Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K 1 N N Heimsstyrjöld er yfirvofandi. VLADIVOSTOK ÉR EINS OG HLAÐIN SKAMMBYSSA MEÐ SPENTAN GIKK — OG MIÐAR í BAKIÐ Á JAPÖNUM. Eftir HUBERT R. KNICKERBOCKER. Það var eins og að fara um „No Mans Land“ að fara yfir Japanshaf- ið frá Tsuruga til Viadivostok, úr stórveldi Hirohito og inn í ríki Slal- ins hins óskeikula, — frá einni skot- gröf til annarar. Stálsvarta hafið var autt, hvergi skip að sjá, alveg eins og enginn vildi hætta sjer út á rúm- sjó, þar sem tveir jafn geigvænlegir andstæðingar sátu hvor um annau. Litla skipið „Siberia Maru“ öslaði áfram, vaggaði i þungri undiröld- unni og virtist lítið ianga til að færa sig nær Vladivostok, fjandsam- legri höfn, þar sem skipið hafði fyrir fáeinum mánuðum verið rannsakað og þvi haldið eftir, þangað til Tokio skarst í leikinn. Eftir skapi manna um horð að dæma gátum við vel verið í stríði allir saman. Við sátum þegjandi yfir borðum, skipstjórinn, þrír stýrimenn, þrír farþegar og jeg sjálfur — alt karlmenn. Við heilsuðumst þegjanda- lega er við settumst. Við máitíðirnar tóif á leiðinni var ekki sagt orð. Við heilsuðumst þegjandalega er við fór- um út. Tveir Rússar, karl og kona voru á 2 farrými. Við þrjú vorum eina hvita fólkið um borð. Þessa þrjá daga um borð var ekki talað eitt einasta orð við Japana, þvi þeir láta sem þeir kunni ekki annað inál en sitt eigið, og svo borgar sig best að þegja, þegar maður er staddur á hernaðarsvæði. Þetta var leiðinleg ferð og jeg var feginn þegar við komum í hafn- arbæina á norðurströnd Koreu, Rashin, Seishin og Yuki, en jeg hafði ekki tekið japönsku lögregl- una ineð í reikninginn og hún hjelt okkur um borð meðan staðið var við þarna. Ástæðan var sú, að þarna eru flotalægi og hermanna- hafnir, þarna eru landsettir japönsku hermennirnir, sem scndir eru á- fram með járnbrautunum, en Jap- anar hafa lagt i grend við Vladivo- stok. Þúsundir hermanna og hundruð kúlia voru á iði þarna í dokkum þessara viðbjóðslegu fiskiþorpa. Hjer hafa Japanir bygt sjer ágætan stökkpall, sem þeir geta hoppað af beint á þráðasta mark sitt: her- flugvellina kringum Vladivostok. Vladivostok, útvörður rauða ríkis- ins og sá depili Rússlands, sem liggur næsl Japan er aðeins C75 cnskar mílur frá Tokio og Yokohama, nál. fjögra tíma flug fyrir hinar stóru sprengiflugvjelar Rússa. Jap- anar munu gera fyrstu og hörð- ustu atlöguna að flugvöllunum við Vladivostok þegar sá rjetti tími er kominn. Þeir óttast ekkert meira en loftárásir á þær sjö miljónir manna, sem búa í höfuðborg Japans og undirborgum liennar. í augum Japaná er Vladivostok því eins og hlaðin skammbyssa með gikkinn spentan og miðað í bakið á Japan. Þeir þykjast ekki öruggir, fyr en búið er að taka þessa skammbyssu burt. En Vladivostok er ramger borg. Jeg fór á fætur fyrir allar aldir lil þess að skoða innsiglinguna og hún var þess verð að jeg hefði vakað lieila nótt. Það eru ekki marg- ir blaðamenn sem hafa verið svo hepnir að sjá Vladivostok síðan rauði herinnn gerði bæinn að