Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 14
14 F A L K 1 N N ÚTLIT REYKJAVI'KURBÆJAR. Framhald af bls. 3. þeirra mála hjer á landi er próf. Guðmundur Ilannesson og vakti hann fyrstur manna athygli á nauðsyn skipulagsins, samdi skipulagslögin og liefir síðan ásaml skipidagsnefnd ríkisins unnið mikið starf í þágu slíkra mála, einkum hvað viðvíkur kauptúnum úti um Iand. — Þeir menn, sem mest hafa sinl skipulagsmálunum, hafa allir haft mjög umfangsmikl- um öðrum störfum að gegna, en þó mun það vera þeirra verk fyrst og fremst, að grundvöllur er fenginn fyrir ákveðnum bæj- arkerfum, og að áhugi manna fyrir þessum málum hefir glæðst. III. í höfuðstaðnum hafa þó erf- iðleikarnir verið mestir, og furðanlega mikið handahóf í öllu sem viðvíkur skipulagi og byggingum. Aðalástæðan er sú, að menn vöknuðu of seint tii vitundar um hinn öra vöxt bæjarins, og hafa hendur þeirra verið frá öndverðu bundnar við þann ó- sómann, sem þegar hafði Ieyfð- ur verið athugasemdalaust, og þannig ein villan skapað aðra. Vöxtur bæjarins hefir aug- Ijóslega vilt forráðamönnum byggingarmálanna sýn, og þess mest verið gætt að sem stærst yrði bygðin á sem minstu svæði, og gatnakerfið haft tiltölulega einfalt, svo ekki þyrfti lengi að biða framkvæmda. En þeirri höfuðreglu hefir livergi verið fylgt, að sem flestir möguleikar sjeu rannsakaðir áður en hafisl er handa um framkvæmdir — og sem fullkomnastrar sam- vinnu sje Ieilað við flesta þá aðila, sem með hyggingamál fara. Algjört einræði í skipu- lagsmálum má aldrei eiga sjer stað og kemur það fyr eða síð- ar niður á þeim,sem við slíkt eiga að búa. IV. Það stendur mjög i vegi fyr- ir hættum byggingaháttum í Reykjavík, hve erfitt er að fá húsum rutt burt vegna hins ó- heyrilega háa fasteignarmats, sem gerir bæjarf jelaginu aö mestu ókleift að kaupa eignir þær sem í vegi standa. Þetta helst í hendur við þá ömurlegu staðreynd, að ekkert löggilt skipulagskort er til af Reykjavík, og engin Iöggjöf til um afstöðu bæjaryfirvaldanna til einstakra lóðareigenda, svo sem í sambandi við kaup á lóðum vegna breytinga og þegar um það er að ræða, að lóðar- eigendur hagnast mjög á breyttu skipulagi eða tapa á því. Dómstólarnir hafa þegar gefið fordæmi í sambandi við síðast- nefnda atriðið, þar sem bærinn hefir verið dæmdur til að kaupa lóð, sem skv. fyrirhuguðu skipu- lagi skyldi notuð undir götu, en þetta skipulag var ekki kom- ið í framkvæmd. Þegar um er að ræða svipaða aðstæðu og hjer hefir verið tal- að um, er það brýn nauðsyn að lil sjeu fastar reglur, sem hægt sje að leita til, en ekki þurfi að leita úrskurðar dómstólanna; en þessi atriði verða væntan- lega tekin til athugunar í mjög náinni framtíð, og er ekki á- stæða til að fara frekar út í það hjer. V. Þótt skipulagi bæjarins sje mjög óbótavant, eins og marg- sinnis hefir verið bent á, þá má þó hæta úr ýmsum augljós- ustu göllunum með góðri sam- vinnu borgaranna og byggingar- yfirvaldanna. Dr. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður hefir eitt sinn hafið máls á þvi, að æskilegt væri að borgararnir mynduðu ráð manna, sem hefði eftirlit með umgengni við hús og frá- gangi einstakra gatna, og beitli sjer fyrir lagfæringu þess sem aflaga fer. Á fyrstu lögreglustjóraárum Hermanns Jónassonar, gerði hann gangskör að því, að lög- reglan hefði nákvæmt eftirlil með girðingum fyrir húsagörð- um, og hóf hann lofsamlega herferð gegn ryðguðum báru- járnsgirðingum og kassafjala- girðingum. Eftirlit með þessu fjell þó síðar niður og hafa þotið upp skjöldóttar bárujárnsgirðingar í hinum þýðingarmeslu hverfum, og fúabrún spýtnagerði eru á- berandi við margar götur. Einnig er mjög ábótavant frá- gangi hinna efnismiklu steypu- girðinga víðsvegar um bæinn, og er það yfirleitt furðuleg hefð í íbúðarhverfum, þar sem lítil umferð er, að þar skuli tiðkast