Fálkinn


Fálkinn - 15.01.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 15.01.1938, Blaðsíða 14
I 14 F Á L K I N N Um kanínur og fleiri dýr. Eftir ÓLAF FRIÐRIKSSON. i. Þcgar Hjörleifur og Ingólfur, áriö <S74, hjeldu skipum sínum upp undii íslánd, hefir vafalaust öðru hvoru inátl heyra hnegg, baul, jarm, hrin- ur, mjálm og gell, því jieir flutlu me'ð sjer hesta, nautgripi, kindur, gcitur, svin, kelti og lninda. tíf til vill höföu þeir líka irieð sjer hænsni, cndur og aligæsir, þvi sumir land- námsmennirnir hafa komið með a 1 i- fugla. Einliverjir þeirra fluttu líka nieð sjer mýs, en ekki þó viljandi, hcldur hafa þær slæðst mcð í lar- angrinum. Hjer munu ekki hafa ver- ið önivur landdýr en refurinn, þeg- ar landnámsmennirnir komu, og um margar aldir ínun ekkert hafa hæsl við það, er þeir fluttti. Svarta rotl- an, sem enn er lil hjer, barst hing- aö á 18. öld. Hún er upprunnin austur í Asíu, en fluttisl á II. og 12. öld til Evrópu, og til Norðurlanda kom hún seint á miðöldum. Gráa eða mórauða rottan, sem nú cr al- gcngust, fluttist hingað á öldinni sem leið. Hún er ættuð auslan úr Mon- gólíu og öðrum löndum í Mið-Afriku og hefir á 18. og 19. öldinni verið a'ð breiðast út uni mestan hluta heimsins. Hún kom hingað til Reykja víkur eitthvað uni 1865 og mun hafa llutst hingaö frá Danniörku. Til Austfjarða kom hún frá Noregi, með Norðmönnuin er þar stund- uðu síldvciði, og var komin aö minsta kosti til Eskifjarðar 1870. Síðan hefir hún verið að smá- breiðast út um landið, en ekki komst liún lil Vestmannaeyja fyr en 1929, en það var sama árið og sauðnautin voru flutl hingað frá Grænlandi, en „Gottu-leiðangurs- mennirnir" höfðu sótt þau þangað með niiklum dugnaði. Sauðnautin eru nú öll dauð, vegna skakkrar meðferðar, eii við þurfum að fá onnur í staðinn hið fyrsta. Hrein- dýr voru flutt hingað frá Norður- Noregi árið 1771 og á næstu ár- um á eftir. Þeim var slept úr Hafnarfirði, i Rangárvallasýslu, i Vaðlaheiði við Eyjafjörð og á ör- æfin upp af Ftjótsdalshjeraði. Þau \oru um tíma all-mörg í óbyggð- um upp af Rangárvallasýslu og í Vaðlaheiði, en hefir nú fyrir löngu verið ger-eytt á báðuni þess- um stöðum. Líklegast eru þaU nú einnig al-eydd hjer á Reykjanes- fjallgarði. II. Á síðari árum hafa verið flutt liingað ýnis dýr til Ioðskinna- tramleiðslu, svo sem silfurrefir. minkar, þvottabirnir og nútriur. Á miðri 19. öld voru flultar hjer inii kanínur og siðan óft nýir stofn- ar af þeim, og er vist enginn stofn þó ganiatl ennþá i landinu. Töluvert hefir verið ritað um ræktun silfurrefa og minka, og er það vel farið, þvi bæði |iessi dýr erti nytsöni, og nijög arðsöin ræktun þeirra. En tiltölulega lítið liefir verið minst á kanínurækt, en hún getur einnig verið arðsöm. Kaninur eru viðlíka stórar og kett- ir. Viltar kaninur eru 2'h—3 kg. á þyngd, en tamdar tegundir hetdur stærri, þær stærstu ]ió venjulega ekki yfir (i kg. Þó kanínur sjeu lík- ar hjerum, eru þær ekki mjög nær- skyldar þeim. Hjerinn á al-hærða unga, sem hann gýtur á grundina, en kanínan á nakta unga eins op rottan, og