Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.05.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K 1 N N Ógleymanleg stund með Feodor Ivanovitch Chaliapine. Fimtánda apríl s. ]., ándaðist Feodor Chaliapine á lieiniili sínu í París, 65 ára gamall. Með honum er til moldar genginn einhver glæsi- legasti listamaður, sem saga seinni tíma karin að greina l'rá. En þótt ttioldin hylji nú jarðneskar leifar Chaliapines, þá er hitt vist, að rödd hans mun Jifa svo lengi sem söng- listin í sinni fegurstu mynd skipar öndvegi i hugum manna. Hitt er einnig áreiðanlegt, að þeir sem áttu því láni að lagna að heyra Chaliapine sjálfan munu mjög seint gleyma siing hans og leik. Aðaldrættir æfisögu lians eru mörgum kunnir. Hann var af fá- tæku bergi brotinn og átti í æsku að nema skóaraiðn. í fæðirigarbæ bans, Kazan, var lsá einnig bakara- sveinninn Maxim Gorki, sem Chalia- pine síðar, er hann var orðinn heimsfrægur söngvari, en Gorki rit- höfundur, kvaðst meta mesl allra vina sinna. Ekki stóð hugur hans til skósmíðanáms. Hvarf hann frá því von bráðar og gegndi þá margs- konar störfum, m. a. var hann um skeið dráttarmaður við Vöjgubakka, og þvi ekki að undra, þótt Iiann siðar syngi „Söng bátverjanna á Volgu" betur en nokkur annar. Sið- ar, er hann var um tvítugt, ferðað- ist hann með rússneskum umferða- leikflokki um Kaukasus og var þá hvorttveggja í senn, söngvari og dansmaður. Árið 1892 fekk hans fyrst tilsögn i söng, þá í Tiflis, og litlu síðar söng hann fyrsta óperu- hlutverk sitt i óperunni „Lífið fyrir Zarinn'. Árið 1894 söng hann fyrst opinheriega í St. Pjetursborg (Len- ingrad). og árið 1899 var hann ráð- inn að Ríkisóperunni í Moskva, fyr- ir 60.000 rúblna árslaun. Var hann þá orðinn þjóðkunnur fyrir söng sinn. Árið 1902 söng hann í fyrsta sinn fyrir utan Rússland i Scala Óperunni i Mílanó, og )>á hlutverk Mephistöpheles í Fást. Eftir þáð má segja að gjörvöll hin söngelska Evrópa fjelli að fótum hans. Á Öndverðu árinu 1914 söng hann i London við fádæina hrifningu, en hvarf að því loknu heim lil Rúss- lands, þar sem hann dvaldi fram til ársins 1921, er harin lagði aftur leið sína úl fyrir landamæri Rússa- veldis og hjelt nú til Ameríku. Þar söng hann fyrst í Metropolitan Óper- unni i New York í desember i hlut- verki Boris Zars i óperunni „Boris Godounov“ éftir rússneska skáldið Moussorskí Síðar var sagl að allir listrýnendur hafi verið sammála um, að Chaliapine væri „yfirburða lista- maður, þar sem dásamleg rödd og fniklir leikarahæfileikar væru undur samlega vel sameinaðir í einum manni“. Síðan ljet Chaliapine til sín heyra víðsvegar um heim, og má með sanni segja að hann liafi lialdið vinsældum sinum og tign í ríki söngsins óskertri alt til hinstu stundar. Síðasta „tourné“ Chaliapines um Bretland var í febrúarmánuði 1937. en þá var hann 64 ára gamall. Eins og hann árið 1921 fór eldi um Ev- rópu, til þess atf safna fje til hung- ursvæðanna i Rússlandi, þá ferðaðist liann nú boi'g úr borg i Bretlandi lil styrktar atvinnuleysingjum þar í landi. Sjálfur tók hann ekki eyri fyrir söng sinn, en breskur auðmað- ur, Sir .lulius Cahn, greiddi allan annan kostnað við förina, svo að atvihnuleysingjarnir fengu hvern eyri óskertan er inn kom við kon- serta hins heímsfræga listamanns. Hinn 22. febrúar hjelt Chaliapine einn slíkan konsert i stærsta hljóm- leikasal Manchesterborgar, Free Trade Hall, með aðstoð eins jiekt- asta píanóleikara Breta, Mr. Ivor Newton. bessi konsert mun vera alveg einstæður í sinni