Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 5
FÁLKINN Úr Lcuidmannalaugum. inn má að vissu leyti teljast húsdýr hjá þjóðinni, hann gef- ur. meiri arð lifandi en sem afsláttargripur og ætti því ekki að vera hætta búin, enda er }>að „sport“ nú að leggjast niður, sem tíðkað var hjer áður, að senda yfirvöldunum skotinn æðarfugl i nafnlausum böggl- um, þeim til ögrunar og hrell- ingar. Hreindýrið má teljast inn- lent dýr, þó að ekki væri það hjer á landnámsöld og hefir verið alfriðað i fjölda ára, en svo mikill kyrkingur er kom- inn í stofninn, að menn efasl um hvort nokkurt dýr sje lifandi lengur á Reykjanesskaga. Það væri full ástæða til, að blása nýju lífi í þennan stofn með innflutningi og kemur það síst í bága við náttúrufriðun, þvi að tilgangur hennar er að gera ríki náttúrunnar sem fjölskrúð- ugast. En við innflutning nýrra dýrategunda verður að fara mjög gætilega. Norska friðun- arfjelagið lagði t. d. á móti innflutningi skosku rjúpunnar til Noregs, vegna hættu á að hún flytti sýki með sjer, og mótmælti innflutningi hjartar, af ótta við, að innflutta kynið mundi mynda blendingskyn af norska hirtinum, sem er hrein- ræktaður og ekki til annars- staðar. Og Islendingar hafa fengið að kenna svo alvaflega á hættunni af innflutningi dýra nú nýverið, að þeim mun fara eins og brenda barninu næstu áratugi. Þegar hvalurinn gekk til þurðar upp úr aldamótunum var gripið til friðunar og var náttúran þá fljót til að kippa því í lag aftur, sem komið var í óefni. Nú eru hvalveiðar bvrjaðar aftur í smáum sfíl og menn varast að ofgera stofnin- um. Það er dæmi um samvinnu mannsins við náttúruna, frið- samlega samvinnu i stað ráð- rikni. Siðan byrjað var á klaki lax- og silungshrogna lijer á landi, má segja að lax og silungur sje kominn í tölu íslenskra hús- dýra. Friðunarákvæði voru eina ráðið til þess að afstýra þvi, að árnar tæmdust af fiski, eins og allar horfur voru á að þær mundu gera, meðan mönnum hjelst uppi að þvergirða árnar með netum og varna göngum upp í árnar. Selurinn hefir fall- ið í ónáð löggjafarvaldsins þar sem hann spillir laxgöngum í ám og er rjettdræpur, vegna þess að laxinn er arðmikill nytjafiskur. Hann lendir í sömu fordæmingunni og melrakkinn hjer og björninn i Noregi — fyrst um sinn Ef honum fækk- aði svo, að bans gætti litið við árósa, mundi annað hljóð koma í strokkinn. 1 stuttu máli: Þar sem arðs- von er af friðun kemur hún sjálfkrafa, því að þar er frið- unin hagnýtt atriði. Islensk friðun hefir einkum vitað að þessari hlið málsins og þó hefir hin eigi með öllu verið vanrækt. Er þá fyrst að minnast friðun- ar Þingvalla. Guðmundur Daviðsson kennari mun hafa orðið einna fyrstur manna til þess að rita urn þjóðgarða er- lendis og kynna almenningi náttúrufriðun og það var þvi engin tilviljun, að hann yrði settur umsjónarmaður Þing- valla, þegar það var fram- kvæmt að friða alt Þingvalla- land og gera það að „þjóð- garði“. Það er enginn vafi á því, að framkvæmd þessarar þjóðgarðshugmyndar sætir mjög misjöfnum dómum. Hún hefir verið dýr og er dýr, svo að ástæða er til að krefjast þess að hún verki, en á það brestur mjög, eins og þeir vita, sem sjá fjárhópana í besta næði á beit í skógarleifunum, sem verið var að friða og eftir að bændur á svæðinu voru levstir al með stórfje til þess að hætta að halda sauði. Steinbærinn á ÞingvöIIum verður aldrei vin- sæll og samlagast aldrei staðn- um; það hefði átt að byrja með alíslenskum fornlegum bæ, sem hefði orðið vísir að úti- safni, er sýndi byggingarstíl þjóðarinnar á ýmsum timum, Og svo að minst sje á smámuni, sem þó skifta miklu, má nefna að innreiðin i þennan þjóðgarð íslendinga og helgasta stað að fornu og nýju, er ekki bein- línis neitt falleg lofgerð um smekkvísi Islendinga á 20. öld- inni, fremur en tilberaverks- hliðið að norðanverðu er próf- vottorð á tæknina.