Fálkinn


Fálkinn - 15.01.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.01.1938, Blaðsíða 5
F A L K 1 N N 5 Iíirofrito keisari oc/ Kanc/te ,,keisari“ i Mandsjukuo aka um götnrnar i Tokío. Jinimu nokkur liiÖ japanska ríki 660 árum fyrir Ivr. og tók sjer nafnið Tenno. Átti þetta að liafa skeð 11. febr. og frá þeim (tegi reikna Japanar tímatal sitt og skrifa ekki ártalið 1938 í ár lieldur árið 2598. En nefnd fornrit voru ekki skráð fyr en á 8. öld eftir Kr., svo að ekki er óliklegt að eitthvað hafi skol- ast til um ættartÖlu keisaranna á þessmn fjórtán lnmdruð ár- um, sem liðu þangað til þær voru skril'aðar!! Og því er hest að laka staðhæfingUnni um þessa 121 ættliði með tilbæri- Iegum fyrirvara. Japanar eru aðkomuþjóð í landi sinu og flutlust til Japanseyja frá meg- inlandinu og hröktu þaðan „aino-ana“, sem þar voru fyrir. Míkadóinn varð æðsli maður landsins, vegna þess að í ætt liáns voru æðslu trúfeður Jap- ana, og var liann því fremur einskonar páfi þjóðarinnar en veraldlegur höfðingi; því valdi skiftu aðrir höfðingjár á milli sin og framan af öldum var Japan nesjakonungaríki. Liðu þannig 12 13 aldir, en ríkis- heikl varð Japan ekki fvr en á 7. öld e. Kr. og þá eftir kin- verskri fyrirmynd í einu og öllu. Mikadóinn fjekk ráð sjer við hlið og einveldi í liendur og fluttist nú lil Ivioto, 794, og þar varð aðsetur hans í meira en þúsund ár, eða til 1868, að hann fluttist til Tokio. Kinverskt let- ur og hókmeníir, listir og trú- brögð hreiddust mjög út i Jap- an um þessar mundir og býr enn að því. En .skömmu eftir að keisarinn var kominn til Ivi- oto tók veldi hans mjög að hnigna en aðalsmennirnir urðu ofjarlar hans. Urðu þeir kon- ungar hver í sínu ríki og hörð- ust innbyrðis likt og íslendingar á Sturlungaöld, uns Jorotomo nokkur af ætt Minamoloa varð hlutskarpastur og neyddi míka- dóinn til þess að veita sjer yfir- herstjóra- eða shoguns“-tign ár- ið 1185 og varð það embætti arfgengt. Hjeldust æðstu völdin í Japan í þessari ætt til 1334, en þá tóku við aðrar ættir. Shogunarnir studdu liðsmenn sina til valda og fengu þeim Ijen, en þessir ljensmenn lágu í sífeldum illdeilum, svo að shog'- uninn rjeði að lokum ekki við neitt og leið veldi þeirra undir lok á 16. öld. En 1603 reis shog- unsvaldið úr öskunni aftur með stjórnmálamanninum Ijejasu, sem sameinaði Japan á nýjan leik. Mikadóinn var sviftur öll- um veraldlegum völdum, en Togugava-ættin, sem Ijejasu var af, hjelt völdum þangað til Mut- suhito keisari setti síðasta shog- uninn af með tilstyrk lágaðals- ins og tók sjálfur völdin, 3. jan- uar 1868. Þó að margt hafi breytst í Japan síðustu hálfa öldina, er míkadóinn talinn guð en ekki maður ennþá, og þjóðin sjálf trúir því, að hún sje af guðleg- um uppruiia. Hversu aum sem japönsk mannrola er, þá kallar hnn sig eigi að siður „son sól- arinnar" og það þarf ekki nema iitla nasasjón al' goðafræði Jap- ona til þess að sjá, hvernig á jiessu stendur. Helgisagan segir, að í upphafi hafi guðirnir sjálfir stjórnað Japan og síðustu goðin, sem það gerðu voru Izanagi og Iz- anami kona hans. Það var sköp- uiíarmætti þeirra að þakka, að eyrikið Nippon — Japan — var stofnað í núverandi mynd. Þau goðhjónin Izanagi og Izanami áttu þrjú börn: sólgyðjuna Amaterasu (sem kom út úr vinstra auga Izanagi), Tsuki- vomi-no-Kami mánagyðju og Susano-o-no-Miko, hafgyðjuna. Yngsta dóttirin var óþektar- angi og klækjakind og það voru hennar ær og kýr að valda slys- um og vinna mannfólkinu tjón. Þessvegna greip Amararasu sól- gj’ðja til þess úrræðis að setja liana af og fela einu af barna- hörnum sinum umsjá Japans- eyja. Þetta barnabarn var Ningi og barnabarn Ningis var Jimmu, fyrsti keisari í Japan. Þessvegna geta allir keisarar Japans rakið ætt sína til Amaterasu sólgyðju og þessvegna eru þeir allir goð- umbornir og