grefur sjer eins og hún göng niður i jörðina, og heldur sig þar, nema á nóttunni, er hún fer upp til þess að bíta gras. Álitið er að kanínur hali upp- runatega átt heinia í Norður-Afríku. en að þær hafi verið fluttar til Suður-Evrópu á árunum þegar Róm- verjar og Kartagóborgarmenn áttust við. Síðan liafa þær smá-flutst norð- ur á bóginn, en ekki var von að Ingólfur og þcir fóstbræður hefðu með kaninur, því þær fluttust ekki til Norðurlanda fyr en löngu eftir þeirra „daga. Síðan hafa þær breiðst út um all- an hinn mentaða heim, og þar sem skilyrði hafa verið sjerlega hag- stæð, fjölgað svo mikið, að af þeim hefir hlotist hið niesta tjón, því þær liafa nagað upp hagana fyrir bú- peningi. f Ástraliu varð til dæmis ekki beit fyrir nema þrjár sauðkind- ui, þar sem fjórar voru áður liafðar, og fækkaði sauðfje því um miljónir þar í landi, eftir að kaninur vorú l'luttar þangað. Hvort kariínur geti þrifist hjer á landi, ef þær gengu sjálfala, skal ósagt látið, en nokkrum sinnuni hef- i-. það komið fyrir að kanínur hafi sloppið að vori, og verið orðinn all-sæmilegur hópur að hausti. Það bar við í einni Breiðafjarðar-ey, aö bóndi, sem átti kanínur, misti þær úr haldi. Sá hann þær einstaka sinn- um urii s'uinarið, og vissi að þeim hlaut að hafa fjölgað töluvert, en l.ve mikið vissi hann ekki, og enginn tök hafði hann til að ná þeim. Um haustið gist’u menn í eynni, sem voru að fara með silfurrefi norður yfir Rreiðafjörð, en um nóttina braust einn silfurrefurinn út, og fann bóndi eftir hann 70 kanínur, er hann liafði drepið, en vist ekki jetið neina þeirra. En af refnum er það að segja, að hann komst yfir í aðra ey, og að lokum til lands. Eftir að farið var að hafa kanínur sem húsdýr, hafa komið upp mörg afbrigðileg kyn af þeim. Eru sum lieirra ræktuð aðatlega til kjötfram- leiðslu, því kanínukjöt þykir gott. þeim, sem vanisl hafa því, en önn- ur kyn aðallega til skinnafram- lciðslu. Meiri hlutinn af ölltim loð- skinnum eru kanínuskinn, og eru þau notuð ýmislega meðfarin og lituð, til eftirlíkingar öðrum dýrari skinnum. Ýms kyn af kanínum eru ]>ó ineð þannig lil skinn, að þau'eru ekki tituð, heldur notuð eins og þau eru, og eru frægust þeirra kastorrex og chincilla kynin, sem bæði koniu fram sköniniu eftir ófriðinn mikla. Kastorrex-legundin hefir það til síns ágætis, að á henni eru erigin, eða þá aðeins fá, vindhár, heldur eingöngu þelhár. Það var franskur bóndi að nafni Caillon, sem kom upp þessu kyni Hann tók eftir þvi að einn kanínuungi, sem Iiann átti. hærðisl nijög seint, og að ekki komu á hann nema þelhár. Sá hann ]iegar. að kanínukyn, sem ekki væru nema þelhár á, myndi mjög verðmælt, og eftir fimm ár var hann unclan þess- ari einu kanínu, og kynbleudingum þeim, er út af lienni koniu, búinn að fá kynfastan stofn. Chincilla-kanínan er svo nefnu al því háralitur hennar er mjög svip- aður og á Chincilla-dýrinu, sem á heima í Andesfjöllum, en skinnið af því er ein al-dýrasta loðskinnateg- und í veröldinni. Það er mælt að það liafi verið franskur læknir, sem hafi sjeð kanínu austur i