Fálkinn


Fálkinn - 15.01.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.01.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR ,UGLAN?‘ LEYNILÖGREGLUSAGA. I. Samtal um „Ugluna“. Jæja, svo uglan er þá komin á kreik á nýjan leik. Hvernig veislu það? Það stendur i blöðunum. ()g þá hlýtur það að vera satt. Þella var síðdegis á laugardegi, í reyk- ingarsal Addingfordgolfklúbbsins. Sá sem hafði hyrjað samtalið var venjulega kallað- ur „Guss“, en í meðlimaskrá golfklúbbsins hjel hann sir Augustus Fitzroy Hallam. Hinn maðurinn var Ashdown, fulltrúi i glæpadeildinni i Scotland Yard. Því að verðir laganna verða líka að unna sjer hreyfingar og tilbreytingar einstöku sinn- um, og Aslulown kunni vel að meta hvíld- arstundirnar sinar síðdegis á laugardögum, þó' að það vildi stundum bera út af því, að hann fengi að njóta þeirra i friði. Hallam og Ashdown voru ekki einir. Þeir voru fimm, sem sálu saman þarna kringum horðið við horngluggann. Þeir höfðu verið að drekka te og liöfðu nú kveikt í pípun- um og hvíldu sig eftir golfleikinn. Rlöðin virðast ekki vera viss í sinni sök. Þau spyrja: „Er ])að „Uglan“?“ sagði Humph Proctor. Og þeirri spurningu getur víst enginn svarað, sagði Val Derring. Jæja? Hefirðu ekki heyrt getið um „M.O.-deildina? spurði Hallam. segðu hórium frá lienni, Ashdown! Segðu það heldur sjálfur, svaraði Ash- down. Það eru svo margir, sem vita iriiklu meira um störf lögreglunnar en við sjálfir. Þegar Ashdown var með þessum golf- kunningjum sínurn reyndi liann altaf að láta ])á segja sjer sem mest af dægurfregn- unum, í þeirri von að frjetta eitthvað meira, en blöðin kunnu frá að segja. - M.O. ])ýðir Modus opercindi, sagði Gus Hallam. Og það getur maður sagt að sje „flóns- legar venjur" svona lauslega þýtt. Allir glæpamenn hafa sínar sjerstöku starfsvenj- ur og' gera sínar skissur, sem þeir þekkjasl á. Einn hefir tamið sjer að koma fram sem prestur. Annar notar flugnalím þeg- ar hann þarf að ná sundur rúðu. Þriðji reykir sigarettu i sífellu meðan hann er að vinna, og' sóðar alt út kringum sig. Fjórði stelur aldrei nema gjaldgengum pening- um. Sá fimti kemur heim til manna um hábjartan daginn og segist vera sendur af vatnsveitunni. Öll þessi einkenni eru ná- kvæmlega skrásett, og svo þegar nýr glæpur vitnast, segir Ashdown vinur okk- ar: „Svona er það sem hann X starfar. Hvar var hann staddur þegar glæpurinn var framinn“. En greindir glæpamenn hljóta að hafa skilning á að breyta dálítið til? sagði Val Derring. - Greindir glæpamenn eru ekki til, svaraði Ashdown. Mjer var sagt frá atviki sern gerðist i Wimbledon, sagði Hallam. Tvær konur komu flalt upp á þjóf, þegar hann var að livcrfa út um gluggann. Þær gátu ekki gefið neina lýsingu á honum. „Sáuð þið ekkert einkenni á lionum, sem þið gáfuð sjerstaklega gætur?“ spurði lögreglumaður inn. Önei, þær liöfðu ekki sjeð framan í manninn og höfðu ekki einu sinni hug- mynd um, hvort hann væri ungur eða gamall. En önnur konan sagðist ekki vera frá þvi, að hann hefði haft hvíta skó. Og nú hafði M.O.-deiIdin skráð það um mann einn. sem hjet Bill Sikes, að hann liefði fyrir sið að binda tuskur utan uin skóna sina til þess að draga úr skó- hljóðinu. Bill var handtekirin og þýfið fanst hjá honuin. Vel af sjer vikið, sagði Jim Long- sliaw, sem setið liafði hjá án þess að segja eitt einasta orð til þessa. — En hvaða ein- kenni eru það þá, sem „Uglan“ hefir? Það er leyndarmál, sem ekki má Ijósta upp fvr en lögreglan hefir haft liendur í hári Iians, sagði Hallam hlæj- andi. En hvað hefir hann þá gert ilt af sjer — eða hvað er hann grunaður um í þetta sinn? spurði Val Derring. Jeg liefi ekki lesið blöðin. — Hann hefir bara náð sjer í góða fúlgu af demöntum i stálská]) í Hatton Garden, svaraði Hallam. — Hvernig fór hann að því? Gerði liann sjer jarðgöng inn i hvelfinguna. Nei. „Uglan“ leggur aldrei þesskon- ar erfiðisverk á sig. Hann liefir auðveld- ari vinnuaðferðir, sagði Hallam. — Þjófn aðurinn var framinn hjá gimsteinakaup- mönnunum Rossenhaum. Þeir eru bræð- ur. Og dýrmætustu gimsteinana sína geyma þcir i stálskáp inn af