Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR ,UGLAN?‘ LEYNILÖGREGLUSAGA. neitt markvert því að hann hristir bara höfuðið. — Jæja, Ashdown. I>jer vinnið lítið lár- viðarber á þessu. Þetta er hábölvað. Blöðin eru farin að birta fyrirsagnir á þá leið, að „Uglan“ komi ailstaðar að lögreglunni sofandi. Jeg þori ekki að hugsa til þess sern maður fær að sjá á prenti ef þetta vitnast. En þjer reynduð þetta til þess að komast að raun um hvort vinir yðar. væru saklausir eða ekki. Hafið þjer orðið nokkru naer urri það? Við stöndum lijerumbil í sömu spor- um lrvað það snertir lika. Proctor, Hallam og Derring voru í sanrkvæminu hjá Wlreel- er þegar rúbínum hans var stolið og þeir voru líka hjá Volter. Það sannar ekki neitt, sagði Galloway. Ju, það sannar eitt, sem sje það, að Longhaw sem krækti í dóttur Fentons og fjekk verðlaunin fyrir rúbínana, gelur ekki verið „Uglan“. Því að lrann var ekki lijá Volter. Hann er í brúðkaupsferð í Corn- wall um þessar mundir. Já, það er þýðingarmikið atriði, sagði forstjórinn. Longshaw hefir að minsta kosti ekki stolið perlunum. En það getur hugsast að þessir náungar hafi samvinnu. — En það liafa ekki aðrir grætt á rúbína- þjófnaðinum en Longshaw, sagði Ashdown. Hvernig getið þjer vitað það? Jeg hefi sjeð það á bankainnstæðunni hans. Fímm þúsund voru lögð inn og fjögur þúsund tekin út. Fyrir það keypti hann hlut i fyrirtæki. Og þúsund pundin sem af- gangs eru, liggja enn í bankanum. Jeg sá eitthvað um það i „The Bann- er“, tautaði forstjórinn. — Þetta er dular- fult. Longshaw fær fimm þúsund pund einmitt þegar h'ann fær tilboð um að verða meðeigandi í fyrirtæki fyrir fjögur þúsund, og ætlar að fara að gifta sig. En „Uglan“ mun lrafa hyggindi til þess að bíða, sagði Galloway. — Hann fær sinn lrlut síðar og eftir öðrum leiðum. Honum dettur vitanlega ekki í lrug að láta Longshaw borga sjer peningana, meðan hann er undir gæslu. Forstjórinn sat hugsandi dálitla stund. — Þjer haldið nú víst, Ashdown, þegar öllu er á botninn hvolft, að „Uglan“ sje annar- hvor þeirra Derrings eða Hallams. Jeg er ekki svo viss um það. Jeg hefi komist að þvi, að Proclor hefir leigt sjer íbúð, þar sem hann dvelur við og við með stelpu. Þau kalla sig Herrier og frú. Herrier „Ugla“! sagði Galloway. — Nafnið er einkennilegt, en þetta getur verið tilviljun. Stelpan heitir i raun og veru Gwen Herrier. Og Proctor hefir víst ausið í hana meira fje en hann hefir í raun og veru efni á. Hann er eini maðurinn af þessum þremur, sem lifir um efni fram, að því er jeg get sjeð. Og þessvegna lrefi jeg sjerstakar gætur á honum. En að öllu samanlögðu þá standið þjer i sömu sporum og þjer stóðuð fyrir hálfu ári, sagði Galloway. XIII. Nora fær nóg að starfa. Forstjórinn reyndist liafa á rjettu að standa er hann spáði þvi að blöðin mundu birta sitt af hverju um síðustu afrek „Ugi- unnar“. Að vísu höfðu þau ekki komist yfir það kátbroslega atriði, að til sam- kvæmisins hjá Volter hafði verið stofnað í þeim tilgangi að veiða „Ug,luna“ í gildru. En blöðin vissu að minsta kosti það, að „Uglan“ hafði náð sjer í nýja bráð og að lögreglan var enn jafnnær um lrver þessi slungoi þjófur væri. „Scotland Yard þarf nýtt blóð“ skrifaði eilt blaðið. Og málið kom til umræðu í neðri málstofunni. Þingmaður sem lengi lrafði haft horn í síðu lögreglunnar gerði fyrirspurn til dómsmálaráðherrans um, hvort „Uglan“ hefði greitt sitt venjulega gjald af síðasta þýfi sínu til sjóðs föður- iausra lögreglumannabarna. Dómsmálaráðherrann svaraði að sjóður- inn hefði fengið upphæð, sem „Uglan“ teldi sig sendanda að, en hann hefði engar sann- anir fyrir þvi að það væri rjett. —- En úr því að þessi gjöf er hluti af þýfi, má þá ekki kæra lögregluna fyrir yfir- hvlmingu og sem þjófsnaut? spurði þing- maðurinn meinlega. Ekkert svar var gefið við spurningunni. Frá öllu þessu var nákvæmlega sagt í btöðunum og afleiðingin var sú, að nú fór að myndast „Uglu“tiska. Menn skírðu nýj- an cocktail eftir „Uglunni“. Leikararnir i leikhúsunum og útvarpinu sögðu brandara um „Ugluna“. A öllum grímudansleikjum var að mynsta kosti einn maður í „Uglu“- búningi. Meira að segja var búinn