Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1938, Síða 6

Fálkinn - 21.05.1938, Síða 6
G F Á L K I N N DAHLIA GORDON: HVAÐ ER HAMINGJA? Það er trú sunira manna, að það sje ills viti að mæta rangeygðri manneskju, þegar maður kemur fyrst út að morgni dags, en að því fylgi hamingja, að ganga með gullgrís í vasanum. Sumir leggja ríka áherslu á það, að ganga aldrei undir stiga, en verst af öllu er það þó talið, að brjóta spegil. I>au eru annars svo margvísleg, hindurvitnin, sem menn leggja trún- að á. Og hvað er hamingja í raun og veru? Það virðist vera ákaflega mikið undir þvi komið, hvernig á það er litið. Þeir Henry Ford, eða Hothschild, myndu ekki telja það mikitvægt happ, j)ó að þeir ynnu verðiaun fyrir að ráða krossgátu, sem veitti þeim lífeyri til æfiloka, sem svaraði t.d. 200 krónum á mán- uði, þó að ýmsir aðrir myndu telja sjer það méira en litið happ. ’íA En allir hlutir eru afhverfir. Það var reynsla þeirra vinanna Huberts Golmann og Alans Wag- staff. Þeir voru vinir i líkum skiin- ingi og Davið og Jónatan forðuni. Vinátta þeirra bygðist á gagnkvæmri samúð og skilningi, fremur en sain- eiginlegum áhugamálum, og kjör þeirra voru mjög ólík. Það var talið að Hubert ætti fyrir sjer glæsilega framtíð, frægðarvon, en Allan átti rika frænku. Hubert, maðurinn með frægð- arvonina, — var fiðluleikari, og hon- um gekk svo vel, að kennarar hans voru farnir að gera ráð fyrir því, að vel gæti svo farið, fyrr en varði, að fiðlusnillingar á borð við Jasha Hei- l'etz, legðu lykkju á leið sina, til þess að hlusta á hann og reyna að læra af honum hilt og þetta um það, hvernig á að leika á fiðlu, svo að vel sje. Hubert hafði svo snildarleg tök á kattargörnum fjórum, að hann þurfti hvorki að vera með alskegg nje ,,brennivínshatt“ til þess að vekja athygli manna á þvi, hvílíkur snillingur hann væri. Öðru máli var að gegna með Alan Wagstaff. Þar sem fiðlarinn stóð á tánum, - í andlegum skilningi, ■— til þess að ná upp i þær hæðir, þar sem listagyðjurnar hafast við, þá lá Alan á maganum, — einnig í andleg- um skilningi, —- i þeim forarpolli, sém nefndur er liinn fyrirlitlegi mammon þessa heims. Ilans gyðja, ef svo mætti að orði komast, var enginn fleygur andi, heldur gömul l'rænka hans, sem var í framan eins og skrælnað epli og átli þrjá Rolls Hoyce bíla, —- einn notaði hún sjálf, en hinir tveir voru aðallega til þess að koma i lóg lítilræði af tuttugu miljónunum, sem framlið- inn eiginmaður hafði skilið frúnni eftir. Alan gat því, í skjóli þræltraustr- ar vissu um að erfa ógrynni fjár eftir frænku sína, leyft sjer að láta sjer um niunn fara ýms Spjátrungleg ummæli, eins og t. d. þetta: „Ja — ef jeg hefði verið fátækur og ekki átt liaukinn í Iiorni, Jiar sem hún er sú gamla, þá hefði jeg sennilega gerst leikari eða rithöfundur. Það er nefnilega sulturinn, sem skapar snillingana í þessum heimi. En livernig i andskotanum ætti jeg að fara að því að svelta, þar sem gamla konan fleygir i mig fjörutíu þús- undum á ári og ætlar síðan að hella tuttugu miljónum yfir hausinn á mjer, Jiegar hún hallar sjer?“ Þetta voru einmitt hans óbreytl orð, kvöld eitt, er Hubert sat heima hjá honum. „Það er óráð að treysta um of á ókomna tíniann“, sagði Hubert var- færnislega og krepti langa, hvíta fiðlarafingurna utan um cocktail- glasið. Allan hló hátt og hjartanlega. „Nei, hættu nú Ef jeg erfi ekki gömlu konuna, hver ætti l>á að erfa hana? Það skyldi ])á vera Pogo“. „Pogo, — —hver er það?“ „Það er feiti kjölturakkinn lienn- ar frænku minnar“, upplýsti Alan. „Jeg verð að játa það, að henni þykir ákaflega vænt um það kvik- indi, og ef lil vill gerir hún þvi jafnvel hærra undir höfði, en mjer. En Wagstaffs-miljónirnar lenda nú hjerna, engu að síður“. Hann klapp- aði á brjóstvasa sinn. „Um það er jeg alveg Jirælviss, minn góði vinur“. Hubert velti vöiigum og var hálf vandræðalegur á svipinn. „Hefir þú aldrei verið neitt hræddur um það, að þú værir áð storka örlögunum, með J)ví að vera svona þrælviss uni framtíðina?" „Örlög? Nei, hættu nú að syngja. Jeg er eini ættingi gömlu konunnar. Og hún umgengst bókstaflega ekki nokkra manneskju. Hún lifir fulí- koninu einbúalífið, á landsetri, sem hún á skamt frá Wimbledon og kemur aldrei út fyrir sína eigin landareign, nema þegar hún þarf að hitta víxlara sinn eða málafærslu- manii. Örlög!