Fálkinn - 15.01.1938, Blaðsíða 11
F Á. L K 1 N N
11
YNGfW
U/&N&URNIR
Skemtílegir
blómateinar.
Teinungarnir seni liún niamnni
l>ín notar tii þess að styðja biómin
i blómsturpottunum i stofugluggun-
um, eru venjulega ekki neitt fallegir.
Oftastnœr eru þaS ómálaðar og illa
telgdar spíturenglur. En með svoiít-
illi hugkvæmni er auðvelt að gera
þá fallegri.
A mynd 1 sjest ofurlítið dúfna-
liús, sem helst á að vera úr blóma-
lein, sein gerður er úr fallegum og
grönnum birkikvisti. Sjálfur kassinn
er gerður úr tappa, eða allrahelst úr
svolitlum birkikubb. Að ofan er
húsið með skáhöllu þaki og rautt
pappírsblað límt á. Dyrnar á húsinu
eru boraðai- með sentrumsbor og
málaðar svartar og pinninn handa
tuglinum að sitja á, er eldspíta.
Kassinn er linidur á blómateininn
eða festur með tveimur smánöglum.
Og loks er litill fugl kliptur út úr
pappa og festur á eidspítuna.
Mynd 2 er fljótgert að búa tii.
Kroppurinn og hausinn á fuglinum
er úr tveimur trjeperlum misstórum.
Og holn er boruð í stóru kúluna
til að stinga blómateininum inn í.
Vængir, stjel og nef er skorið út úr
þunnri f.jöl og limt á sinn stað
líka má nota mislitar fjaðrir i
vængi og stjel. Augun eru úr svört-
um títuprjónshausum og uefið er
málað rautt.
x-
Þriggja glasa þrautin.
Setjið þrjú glös á borðið, eins og
myndin sýnir og lálið það sem í
miðjunni er vcra á hvolfi. Spyrjið
svo kunningja ykkar, hvort að hann
geti látið öll þrjú glösin koniast á
livolf i þremur umferðum, þannig
að tveimur glösum sje ávalt snúið
i einu. Hann reynir það eflausl, en
eltir dálitla stund verður hann tík-
lega orðinn eins vonleysislegur og
drengurinn á myndinni.
RÁÐNING: Við skulum kalla glösin
t, 2 og 3. Snúið nú í fyrstu umferð
2 og 3 og siðan 1 og 3 og svo endið
þið með að snúa aftur 2 og 3. Allur
galdurinn er sá, að snúa glasi 3 í
öll skiftin.
-----x----
Hvað er fellibylur ?
Þú heíir sjálfsagl olt lesið í blöð-
unum að fellibyljir liafi geisað úti
i heimi og gerl feiknaskaða. Þessir
fellibyljir eru tvenskonar og er önnur
tegundin kölluð „cyklonar“ en hin
„tornados“. Cyklonarnir eru miklu
meinl'ausari og eru i cðli sínu ekki
annað en áköf stormviðri. En torna-
doinn er einskonar risavaxinn ský-
slrokkur, sem fer yfir landið með
(iC—70 milna hraða en snýst sjálfur
eins og nafar, með fleygiferð (um
1000 km. hraða á klukkustund).
Tornadoinn er frá fáeinum metrum
og upp i heilan kílómeter á breidri
og þar sem hann fer yfir verður alt
undan að láta. Ljetl timburhús s'krúf-
ast í háa loft og trjen eru rifin upp
n.eð rótuni. á myndinni er sýndur
skýstrokkur sem er að nálgast en
myndin í hringnum sýnir hve fer-
lega sterkur skýstrokkurinn er þvi
að hann rekur stundum strá og smá-
kvista gegnum sterka planka, eins
og nagli væri rekinn með hamri.
& æfintýrnm í Texas.
15) Það var ekki annað sýnna en
sundið yrði langt hjá Tom og hest-
inum. Þegar þá hafði borið háli'-
tima niðureftir ánni voru bakkarnir
enn snarbrattir, svo ekki var viðlit
að komast upp úr. En hvað var
þctta? Ofan úr klettunum heyrðist
alt ,í einu hófaglamm og köll, ein-
hver var að skipa fyrir, og Tom
þekti undir eins rödd Mexíkó-Jóa.
Bófarnir höfðu þá riðið niður með
ánni og hjeldu vitanlega að úti
væri um Tom; þeir höfðu ekki látið
sjer detta í hug að árstraumurinn
bar hann hraðara en þeir gátu kom-
ist riðandi í stórgrýtinu.
Tom var hræddur um það, að
bófarnir kæniu svo nærri ánni að
þeir gætu sjeð til hans en það gerðu
þeir ekki. Og innan skamms var
Tom kominn á undan bófunum —
á sundi. Loks sá hann ofurlítið und-
irlendi þar sem hann gat komist
upp úr og var fljótur að nota sjer
|)að. Þar faldi hann sig bak við
klett, en bófarnir riðu áfram skaml
l'rá.
1(S) Nú elti Tom þá með mestii
varúð, og sá að eitthvað hafði orð-
ið að hesti eins bófans. Fangarnir
voru mi látnir tvímenna, vitanlegn
bundnir, og þessvegna komust bóf-
arnir ekki eins hart undan og ella.
En nú fór að hvessa og þrumur
heyrðust í fjarlægð.' Bófarnir bjuggu
sig nú til næturgistingar og Tom
hafði ekki augun af þeim, því að
hann vildi sjá, hvað þeir hefðust að.
Ivveiktu bófarnir nú elda og bundu
hestinn með föngunum, tveimur við
tvje. Hestunum sínum sleptu þeir á
beit lausum og bjuggust augsjá-
anlega ekki við að þeir mundu
strjúka.
17) Tom braut heilan um hvern-
ig liann ætti að frelsa Andy og Boh
þangað til náttúran sjálf hjálpaði
honuin. Geigvænleg þruma kom yfir
þeim og eldingar klufu himininn.
Hestarnir urðu vitlausir af hræðslu.
Þeir prjónuðu upp og þeyttust síð-
ar á burt og voru komnir úr aug-
sýn innan skamms. Og vitanlega
hlupu bófarnir upp til handa og
fóta til þess að ná i þá, jafnvel
varðmennirnir líka. Tom notaði
tækifærið á meðan og settisl á bak
og reið sem ákafast til fanganna.
j caaí j uin uu (iu / j ctoíi íiua
og fíob meðan rirningjarni
cru i burtu? Um það xkalt
te/sa mrst.
TIL HOLLYWOOD.
Myndin hjer að ofan er af tveim-
ur systrum litla kvikmyndasnillings-
ins Freddy Barthelomoews. Heitir
önnur þeirra Eileen og er 17 ára, en
hin Hilda og er 15. Þær eru nú báðar
farnar til HoIIywood til að freista
gæfunnar þar.
I'LJÚGANDI SLÖKKVILIÐ.
Mr. ,1. Duneau, fyrrum kapteinn i
slökkviliðinu í Lonrion er að berjast
fyrir því að slökkviliðið fái flug-
vjelar. Hefir hann búið til slökkvi-
sprengjur, sem hann vill láta kasta
yfir brennandi hús til að slökkva i
þeim. Hjer sjest gamli maðurinn
með eina af .sprengjum sinum.
IIITLER KANSLARI
sjest hjer á myndinni umkringdur
af stúlkum frá Rínarlöndum, sem
komu nýlega í kynnisför lil Ber-
lin. Voru þær boðnar í heimsókn í
„propaganda“ráðuneytið og þar
fcngu þær að sjá Hitlér. Stúlkurnar
eru allar í þjóðbúningum.
Tóta Frtvnka.