Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritsljórar: Villi. Finsen og Skúli Skúlason. Framkncmdaslj.: Svavar Hjaltosted. Aðalskrifstofa: Bankastræli 3, Iteykjavík. Simi 2210. Opin virka ilaga kl. 1(1—12 og 1—(i. Skrifstofa í Oslc: ' A n t o u S c h j ö t h s g a <1 e 14. BlaðifS keinur út hvern laugardag. Áskrit'tarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfrani. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent. Skraddaratiankar. Það er skemtilegt að lesa sögu C. Flensborg forseta Heiðafjelagsins danska, frá ferð hans til íslands fyrir tveimur árum. Þeir sem enn standa í þeirri trú, að skógar geti ekki vaxið hjer á landi og orðið þjóðinni til nytja, ætlu að lesa þessa stuttu ferðasögu. Hún. er rit- uð af sjerfróðum manni, sem dvaldi hjer í skógrækarerindum árin eftir aldamótin og kemur svo aftur til landsins eftir þrjátíu ár. Hver ætti að vera bærari um, að geta sjeð muninn? .Þeir sem sjá sömu friðuðu skógar- leifarnar ár eftir ár sjá litinn mun, frá ári til árs. Það er heldur ekki sjónarmunur á barninu í dag frá þvi sem var i gær. En sá sjónar- munur sem Flensborg sá á skóg- unum eftir þrjátíu ár er sannarlega eftirtektarverður. Friðuðu skógarnir hafa stórhækkað og orðið bein- vaxnari og þær af tilraunastöðv- unum, sem verið hafa hirtar með natni og alúð hafa gefið mikils- verðan árangur og sýnt, að ýmsar nytjajurtir erlendar geta þrifist hjer. ‘ áði.n þrjátíu ár- hafa sannað, a* íslensk skógrækt getur eigi aðeins skapað arðberandi verðmæti heldur einnig, að skógræktin er öflugasta vopnið í baráttunni við uppblást- urinn og sandfokið, sem á liðnum öldum hefir lagt þúsund jarða land í auðn og enn heldur áfram að spilla landinu. Mönnum er gjarnt að vilja sjálfir njóta árangursins af því sem þeir gera, og þessvegna á skógræktin erfitt uppdráttar. Einstaklingurinn vill heldur rækta tún eða ræsa fram mýri en rækta skóg, vegna þess að hann getur sjálfur notið arðsins. Þessvegna verður það að vera það opinbera, sem ber hita og þunga dagsins, þar sem um skóg- rækt er að ræða. En það væri ekki úr vegi að muna, að það er hægt að eft- irláta erfingjum sínum arf í fleiru en mannvirkjum, peningum eða túna- sljettum. Skógræktin í dag er arð- berandi fyrir næstu kynslóð. — Og lítill trjágarður við bæinn er betri arfur til áfkomendanna en allskon- ai hibýlaprýði og húsgögn, sem ganga í ættir. Þau ganga úr sjer og lenda í eldinum, en hríslurnar við bæinn stækka og frikka. Það er hirðingjaháttur að tjalda til einnar nætur. Skógræktarmaður- inn er ekki hirðingi. Hann starfar fyrir framtiðina, og í meðvitund- inni um það, að verk hans vex eftir hans daga en hrörna ekki. Fornritaútgáfan. Hin nýja útgáfa íslenskra fornrita, seni Hið íslenska forn- ritafjelag gengsl fyrir og liófst ineð Egiis sögu vorið 1933, hef- ir unnið sjer svo miklar vin- sældir með þjóðinni og það mjög að maklegleikum, að hvers bindis er heðið með ó- jireyju ai’ fjölda manna. Það virðist jjví elcki úr vegi að scgja hjer litið eitl frá útgáf- itimi og hvernig henni miðar áfram. Fornritafjelagið var stofnað af nokkrum áhugamönnum um íslensk fræði, og eklci sist um fornsögur vorar. Forseti fjel- agsins hefir frá upphafi verið Jón Ásbjörnsson hæstarjettar málaflutningsmaður, enda mun hann hafa verið aðallivatamað- ur fjelagsslofnunarinnar og for- göngumaður. Otgáfustjóri var jiegar frá byrjun ráðinn próf- esson Sigurður Nordal, og var það happ mikið fyrir fjelagið að eiga völ á slíkum manni sem hann er lil þess að hafa á hendi stjórn útgáfunnar og umsjón. Um tilhögun útgáfunnar er jiessa meðal annars helst að geta: Þau eru gefin út með samræmdri stafsetningu, svo að þau eru auðliesin hverjum manni. Skýringar eru neðan- máls á öllum vísum og þeim atriðum í