------- Meðvitund þjóðarinnar um skyldur hennar við náttúruna og verk liðinna kynslóða hefir skýrst á síðasta mannsaldri. Geysir mundi ekki seldur úr landi núna, eins og fyrir 40 árum. Og fyrir 30 árum strand- aði það á „þráa“ bóndadóttur einnar austur í Biskupstungum, að Gullfoss yrði seldur til út- landa. Nú er víst mest öll þjóð- in komin í fótspor þessarar bóndadóttur. Fyrir 20 árum þótti það „smart“ auglýsing að klína nafni verslana í Reykja- vík á stóra steina meðfram þjóðvegunum. Nú mundi engin verslun á landinu fást til sliks. Virðingin fyrir náttúrunni hefir aukist svo, að sá verknaður hlýtur fordæmingu allra sið- aðra manna — sami verknaður- inn sem ekki þótti verri en svo fyrir rúmum þrjátíu árum, að foringjar af þýska keisaraskip- inu „Hohenzollern“ Ijetu sjer sæma að fremja hann á klett- unum norður á horni í Noregi. íslendingar eiga að vernda fleira en Geysi, Gullfoss og Þingvelli. Þeir eiga að vernda þau fáu gömlu mannaverk, sem til eru í landinu, og þó að til sje fjelagsskapur hjei', sem lætur sig þetta skifta sjerstak- lega, þá væri síst úr vegi, að náttúrufriðunarfjelag tæki þetta mál á starfsskrá sina líka. Þeir þurfa að vernda ýmsa fagra fossa gegn væntanlegri ágengni manna, sem vilja temja þá og láta þá mala gull. — — Þessi árin eru menn farnir að venja komur sinar inn í ó- bygðir landsins meira en nokkru sinni fyr. Þar má lieita ónumið land, þó að sauðkindur hafi ef til vill kroppað helstu nögurnar þar í þúsund ár þetta er þjóðgarður Islands. Og þessvegna ber gestum þeirn sem þangað koina, að liaga sjer eftir því og varast að gera nokkuð það, sem brevtt getur útliti staðarins, hvort heldur það er að rífa upp blóm eða skilja eftir blikkdós. Þeir eru á frið- helgum stað sem þeir eigi að- eins eiga að bera virðingu fyrir heldur loíningu. Aðrir hafa ekki erindi þangað. Þeim stöðum er hættast er mest örtröðin mæðir á. Þá sannast það, að það er engin hótfyndni að amast við því að blóm sjeu slitin upp, því að margt smátt gerir eitt stórt. Það sem gefur staðnum tign og fyllir gestinn hrifningu er ekki síst það, að staðurinn sem hann stendur á sje ósnortinn. Það getur truflað fallega hugsana- rás að i-ekast á umbúðir af „Commander“ eða sardínudós inni í Karlsdrætti. Maður er vaknaður af draumi og kominn á Laiigaveginn. Óbygðirnar eru viðkvæmar og i þögn þeirra ber meira á liverj- um fölskum tón en í kliðnum. Andspænis tign náttúrunnar er inaðurinn og hans verk lítill og auðvirðilegur. Hvergi kom- ast mannaverkin jafn eftir- nxinnilega í gapastokkinn og þegar þau standa gagnvart feg- urstu snildarverkum • náttúr- unnar. Nú eru farin að i’ísa upp mannvirki á ýmsum þeim stöð- um, senx menn sækja sakir feg- urðar þeii’ra. Þar er vandfarið og það er eitt af hlutverkum þeirra, sem náttúrufriðun stjórna, að liafa eftirlit með því, að slík mannvirki sjeu á rjettum stað. Því miður lýsa sunx þessi mannvirki ekki þroskaðri dómgreind nje smekkvísi. Það ber t. d. vptt uiíi að talsvert vanti á djúpa lotn- ing fyrir náttúrunni, þegar náð- hús eru sett eins og heiðurs- vörður beint á móti frægasta fossi íslands. Slík mistök verð- ur að lagfæra þegar i stað, svo að þau gleymist sem fyrst. Náttúrufriðunarfjelag liefir eigi aðeins það hlutverk, að vera á verði allstaðar þar, sem hætta er á, að náttúrunni og fornum mannaverkum sje mis- boðið. Því er einnig skyll að fræða almenning um hin nxerk- ari fyrirbæri í búskap náttúr- unnar og unx sjerkenni ýmsra staða. Hjer er gefið út ágætt tímarit bin síðari ár, þar sem Frh. bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.