Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 YMft/fO U/GNbURHIR Langar ykkur til að vita hvernig skó Indiánar nota? Þeir eru ekki ósvipaðir íslensku skónum ög það er alls ekki rnikill vandi að búa þá til. Þið sníkið ykkur út nára úr blá- steinslituðu sauðskinni eða helsl eltiskinni. Svo teiknið þið ummálið af fætinum á ykkur á pappir og klippið „sólann“ út úr pappírnum. Pappírssólinn er nú lagður á skinn- ið og skæðið sniðið eins og sýnt er á 1. Þar er sólinn sýndur dökkur og nálægt 4 cm. breið leðurræman útaf nema á hælnum, þar er skinnið sniðið alveg inn að sólanum. Tvö stykki eru sniðin í yfirleður, með sama sniði og framhelmingurinn á sólanum. Nú eru göt stungin með sýl í jaðarinn á báðum stykkjunum (sjá punktana á 1) og stykkin saum- uð saman með seymi eða mjóum þveng (þið sjáið saumaförin á 1). Þegar yfirstykkið hefir verið saum- að fast mátið þið á ykkur skóinn og merkið á skinnið hvar hælsaumur- inn á að koma. Svo klippið þið hæl- stykkið eins og sýnt er á mynd '> en á mynd 3 sjáið þjð hvernig hællinn er saumaður. Síðan er þveng ur þræddur i aftanverðan skóinn — - þið sjáið á mynd 4 hvernig það er gert. Að fráteknu yfirstykkinu að framan svipar þessari skógerð mik- ið til þess, sem notuð heíir verið hjer á landi frá aldaöðli, þangað til flestir eru farnir að ganga á stíg vjelum og gúmmiskóm. Verður framíiðar- flugvélin svona? Ví.iindamennirnir eru si/'elt að spreyta sig á því, að bún til rakettu- l'íugvjelar, sem geta flogið út í him- ingeiminn og jafnvel til annara stjarna. Fyrst notuðu menn ýmsai tdöndur af jmðri til þess að knýja raketturnar áfram, en þetta er erf- itl og hættulegt, svo að nú eru menn hættir við það, en farnir að reyna ýmsar fljótandi eldsneylistegundir svo sem bensín og eter. 1 ræðilega sjeð er það ekki ómöguiegt að menn geti komist til tunglsins i svona rak- eltufiugvjel, en það ei cnn óráðið hvernig hægt væri að koma fyri: nægilegu eldsneyti í faranækinu í langa ferð. Einn vísindamaðurinn hefir reiknað, að i svona farartæki sje hægt að komast til tunglsins á fimm dögum, en til þess þurfi 45 smálestir af eldsneyti. En ef rakettan á að lenda á tunglinu og komast aftur til jarðarinnar — og það mundu flestir kjósa — þá þarf 300 tonn af eldsneyti. Svona vill Pjesl litli hafa herbergið sitt. Pjesi litli er ákaflega hrifinn af járnbrautum og öllu sem þeim við- víkur — og hjerna sjáið þið hvernig hann kýs að hafa svefnlierbergið sitt. Rúmið hans er eins og eimreið i laginu, gólflampinn eins og merkja- stöng, fataskápurinn varðarhús og sími málaður á veggina. Einkennilegasta byggingin í bæn- um Honfleurs í Frakklandi er St. Chaterine-kirkjan, sem er mörg hundruð ára gömul. Hún er úr timhri og var ekki áltin nógu sterk til að bera turninn uppi og líka var lítið pláss fyrir turninn í kirkjugarðinum, svo að það var tekið til bragðs að byggja kirkjuturninn ofan á stein- hús, sem stóð nálægt kirkjunni. ----x----- Á hverju Hindúaheimili, hvort heldur er innan Indlands eða utan er til flaska með vatni úr Ganges- fljótinu. Þessi flaska er dýrmætasta eign heimilisins. Hindúar trúa nefni Sporhundurinn King. 4) „Það verður best að hel'ja eftir- förina sem fyrst“, sagði Muligan við Wilson, „annars verður eftirleitin erfiðari“. Svo fór liann Tneð King út fyrir og undir eins fann hundurinn spor og þaut á stað, svo hart að Mulligan lögreglufulltrúi og Jimmy höfðu varla við honum. Hann fór gegnum skógarkjarr og frumskóga sem varla var viðlit að komast gegn- um. Þegar1 þeir höfðu farið klukku- tíma leið staðnæmdist hundurinn og góndi fram undan sjer. 5)MulIigan fór til hundsins og starði gegnum kjarrið eins og hann. Beint fyrir neðan þá var óbygð sjáv- arströnd og skamt undan landi lá lítið og ófjelegt gufuskip. „Þetta hlýtur að vera skip Ho-Fans“, taut- aði Muligan. „Þeir eru auðvitað bún- ir að koma perlunum um borð — og allir bófarnir eru þar auðvitað líka. Það verður enginn hægðar- leikur fyrir okkur þrjá að ráða við þá“. Þeir læddust nú niður að ströndinni, svo nærri sem þeir þorðu. „Ef við getum narrað ræn- ingjana i land“, sagði Jimmy, „þá væri kanske mögulegt fyrir okkur að komast um borð og ná i perl- urnar. Tóta frœnka. lega því, að ekki þurfi nema fáeina dropa af þessu heilaga skolpi til þess að bjarga framliðnum mönnum frá þvi að hverfa til jarðarinnar aftur. Þegar Hindui liggur fyrir dauðanum eru honum gefnir nokkrir dropar af vatninu. Eitt af merkilegustu brúðkaupum, sem haldið hefir verið á siðari árum fór fram í Japan 1934. Voru þá gefnir saman — tveir kimono-slapp- ar. Brúðurin var úr handmáluðu silki og var 234 ára gömul, en brúð- guminn var úr isaumaðri bómull og var 110 ára. Brúðkaupið var talið svo merkilegt, að þeir sem fengið höfðu aðgöngumiða að því vildu ekki selja þá fyrir stórfje. MAURICE RAVEL eitt frægasta lónskáld Frakka er nýlega látinn. Eftir hann liggja bæði hljómsveitarverk, sönglög, óperur og fleira. Ravel varð rúmlega G2 ára gamall. Myndin er tekin er hann var á ferð i Englandi skömmu fyrir dauða sinn. AINO TAUBO lieitir þessi unga leikkona, er leik- ur lilutverkið í nýrri mynd frá Lapplandi, sem gerð er eftir sögunni „Laila“ . Er mynd þessi tekin af Nordisk Tohefilm og Svensk Film- industri í sameiningu, undir stjórn George Schneevoigts. Er nýlega farið að sýna þessa mynd erlendis og hefir hún fengið bestu ummæli og jafnvel vakið mikla athygli i New York. JEAN JEHAUX heitir aðalritari verkamannafjel- aganna frönsku og kemur hann mik- ið við stjórnmál um þessar mundir, því að flokkaskiftingin er þannig í franska þinginu, að ekki þarf mikið til að steypa ráðandi stjórn, eins og ný dæmi sanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.