Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
HARRY VILLEMSEN:
Lappcirnir sem jeg heimsótti.
T T ngi'ru Tyne Iiellén frá Helsinki
rjetti mjer steiktan silungsbita og
við settumst i grasið og spjölluðum.
Sólin var að hverfa og geislar henn-
ar spegluðust í Muoniajoki-ánni
breiðri og fossandi um skógflæmi
Norður-Finnlands. Logarnir af birki-
bálinu dóu út og eimyrjan varð
eftir. Ungfrú Tyne rjetti mjer
kartöflur og heitt te i bollann
minn og spurði á sænsku: —
Hvernig líst yður á landið o.kkar?
— Jeg er stórhrifinn af Norður-
löndum yfirleitt. En það sem ís-
lendingum þykir rnest um eru skóg-
arnir. Jeg hefi ekið um 3000 kíló-
metra frá Bergen, um Osló og endi-
langa Sviþjóð lil Norður-Finnlands
en aldrei getað hugsað mjer eins
endalausa skóga. íslendingar mundu
ekki þekkja sitt eigið land, ef ein-
hver töfraði fram eins mikla skóga
þar á einni nóttu.
Hún hló. Hún spurði mig margs
,um ísland og jeg svaraði. Loks
spurði hún. — En hvert ætlið þjer
að halda núna?
— Jeg fer til Karesuando á morg-
un, nyrsta þorpsins í Svíþjóð, lil
jiess að skoða Lappana.
— Karesuando? Þá skal jeg vísa
yður'á mann, sem getur leiðbeinl
yður. Prestinn ])ar — liann sira
Bohién. Enginn þekkir Lappa eins
vel og hann.
Dágilin eftir kom jeg eftir sex
tima göngu um mýrar og skóga
til Karesuando. Snotur og marglit
húsin standa j)ar í skrúðgrænum
hlíðum, umkringdum af vatni, þar
sem villiandir flugu kvakandi yfir.
Jeg kom auga á stórt timburhús.
„Drottning Victoria Laphem“ slóð
yfir dyrunum. Það er hæli lapp-
neskra gamalmenna, sem ríkið sjer
um, Mjer var ágætlega tekið og
presturinn bauð mjer gistingu og
við notuðum kvöldið til þess að
tata um Lappana. Presturinn sagði
mjer svo frá:
— í Svíþjóð liía um 0500 Lappar,
þar af um 700 heimilisfastir í
nyrsta hluta landsins. Þeim heim-
ilislausu fjölgar vegna bættra lifs-
skilyrða, en hirðingjunum fer fækk-
andi. Jeg læt ósagt, livort tóbak
og áfengi á þátt i þeirri fækkun,
Lappar nota það ekki meira en
aðrir. Hinsvegar er berklaveikin orð-
in allútbreidd meðal Lappa, eins
og uin alla Norður-Svíþjóð.
Lappneskan er erfitl mál, þó
orðafjöldinn sje ekki mikill. Eram-
burður og setningaskipun er mjög
ólík og i norðurlandamálunum Og
svo eru mállýskurnar 4 og svo ólíkar
innbyrðis aðLappar skilja eigi hvorir
aðra. Barnakenslu er nú haldið
uppi meðal Lappa og starfar skól-
inn i 6 deildum. Að vetrinum er
kent í þeim öllum en á sumrin i
jjremur yngstu deildunum, þvi að
þá verða eldri börnin að hjálpa við
smölunina. Lappar eru ekki ógreind-
ir meiin, j)ó fáir þeirra fari menta-
brautina. Einn laþpneskur lögfræð-
ingur er til, tveir prestar og nokkr-
ir kennarar, að því er jeg man til.
Og um iðnað er varla að ræða
annan en heimilisiðnað til j)ess að
hagnýta sjer hreindýrin og afurðir
|)eirra. —
Presturinn opnaði stóran skáp og
tók fram ýmsa búshluti, sem Lapp-
ar nota. Það var fatnaður, allavega
litur, há stígvjel úr hreindýraskinni,
vetlingar, brúður i Lappabúningi,
barnsvagga til að bera á bakinu
og margt fleira.
— Lapparnir eru kristnir, hjell
presturinn áfram, en hafa l)ó sjer-
trú, kenda við Lesterius, kenni-
mann sem olli trúarvakningu hjá
þeim fyrir 100 árum. Þeir eru lítið
sönghneigðir en kunna þó allniikið
af sálmalögum og svo gamanvísur
og hirðingjaljóð um hreindýrin sín.
í gainla daga notuðu þeir fiðlu með
einum streng lil þess að leika
undir er þeir sungu í kirkjunni.
Jeg sá svona fiðlu lijá prestinum.
Slrengurinn var sin úr hreindýri
þanin yfir ferhyrndan stokk og
ekki ósvipuð langspili — mjög ein-
falt smíði og sömuleiðis á fiðlubog-
anum.
