi þegar hann kom heim aftur á kvöldin. En hinn drengurinn, sem hjet Pjetur, var húSarletingi. Hann nenti engu og hjekk lieima í bæ allan daginn. Einstöku sinnum dragnaðist hann þó út í móa og settist á þúfu og sat þar eins og slytti, ljek sjer aS því aS herja i steina og kletta og lagði eyr- að við og hlustaSi. Hann var aS vona, að gæfan mundi koma til hans á gullskóm einhvern daginn, án þess aS hann gerði nokkur til þess. ÞaS væri best aS vera þolinmóður og bíða þangað til liún kæmi. Og svona ranglaði hann um og barði í kletta og steina, hver veit nema að þar væru tröll og vættir, sem ættu fulla poka af gulli og sem hægt væri að leika á, og ná í gullið frá þeim. Svona leið hver dagurinn hjá Lata- Pjetri, en faðir hans fann að þessu, og allir sem reyndu að nota hann til einhvers, skömmuðu hann. Jæja, svo dó nú faðir þeirra. Drengirnir seldu bæinn og þaS lítið sem til var í kotinu og hjeldu svo út i heiminn til þess að freista gæf- nnnar — hvor í sína áttina. Lárus lagði leið sína áleiðis i kongsgarð- inn, því að hann taldi víst, að þar mundi duglegur verkmaSur altaf geta fengið eitthvað að gera. Hann gekk og gekk og loksins komst hann á kiðarenda. Konungurinn tók honum vel og setli liann til að gæta hest- anna sinna. Og það var einmitt starf- ið, sem Lárus kaus lielsl. Hestar ur haldið sína leið, með miklum heilabrotum og hugleiðingum. Hann var altaf að berja í steina og kletta og fór makindalega að öllu. Hann sníkti sjer mat á bæjunum og gisti í blöðum og fjárhúsum. Á þessu ferðalagi var hann vikum og mánuS- um saman, altaf að leita að gæfunni. E.n hún virtist ekki vera auðfundin. — ÞaS er víst litið um tröll hjerna, hugsaði Pjetur og lagðist útaf til að hvíla sig. Dagleiðirnar voru ekki langar hjá lionum. — Það er ekki vert að flýta, sjer um of eða leita langt yfir skamt. Loksins var hann kominn inn í þröngan og ljótan dal en standberg voru á allar hliðar. Nú eða aldrei, hugsaði Pjetur, og barði og barði i klettana og hlustaði og hlustaði. Hjerna hlýlur það að vera. Jú, þarna heyrðist honum vera holt innifyrir og heyrði hann ekki rumsk og um- gang? Jú, loksins, þarna hafði hann svo að segja gripið gæfuna með báðum höndum, hugsaði hann. En í sania bili fann hann, að það var gripið óþyrmilega í jakkakragann hans: „Hvað vilt þú, þefarinn þinn, sem ert að káfa á bæjarþilinu hjá mjer?“ spurði tröll, sem var svo ægilega stórt og gamalt, að það hlutu að vera liðin þrjú hundruð ár síðan það fæddist. Pjetur gat ekki stunið upp nokkru orði, svo hræddur varð hann. Og nu komu stór og litil tröll út úr kletl- unum alt í kring, og sum voru með eitt höfuð og sum með tvö. Já, það mátti nú segja, aS hann hefði fundiS gæfuna, greyið hann Pjetur, hann riðaS'i á fótunum og tennurnar glömruðu í túlanum á honum, svo mikið skalf hann. Mikill voði var að sjá þetta. Gamla tröllið greip haim og fleygði honum upp á öxlina á sjer, þrammaði með hann upp í brekku og batt hann þar viS staur. „Hjerna skaltu dúsa, þangað til við liöfum ákveðið hvað við gerum við þig“, sagði trölliS og skálmaði svo niður brekkuna aftur, ægilega hjól- beinótt. En einmitt á þessari sömu stundu stóS Lárus í heslhúsinu kongsins og var að kemba hestunum. Þá kom ofurlítill dvergur með skotthúfu út úr hálmbyngnum og skríkti: „Gullið mitt, gullið mitt! Nu verðurðu að fara og hjálpa honum bróður þínum, skilurðu þaS. Hann er í mestu lífsliættu". „Hvað amar aS honum?“ spurði stallmeistarinn. „Það eru tröllin, það eru tröllin“, tísti dvergurinn og svo hvarf hann aftur inn í hálmbynginn. Honum var víst nauðugur einn kostur. Lárus fór lil kongsins og bað hann um að gefa sjer frá nokkra daga. Hann yrSi aS fara og hjálpa bróður sínum, sem væri í trölla- höndum. Kongurinn var allra besti maður og sagði já undir eins og ljeði Lárusi besta hestin sinn að ríða. Þegar hann hafði riðið góðan spöl tók hann upp nestið sitt og fór að borða. Þá kom refur sem lædd- ist á tánum fram úr urðarholti við veginn. „BlessaSur gefðu mjer svolitinn matarbita", sagði refurinn. „Mjer veitir nú varla af matnurn mínum sjálfum“, sagði Lárus, „því