einkaskrif- stofunni. Læsingin er bókstafalæsing og aðeins bræðurnir þekkja stafasamsetn- inguna. En auk þessa eru þrir lyklalásar fvrir skápnum og allir mismunandi, og liefir hver hróðirinn sinn lykil. Svo að ])að er ómögulegt að opna skápinn nema hræðurnir sjeu allir viðstaddir. Ennfrem- ur láta þeir altaf mann standa á verði við skrifstofudyrnar. Svo að það verðnr ekki annað sagt, en þeir hafi farið var- lega. - En hvernig hefir „Uglan þá farið að?. spurði Derring. Hann liefir nolað einfaldasta ráðið, sem völ var á. En jeg var ekki sjónar- vottur að atburðinum, svo að jeg get auðvitað ekki gefið neina úrslitaskýringu um málið. Og ef jeg sýndi mjög náin kynni af málinu, ])á gæti farið svo, að Ashdown fengi grun á mjer. En að þvi er mjer hefir skilist, voru bræðurnir þrír staddir i stálhvelfingunni og voru að at- huga gimsteinasafnið. Og þá kom varð- maðurinn að þeim og stakk skammbyssu- hlaupinu í nefið á þeim. Varðmaðurinn? Já, eða sá sem þeir lijeldu að væri varðmaðurinn. Hann reif snúrur úr tveim- ur gluggatjöldum og neyddi einn hræðr- anna til að hinda og kefla liina tvo. Og svo hatt hann sjálfur þennan eina. „Síma- leiðslan og bjölluleiðslan er slitin, svo að jeg verð að bjóða ykkur góða nótt“, sagði hann. Svo læsti hann þá inni og sagði slarfsfólkinu á ytri skrifstofunni, að bræðurnir vildu lielst ekki láta ónáða sig næsta klukkutíma. En eftir svo sem tvo klukkutíma fanst rjetti varðmaðurinn niðri í kjallaranum á riærklæðunum og rígbundinn og kefl- aður. Hann gat ekki gefið aðrar upplýs- irigar en þær, að hann hefði farið ofan i kjallarann og á náðhúsið þar, en þegar hann kom út aftur, hafði hann fengið höfuðhögg og oltið um. En „Uglan“ fór leiðar sinnar úr liúsinu í fötum varð- mannsins og enginn hefir sjeð hann síðan. En hann hlýtur að hafa skilið sín eigin föt eftir, og þá ættu þau að geta gefið vísbendingu? — Nei það er skrítnast af öllu, að hann skildi ekkert eftir, hvorki fötin nje önn- ur vegsummerki. Það getur verið, að liann sje svo miklu minni vexti en varðmaður- inn, að liann hafi getað komist í einkenn- ishúninginn hans utan yfir sín eigin föl. Og svo segir Ashdown að greindir glæpamenn sjeu ekki til, sagði Derring. Hve mikils virði voru demantarnir? Þeir segja að þeir sjeu um fimtíu þúsund punda virði. svaraði Longshaw. Þegar þú eldist, drengur minn, muntu komast að raun um, að það er fernskon- ar verðlag á demöntum, sagði Hallam. Fyrst er það verðlagið, sem eigandinn tíundar vinum sínum. Svo kemur verðið, sem eigandinn hefir keypt demanlana fyrir. Síðan það verð, sem maðurinn er seldi honum þá, hefir keypt þá fyrir. Og loks er það verðið, sem þjófurinn getur fengið fyrir ])á, ef hann reyriir að selja þá. Og það er eftir mínum skilningi raunverulega verðlagið. En ])ó að liann fengi ekki riema tuttugu og finim þúsund krónur fyrir þá, þá gæti hann saml hvilt sig um stund. Hvað heldur þú um það, Ashdown? Heldurðu að svona maður setjist í lielgan stein, eða liann haldi áfram að starfa, af ást á starfinu, eins og Kipling segir? spurði Val Derring. — Hann heldur áfram þangað lil við gómum hann, sagði fulltrúinn. — Hann fær ekki einu sinni helminginn af andvirðinu sagði Hallam. Þeir eru svo margir, sem verða að fá sinn lilut. Veit nokkur liversvegna liann er kallaður „Ugla“? spurði Hump Proctor og harði úr pípunni sinni. — Er það kanske af því, að liann starfar mest á nóttinni? í þetta skifti starfaði hann að miiísta kosti að deginum til, sagði Hallam. — En hann er skrambi sjeður og veit hvernig 'hann á að haga sjer gagnvart Scotland Yard. Annars hefi jeg heyrt hvernig hann fjekk uglunafnið. Eftir fyrsta ránið sem honum var eignað, fanst mynd, ein af þessum sem fylgja sigarettunum. Þetta var mynd af uglu, úr myndaflokki sem hjet „Enskir fuglar“. Blöðin mintust á ])etla og honum hefir líklega þótt gaman að því, því að síðan hefir nann notað þella viðurnefni — En liann skilur þó ekki þessa mynd altaf eftir, þar sem hann kemur? spurði Proctor. — Sei, sei, nei, sagði Hallam hlæjandi. Hann gerir það sem betra er. í hverl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.