Serbiu á striðsárunum, er liktist að háralit Chincilla-dýrinu og sjeð að af henni mætti rækta nýja verðmæta kaníiiu- tegund, og hafi þar verið uppruni Chincilla-kaninúnnar. -----x---- HiÁiiÁ ZírmU Wm [mA&LKST m ÍMít ||JK SHIFTING LANDSINS HELGA. Hjer í 'blaðinu var nýlega (9. okt.) sagt frá tillögum Breta um að skifta Gyðingalandi milli Gyðinga og Araba, en þó þannig, að skákir úr þvi yrðu framvegis á valdi Breta, til þess að tryggja báðum hinum þjóðunum samgönguleðir til sjávar. Hjer á myndinni cr sýnt, hvernig Bretar hafa hugsað sjer að hafa á valdi sínu framvegis, en sá hluti, sem er krossstrikaður á að falla i hlut Gyðinga, en það sem er með bugðustrikunum eiga Arabar að fá. Er það itiiklu meira svæði en hitt, sem fellur í Gyðinga hlut, en stór- um rýrara og mikill hluti þess eyðimörk. Er því ráðgert, að Gyð- ingar greiði Aröbum stóra fjárupp- hæð í „milligjöf“ og sömuleiðis að Bretar greiði Aröbum árlegan styrk. Þessar tillögur vöktu hina megn- ustu gremju bæði hjá Aröbum og Gyðingum og þykja ótækar. Krefj- ast Arabar þess að la full uniráð yfir allri Palestinu og hafa haft sig mjög í frammi urii allskonar spell- virki til þess að undirstrika kröfur sínar, en Gyðingar hafa svarað í sömu mynt, svo að fullkominn óiriður er í landinu. Hinn 14. októ- ber var járnbrautarlestin frá Haifa lil Lydda sprengd í loft upp og eftii sprenginguna var skotið á farþcg- ana og særðust þar margir menn, en þrír voru drepnir. Sama dag ti; ðu óeirðir í Jerúsalem og var oinn Arabi drepinn þar en átta særðir. Skömmu síðar voru tveir lögregluþjónar drepnir. En mesta athygli vakti þó það, að enski hjer- aðshöfðinginn í Nasaret, Andrew, var myrtur. Hefir enska stjórnin h’gt 10.000 sterlirigspund til hofuðs ínorðingjum hans,. en það hefir ekki borið árangur, því að morð komasl íujiig sjaldan upp í Palestínu. Nú er búist við, að enska stjórriin fnri að taka fastari tökum á óróa- seggjurium en áður. Og líklega er ]>að þessvegna, að æðsti maður Ar- aba í Palestínu, stór-múftíinn i Jerusalem, hefir nýlega flúið land. Birtist hjer mynd af lionum. „La Fondation MusicaJ Reine Elisbeth" í Bruxelles, sem stendur undir forustu Elísabetar ekkjudrotn- ingar hafði I fyrra alþjóðasamkepni fyrir fiðlusnillinga, svonefnda Ys- aye-samkepni, til minningar um belgiska fiðlumeistarann Eugéne Ysaye. Var upprunalega ákveðið að þessi samkepni yrði aðeins haldin fyrir fiðlusnillinga, en nú hefir sjóð- urinn effsl svo, með frjálsum sam- skotum, að stofnunin ætlar á næsta ári að lialda alþjóðasamkepni fyrir pianóleikara, cn árið 1939 fyrir hljómsveitarstjóra en 1940 fyrir fiðlu snillinga á ný og svo áfratii i sömu röð, þannig að sama grein komi til samkepnis þriðja hvert ár. Sjóður- inn hefir aukist um fjórar miljónir franka síðastliðið ár, en 1. verðlaun i samkepninni eru 50.000 frankar. Nánari upplýsingar um samkepnina geta lysthafendur fengið með því að skrifa ofannefndri stofnun. Heimilis- fang hennar er: Palais Egmont, Bruxelles. XWMK Best að anglýsa I Fálkanum jMRKK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.