vígi sínu. Sjórinn er orðinn kolsvartur, spegilsljettur og kyrr, en þung, hæg undiralda var um nóttina þegar við vörpuðum akkeri til að bíða eftir hafnsögumanni. Við sáum fjallgarð af hólum til vinstri og þegar birti af degi sáum við stóra eyju. Hún er kölluð „rússneska eyjan“ og þar er sennilega rammgerasta og besta kafbátastöðin i heimi. Meðfram henni gengur djúp vík, þar sem stærstu herskip geta siglt. Kringum þessa vík eru fjöll á allar hliðar og svo ramger vígi, að ómögulegt er að ráðast þarna á af sjó. Stór- skotalið Rússa getur haldið japanska flotanum burtu frá eyjunni en kaf- bátar þeirra og tundurdufl geta bannað honum aðgang að höfn- inni i Viadivostok. Rússneska eyjan liggur fyrir hafnarmynninu í Vladivostok og er kölluð „Zolotoi Rog“ eða Gullna hornið“. En borgin Vladivostok liggur yst á nesi milli Amurflóa og Azusiflóa og eru fjöll báðu megin að flóanum og auðvelt að verjast því, að hermenn sjeu settir þar á land. í stuttu máli virðast hernaðar- varnirnar i Vladivostok — sem eru sterkari nú, en nokkurntíma á dögum keisaranna — að gera það ómögulegt að taka borgina af sjó. Jeg stóð við borðstokkinn og skoð- aði úrslitavígi Austur-Asíu í kíkin- um. Hvergi gat jeg sjeð kafbát. Jeg uppgötvaði síðar, að þeir voru allir i felum inni í Novík-flóa á rússnesku eynni. Þar eru nú fimtíu kafbátar, sagði mjer fróður • maður sem jeg má ekki nefna. Allir smíðaðir í Lenin- grad og Moskva en fluttir austur með Síberiujárnbrautinni. Þessar tölur eru staðfestar af leyniþjónustu erlends ríkis, sem lætur sig þetta miklu skifta. Bygging kafbáta er erfiðust við- fangs allra flotasmíða. Rússland hef- ir skeytt mest um, að efla land- herinn. Það er því furðulegt að heyra, að þeir skuli eiga fimtíu kaf- báta í Vladivostok. Það er álitið, að Rússar hafi verið byrjaðir að smíða kafbáta áður en Hitler kom til valda, og að þeir hafi fengið þýska verkfræðinga til þess að smíða fyrstu bátana og koma máliriu á rekspöl svo að þeir gætu haldið áfram sjálfir. En með fimtíu kafbáta í Vladivostok og eflaust eitthvað í Svartahafi og Eystrasalti eru Rússar eflaust sterk- asta kafbátaþjóðin í lieimi. Japan á ekki nema 55 og England 54. Gagnið af þeim í stríði við Japan nær lengra en til varnar Vladivostok. Þeir geta vel komist austur um sundin alla leið til Tsushiinasunds og gert þar spellvirki og auk þess geta rússnesku kafbátarnir gert verslun Japana við Koreu þungar búsifjar og gera Japönum erfitt um að setja her á land þar. — — Nú sá jeg Ijósin frá hafnarbátn- um langt undan. Jeg sá i skímunni tvo menn á þilfari í síðum svörtum kápum og með hermannahúfur. Bát- urinn kom að okkur og sigldi kring- um „Siberia Maru“ eins og tor- trygginn liundur. Engin viðbúnaður var hafður til að setja bát á flot. Jeg var að brjóta heilann um hvern- ig hafnsögumaðurinn kæmist um borð. „Siberia Maru“ sökk og hækk- aði um tólf fet við hverja öldu. Það virtist mundi verða erfitt að kom- ast um borð. Hafnarbáturinn sigldi varlega fram með skipinu, eins og hann væri hræddur við að snerta það. Svartkápumennirnir stóðu fram í og biðu þangað til aldan lyfti þeim jafnhátt þilfarinu á okkar skipi. Þá hlupu þeir um borð. Þeir heilsuðu japanska skipstjóranum og jeg las stafina á hnöppunum þeirra. „N. K. V. D.