Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.04.1938, Blaðsíða 4
F Á L K 1 N N Islendingar og náttúrufriðunin. Á Islandi eru sett lög um margt, en þó á islensk náttúra sjer enga lagavernd. Hún er rjettlaus, nema sá lduti liennar, sem kemur einliverjum að gagni. Sá hluti hennar, sem ætur er, ef svo mætti að orði kveða. Og þessi hlutinn er ekki l'riðaður öðruvisi en svo, að hann er fyrirmunaður öðrum en þeim, sem telst eigandi hans. Nú kunna þeir menn að vera til, sem ekki telja neina þörf á náttúrufriðun hjer á landi. Landið sje svo stórt og fáment, að þessar liræður, sem lifa hjer, hafi ekki holmagn til að hreyta útliti íslenskrar náttúru, svo neinu nemi. Landið sje í raun rjettri einn þjóðgarðnr og al- friðað. En það þarf ekki að hugsa langt til þess að sjá, að þessi staðhæfing er alröng. Ef Ingólfur Arnarson færi sömu leiðina í ár og hann fór á áirunum eflir 870 mundi liann eflaust geta haldið fróðlegan útvarpsfyrirlestur, um hreyting- arnar sem liann sá. Hoiium mundi eflaust þykja skrítið að sjá grýtt holtin fyrir innan Reykjavík, þar sem áður var skógur og yfirleitt mundi honum þykja landið hafa sett ofan, þrátt fyrir allar túnasljetturnar i Sogamýrinni. Honum mundi þykja ljótt að sjá allan sandinn á Rangárvölíunum. Flestir eru nú sammála um, að telja eyðing skóganna með þar af leiðandi upphlæstri mannaverk. Það eru sögulegar heimildir lil fyrir þessari eyð- ingu svo víða að, að ekki verð- ur á móti þvi mælt. Þannig hefir maðurinn valdið stórkost- legri breytingu til bölvunar á islenskri náttúru og kynslóðinni sem nú lifir, stafa framhald- andi búsifjar af þvi skógeyð- ingarverki, sem hjer hefir verið unriið síðan á Iandnámsöld. Samkvæmt orðalagi íslendinga- bókar hafa áhrifin verið farin að sjásl þegar á dögum Ara fróða. Og þó að þjóðin væri fámenn þá var hún sauðmörg og kolviðarkarlarnir, sem af kunnáttuleysi rjóðurhjuggu í stað þess að gresja, fengu dug- lega aðsloð hjá sauðkindinni til þess að eyða skóginum i land- inu. Og svo kom vindasamasta veðrátla veraldarinnar og full- komnaði verkið með því að naga burtu svörðinn eða sand- kæfa liann. Og ótemjur islenslcr- ar náttúru, eldfjöllin, lögðu til öskuna, til þess að flýta fyrir. Það er að vísu svo, að hjer á iandi eru öfl að verki, sem ýms önnur lönd hafa ckki af að segja, þar sem er eldurinn og ísinn, og þeirra vegna gerast hrej'tingar í þróunarsögu nátl- úrunnar og gera hana skrykkj- ótta. En breytingar þær, sem maðurinn hefir valdið á yfir- horði landsins síðan hann tók bólfestu hjer, eru engan veg- inn smáræði og þola vel sam- anburð við eldhraun og jökul- híaup. Nú er unnið að þvi að bæta fyrir syndir feðranna og rikið leggur árlega fram nokkurt fje til þess að friða skógarleifar, rækta skóg, og afstýra upp- hlæstri og græða upp sand. Alt er þetta i bernsku, en erfiðasta skrefið er þó stígið, þvi að það hefir sannast, að þetta verk her árangur og hefir meira að segja hagnýta þýðingu. Setjum svo að einskonar pest kæmi upp i störinni, svo að henni lægi við eyðingu. Allir góðir menn mundu hlaupa upp til handa og fóta til þess að reyna að eyða þessum vágesti. Þvi hversu mörg kýrfóður gef- ur ekki blessuð störin. En tnundu rnenn verða jafn fljótir til, ef það væri holtasóleyin, sem hefði tekið