Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N Ríki maðurinn. Eftir Alexander Arntzen. Hann himir í skjóli, inni í húsa- sundi. Snjókrapi og regni hellir nið- ur og fólkið öslar framhjá, með uppspentar regnhlífar eða i hlífðar- flíkum. Bifreiðarnar gusa frá sjer götuskolpinu, — og öll veröldin virðist vera í upplausn. Og í húsasundinu himir ríki maðurinn nafnlausi. Á höfðinu hefir hann derhúfu- garm, jakkakraginn er uppbrettur og nældur saman að framan með öryggisnælu. Andlitið er skeggjað. Ógerningur er að greina litarhátt- inn. Hann er eitthvað á milli þess að vera blár og gulur. Og vesald- ardropi er á rauðum nefbroddinum. Hendurnar eru á kafi í vösunum á buxunum, sem einhverntima munu hafa verið bláar. Að neðan eru skálmarnar í tætlum. Og skórnir? Þeir eru eiginlega ekki annað en yfirleðrið. Vatnið seytlar inn um þ'á og út úr þeim. Hann skelfur af bleytu og kulda og er svo ákaflega aumlegúr í alla staði. Hann hefir hvorki bragðað vott nje þurt, •— hvorki mat nje brenni- vín, — síðan klukkan sex í gær- morgun, þegar hann kom út af gisti- hælinu. En hinu megin við götuna, og þangað starði hann, er mat- sölustaður, þar sem svangir menn ganga inn og koma saddir út aftur. Hann strýkur vesaldardropann af nefinu á sjer með vinstri hendinni. Hægri hendinni heldur hann kreptri í buxnavasanum. Og á þeirri liend- inni er honum hlýtt, þvi að hann hefir ekki tekið hana upp úr vas- anum síðan í gærmorgun. Einn gæslumann laga og hátt- prýði ber þarna að. Hann nemur slaðar og gýtur augunum til manns- ins í húsasundinu. Hann jiekkir tegundina, — og einblínir á vesa- linginn, þangað til honum er ekki lengur vært i þessu afdrepi. Hann röltir út á götuna og sog- hljóð heyrist í skónum lians við livert fótmál, Hann hefir verið að fást við sama umhugsunarefnið síðan i gærmorg- un. Enga tilraun hefir hann gert tii |>ess ennþá, að „slá“ sjer tuttugu og fimm eyringinn fyrir gistingu. Auðvitað hefði hann getað verið búinn að þvi, þennan dag eins og aðra daga, — en hann gerir það ekki. Hann hefði líka getað snikt sjer eina eða tvær brauð- sneiðar einhverstaðar, nú eins og endra nær. en hann gerir það ekki. Hann öslar áfram i forinni, án þess að gera sjer nokkra grein fyrir, hvert hann er að l'ara. Og strýkur dropa af nefinu á sjer. Það bar við í gær, — klukkan l'imtán minútur yfir tiu i gær- morgun. Hann var að ganga meðfram göturennunrii, að leila sjer að ein- hverju reykjanlegu. Og fram auð- æfi. Ósvikinn hundrað króna seðil. Hann var góða stund að átta sig á þessu. En þegar honum varð Jiað Ijóst, að snepillinn var gjaldgengur pen- ingur, settist hann á dyralirep og skellihló. Þangað til lögreglumaður kom þar að og rak liann á hrott. Þá rak hann enn upp fagnaðar- lilátur, af tilhugsuninni um Jiau kynstur af brennivíni, sem liann gæti keypt sjer. Og ánægjan var öblandin, þvi að samviskan bærði ekki á sier. Þannig byrjaði andstreymið og hamingjan. Þegar fór að liða á daginn, varð hann þurr í kverkunuin, og maginn heimtaði saðningu. En sá, sem geng- ur með hundrað króna seðil upp á vasann, er ekki að betla fyrir öli eða mat. Svo að lielta varð erfitt viðfangs- efni. Erfiðasta viðfangsefnið, sem hann hafði nolkkurntima komist i að leysa. Hjer var liann með peninga i lófanum. Heil auðæfi. Maginn kvein- aði af suiti og kverkarnar af liorsta. Hann gat ekki farið inn i búð og beðið um ölflösku eða hrauðhleif, og borgað með „hundrað-kalli“. Það myndi vekja grunsemd og lögregl- unni yrði gert aðvart. Þá yrði hann sennilega að gera grein fyrir þvi, hvar hann hefði fengið peningana. Hann gat sagt, að hann hefði fundið þá? En liað var ólöglegt, að nota fundið