sundurlausa málinu, sem nútimalesöndum geta verið torskilin, bæði fornyrðum og ýmsu, sem lýtur að fornri menn- ingu og háttum. Vísað er til annarra fornrita til samanburð- ar og lieístu ritgerða um ein- stök atriði, sem lesendur kunna að vilja afla sjer frekari fræðslu tim. Orðamunur úr handritum er lilfærður, þar sem nauðsyn jiykir til. Ritunum fylgja ræki- kgii- formálar, þar sem gerð er grein fyrir, hvar og hvenær [• ali eru rituð, skýrt frá heim- iidum, sögulegu gildi, tímatali o. s. frv., og leitast við að rekja uppruna hvers rits eftir föngum. Ritunum fylgja ná- kvæm kort um sögustaði utan lands og innan og myndir al' sögustöðum, fornum gripum, handritum o. s. frv. Otgáfan á að vera vísindaleg alþýðuút- gáfa, sem i senn er aðgengileg hverjum manni, sem vill lesa fornritin sjer tii skemmUinar, og veitir þeim kost á skýring- um og leiðsögu, er óska þess að kvnnast þeim til hlítar. Enn fremur er allur frágangur mjög vamlaður, letrið fallegt og skýrt, pappír og prentun mjög vönd- uð. Miðað við alt jietta er út- gáfan mjög ódýr, svo að hin fögru og myndarlegu bindi is- lensku fornrita eru vafalaust hinar ódýrustu bækur, sem út koma hjer á landi um þessar muhdir. Samkvæmt áætlun þeirri, sem gerð hefir verið um útgáfuna, a lnm að vera alls 35 bindi. enda eiga þar að birtast öll höfuðril islenskra fornbók- mennta, Islendinga sögur, Sturl- unga, Biskupa sögur, lögbækur. Edilurnar, Fornaldarsögur Norðurlanda, Heimskringla og aðrar konungasögur, riddara- scgur og æfintýri, vísindi og þýðingar og kveðskapur, það er einkum kvæði, sem varðveitt eru án .sambands við sundur- laust mál. Líklegt er, að bindin verði nokkru fleiri en áætlað hefir verið i fyrstu. Það segir sig sjálft, að jafn- stórfeld útgáfustarfssemi, sem hjer er um að ræða, er mjög tímafrek. Sjerlrvert bindi kref- ur mikillar vinnu og rannsókna i ýmsum greinum, sem jafnve.1 útgefendurna sjálfa órar ekki fyrir í upphafi. Sómi íslenskrar fræðistarfsemi liggur við, að út- gáfan sje i livívetna vel af hendi leyst, og það skiptir miklu minna máli þótt útgáfan sjc nokkurum árum lengur á döfinni heldur en hitt, ef þar væri um einhver alvarleg mis- lök að ræða eða á einhvern líált höndum kastað lil verks- ins. Otgáfa þessi á að vera mietnaðarmál allra íslendinga. Eins og áður er getið hófst útgáfan með Egils sögu 1933, og eru nú als komin út 4 bindi, og eru þau þessi (öll prentuð i Reykjavík): II. bindi. Egils saga Skalla- (iiímssonar 1933; útgefandi Sig- urður Nordal. IV. bindi. Egrlnjggja saga Rrands þáttur örva, Eiriks saga i auða, Grænlendinga saga, Grænlendinga þáttur, 1935; úl- gefandi Einar Ól. Sveinsson og Matthías Þórðarson. V. bindi. Laxdæla saga, Hall- dórs þættir Snorrasonar, SlLÍfs þáttur, 1934; útgefandi Einar Ól. Sveinsson. VII. bindi. Grettis saga Bandamanna saga, Odds þáttur Ófeigssonar, 1936; útgefandi Guðni Jónsson. Innan skamms eða nú i vor er von á fimmta bindinu, sem út kemur, en er III. bindi safns- ins. í þvi eru Borgfirðinga sög- ar, það er Hænsa-Þóris saga. Gunnlaugs saga ormstungu. Bjarnar saga Hitdælakappa, Heiðarvíga saga og Gisla þáttur Illugasonar; útgefendur eru Sig- urður Nordal og Guðni Jónsson. 1 ndirbúningi næsta hindis þar á eftir mun vel á veg komið. Þaí5 er trú írlendinga sem flestir eru kaþólskir, að hlið himnarikis standi jafnan opin um miðnætti á aðfangadagskvöld. Þeir sem deyja á þeim tíina koinast þvi' beint inn í himnaríki, en þurfa ekki að þvælast í hreinsunareldinuin. 3 Sathanael Mósesson, kaupm. á kingegri, verður 60 ára /4. þ. m. Ásmundur Eiríksson, bóndi á Apavatni, varð SO ára 5. þ. m. Einar Einarsson, fírettisgötu H, verður 80 ára 0. ji. m. Einar Vigfússon, Kárasitg 3 verður 70 ára 11. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.