“ Alan hló. „Hvernig svo sem jeg storkaði þeim, J)á væri þeim alveg ómögulegt að klekkja á mjer“. Hubert horfði upp í loftið og sá draumsýnir i bláuni tóbaksreykn - um. Hann var óvenjulega drauni- lyndur Jietta kvöld. Þvi að hann hafði orðið ástfanginn þénnan dag. Og hann sárlangaði til þess, að opna hjarta sitt fyrir vininum. Hon- um fanst hjartað vera eins og kryst- alsbikar, barmafullur af glitrandi og freyðandi kampavíni. Hann langaði lil að lýsa fyrir vininum fjólubláum daggarskærum, töfrandi augum og mjúkum, rjóðum og fríðum munni. Hann var svo gagntekinn og lang- aði svo mikið til að ,,viðra“ tii- finningar sínar. En hann var hjátrúarfullur. „Það hefir komið fyrir mig at- vik, sem mig hefði langað lil að segja þjer frá, — jeg hefi eignast nýtt takmark, sem jeg vona að mjer takist að ná“, sagði hann dræmt. „En jeg Jiori ekki að tala um það að sinni við þig, gainli vinur, eða fyrr, en jeg er alveg viss um að mjer takist að ná þvi. Ekki fyrr en jeg liefi vissuná“. — — Þá vildi svo til, nokkru síðar, að liessir vinir voru á gangi, úti á götu. Daginn áður hafði Hubert fengið vissuna, svo örugga vissu, sem yfirleitt er hægt að fá, af orð- um konu. Alan, erfingi Wagstaffs- iniljónanna, sem var orðinn upp- strammaður af íburðarmiklum há- degisverði, liafði, með stakri þolin- mæði, hlustað á margendurtekna upphrópun vinar síns um það, „hvað í ósköpunum það gæti eigin- lega verið, sem hún fyndi honum til ágætis?“ Og Hubert var enn að brjóta heilann um þessa þýðingar- miklu gátu, þegar þeir komu að Savoy hótelinu. ,„Á jeg að segja þjer, hvað það er, sem jeg held að hafi verið mjer lil heilla?“ spurði hann. Alan hló. „Ef að við værum vinstúlkur, þá myndi jeg vera nógu illgjarn lil að svara á þessa leið: „Nei, sannast að segja skil jeg það ekki“. En af því að við erum nú karlmenn, þá segi jeg: „Jú, auðvitað. Það eru ó- mótstæðilegir töfrar þínir“. „Já, en það segir ])ú nú, af því, að þú hefir ekki sjcð hana, vinur minn. Biddu við, þangað til þú færð að sjá hana. Það er langt frá því, að jeg sje hennar verðugur. Þó að jeg hefði verið konungssonur, ])á liefði jeg verið klökkur við að biðja hennar". Hubert brosti og tók litj'nn hlut upp úr vasa sínum. „Littu á hann, þennan. Það er hann, sem hefir verið mjer til heilla. Jeg geng altaf með hann í vasanum". Alan leit á litla, svarta postulins- köttinn, sem lá i lófa Huberts. „Jeg held, að þú sjert ekki með öllum mjalla. Slíkt endemis, bölvað þvaður“ sagði hann hlæjandi. „Það er ekki þvaður“, sagði Hu- bert. „Það er talsvert i því, sem spjátrungarnir kalla hjátrú. „Jeg ansa þessu ekki, þessari endemis vitleysu“, sagði Alaii. „Jeg hefi mist niður salt, molbrotið spegla, krosslagt linífa, og ham- ingjan hefir altaf verið á hjólum í kringum mig, — eða eins og jeg hefi viljað hafa hana“. „Ertu þá aldrei agnar ögn lirædd- ur ?“ „Hræddur?" Alan hló aftur. „Nú skal jeg sýna þjer, hvað jeg er hræddur. Sjerðu stigann þarna á gangstjettinni?" Hubert þreif i handlegginn á hin- um ofstopafulla vini sínum. „Vertu ekki að ganga undir stig- ann, lieyrir þú það? Það getui' ver- ið hættulegt". „Heklur þú, að jeg fari að krækja út á götuna, vegna kerlingaskvald- urs? Mjer dettur það ekki í hug“. Hann reif sig lausann, með nokkr- um þjósti og gekk undir stiga, sem reistur hafði verið við hús, en stóð rjett utan við gangstjettina. En Hubert krækti fram hjá stig- anum, Og í sömu svipan gerðist einn af þessum skjótu sorgarleikjum, þeg- ar örlög manna breytast í einu and- artaki Það heyrðist liátt óp, og þegar Alan leit við, sá hann vin sinn liggjandi undir hjólunum á stórri Rolls Royce-bifreið. í