röð, og ef- ast jeg urn að Chaliapine hafi fyr eða síðar sungið undir svipuðum kringumstæðum, eða margir hlýtt á hann á svipaðan hátt. Af einhverjum ástæðum, sem mjer eru ekki kunnar, virðist allur und- irbúningur undir þennan konsert hafa farið mjög í handaskolum. Hann var mjög illa auglýstur og söngskrá of seint filbúin til þess að að fólk gæti kynt sjer efnisval söngvarans, áður en það ákvað hvort það ætti að hlusta á hann. En Bretar leggja mikla áherslu á slíkt, jafn- vel þótt í hlul eigi heimskunnir menn. Hitt var einnig, að konsertinn var ó- venjulega dýr. og niun dýrari en konsertar annara kunnra listamanna er heimsótt höfðu borgina um vet- urinn, t. d. Heifetz og Tauber. Af þessum ástæðum mun það aðallega hafa verið að þegar Chaliapine kom fram á söngsviðið var aðeins örfá manna í hinum stóra sal, tvístrað út um hliðarbekki, svalir og góll'. Það var ómögulegt annað en hugsa um hversu ömurleg sýn jaetta hlýtur iið hafa verið, einmitt fyrir þennan inann, sem e. t. v. oftar en nokkur annar söngvari hafði hrifið þúsund- ir áheyrcnda, og sem átt hafði að venjast fádæma hrifningu og hilling- um. Og jeg hálfkveið fyrir þvi að með þessu mundi „stemningin“ fara út um þúfur, og Chaliapine ekki verða nema svipur hjá sjón. En þá liafði jeg aldrei áður hlýtt á Feodor Chaliapine, nje sjeð hina ógleyman- legu persónu bans. Það var ómögu- legt arinað en dást að honuim Hann var mjög hár maður og eftir þvi þrekinn, en teinrjettur þrátt fyrir sín 64 ár. Andlitið var gerðarlegt með hreintim skörpum línum, augun blá stór og dreymandi. En þegar hann söng, J)á var sem hann breytt- ist allur. Hann ljek hvert tilbrigði i söngnum — ýmist hárfínt og leik- andi eins og Ijettur og þýður sunn- anblær, eða með tryllingi og ofsa eins og íslenskur vetrarbylur. Sumir listrýnendur hafa haldið því fram að Chaliapine hafi verið gæddur dá- leiðsluhæfileikum svo stórkostlegurii, að hann hafi getað haft áheyrendur algerlega á valdi sínu, er liann söng. Ekki veit jeg um sannleiksgildi þessa en hitt veit jeg að hann gat töfrað inenn svo með söng sinum, að þeir gleýmdu bæði stund og stað. Það var eitthvert seiðandi töfravald, sem skein úr augum hans og einhver iindramáttur sem bjó í tónum hans. Þetta varð enn greinilegra á þessum konsert en venjulega, af ástæðum er ini skal greina. Söngskráin var þannig gerð, áð prentaðir voru lextar 120 sönglaga, og sagt að Chaliapine mundi sjálfur tilkynna frá söngsviðinu hver lög hann mundi velja lil söngsins þetta kvöld. Hann hóf sönginn með „Tre- pak“ (I)auðadansinn) eftir Mouss- orgsky. Túlkun dauðans hefir altaf verið rík i eðli rússneskra lista- manna og i |)ví var Chaliapine eng- inn eftirbátur landa sinna. En ein- hvernvegin hefur honum fundist að hann næði ekki tökum á þessum fá- menna áheyrendahóp, jafn dreifður og hann var út rim allan salinn. enda voru það beslu og dýrustu sæt- in, sem helst voru auð, en þau voru næst söngsviðinu. Þegar hann hafði lokið laginu J)á rjetti hann lit hendurnar, eins og meistarinn forðuni og sagði. „Komið til mín“. Menn Ijelu ekki segja sjer þetta tvisvar, og jeg, sitjandi á Ije- legiim hliðarbekk, hugsaði mjer gotl til glóðarinnar og náði mjer í eitl af hinmn bestu sætum næst söngsvið- inu. Þangað safnaðist nú ])essi fá- nienni hópur, og maður hiafði það einhvernvegin á tilfinningunni að vera nriklu fremur i þoði hjá þessum vingjarnlega og brosandi manni á- samt nokkrum kunningjum sínum, heldur en að vera á opinberum kon- sert hjá heimsfrægum listamanni. Hinn