Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1937, Page 14

Fálkinn - 30.10.1937, Page 14
Eldsvoði í Reykjavík. Gömul hjón brenna ínni. SíðastliÖinn föstudag um nónbil koin upp eldur í húsinu nr. 16 við Bergþórugötu í Reykjavík. Húsið var tvilyft timburhús. Kom eldurinn upp niðri í húsinu og læsti sig svo fljótt efti5r þurrum viðunum, að eftir ör- stutla stund var stiginn upp á loftið ófær vegna elds og bruna. Uppi á leftinu bjuggu meðal annara gömul hjón, Ástriður Jónsdóttir og Kristó- fer Bárðarson. Enda þótt slökkvi- liðið kæmi á vettvang mjög fljótlega og bæði slökkviliðsmenn og aðrir gerðu alt, sem i þeirra valdi stóð, til þess að bjarga gömlu hjónunum niður af loftinu,, tókst það ekki og brunnu þau þar bæði inni. Upptök eldsins voru þau, að telpa 9 ára gömul, dóttir konunnar, sem bjó í austurenda hússins niðri, vai að taka til i íbúðinni, en móðir hennar var við vinnu úti i bæ. Ætl- aði telpan, ásamt annari telpu úi nágrenninu, að þvo gólfið og vildi i jiví skyni hita vatn. Virtist þeim eldurinn dauður í eldavjelinni, en i rauninni liafði konan falið hann, áður en hún fór út. Fengu þær lán- aðan eldspýtustokk, bleyttu pappirs- blað í benzíni, sem geymt var í leirbrúsa í skáp í eldhúsinu, og kveiktu í brjefinu. Fuðraði það upp, en er það virtist ætla að kulna út. lielti önnur telpan úr bensínbrúsan- um í eldavjelina, og gaus ])á upp eldurinn, sem falinn hafði verið, og varð svo niikið bál, að þær rjeðu ekki við neitt nje heldur annað heimilisfólk, er að kom. Gömlu hjónin, sem inni brunnu. voru bæði á níræðis aldri, hann 85 ára, en hún 86. Ilöfðu þau átt heimn í Reykjavík i 53 ár. Þessi sorglegi eldsvoði ætli að ver.i alvarleg áminning öllu fólki, eldr-i sem yngra, að fara varlega með eld- fim efni og hafa þau yfirleitt alls ekki á glámbekk í íbúðarhúsum manna. 1 rauninni ætti að vera bannað að nota benzín á þann liátl sem víða tíðkast til þvotta og fata- hreinsunar. Hcfir að ]iví orðið margt tjónið. — En svo er að sjá sem menn eigi býsna örðugt með að láta sjer vítin að varnaði verða. jafnt í þessu efni sem öðrum. Myndirnar að ofan sýna húsið alelda, en myndin að neðan gömlu hjónin, sem fórust í eldinum. STRÍÐIÐ í KÍNA. B.ARÁTTAN VIÐ KRABBAMEINIÐ. Myndin hjer að ofan er tekin i námunda við vígstöðvarnar í Norð- ur-Kína og sýnir menn, sem eru aft kanna járnbrautina á ljettivagni sinum. í baksýn er forn kínversk pagóða. Hermaður í japönsku loftvarnar- vígi í nánd við alþjóðaliverfið i Shanghai svipast í kíki sinum eftir kinverskum flugvjelum. Varnargarð- urinn er búinn til úr samanvöfðum liengirúmum. Nýjasta vopnið í baráttunni við krabbameinið er Röntgenáhald með 220.000 volta spennu, og liefir það verið notað með góðum árangri í sjúkrahúsi i Wasliington. Myndin sýnir hið nýja áliald i notkun. Marteinn Meulenberg biskup. verður 65 árci 30. þ. m. Matthías Þórðarson, þjóðminja- vörður, verður 60 ára 30. þ. m. Guðmundur J. Guðmundsson bifreiðarstjóri, Lauganesveg 38, verður 'iOára 30. þ. m. Maður er nefndur Alec Temple- ton og er blindur og 21 árs að aldri. Fyrir hálfu öðru ári fór hann að koma fram opinberlega á fjölleika- húsum í London og ljek svo vel á píanó, að allir undruðust. Ilann vann fyrir 200 krónum á viku í L'ondon og var sjálfur ánægður með þau kjör. En nú er hánn kominn til Ameríku og þar fær hann 15.000 króna kaup á viku fyrir að spila á fjölleikhúsum og fyrir útvarpsfje- lög. Templeton hefir verið bilndur frá fæðingu og hefir aldrei sjeð bljóðfæri, nótnablað eða nokkuð annað. Foreldrar hans yfirgefa hann aldrei en fylgja honum hvar spm hann fer.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.