bifreið- inni sat litil, öldruð kona. I framan var hún eins og skrælnað epli, — en á sætinu við hliðina á henni, sat spikfeitur kjölturakki. Þetta var Irænka hans. Hubert var náfölur og var sýnilega allmikið þjáður en hafði þó rænu á, að hvisla því að Alan, að liann skyldi fara lil unnustu lians og skýra henni frá þessum atburði. „Segðu henni, segðu henni, að þetta sje ekkert, og að jeg verði eflaust orðinn hress aftur, eftir einn eða tvo daga“. Alan reyndi að hughreysla hann með því að þrýsta hönd hans sem alúðlegast. En þegar hann sá, hvað Hubert leið illa, hugsaði hann: „Vesalings vinur minn — og þetta hafðist af |)ví, að þú varst hrædd- ur að ganga undir stiga!“ Sá, sem þykist vera niannl)ekkj- ari, á von á því að verða fyrir vonbrigðum, þegar hann hittir i fyrsta sinn konu þá, sem vinur hans er ástfanginn af, og hefir hrósað við hann, hátt og í liljóði. En þeg- ar Alan sá unnustu Huberts, vinar síns, Naomi Sabiiie, gat liann ekki að sjer gert, að undrast það, að til skyldi vera jafn aðdáanlega fögur kona, nema |)á í heila auglýsinga- teiknaranna. Klassiskir andlits- drættir hennar voru sem ineitlaðir i marmara, á meðan Alan Wagstaff var að skýra henni frá slysinu. „Vesalings Huhert", sagði hún lágt. „Hvar er haiin nú?“ „Jeg skildi við hann á Charing Cross spítalanum. En frænka mín var að reyna að fá leyfi læknisins til þess að flytja hann he.im til henn- ar, —- en hún á heinia á landsetri nálægt Wimbledon“. „Frænka yðar er það konan, sem Hubert miniiisl svo oft á?“ Alan kinkaði kolli. „Það var bif- reiðin hennar, sem ók yfir hann." Naomi sal hugsi stundarkorn. „Ef það reynist nú svo, að Hubert hefir handleggsbrotnað, getur þá ekki hugsast að hann verði að hætta við fiðluna?" sagði hún dræmt. „Drottinn minn dýri, þetta hefir mjer ekki dottið í hug varð Alan að orði. Hann náfölnaði. „Vesa lings vinur minn, — með alla hjá- trúna. Bara, að hann hefði gerl eins og jeg, og gengið undir stigann, þá liefði þetta ekki komið fyrir." Hún lagði höndina á handlegg honum, eins og til að hughreysta liann. „Við verðum að vona, að ekki fari svo hörmulega,“ sagði hún hljóðlega. „En i bráðina get jeg sjálfsagt ekkert gert. Annað en að sitja hjer og bíða. Þjer munduð mi ef til vill vilja taka á yður liað ó- mak, að koma til niín á niorgun og segja mjer hvernig honum líður?" Hann greip liönd hennar þakk- látlega. Hann dáðist ósjalfrátt að því, hve stillilega hún tók þessu. „Jeg skal gera það það er sjálf- sagt,“ sagði hann með ákafa. Þegar Alan var farinn, sat Naomi lengi kyrr og starði á ker sitt, með hvítu lyngi, sem hún liafði altaf ’á borði i stofunni, af því, að einhver hafði sagt henni, að hvítu lyngi fylgdi hamingja. Að vísu hafa aðrir gagnstæða skoðuii. Það leikur að minsta kosli nokkur vafi á því, hvernig er um hvíta Jyngið, i þessu tilliti. „Mjer þætti gaman að vita. . ‘ tautaði hún og fór mjúkuni hönduni um hinar örsmáu blómklukkur. Síð- an ypti luiii öxliim og vjek sjer að öðru. Hún var ekki enn við þvi bú- in, sað myndá sjer ákveðna skoðun, um spurninguna, sem skotið hafði upp höfði í huga hennar. Það kom á daginn, að kvenleg hugsýnisgáfa Naomi, hafði birt lienni sem leiftursýn það, sem lækn- arnir voru þrjá mánuði að komást að raun um. Vesalings Hubert lá í sjúkrastól úti í garði, á heimili lrú Wagstaff, þegar gamla konan skýrði honum frá þeirri raunalegu niður- stöðu læknanna, að hann myndi al- drei gela leikið á fiðluna framar, og að Jasha Heifetz myndi ekki þurfa að óttast samkepni af hans hálfu. Hubert tók þessu karlmannlega — það reynist jafnan best, þeg_ar óumflýjanlega óliamingju ber að hönduni. Og auk þess, vildi hann með engu nióti hryggja gömlu koii- una, en liann var búinn að komast að raun um það, að hjarta hennar myndi að sínu leyti vera jafn við- kvæmt og andlitið var hörkulegl. „Lífið er hálf hlálegt fyrirbrigði," sagði hann. „Það er nokkuð skrítið, að missa alt, sem manni er nokkurs

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.