til nýr kvenhattur, senr skírður var „Ugían“. „The Banner“ sem hafði slegið sjer svo upp á liinu hrapalega brúðkaupi sir Jere- miah Wheelers, gat á ný hrósað sigri með því að frjettaritari blaðsins hafði verið viðstaddur síðasta afrek „Uglunnar“. Blað- ið gaf ítarlega lýsingu á því sem slceð lrafði hjá Volter og lausasalan var feykileg. Ritstjórinn var ekki vanþakklátur. Hann kallaði Noru á fund sinn — hann var far- inn að fá álit á henni. Jæja, ungfrú Crombie. Þjer munuð ekki gela sagt okkur hvenær „Uglan“ gerir varl við sig næst? spurði hann. Það get jeg þvi miður ekki. Það er kanske hollast líka. Annars færi lögreglan af Íil vill að gruna vður, sagði ritstjórinn og brosti. — Ef „Uglan“ er skynsamur maður, þá heldur hann sjer nú í skef jum fyrst um sinn, þangað til mestu lætin eru liðin lijá, sagði hún. — Það held jeg líka, og þessvegna ætla jeg að fela yður annað hlutverk. Hafið þjer nokkurntima heyrt maharadjarinn af Capo- la nefndan? — Jeg hefi heyrt hann nefndan, en jeg veit svo sem ekkert um liann, sagði hún. — Hann er ungur maður og einvalds- konungur i litlu ríki í Norður-Indlandi. Óskaplega ríkur. Hann heitir fjölda af nöfnum en gengur oftast undir nafninu Amar Shri. Hann er á ferðalagi um Evrópu núna undir dulnefni. Hann hefir mentast hjer í Englandi og sagan segir að hann sje í Evrópu í þeirn tilgangi að ná sjer í konu, sennilega enska. Það getur orðið gauragangur ef hann gerir það, en það kemur ekki okkur við. Vegna erfðareglnanna er hann nauðbeygður til að giftast konu al' sinni eigin kynslóð, en svo mun liann langa að eiga hvíta konu ulanhjá. Það eru víst engar skorður fyrir þvi í hans eigin landi? — Nei, þar vellur vist alt á þvi hverju maður liefir efni á, en í því getur hann farið alira sinna ferða. Hann hefir verið um tíma lijer i London, en það liefir ekki verið skrifað nema lítið um liann. Jeg var að frjetta áðan að liann ætlaði sjer að verða nokkrar vikur i Bournemouth og að hann muni búa á Burling Tower Hotel. Jeg hugsa að þjer getið sett eitthvað fallegt saman um hann. Hvenær getið þjer farið? Nora ljómaði af fögnuði. —- 1 dag el' vill. En mjer kæmi hetur að það vrði ekki fyr en á morgun. •— Jæja, það er nóg á morgun. En það er best að þjer sjeuð þar fyrir þegar liann kemur, svo að hann haldi ekki að þjer sjeuð að elta sig. Og svo megið þjer auð- vitað elcki segja neinum livert þjer ætlið eða í hvaða erindum. — Jeg skil. Þjer megið eyða eins miklu og þjer viljið, bara ef þjer náið góðum árangri. En þjer verðið að muna, að líklega er þetta einstaklega töfrandi ungur maður, svo að þjer megið vara yður á að brenna yður ekki á honum. Þjer eigið við að þjer viljið ekki missa mig? Jeg vona að jeg geti haft gát á mjer. — Það vona jeg lika. Það er sagt að liann hafi ógrynnin öll af gimsteinum með sjer. Ef hann fer að sýna yður mikla gjafmildi þá skuluð þjer vara yður. Mín hefir verið freistað fyr. Þetta að Nora vildi síður fara sama daginn kom til af því, að hún hafði lofað Val að spila golf við liann þá um kvöldið í klúbbnum hans, og hún hafði hlakkað til þess. Nú var hún enginn byrjandi i golf, eins og Val liafði haldið. Þvert á móti hafði hún iðkað golf síðan hún var telpa og var meistari í kvenna-golfklúbb. Hún vakti furðu hans i fyrsta leiknum, sem varð jafntefli og annan leikinn vann liún með heiðri og sóma. Þetta gel jeg ekki sætt mig við, sagði liann. — Við verðum að reyna aftur. — Það getur því miður ekki orðið i dag, svaraði hún. — Jeg verð að hypja mig heim hið bráðasta og búa mig út, því að jeg á að fara i ferðalag á morgun. Þá verðum við að reyna aftur þegar þjer komið til baka. Þjer eruð útfarinn golfleikari. Komið jijer nú inn og fáið yður bolla af te. Nokkrum mínútum síðar sátu þau við gluggaborðið, sem þeir voru vanir að sitja við á hverjum laugardegi, Hallam, Proctor, Ashdown og hann. Hvert ætlið þjer að fara? spurði hann. Jeg ætla í leyni-erindrekstur fyrir „The Banner“, sagði hún með merkissvip. „Hinn útsendi l'rjettaritari vor“. Og jeg hefi fullkomna þagnarskyldu um erindi mitt og ferðalag. Hve lengi verðið þjer að heiman?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.