allir japanskir borgarar „synir sólarinnar". Sögninni svipar eigi lítið til sagnarinnar um Ynglinga, i norrænum fræðum. Ríkiserfðalögin í Japan eru afar flókin og nákvæm og vit- anlega eru konur ekki arfgeng- ar til ríkis, því að slíkt sam- rýmist ekki stöðu konunnar þar cystra. Erfðalögunum var breytt 11. febr. 1889 og á þá leið, að ef keisaranum verður ekki sona auðið með konu sinni, þá er honum heimilt að taka sjer svo margar hjákonur, sem honum þykir þurfa, og fyrsti sonurinn, sem liann á með þeim erfir ríkið. Það var mikið lalað um hin- ar mörgu æfagömlu kreddur i sambandi við ensku krýning- una i fyrravor, en það er þó ekki nema smáræði, hjá því, sem gerist, þegar keisari er krýndur í Japan. Hámark at- hafnarinnar er það, að keisar- inn tekur við „hinum helgu fjársjóðum“, en það er einka- innsigli keisarans, hið heilaga sverð, hinn heilagi spegill (tákn sólarinnar) og festi úr vígðum gimsteinum. Og við krýninguna sverja liinir æðri aðalsmenn k.eisaranum ævarandi hollustu. Hvert stjórnartímabil i Japan fær sitt nafn. Stjórnartíð Yroshi- hito keisara, föður hins núver- andi, var kallað „taisja“ eða „rjettlætið mikla“. Stjórnartíð Hirohito keisara heitir „sjova“ og þýðir eillhvað líkt og „hinn lýsandi friður“. Menn eru sjálf- ráðir um álit sitt á því, hversu þau einkunnarorð eig'i vel við! Goð samííðarinnar. 17. Rooer Nartin du Gard. „Goð samtiðarinnar“ er hann vigi í orðsins fullu inerkingu þessi franski rithöfundur, sem í lok síð- asta árs fjekk bókmentaverðlaun Nobels. Haiin liefir a'o vísu verið nokkuð kunnur sem rithöfundur síðan hið mikla skáldsöguverk hans „Thibaultsfólkið" hyrjaði að koma fit, en l)ó að sú bók hafi verið þýdd á fjölda tungumála, þá er ekki hægt að segja, að hún hafi verið viðlesin að sama skapi. Til þess er hún of langdregin og ítarleg. Hún ei sein sje tíu stór bindi, og það eru ekki nema fáir sem leggja í að losa svo Stórar skáldsögur — nema þeir hafi byrjað á fyrsta bindinu áður en þeir vissu, hvað sagan átti að verða löng, og hafi heillast svo at' því, að þeir mundu eftir fram- haldinu, þegar það kom. — Enda bjuggust þeir sem kunnugastir eru skáldinu, og enda hann sjálfur, alls ekki við að hann mundi l'á verð- launin. Á Xorðurlöndum spáðu flestir að Johs. V. .lensen mundi hljóta þau, en því hefir verið spáð í svo niörg ár, að almenningur er hættur að taka mark á því. Roger M. du Gard er 56 ára, og ætlaði sjer aldrei að verða skáld. Hann var fornfræðingur að mentun og gaf úf ýms vísindarit um forn- l'ræði á yngri árum sínum. En árið 1913 gaf liann út skáldsögu, þar sem hann lýsir hugsunarhætti fianska æskulýðsins á þeim árum scm Dreyfusmálið var á döfinni. Sagan hjet „Jean Barois“ og veittu menn henni nauðalitla athygli. En næst byrjaði hann á liinu mikla rit- verki sínu, sem hann hefir nú fengið umbun fyrir. Hann vildi nú varast það, sem honum liafði verið fundið lil foráttu í fyrstu bókinni, að hann rifi atburði úr samhengi. Pað er samhengi atburðanna, sem „Thi- baultsfólkinu" er talið aðallegá til gildis. Lýsir sagan lifi franskrar meðalstjettarfjölskyldu mann fram af manni og telur liöfundurinn sig hafa gert þá lýsingu öfgalausa, þó að sumum virðist máske annað. En lýsingin er sönn og rituð frá al- mennu sjónarmiði. Roger du Gard er Bretagnebúi að ætt og svipar í mörgu til norrænna manna. Einkennilegur þykir hann i háttum sínum og skoðunum hvers- dagslega. Hann er matmaður inikill og vel að sjer í matartilbúningi, svo að orð er á gert og likist í því Alex- andre Duinas og fleiri frönskum höfundum. En í hinu er hann ólikur Dumas, að hann hragðar ekki neitt áfengi. KIRKJUAPMÆLI. Kirkjan í Hornbæk á Sjálandi átti ur. Hjer er mynd af henni að 200 ára afmæli nýlega. Er liún með innan. öðru sniði en flestar danskar kirki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.