að gjrða smágarða framan við húsin með háum steypuveggj- um í stað þess að hafa ljettari girðingar og efnisminni, sem opna garðana fyrir götu og sól og gera göturnar hlýlegri. Vitanlega er oft nauðsynlegt að steypa lágan stall undir slík- ar girðingar, til að forðast ryk. Þjett innan við þessar grindur má svo rækla trjerunna, sem setja sinn fagra svip á umhverf- ið, en slík runnarækt er mjög torvelduð af háum steingörðum. Auk þess her í þessu sam- handi að lita á fjárhagshliðina. þvi steypugarðarnir liafa á sjer svip óþarfa eyðslu og bruðls. Annars er full þörf á því, að nú fyrir sumarmánuðina, áður en ferðamannastraumurinn kem- ur hingað til lands, að lagfærð- ar yrðu girðingar þær, sem mest er ábótavant og á áberandi stöðum eða að minsta kosti að mála þær. Sama er um mörg timburhús. En um garðana er það ann- ars að segja, að það ætti að vera heimtað uin leið og hús eru samþykt af byggingarnefnd, þá ætti hún að hafa eftirlit með girðingum, og þær teiknaðar inn á húsateikninguna. Slikt mundi koma í veg fyrir ósam- stæðar og ljótar girðingar, sem nú her mjög á. Um hirðingu gatna og um- gengni við hús, ætla jeg ekki að fjölyrða mikið að þessu sinni. Jeg vil aðeins benda á tvent: Það er algengt hjer i bænum að uppsláttartimbur og annað hrak úr liúsum, sem verið er að hyggja, liggur í hrúgum jafnvel svo árum skiftir þar sem það er eftir slcilið, er hin nýju hús komust upp. Þessir liaugar draga að sjer rottur og annan óþverra og eiga að hverfa og aldrei að sjást. Yfir- leitt væri fróðlegl að vita nánar um starf hinnar svonefndu heil- brigðisnefndar og fulltrúa lienn ar, því þegar litið er á ýms hverfi, sem er mjög ábótavant, liggja, mjer vitanlega, ekki fyrir neinar ákveðnar tillögur um hætta heilbrigðishætti í þessum hverfum eða kringum hús al- ment, eða þar sem börn safnast saman til leika. Eins er um sandinn, sem hor- inn er á göturnar í hálku. Þegar þiðnar verður sandurinn til mikilla óþrifa, berst inn í liús og er lil óprýði á hinum flísalögðu gangstjettum og mal- bikuðu götum. Þennan sand á að sópa burt þegar er snjó tekur, og hann er óþarfur. Þetta ætlu bæjaryfir- völdin að taka til atliugunar. VI. Til er lagáhókstafur, sem seg- ir að íbúðir í kjöllurum skuli ekki leyfðar. Sjálfsagt eru fá lög jafn þverbrotin og þessi. Þegar teikningar húsa eru lagð- ar fyrir lil samþykkis, er lög- unum að orði kveðnu þannig hlýtt, að i kjallaraliæðinni er gert ráð fyrir nauðsynlegum geymslum, miðstöð, þvottahúsi ete., en bersýnilegt er að kjall- arinn er ællaður til íbúðar, þar cð innrjetting öll her þess ljós- an vott. Þegar svo byggingarfuiltrúi afhendir húsið til íhúðar, skv. teikningum þeim sem fyrir liggja, er kjallaranum i flestum tilfell- um þegar breytt i íhúðir eftir þörfum. Þetta leiðir til þess, að geymsl- ur inni i húsunum eru víðasl hvar engar eða litlar, og er nú sótt um leyfi til að byggja skúra tii úligeymslu. Skv. byggingar- samþyktinni eru steinskúrar á baklóðum leyfilegir, þar sem pláss leyfir, og þetta óafsakan- lega fyrirkomulag kjallaraibúð- anna orsakar að upp rísa hin fáránlegustu skúrahverfi, sem yfirgnæfa annað í svip viðkom- andi götu eða götuhluta, og taka skúrarnir upp mikið af garðstæðum þeim, sem fyrir hendi eru. Það er ekki síst aðkallandi að þessu skúrafargani ljetti, og verður að fela eftirlitið með þvi að teikningum sje fylgt skv. settum fvrirmælum, sjerstökum AÐ OFAN: Gamalt timbur og annað rusl er aldrei til prýði. — Ónýtir skipsbátar, trollhterar og gamlir kolavagnar með þjóðleikhúsið, Ingólfs styttuna og safnahúsið í baksýn! AÐ NEÐAN: Gamalt járn timbur og annað rusl liggur svo árum skiftir á opinni lóð við eina af aðalgötum bæjarins! — Gamlar járngjarðir, fötur og annað rusl í mannhæðarháunPstöflum við eina fjölförnustu götuna!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.