að jeg á langa leið fyrir höndum. En illa er. mjer við að setja þig al- veg hjá, Rebbi minn“. Og svo fjekk refurinn kjötbein að naga. „Þakka þjer fyrir mig“, sagði ref- urínn, „og nú skal jeg vísa þjer til vegar“. Þegar þeir höfðu farið langa leið sáu þeir geitung, sem lá afvelta i götunni og gat enga björg sjer veitt, en emjaði og skrækti af kvölum, og var að stikna úr hita. „Æ, góði, besti, hjálpaðu mjer að komast í skuggann. Jeg hefi brotið' á mjer vænginn og er ósjálfbjarga“. „ÞaS ættu aS verða einhver ráð nieð það“, sagði Lárus og tók geit- unginn og setli hann varlega frá sjer bak við stein. „Þetta skal jeg borga þjer þó seinna verði“, sagði geitungurinn, þegar Lárus og refurinn hjeldu áfram En bráðum heyrðu þeir að verið var að jagast og rífast. „Hó, hó!“ sagði refurinn. „Hjer er eitthvað alvarlegt á seiði. Nú ætla jeg að þakka fyrir samveruna. Þvi að jeg er ónýtur að fljúgast á“. Lárus reið nú nær og þar sá hann tröllin öll vera að berjast og hítast um, hvert þeirra ætti að fá að jeta hann bróður hans. Pjetur greyiS var ekki á marga fiska þarna sem hann stóð bundinn við staurinn og hlust- aði á tröllin vera að metast um, hvert þeirra ætti að fá að jeta hann og smjatta um leið og þau voru að útmála hvað góður mundi vera af honum magállinn. „Nú eru góð ráð dýr“, hugsaði Lárus og faldi sig bak við stóran klett meðan hann var að athuga málið. Ekki mundi honum þýða að ráðast á tröllin — hann var þarna eips og krækiber í ámukjafti eða mús meðal miljón katta, og varla það. Og ekki var neinn timi til að fara aftur og biðja um hjálp. Nu heyrði hann að gamla tröllið hafði komið vitinu svo fyrir hin, að það átti að minsta kosti að fá bróður- partinn af Pjetri. Svo fóru öll tröllin að dansa, svo að moldarkekkir og steinvölur fuku um eyrun á jþeim. Þau æptu og öskr- uðu, klóruSu hvert öðru milli herSa- blaðanna og Ijetu í stuttu máli eins og tröll láta, þegar þau eru a3 skemta sjer. En þá bar nokkuð óvænt við. Það var eins og ský bæri fyrir sólina og í sama bili kom hver hópurinn öðrum stærri fljúgandi — eintómir geitungar, sem stungu tröllin, eins og aðeins geitungar geta gert. Tröll- in flýðu inn í hellana sína eins og fætur toguðu og nú gat Lárus leyst bróður sinn og svo tvímentu þeir áleiðis heim í kongsgarð. „Nú hefir þú víst lært, að maður a ekki að leita gæfunnar í trölla- björgum“, sagði Lárus, „heldur aS stunda heiðarlega atvinnu og nenna að vinna“. „Já, jeg fer nú að skilja þaS“, sagði Pjetur og nú lofaði hann Lár- usi því, að hann skyldi falast eftir atvinnu hjá konginum. „En heyrðu“, sagði hann svo, „hvaðan komu allir þessir geitungar?“ „Það var hirðin min“, sagði Lár- us. „Það er golt að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir“, sagði Lárus um leið og hann reið i hlað í kongs- garðinum. „Hálfdauður geitungur getur verið meira virði en trölla- höll full af gulli“. „Þetta er viturlega mælt“, sagði Pjetur; hann fór að kemba kongs- hestunum og söng og trallaði meðan hann njeri þá og strauk, svo að það stirndi á þá. IIUNDRAÐ ÁR FRÁ DAUÐA PUSJKINS. Hinn 11. febr. voru 100 ár liðin frá dauða eins frægasta skálds Rússa, Alexanders Sergejevitsj Pusjkins. Hann fæddist 1799 og í æsku var liann liafður í gæslu á heimili sínu, grunaður um stjórnmálaundirróður, en komst til vegs og virðinga hja Nikulási I, er hann tók völd 1825. Pusjkin var talinn mesta lýriskt skáld Rússlands og ruddi róman- tisku stefnunni braut í bókmentum Rússa. Kunnustu rit hans eru sög- urnar Ruslan og Ludmilla, Fanginn i Kákasus, Poltava og Bronsriddar- inn og skáldsagan Eugene Onegin, sem er í ljóðum; ennfremur sögu- leg harmsaga: Boris Godunov. Hafa verið gerðar óperur upp úr tveimur ur hinum siðastnefnu. Árið 1929 fanst i Moskva handrit að áður ó- þektum kvæðaflokki eftir Pusjkin, sem Munkurinn heitir. Pusjkin fjell í einvígi 11. febrúar 1837. Og nú hefir þessa dags veri'ð minst um allan lieim, þar sem nafn hans þekkist. «-0-*0*-0 -O**0 -Nu-O -0m*O ■‘•n^O -«0^0 Drekkiö Egils-öl , -<•»»*• O-Oi'O O •***►■ O Htto-O'**

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.