Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1938, Page 4

Fálkinn - 29.01.1938, Page 4
\ 4 F Á L K 1 N N UM BINDINDI Samkvæmt ósk stórstúku Islands, fór undirritaður þess á leit við ritstjórn „Fálkans“, að hún birti nokkrar grein- ar um bindindi. bessu var strax vel tekið. Snéri jeg mjer þá til nokkurra þektra manna hjer í Reykjavík og bað um vitnisburð þeirra. Undirtektir voru hinar beztu, og birtast nú hjer greinar eftir áfengismálaráðunaut Frið- rik Á. Brekkan, Jónas læknir Sveinsson, Svein Sæmunds- son lögreglufulltrúa, og áhrifarík saga, sem íslenskað hefir frk. Hólmfríður Árnadóttir. Hinn samróma vitnis- burður þessara ágætu greinarhöfunda mun verða tekin alvarlega af hverjum réttsýnum og hugsandi manni. Jeg flyt þeim, okkar bindindismanna, bestu þakkir fyrir fúsa og góða liðveizlu, og bið „Fálkann“ fara heilan með hinn tímabæra og góða boðskap til landsins barna. Pétur Sigurðsson. Spár og veruleiki. i. Enn ættu að vera í fersku ininni hinar ýmsu ispár, sem fram komu um það leyti, sem atkvæðagreiðslan fór fram um „Bannlögin" liaustið 1933. Eins og kunnugt er liafði þá um tíu ára skeið ríkt hjer áfengislöggjöf — „hálfbann" sem fáir eða engir voru fyllilega ánægðir með. Þar sem hún hvorki fuilnægði kröfum hann- vina nje andbanninga. Álitu báðir að- ilar að löggjöfin hefði ekki reynst vel, jafnvel þó andbanningar teldu liana spor í áttina að takmarki sinu, sem var algert afnám aðflutnings- bannsins, og bannvinum hinsvegar, með reynslu að baki sjer af þeim afleiðingum, sem orðið höfðu af, þegar löggjöfin hvarf frá algerðri bannstefnu, væri það ljóst, að tak- tviörkun sú á innflutningi áfengis, er enn var í gildi, væri þó svo mikils virði, að vert væri fyrir þjóðina, «.ð reynt væri að hahla i þá tak- mörkun i lengstu lög. Töldu þeir að afnám hennar mundi að sjálfsögðu hafa í för með sjer stórum aukna áfengisneyzlu til tjóns fyrir bæði cinstaklinga og þjóðarheildina. Um þetta atriði var raunverulega deilt. þvi lögbrotin, sem allmjög var á lofti haldið í því sambandi af andstæðing- Friðrik A. Brekkan. um bannsins, má nú miklu fremur telja sem tylliástæðu, enda hefir það sýnt sig síðan löggjöfinni var breytt, að áfengislagabrotin liafa alls ekki horfið, eins og stundum var haldið fram, að verða mundi, — vafasamt hvort þeim hefir fækkað (ef þeim þá ekki raunverulega hefir fjölgað) í hæsta lagi er þar hægt að tala um nokkra tilfærslu á hver brotin eru, og öllum virðisl bera saman um, að erf- ioleikarnir fyrir löggæslumenn á að komast fyrir slík brof hafi farið mjög vaxandi. Leynisala á löglegu áfengi er nú að margra dómi að verða átumein verra en Ieynibrugg- ið — sjerstaklega er það athugun- arvert, að mcð leynisölunni fylgir aukin og sívaxandi hætta á að fleiri og fleiri hneigist til hreinnar of- drykkju. Eins og þegar hefir verið tekið lram, álitu bannvinir, að af breyt- ingu þeirri, er gerð var á áfengis- löggjöfinni mundi leiða stórum aukna áfengisneyslu. Andstæðingar þeirra aftur á móti töldu þess yfirleitt lítil likindi. Sumir þeirra töldu jafnvel víst, að áfengisneyzla — einkum hin grófgerðari — mundi minka til muna við hreytinguna og færðu þeir sem rök fyrir þeirri skoðun, þá mjög hæpnu sálfræðilegu kenningu. áð menn sæktust mest eftir því, sem