Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sinii 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1-—6. Skrifstofa i Oslo: A n I o n Schjöthsgade 14. Blaðið keinur út hvern laugardag. ýskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent. Skraddaraþankar. í gamla daga var litið niður á fátæklinga, sem lifðu mikið á róf- um og kartöflum og sumir köll- uðu þá grasbiti og þóttust fyndnir. Það þarf nú samt engra sannana við, að maðurinn er í eðli sínu jurtaæta, og aldrei hafa heilsufræðingarnir brýnt það meir fyrir mönnum en nú, að grænmetið sje hollasta fæða, sem yfirleitt sjc völ á. Mjólk og grænmeli. Siðasta kynslóð trúði þvi undan- tekningarlítið, að lijer á landi væn ekki hægt að rækta annan ætilegan jarðargróða en rófur og kartöflur. Síðustu áratugir hafa gert þennan átrúnað að bábylju. Og hverir og laugar benda þjóðinni á, að hún geti orðið grænmetisframleiðandi i stórum stii ekki síður en þær þjóð- ir, sem búa nær miðjarðarbaugn- urn. Kringum Reykjavík er orðið mik- ið af ræktuðu landi og þó er enn til allmikið af ónotuðu landi, sem hægt er að rækta. Mest af þessu landi hefir verið gert að túni, en sumt hlutað sundur i skákir og leigt erfðafestu til þcss að gera þar mat- jurtagarða. Þegar tímar líða fram eiga túnin að breytast í matjurta- garða líka. Það er fásinna, að nota landið kringum bæinn til þess að framleiða fóður handa kúm — það má eins vel gera fyrir austan fjall. En hvert það Reykjavíkurheimili, sem á garðholu ekki fjær heimilinu en svo, að hægt sje að bregða sjer þangað í frístundum og noslra þar við matjurtir er betur sett en ella. Það er ótrúlegt, hve mikið búsilag garðholan gefur, þó að hún sje ekki stór, og nú vitum við, að það sem úr garðinum kemur er hollasti mat- urinn, sem kemur á heimilið. Starf- ið við garðinn er tilbreyting frá daglegu störfunum. Börnin læra að þekkja moldina og það sem upp úr henni grær, Jiau kynnast lífinu i stað steinsins og sjóndeildarliring- nr þeirra víkkar. Með heita vatninu vex notagildi þessara litlu garða stórum. Það get- ur margfaldað uppskeruna og gert hana fjölbreyttari en áður og stytt vaxtartímann. Það er ekki óliklegt, að eftir svo sem tuttugu ár verði mest af umhverfi Reykjavíkur orðið að fallegum samfeldum matjurtaakri, sem gefi af sjer alt það grænmeti, sem bærinn þarfnast — framleitt af bæjarbúum sjálfum. Og þá hefir Reykjavík fengið búsiíag, - sem um munar og er eigi minni heilsugjafi er. afnám kolareyksins og kuldans. Hörður Bjarnason: ÚTLIT OG SKIPULAG REYKJAVÍKURBÆJAR — Það er tíska nú á dögum að tala um hinn mikla „hraða tímanna“. Vjelamenningin gerir það að verkum að afrek, sem íyrir lilutfallslega fáum árum hefði tekið langan tíma er nú aflokið með miklum hraða. Breytingar í atvinnuháttum eru örar og hafa í för með sjer ger- breytingar á lífi lieilla þjóða. Hjer á landi liefir þessi hraði og hinar öru hreytingar á lifn- aðarháttum þjóðarinnar mark- að djúp spor, og taka menn þá ekki síst eítir þeim breytingum, sem það hefir liaft í för með sjer, að þjóðin tók alt í einu að hyggja sjer hæi, sem eru stórir miðað við fólksfjölda í stað þess að húa í dreifbýli upp til sveita og með ströndum fram. Breyting atvinnuháttanna skap- aði Reykjavik, og allar aðslæður voru á þann veg, að Reyltjavík þurfti að vaxa ört — mjög ört lil að fullnægja aðstreymi fólks utan úr landsbygðinni. I. Byggingaþróunin í Reykja- vík hefir einnig tekið á sig hin- ar fáránlegustu myndir, og ber það með sjer, að viðfangsefnið var okkur ofvaxið. Lítið hefir þess orðið vart, að gætl væri fyrirhyggju um framtíðarvöxt hæjarins. Það ern ekki mörg ár siðan að stórir bæjarhlutar vest- an, austan og sunnan miðhæjar voru algjörlega óbygð land- flæmi og vaxnir grasi. En nú hafa vellir þessir verið bútaðir niður í smálóðir, sem ósamstæð steinhús hafa verið reist á, og oft þannig komið fyrir, að möguleikar fyrir betri framtíð- arlausn skipulagsins hafa ver- ið algjörlega eyðilagðir um ó- fyrirsjáanlega framtíð, auk þess, sem nú sjest þar hvergi grænt gras, engin opin svæði skilin eftir. Slíkt fyrirhyggjuleysi i stjórn þessara mála í bæ, sem talinn er standa á einu fegursta hæjarstæði Norðurlanda er ó- fyrirgefanlegt og liafa þar mikil sameiginleg verðmæti allra liæj- arhúa farið l'orgörðum. Til atliugunar í því sambandi vil jeg benda á, að skv. skýrsl- um um byggingar þá er ctð jafn- að þessu mikla fje sje varið á þann hátt, að sem mest verði notagildi þess, en forðast alt bruðl. II. Jeg hefi áður reynt að benda á orsakir þessa fyrirliyggjuleys- is, sem raðið hefir byggingu AÐ OI'AN: I‘ar sem húsagarðar og leikvellir barnanna verða að víkju fyrir geymsluskúrum og sorpilálum, þvi kjallarar og geumslur hús- anna hafa verið teknar til íbúðar. AÐ NEÐAN: ,,Villu-hverfið“ við Skúlagötu! — Leikvöllurinn við Lœkjar- götu með hinni fögru „Móðurást“ lausu húsaröð að baki. aði bygt fyrir 6 milljónir krótui árlega af nýbyggingum, og þar af eru ca 3,5 milljónir notaðar i Reykjauik. Er þvi auðsjeð öll- um, áð lijer er um allverulegan útgjaldalið að ræða í saman- burði við aðrar framkvæmdir i landinu, og er því nauðsynlegt Nínu Sæmundsson og hinni smekk- Reykjavikur, og það er helst nú á síðari árum, að menn eru að vakna til vitundar um nauð- syn þess, að skipulag og hygg- ing bæja sje tekið ákveðnum lökum og eftirlit haft með þvi hvernig bygt er. Brautryðjandi Framliald á bls. 14. Við margar aðalgötur bœjarins má enn sjá ryðgaðar og sundurtættar bárujárnsgirðingar, sem ekki sqttu að sjást. Hinsvegar má víða sjá fagurtega gerðar girðingar, sem eru til mikillar prýði fyrir bæinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.