Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Togstreitan viö ítali hefir verið eitt erfiðasta viðfangsefni ensku ut- anríkisstjórnarinnar. ítalir hafa ekki farið dult með það, að þeir ætli sjer að verða öndvegisþjóð Miðjarðarhafs ins, en Bretar telja frjálsa siglinga- Ieið um Miðjarðarhaf sjer ómissandi vegna hagsmuna sinna í austurlönd- uiii. Þá hafa Bretar í nafni alþjóða- bandalagsins reynt að koma þvi til leiðar, að erlendu einræðisríkin hættu að senda lið og hergögn til Spánar, þvi að það er vitanlegt að það eru. þau, sem hafa haldið borg- arstyrjöldinni á Spáni við, og hafa Italir verið þar þyngstir á metunum. Bretar settu það sem skilyrði fyrir afskiftum sinum af þvi að koma friði á i Spáni, að erlendu ríkin köll- uðu heim herlið sitt þaðan. Þetta hafa ítalir eklti gert, þrátt fyrir gef- in loforð, og grundvöllur því ekki fengist fyrir sáttaumleitunum í borg- arastyrjöldinni. Eden hafði heimtað slcýlaus svör af ítölum en hálfkveðin loforð komu í staðinn, og virtist svo sem Cham- berlain forsætisráðherra ijeti sjer þau nægja til þess að taka upp samn inga við ítali. Eden kvaðst ekki vilja láta hafa Breta að ginningar- fífli og sagði af sjer. En síðan hefir það komið í ljós, að þegar hann sagði af sjer iágu fyrir ákveðin til- boð frá ítölum, um að kalla heim her sinn frá Spáni. Hitt er víst að Mussolini ætlaðist til þess að Eden færi frá, ])ví að hann hefir jafnan haft horn í síðu hans. En þetta að Chamberlain vissi um tilboð ítala þegar Eden fór frá, hefir verið lagt honum til ámælis og að hann hafi sýnt tvöfeldni gagnvart starfshróð- ur sinum. Varð Lloyd George til þess að staðhæfa þetta á fundi daginn eftir að Eden fór frá. Varð þá háv- aðasamara í enska þinginu en dæmi eru til um mörg ár, og var því lík- ara að þarna væri franskir þing- menn saman komnir, því að í þeim er heitt blóðið og verður oft róstu- samt hjá þeim. Það hefir komið í ljós, að Eden á miklum vinsældum að fagna hjá almenningi í Englandi og mundi hann geta orðið stjórninni óþægur ljár í þúfu, ef hann kærði sig um. Eftirmaður hans varð Lord Haiifax og sjest hann á myndinni á bls. 14 (l. h.) ásamt Neville Chamberlain. Þó er talið að hann gegni stöðunni aðeins til bráðabirgða. Vitamin F í tequrðarmeðulum hefir vakið meiri athygli tísku- kvenna í Evrópu,og Ameríku en nokkur önnur nýung á þessu sviði. Ýmsar stærstu verksmiðj- ur heimsins keppast um að >aug- lýsa Vitamin F í kremum, sáp- um, og naglalakki. Aðeins ein verksmiðja, Archer- Daniels-Midland Co. Minneapol- is í Ameríku framleiðir „stand- ardiserað“ F vitamin fyrir feg- urðarmeðul. ViTAW'^ Verksmiðjan „LIDO“ (Björg Ellingsen), sem hefir umboð fyrir Archer-Daniels-Midland Co„ hefir byrjað framleiðslu á fegurðar- meðulum með vitamin F, og selurþær fyrst um sinn á snyrtistofu sinni í Austurstræti 5. Fegurðarvörur „LIDO“ snyrtivörur. Verðlisti: Lido-dagkrem 2.50 Lido-dagkrem 2.75 Lido-dagkrem með vitamin.F 3.25 Lido-dagkrem með vitamin F 4.80 Lido-Coldkrem 2.00 Lido-Coldgrem 2.25 Lido-Coldkrem m. vitamín F 2.50 Lido-Coldkrem m. vitamin F 3.75 Lido-Coldkrem m. vitamin F 5.00 L:do-Coldkrem (túbur) 1.00 Lido-sportkrem 1.50 Lido-sportkrem 0.75 Lido-CIeansing krem 1.00 Lido-Cleansing krem 0.50 Vitamin A. krem. Hormonakrem og fleira framleitt eftir pönt- unum. með vitamin F. Ýmsar stærstu verksmiðjur í Evrópu og Ameríku, sem fram- leiða fegurðarvörur, nota nú orð- ið í andlitskrem, sápur og nagla- lakk vitamin F, og sum einnig vitamin A. Notkun bætiefna í fegurðarvörur hefir að sjálfsögðu vakið miklar deilur í enskum og amerískum fagtímaritum, og mæla ýmsir með,og aðrir móti, en þeim verksmiðjum, sem nota bætiefni í fegurðarvörur, fjölgar stöðugt og bendir það til þess, að kaupandinn krefjist þess. Að svo stöddu skal engu slegið föstu um þýðingu bætiefna í ífegurð- arvörum og sennilega verður það hjer sem annarsstaðar konan, sem hefir síðasta orðið og á- kveður hvað framleitt verður. Ritgerðir og ummæli merkra amerískra vísindamanna um vita- min í fegurðarvörum gefa þeir, sem óska, lesið á biðstofu Bjarg- ar Ellingsen, Austurstræti 5. Brunabótaf jelag íslands Aðalskrifstofa: Hverfisgötu 10, Reykja- vík. Umboðsmenn í öllum hreppum, kaup- túnum og kaupstöðum. Lausafjártryggingar (nema verslunarvörur), hvergi hagkvæmari. Best að vátryggja laust og fast á sama stað. Upplýsingar og eyðublöð á aðalskrifstofu og hjá umboðsmönnum. Dómari nokur í lndíana U. S. A. ók einu sinni yfir gatnamót þó að ljósmerkin sýndi, að umferð væi-i bönnuð þá stundina. Daginn eftir setti hann rjett, las upp kæru á sjálfan sig, játaði brotið og dæmdi sig í fjársekt og málskostnað. N I V E A LIÍ í LOFT og SÓL Að kaupa innlendan dúk er sparnaður fyrir landið. Fermingarföt úr fínasta ÁLAFOSS-kamgarni er hægt að fá frá í dag ——-—— Komið og skoðið. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2. O Engin bóning, engin skúring, ekkert nudd. Þó ávalt flljáandi gólf. \ Þannig geta allar húsmæöur haít það, huurt sem er linu- leum, kork, ÍErnis- zruð Eða máluð gólí, eí hún aðeins nntar 4-STUNDA GÓLFLAKK, en aðeins þetta □ úsin kr. Z,25 • r ý _ hslmingistEErri4,DD

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.