fje. Og þá varð ef- laust ekki hjá liví komist, að gista einhvern tíma í steininum. Ókunnugur maður liefði gefið hon- um seðilinn, til Jiess að fá honum skift? Æi, nei, — Jiað myndi vera tilgangslaust. Lögreglan myndi kann- ast við ókunnuga manninn. Það er ef lil vill ráð, að segjast hafa unnið í happdrættinu? Hvar fjekstu happadrættismiðann? Hvaða númer var hann? Hvar hófst þú vinninginn? Eða þá erft gamla frænku? Fjanda korninu! En hvernig væri, að reyna að skifta seðlinum í einhverjum banka? í bönkunum voru menn því vanir að handfjatla stóra seðla. En þeir voru ckki vanir því, að sjá stóra soðla í liöndum beiningamanna. Hann gat farið inn á rakara- stofu og látið klippa af sjer hár- lubbann og raka skegghýjunginn, keypt sjer síðan hvitt um hálsinn og slifsi. Auðvitað. Lögreglan enn á ný. Rakarinn myndi hringja á hana og segja henni, að lijá honum væri betlari með hundrað kall handa á milli. Þao er erfitt að vera ríkur, hafði honum dottið í hug í gærkveldi, þegar hann var að búa um sig undir nóttina, í viðarskýli. Hug- sanlegt var þó, að úr Jiessu kynni að rætast, þcgar hann væri búin að „sofa á þvi“ eina nótt. Og ekki tjáði að fara ti) forslöðumanns- ins á gistihælinu og borga honum næturgistingu með þessum snepli. Hann var allra manna óárennileg- astur í Jiessu efni. En í morgun hafði byrjað alveg sama sagan. Maður, með hundrað króna seðil i vasanum, getur ekki fengið sig til Jiess, að berja á dyr og biðja um brauðsneið. Hvernig væri, að hera þetta undir einhvern „kollega"? Nei, — það væri brjálsemi. Hann þekti Jiá kum- pána. Það myndi leiða af sjer of- beldi og rán. Skammarlegt var annars til þess að vita, hvað slíkum bjálfa eins og honum, var gert erfitt um vik, á allar lundir, datt honum i hug, og enn var skaplyndið i liesta lagi. Aður en hann fann seðilinn, hafði lögreglan verið á hælum hans vegna þess, að hann hafði enga peninga. En nú sat hún auðvitað um hann fyrir það, að nú var hann með peninga. Hvorttveggja var jafn bölvað. Það er líka annihörkum undir- orpið, að vera efnaður. En eftir því s'em á daginn líður og Jivi betur, sem hann finnur til bleytunnar á skrokknum, því meir dregur úr glaðlyndinu. Hann svíður í nefið af matarþef, sem leggur út um opnar dyr mat- söluhúsanna og hann svitnar á lóf- unum, undan hundrað-króna seðl- inum. Stundarkórn yfirvegar hann þatS, hvort ekki væri rjettast, að snúa sjer til lögreglunnar. En liað er bölvað, að þurfa að fá henni pen- ingana. Óg hann rölti áfrarn og rölti. Skórnir hans korra og hvæsa og hann skelfur frá hvirfli til ilja af vosbúð og kulda. Honum líður að öllu leyti hábölvanlega. Hversvegna þurfti Jiað endilega að vera hann sem fann þennan snepil? Honum dettur í hug að rífa seðilinn i tætlur og strá þeim í göturæsið. En gerir Jiað ekki. Það hefir aldrci verið venja hans, að hrjóta lieilann um lilutina. En nú er eins og að hann sjái ein- hverja kaldhæðni örlaganna í Jiessu, að liann skuli vera auðugur maður. Og að hann skuli ráfa liarna ör- vinlaður út af auð sinum. Þá mætti liann ungum flækingi. „Heyrðu" , sagði hann, „hvað myndir þú gera, ef þú værir með hundrað krónur?" „Ha?“ segir ungi maðurinn glott- andi, — „þúsund krónur?“ „Já, — hvað mundir Jiú gera?