Karesuando er allstórt þorp og
hjerað, þar lifa 94 fjölskyldur og
um 400 manns. Jeg sje manntalið
með skírnar- og ættarnöfnum en
sumstaðar er föðurnafnið við, til
frekari aðgreiningar. Þessir Lappar
lifa eingöngu á hreindýrarækt og
eiga samtals 25—30 jiúsund dýr.
Sumir eiga ekki nema 100 en burg-
eisarnir um 2000. Hreindýraræktin
liefir verið atvinna Lappa i mörg
hundruð ár. Á vetrum beita þeir
hjörðum sínum niður undirbygð í
Norðurbotnum en ó sumrin komast
þeir upp að landamærum Noregs
og Finnlands eða yfir ])au. Ilrein-
dýrin lifa mest á mosa sumar og
vetur og ekki þurfa Lappar að
áfla heyja handa þeim. Mýbitið er
versta plágan á sumrin. Lappar
verja dýrin með því að kveikja
stór bál og halda dýrin sig þá í
brælunni, því að þar er flugan ekki.
En úlfarnir eru verstu fjendur
hreinsins og ráðast þeir ýmist að
dýrunum einir, eða í hópum altaf
0 s'aman. Sagt er að i skógunum hjá
Gálivare í Norður-Svíþjóð sjeu enn
birnir og ráðast þeir á hreindýrin.
Heggur þetta stundum skarð i bú-
stofninn, en afkoma Lappanna er
samt sæmileg og sumir þeirra eru
jafnvel ríkir.
í Sviþjóð eru villihreindýr ekki
lengur til, en dálítið er af þeim í
Noregi og Finnlandi. Þau eru stærri
en húsdýr Lappanna og eklci góð
viðureignar.
Lappar eru til bæði í Svíþjóð,
Noregi og Finnlandi og hafa full
borgararjettindi liver í sínu landi
og greiða skatt af framtali sínu.
Sænskir Lappar hafa sumarbeit i
Noregi og Svíjijóð og verður sænska
ríkið að greiða nokkurt fje fyrir
l)að, að Lappar fara með hjörðum
sínum yfir norðvestur hluta Finn-
lands.
Ýmsar bækur um Lappa sá jeg
þarna hjó prestinum, þar ó meðal
fornlega bók frá 17. öld — fyrstu
bókina, sem skrifuð var um Lappa.
Hún er frá 1519. Og frúin sagði
mjer margt skemtilegt j)arna um
kvöldið af lífinu i nyrstu bygðum
Svíþjóðar. 320 km. fyrir norðan
heimskautabaug. Það væri eins gam-
an að aka á hreindýrasleða á vetr-
um eins og að njóta miðnætursól-
arinnar sex vikur að sumrinu.
Snemma næsta dags kvaddi jeg
prestshjónin þakklátur og ók í bíl
til Vittangi. Hvað eftir annað mætt-
um við hreindýrum, sem hlupu á
þjóðveginum eins og hjer á landi
kindur eða kýr. Bílstjórinn flaut-
aði hlæjandi — og hin tígulegu
dýr með sínum stóru skraullegu
hornum hoppuðu ljeltilega nokkra
tugi metra fyrir framan bílinn og
hurfu svo i hina endalausu skóga.
Þegar jeg stóð ó járnbrautar-
stöðinni í Kirúna, hinni helstu járn-
námuborg í Norður-Svíþjóð, mælti
jeg' fyrstu Löppunum. Það voru 2
strákar, 13 ára gamlir. Þeir voru
eins og allir Lappar i þjóðbúning-
um og með stórar rauðskreyttar
húfur á höfðinu. Annar þeirra var
dökkhærður og leit út eins og
Mongóli, en hinn næstum því líkt-
ist sænskum dreng. Jeg bað þá r i
leyfa mjer að taka mynd af sjer —
hinn „sænski" var strax samþykkur
en „MongóIinn“ hikaði. En þegar
jeg rjetti honum og fjelaga hans
súkkulaði tókst mjer að koma þeim
út í sólskinið.
Tvo daaa beið je eftir tækifæri
að komast yfir Tornetaáskvatnið við
sænsk-norsku Iandamærin fyrir aust-
an Narvík, til að heimsækja einn
af Lappa-ljaldstöðunum i norsku
fjöllunum. Mig langaði ekki að sjá
hina svokölluðu „túristlappa“ — en
l)að eru Lappar, sem liafðir eru til
sýnis sjerstaklega fyrir ferðamenn
lil að „nappa“ þá. Veðrið var kalt
og hvast og engin mótorbátsferð
fjell yfir vatnið. Tími minn var
Lappakúna uö
mjólka hreindýr.
Hreinninn gefur
Löppunum bœði
mjólk, kjöt og skinn
Lappakona kvcður gestinn sinn.