kunni listdómari . Manchester Guardian" G.A.H., kom jiannig orð- um að þessu í dómi simini uni kon- sertinn daginn eftir: ,,....so, as il happened, we all formed a cosy little party, as if we were personal friends who had dropped in to hear some semi private music making“. En nú rak hvert lagið annað. ,,I)auð- inn er á hælum mjer“ eftir Sakhof- sk.v, — aríur úr „Prins Igor“ eftir Borodne, „Dauðinn og stúlkan“ eftir Schubert, — , Söngur bátverjanna á Yolgu“ — „Djöfullinn og flóin“ eftir Moussorgsky, ,.Fangjnn“ eftir Rubin- stein við ljóð eftir Pushkin, — „Þjóð- lag“ eftir Grieg við ljóð eftir Heine. o. fl„ — alls fimtán lög . Hrifningin jókst með hverju lagi. Hinn 64 ára gamli Chailapinc var ennþá söngvarinn sem átti óviðjafn- anlegt raddgull og gat hrifið áheyr- endur betur en nokkur annar lista- maður, sem jeg hefi hlýtt á. „Enda j)ótt auðheyrt væri að röddin hefði mist eitthvað af fyrri fegurð sinni og mýkt. ])á er hiin ennþá óviðjafnan- lega fögur og hann þess megnugur að hrífa áheyrendur i glæsilegum söng“, sagði G. A. H. í söngdómi sinum i heimsblaðinu „Manchester Guardian“ daginn eftir. Og söngur Chaliapines var sann- arlega heijlandi. Hinnl dramatíski raiilnveruleiki, sem einkent hefir alla þjóðlega rússneska músik átti góðan túlkanda þar sem var Feodor Chaliapine. Það var eitthvað tryll- ingslegt við túlkun hans á hinui rússnesku músik, en þó hrífandi. Söngur hans' á Ijettum „lieders'* var einnig fagur, en þó sjerstaklega ein- kennilegur. Það var eins og lögin fengju nýja merkingu í munni hans. væru ril'in upp úr því formi, sem þeim var ætlað al' höfundunum, og bornir fram i nýju ljósi, en samt þannig að manni fanst vel geta sam- rýmst hugmynd tónskáldsins. Frá Sjónarmiði ýmsra listunnenda hafði Ieikur Chaliapines jafn mikið listræiit gildi eins og söngur hans. Sjálfsöryggi hans, hógværð og glæsi- menska heilluðu alla sem sáu. Minn- ingin um manriinn Feodor Chalia- pine, leilcsnild hans, vingjarnlegl viðmót og dreymandi augun, er nú aðeins minning i hugum þeirra er litu hann. En hún mun þó áreiðan- lega lifa áfram, nieð söngnum sém heldur áfram að óma út til fólksins á öldum útvarpsins um ókomin ár og á vonandi eftir að veita ])úsund- um óborinna manna og kvenna ó- blandin unað. IJm leið og Chaliapine hafði lokið við síðasta lagið var sem hjeldu hrifningu áheyrendanna engin bönd. Bósamir borgarar stóðu á öndinni, og vissu ekki sjálfir fyr en þeir voru farnir að kalla i kór „Geniue, genius“ o. s. frv. Yið stóðum ])arna öll í einum hnapp, fast við söngsviðið, en Cha- apine tók i hendina á þeim sem næstir stóðu, on sendi hinum koss á fingri sjer. Andlitið Ijómaði af gleði og góðmensku. Og mitt í hrifn- ingar hillingunum hvarf hann á bak við tjaldið og við sáum hann aldrel framar. Húsið tæniilisl á svipstundu. Það var eins og að vakna upp al' fögrum draumi og verða fvrir vonbrigðum að liggja i rúmi sínu, i stað þess að svífa á rósavængjum inn i einhver l'jarlæg sæluriki, að koma út i ensku rigningarmolluna eflir þessa dá- samlegu stund. En menn hrökkva svo oft upp af draumi þegar veru- leikinn þer að dyrum. •leg þretti upp frakkakragann og náði mjer í næsta sporvagn heim. Akureyri, i apríl, 1938. Iluukur Suorrusun. DÓTTIR FRANCOS. Þessi laglega stúlka er ilóltir þjóð- ernissirinaforingjans Franco og heit- ir Carmen. FRÁ TERUEL-VÍGSTÖÐVUNUM. Myndin er af Aranda hershöfð- iiigja, sem er æðsti inaður Franco- hersins á vígstöðvunum við Teruel.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.