“ Hann biður svarsins með eftirvænt- ingu. „Hvað jeg myndi gera? Ja, þá — Jiá gæti jeg losnað úr öllu þess: fargani — byrjað — nýtt líf“. And- litið þrútnaði af æsing, þangað til bræðin grípur manninn. „Farðu til fjandans“, grenjaði liann, gefur hin- um manninum löðrung og flýtir sjer á brott. „Byrja nýtl líf“, tautar aldraði maðurinn fyrir munni sjer og liorfir undrunaraugum á eftir náunganum. Nei, ekki hafði honum sjálfum hug- kvæmst Jiað. Og nú bregður fyrir hugskots- sjónir rika mannsins ýmsúm mynd- slitruin, l'rá fjarlægri fortið. Tvö gamalmenni, sem áttu heima i einum smá-kaupstaðnum. Senni- lega voru þau nú dáin. Og einu sinni var þar líka stúlka, — og ýmislegar vonir. Fjarlæg lönd og margskonar fólk. Gleymd æfintýri sjer hann í svíp, eins og leifar. Og alt var þetta fyrir löngu. Barsmíð og berserksgangur. Öðru hvoru víst i fangelsum. Eða sektir, sem Jiurfti að sitja af sjer. Alskonar ófögnuð- ur og ræfilsháttur. Letigarðurinn. Margra ára flækingur í milli gisti- hæla. Og svo rættist draumurinn. Hann fann auðæfi í gærmorgun, klukkan firntán mínútur yfir tiu. Nú eru göturnar orðnar alveg mannlausar. Engar sporvagnabjöllur, örfáar bifreiðar. Bannsett bull, — byrja nýtt líf, hugsaði hann, og tekiir ekkert eftir þvi, að hann gengur úteftir Dramm- ensveginum. Tekur ckki eftir Jiví, að hann er kominn út á Framnesbryggj- una. Skórnir hans korra og kvæsa. Hann skelfur af kulda og bleytu og starir fram undan sjer, án þess að sjá nokkuð eða skynja. Lágt óp. Ofurlítið skvamp. Hann sekkur liægt, — niður með slýjug- um bryggjustaur. Sjávarflöturinn verður aftur sljett ur yfir höfði hans. Sjórinn er svart- ur og gruggugur. Húfugarmurinn flýtur við bryggju- sporðinn. Skák nr. 40. Skákþing íslendinga. Reykjavík 10. l'ebrúar 1938. Konungsindversk vörn. Hvítt: Einar Þorvaldsson. Svart: Ásm. Ásgeirsson. 1. d2—d4, Rg8—f6; 2. c2—c4, g/ —g6; 3. Rbl—c3, d7—d6; 4. e2— e4, Rb8—d7; (Venjulegra er Bf8— g7): 5. f2—f4, (Talið gott. Aljechins leikurinn f2—f3 er lió meira tefldur í seinni tíð), 5..c7—c5; 6. d4 —d5, Bf8—g7; 7. Rg—f3, 0—0; 8. Bfl—d3, a7—a6?; (Það er aldrei ol' vel brýnt fyrir skákmönnum að Jiegar þeir hafa svart verða þeir að nota tímann vel í byrjun skákar- innar ef þeir eiga ekki að fá afger- ar.di verri stöðu. Nauðsynlegt og sjálfsagt var að leika Rf6—e8 og sprengja síðan peðavegginn); 9. Ddl —e2, Dd8—b6; 10. 0—0, e7—e6; (Betra virðist e7—e5. Að vísu fær hvítt sterkl peð á d5 eftir 11. f4xe5, Rd7xf5; 12. Rf3xe5, d6xe5; en að hinu leytinu er liiskupinn á d3 illa settur); 11. e4—e5!, d6xe5; (Rf6x d5 virðist ekki betra); 12. f4xe5, Rf6xd5; (Rf6—-e8 kom til álita); 13. c4xd5, c5—c4f; 14. Bcl—c3, c4xd3; 15. De2xd3, Db6—a5; (Til mála kom að leika Db6xb2); 16. I)d3—d4, b7 —b5; (Ef 16....... e6xd5; þá 17. Rc3xd5, ógnandi Rd5—e7f með mannsvinning); 17. d5xe6, f7xe6; 18. Dd4—d6!, (Sterkt ógnandi. Ef 18.....Hf8—e8, þá 19. Rc3—d5 ); 18.....b5—b4 ; 19. Dd6xe6f, Kg8 —h8; 20. Rf3—g5, Ógnar Hflxf8t og siðan mát í nokkrum leikjum); 20.....h7—h6!; (Svart hefir var- ist prýðilega. En skákin hefir verið mjög timafrek og umhugsunartím- inn er á Jirotum). 21. Rc3—e4, (Með tilliti til þess hve svart á nauman tima, fórnar hvítl manni til Jiess að halda sókninni). 21......h6xg5; 22. Re4xg5, Rd7— f6; 23. De6—d6, Rf6—h7; 24. Rg5x h7, Hf8xflt; 25. Halxfl, Kh8xh7; 26. Hfl—f7, Bc8—f5 ??; (Eins og fyr er sagt var tími svarts alveg á þrotum, b4—b3 mundi hafa leitt til jafnteflis. Eftir Jiann leik á hvitt ckkert betra en Iíf7xg7t og síðan I)d6—e7t); 27. Dd6—f6!. Ha8—g8; 28. Df6-—g4, mát. Þó að sex ár sjeu liðin siðan Japanar rændu Mandsjúríu frá Kin- verjum og stofnuðu ríkið Mand- sjukuo Jiá hefir ekki nema eitt riki orðið til þess að viðurkenna Jiessa ráðstöfun ennþá. Þetta eina ríki er San Salvador í Mið-Ameriku. Veitingakráin „Le Cobaret Rouge“ milli Arras og Bethune i Frakklandi var einn þeirra staða, sem mest var barist um í heimsstyrjöldinni. Einu sinni var borgin tekin, og unnin aftur 11 sinnum á vixl á einum sólarhring.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.