sýkina? Það er hætt við þvi, að allur fjöldinn mundi fara sjer hægt og láta sjer nægja að tauta: „Það gerir minst til. Ekki verður hún jet- in“. — En í ríki náttúrunnar er sóle^'in alveg jafn rjetthár borg- ari og gulstörin, þó að ekki sje hægt að fóðra á henni kýr. Það er frá þessum sjónar- hól, sem nátlúruvinirnir hugsa og' tala. Hann hefir skyldur við landið sem hann gengur á og skyldu við þær kynslóðir sem á eftir honum koma: að skilja ekki við ríki náttúrunnar fá- skrúðugra en hann tók við þvi. Og íslenskur landbúnaður á svo mikið undanfæri, að þarf- laust er að ganga nærri því, sem ástæða er til að varðveita. Að því leyti standa Islend- ingar betur að vígi um náttúru- friðun en nokkur önnur þjóð Evröþu. Það má segja að það sje hót- fyndni að amast við því að menn slíti upp blóm. En þetta er ó- þarfi og blómasafnarinn sem tínir saman blómin til að láta þau visna, veil sjaldnast ekki hvort blómið er sjaldgæfl eða ekki, sem hann síítur. Það má gera ráð fyrir að það sje sjald- gæft fremur en hitt, og að maður slíti það upp ein- mitt af því, að honum finn- ist það fásjeð. Islensk jurta- fræði er svo ný vísindagrein, að lítlar skýringar eru lil um útbreiðslu islenskra jurta og hvort ýmsum tegundum fer fækkandi eða fjölgandi. En hinsvegar er þekking á þessum fræðum svo vaxandi, að það má segja með fullri vissu, að íslenskir visindamenn sjeu orðnir bærír um að benda á þær tegundir í gróðrarrikinu, sem þörf er ó að vernda, og hvar þörfin er mest. Það eru eflaust margar aðrar tegundir en villirósin, sem eru að verða aldauða og verða það, ef frið- un er ekki komið við. Friðun jurta hefir þannig við fuil rök að styðjast þegar svo stendur á, þó að þorri manna geri sjer það ekki ljóst. Friðun dýra er áþreifanlegra málefni. ef svo mætti að orði komast. og það er langt síðan Islena- ingar byrjuðu á henni, af hag- nýtum ástæðum. Þjóðin hefir lengi hafl fuglafriðunarlög, sem hæði vita að því að auka nota- gildi fuglategunda fyrir þjóð- arbúskapinn og eins að hinu, að varðveita sjaldgæfar tegund- ir frá glötun, þó að ekki veiti þær búsílag. Meðal hinna fyrri má nefna friðun æðarfuglsins- ins og takmörkum á töku æðareggja, en meðal hins siðara friðun arnarins, sem nú er orðinn sjaldgæfur fugl á ís- laridi. Ef til vill eru það hiri raunverulegu æfilok geirfugls- ins, sem hafa valdið þvi að IslCndingar eru furðanlega ár- \akir um friðun fugla, enda er fuglalifið það dýralif, sem setur fallegasta svipinn á ís- lenska nátturu. Og það lýsir rjettum náttúrufriðunaranda, að friða ýmsa smærri fugla, sem enn eru notaðir sem skot- skífa i nálægum löndum, ekki vegna þess að þeir sjeu nokkr- um manni björg heldur af því að það þykir iþrótt að hitta þá. En ekki er úr vegi að brýna það fyrir fólki, að eggja- laka er sjerstök tegund fugla- drnps, og enn er það alsiðu viða, að hirða egg smáfugla. þó að notagildi þeirra sje svo hverfandi, að það munar engu til nje frá. Þcgar frá er talin rjúpan og hírtar algengustu sjófúglateg- undir er ekki hægt að segja. að fuglarikið færi björg í bú. Og það er jafrián hægl, og hefir verið gerf, að liaga frið- unarákvæðum þessara „matar- fugla“ svo, að ekki sje gengið of nærri stofninum. Æðarfugl- Almannagjá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.