“ — hafnsögumenn en jafnframt i stjórnmálalögreglu Rúss- lands, sem nú er kölluð Narkomvn- udel en áður K. G. P. U. og þar áður Tjekan. Rússar hafa breytt nafninu þrisvar til þess að reyna að ná blóðlykl- inni af stofnun þeirra, sem eflaust hefir drepið fleiri menn en nokkur önnur í veraldarsögunni, en áður en nafninu er breytt hefjast nýjar blóðsúthellingar. í dag eru 2500.000 manns í rússnesku lögreglunni, hún er sá her sem sendur er gegn gagn- byltingunni. Hún á ekki að berjast erlendis, en er kjarninn úr rúss- neska hernum og hefir meira að segja bryndreka og flugvjelar til um- ráða. Fræðilega getur hún bælt nið- ur uppreisn í hernum. Hún ver landamærin og járnbrautirnar og heimtir inn tolltekjurnar. Þegar ein- kennisbúningar þessara manna sjásl fara allir að skjálfa. Allir Rússar þekkja þá. Og Jögreglan þekkir alla. Fimtán mínútum eftir að þeir voru komnir um borð kom annar þeirra til mín og sagði: „Þjer eruð ameríkanski blaðamaðurinn, sem kemur frá Slianghai og ætlar áfram til París með Síberíubrautinni, er ekki svo?“ „Jú“, svaraði jeg. „Og þjer hafið átt heima í Moskva og i Berlin?“ Jeg varð forviða og þótti vænt um, að jeg var ekki búinn að gleyma rússnesku. Undir venjulegum kring- uinstæðum hefðum við getað talað saman, en ekki við N. K. V. D. Hann beið eftir að jeg svaraði spurningum hans játandi og svo fór hann. Sex tímum síðar brutumst við gegnum sextán þumlunga þykkan ís við „Gullna hornið“. í sama augnabliki og „Siberia Maru“ lagðist að hafnarbakkanum ruddust fjöru- tíu svartklæddir „N. K. V. D.“ um borð. Sumir fóru ofan í lestina, aðrir í yfirmannsklefana og innan skamms var svartur vörður með byssustingi á lofti um alt skipið. Það var ekki um að efast, að við vorum komnir til Sovjet-Rúss- lands. Á VILLIGÖTUM. Framh. af bls. 7. vinna sína venjulegu vinnu. Skogstad verksmiðjueigandi gekk gegnuin skrifstofuna, stað- næmdisl við púltið lians, heils- aði glaðklakkalega og klappaði á öxlina á gjaldkeranum ár- vaka. „Þjer hjörguðuð fimtíu þús- undum fyrir mig í nótt, Sander. Þjer getið skrifað kvitlun fyrir láni, að uppliæð þúsund krón- ur“» „Þakka, hr. Skogstad“, stam- aði Sander. „En jeg — jeg —“ „Já, þjer töluðuð um tvö þús- und í gær, jeg man það. En heyrið þjer nú. Eitt þúsund sem lán og eitt jmsund sem viður- kenningu fyrir snarræði yðar, er sparaði mjer tilfinnanlegt tap. Það verður til samans tvö þúsund, Sander góður. Þjer eruð ekki aðeins heiðarlegur maður heldur líka hugrakkur maður, og ]>að verður maður að kunna að meta“. Sander gjaldkeri stamaði og þakkaði. En hefði Skogstad sjeð liann Jiegar hann sneri sjer undan og starði út um glugg- ann, mundi hann hafa tekið eftir, að hann var grunsamlega gljáandi i augunum. □ rekkið Egils-öl 9 i í 4 Vladivostok.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.