bannað væri. Eftir því átti eftirsókn- in eftir sterku áfengi að minka við það, er hægt væri að ganga að því og kaupa það á löglegan hátt í Áfeng- isverslun ríkisins! Aðrir aftur á móti spáðu því, að áfengisneysla mundi aukast eitthvað fyrst í stað, en mundi svo skjótlega fara minkandi nftur. Enda þótt því væri aldrei liald- ið fram beinlínis, lá þó nærri að draga þá álylctun, að liugsunin væri sú, að áfengisneyslan yrði svo gróf, að hún óhjákvæmilega hlyli að eyða sjálfri sjer (eða mnnnfólkinu?), og mátti þá segja að þar væri fylgl fram kenningunni: Með illit skal ilt úl drifa! Af öllum spám andbanninga um hvernig fara mundi eftir afnám bannsins verður því ekki neitað, að þessi var einhver sú líklegasta til að rætasl að einhverju leyti, en und- ir það hníga i raun og veru önnur rök. Að áfengisneyslan ykist að ein- hverju hámarki og færi svo minkandi aftur, uns vissu lágmarki væri náð, var í raun og veru alls ekki ólíklegt. Það mátti nefnilega búast við að með aukinni áfengisneyslu, öflugri mót- spyrnu þeirra krafta i þjóðfjelaginu, sem gagnstætt vilja verka, vaxandi bindindisstarfsemi og ákveðnari stuðningur af hálfu jiess opinbera við slíka starfsemi, og að öðru leyti breyting á liugarfari og áliti al- mennings gagnvart bindindismálinu. Það mátti fyrirfram búast við, að skynsamlega rekin, rökvís og mark- viss bindindisstarfsemi með góðuin stuðningi frá því opinbera annars- vegar, og áberandi og grófgerð á- fengisneysla hinsvegar, sem óum- flýjanlega oft hlyti að bera fyrir augu manna, hlyti að liafa sín álirif og vekja fleiri og fleiri lil umhugs- r.nar um menningarleysi og skað- semi áfengisdrykkjunnar og um leið vekja viðbjóð á og fyrirlitningu fyr- i” drykkjuskap. Það væri nú fróðlegt að sjá hvort nokkuð af iiessu hefir komið fram. II. A þessum árum, sem liðin eru, hefir fengist nokkur reynsla og mætti ef til vill af henni marka nokkuð um framtíðina i þessum efn- um. Allir vita að áfengisneyslan jókst gífurlega mikið árið 1935, fyrsta árið sém nýja áfengislöggjöfin var i gildi. — en er þá nokkuð, sem bendir til að drykkjuskapur hafi farið minkandi síðan eða að há- inarkinu sje náð? Þessu verður því iniður að svara neitandi. Reyndar sýna reikningar Áfengisverslunar ríkisins, að nokk- uð hefir dregið úr áfengiskaupum á árinu 1936, (3.380.695.00 kr. 1935, en 3.235.837.00 kr. 1936). En af þessari lækkun er ekki í raun og veru hægt að draga neina ályktun. Helst lítur úl fyrir að hún standi að miklu leyti í sambandi við hina slæmu af- komu á vertiðinni. (Þó má geta þess, að á ýmsum stöðum þar sem lítil var bindindisstarfsemi undan- ferið liafði hún færst í aukana á þessum árunr en óvarlegt er að ætla, að það hafi haft mikil sýnileg álirif til þess að draga úr áfengiskaupun- um í heild). Þegar þetta er ritað, eru niður- stöðutölur Áfengisverslunar ríkisins fyrir árið 1937 ekki koinnar, svo að ekki verður sagt til fulls, hvernig heildarútkoma jiess árs veröur. Ýms- ar likur benda þó til, að áfengissalan liafi ekki minkað. Skulu hjer færðar til samanburðar tölur frá áfengis- úlsölunum yfir sumar •mánuðina tvo iúlí og ágúst öll þrjú árin, og sept- c-mber 1936 og 1937: Akureyri Júlí 1935 26.000 kr. Ag. 25.000 — Sept. — _ Sigluf. Júlí 27.500 Ág* 44.900 Sept. — — ísaf. Júli 3.700 Ág.- 2.600 Sept. — -V' Seyðisl'. Júli 1.400 Ag. 2.200 Sept. Hafnarf. Júlí 18.000 Ág. 18.500 Sept. — Vestm.eyj. Júlí 8.800 Ág. 16.100 Sept. — _ ■ Reykjavík Júlí 205.751 Ág. 201.678 Sept. — • — Þó þessar tölur tali sínu ulvarlega máli, einkum um ástandið á Norð- urlandi yfir síldveiðitímann, og þó þær krefjist þess, að þar verði ein- hverra þeirra úrræða leitað, er draga mættu úr vandræðum, sem nú eru löngu augljós hverjum manni, þá verður að öðru leyti ekkert ráðið af þeim annað en það, að áfengis- tlóðið sje ekki í rjenun, ef aldan þá ekki beinlínis hefir hækkað. Reynd- ar verður að taka tillit til þess, að verðhækkun hefir átt sjer stað á áfengi s. 1. ár, svo að hvað áfengis- magn snertir eru tölurnar frá í sum- ar ekki fyllilega sambærilegar við samsvarandi tölur fyrri ára. En þær virðast benda á aðra leiðinlega stað- reynd: Reynsla annara jijóða sýnir yfirleitt, að hækkað verð á áfengi dregur ætíð mjög úr áfengiskaup- um. Tölurnar frá Akureyri og Siglu- firði virðast aflur á móti benda til að hér gæti þess ekki verulega, ef menn á annað borð hafa fje milli handa, og gæti það bent til þess, að íslendingar stæðu öðrum nærskyld- um þjóðum að baki í ábyrgðartil- finnningu og efnahagslegri tnenn- ingu. Þá verður i þessu sambandi að geta þess, að ýmsir menn, sem kunn- ugastir eru þeim málum, þykjast hafa orðið þess varir, að meiri hrögð hafi verið að áfengissmyglun í sumar en undanfarin tvö sumur. Þegar á alt þetta er litið, verður að játa að útlitið, sjeð frá þessari hlið, er alt annað en glæsilegt, og að allar vonir um að skjótlega mundi breytast til batnaðar aftur eftir fyrstu flóðölduna liafa algjörlega brugðist að þessu. Þar með er þó ekki sagt, að baráttan við þann vágest, sem þjóðin liefir vakið sjer með vaxandi áfengisneyslu, sje vonlaus. Nei, sem betur fer eru hjer einnig önnur öf) að verki: Bindindisáhugi hefir vaknað aft- ur víða um land meðal hugsandi fólks, og má fullyrða að viðhorf alls almennings i landinu sje alt annað tii bindindismála nú, en var fyrir fáum árum síðan. Sýnileg merki þess eru bindindissamtökin, sem hafa eflst allverúlega, aukið fjelaga- tölu sína talsvert ár frá ári og stefna ódeig að sottu marki. Eru nú þrjú landssambönd, sem starfa vilja sam- an, að útrýmingu áfengisnautnar i jijóðfjelaginu, Góðtemplarareglan, Samhand bindindisfjelaga í skólum og Samband Ungmennafjelaga ís- lands. Hafa þessi sambönd öll eflst. hvert á sinn hátt, og má vrenta góðru átaka frá þeim, ef ekkert verður þeim til hnekkis í nánustu framtíð. Úr stuðningi þess opinbera við bindindismálið liefir orðið minna cn margir bjuggust við, þegar hann- ið var afnumið, en það má að nokkru afsaka með hinni erfiðu af- koinu þess opinbera, sem stafar af aflabresti, markaðsvandræðum og 26.000 kr. 1937 35.900 kr. 32.000 — 40.900 -- 29.500 46.800 28.620 34.500 - 55.250 76.760 — 47.518 65.837 7.300 8.789 — 7.450 9.141 —- 9.200 13.916 — 3.600 7.000 9.500 9.500 - 7.300 6.100 5.400 8.100 — 8.000 7.200 — 10.000 13.900 -- 9.400 8.180 — 15.800 14.123 8.000 9.158 — 202.997 203.209 — 183.291 186.451 204.085 240.367 — ýmsum öðrum óviðráðanlegum örð- ugleikum. En þess ber að geta sem gert er:Beinn styrkur til bindindis-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.