Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1938, Qupperneq 14

Fálkinn - 21.05.1938, Qupperneq 14
14 F Á L K I N N RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN í HAFNARFIRÐI Hin nýja raftækjaverksmiðja í Hafnarfirði tók til starfa á siSastliðnu hausli. Hún er eina verksmiðja sinnar tegundar hjer á landi, nýr sigur fyrir ís- lenskan iðnað. Fyrir nokkrnm dögum brugðum vjer oss suður í Hafnarfjörð og hittum að ináli forstjóra verksmiSjunnar, hr. B. Westerlund, og spurðum hann um ýmislegt viðvíkjandi vérksmiðjunni og rekstri henn- ar. Verksmiðjan stendur spöl- korn upp með Hamarskotslæk og er ailmikið hús. Lengd liúss- ins er 57 m., en breiddin 10 m. Miðhluti hússins er tvær hæðir 9 X 13 m. og auk þess er áföst útbygging fyrir geymslu 17 X 7 m. Á efri hæðinni eru skrif- stofur og kaffisalur handa slarfsfólkinu. Niðri eru vinnu- salirnir sinn í hvorum enda byggingarinnar 24 X 10 m. að stærð hvor um sig. I austur- endanum er vjelasalurinn, en i vesturendanum samsetningar- salur vjelanna ásamt stofum fyrir slípingu og málmhúðun (nikkeleringu). Byggingin er hituð upp með miðstöSvarhit- un og rafmagnshitun. Alls kosl- aði húpið með vjelum og öllu saman um 185 þús. krónur. Yerksmiðjan er eign hlutafje- lags. Á ríkissjóður % hlutafjár- ins, verkamenn rúmlega % og aðrir hlutliafar ýmsir hiti. Upp- haflegt lilulafje var 150 þús. kr. en á siðasta aðalfundi var sam- þykkt að hækka það upp í 200 þús. kr„ og var það gert í því skyni að kaupa gljáhúðunar- (emailleringar) áhöld, ef stjórn fjelagsins sæi sjer fært. Framleiðsluvörur verksmiðj- unnar ern rafmagnsáhöld af ýmsu tagi. Enn sem komið er hefir aðalframleiðslan verið eldavjelar með mismunandi stærðnm og verði. Hefir sala þeirra verið mikii, svo sem sjá má af því, að það sem af er maímánuði hefir verksmiðjan afgreitt rúmlega 180 eldavjelar. Bökunarofn vélanna er úr ryð- fríu stáli. Þegar ofnarnir hitna, kemur á þá brúnleit rönd, sem á auðvitað ekkert skylt við ryð, enda þótt þess misskilnings hafi gætt. Utan um ofninn er þykt einangrunarlag til þess að hit- inn nýtisl þetur. Hitamælir fylg- ir bverri vjel. Rafleiðsium og tengingum er haglega fvrir komið og auðvell að komast að þeim til viðgerða. Vélarnar eru efnismiklar og úr vönduðu efni. Verðið er 240 kr. fyrir tveggja hellna vjelar, 265 kr. fyrir þriggja hellna vjelar, 378 kr. fyrir þriggja hellna vjelar með hita- skáp og 435 fyrir fjögra hellna vjelar. Glóðarrist má selja í all- ar tegundirnar, og er verð vjel- anna þá frá 55—65 kr. hærra. Verksmiðjunni er ætlað að gela framleitt um 1200 eldavjelar á ári auk annara rafmagstækja. Rafmagnsofnar eru nú í smíð- um. 1 verksmiðjunni vinna nú sem stendur 25 manns. Samsetningujrsalur uerksmiffjunnar. Vjelasalurinn. KONAN. Lífið er auðugt, skáldlegt og fult af undramyndum. — „Hvert get jeg farið frá þínu augliti?“ sagði hebreska skáldið. — Ilvert er hægt að fara frá dásemdum lífsins? Er það ekki ótrúlegt að hugsun manns geti opnast heill undraheimur við það aðeins að klæða sig í hreina skyrtu? Það er skýlaus og sólfagur sunnudagsmorgun. Jeg verð að hætta við að klæða mig til þess að skrifa þessar hugleiðingar mínar, sem vöknuðu skyndilega lijá mjer, er jeg var að klæða mig í milliskyrtuna. Oft hafa svipaðar tilfiilningar gert varl við sig hjá mjer áður, en því ekki að segja einhverntíma frá þeim? Og er það ekki í raun og veru mikilvægast, sem er sann- ast, næst lífinu sjálfu og ein- faldast. — Jeg get varla klætt mig svo i hreina skyrtn, að ekki fari um mig einhverjir þægilegir, hlýir og mildir straumar. Þessi hreina og bragð lega spjör, fáguð og sljettuð, lúlkar svo vel handhragðið hennar. — Og jeg fer að hugsa um þessa ljúfu mannveru og liennar fíngerðu og lipru hend- ur, sem hjúkra lífinu best og fegra það og skreyta, sem signa barnið í vöggunni og slíta sig frá „hjartablómi" móðurinnar til þess að þjóna öðrum; sem hreinsa og sljetta fötin okkar, prýða heimilin okkar og taka okkur mennina, hrjáða og hrakta úr baráttu lífsins, i heit- an konufaðm og rækta þar i huga okkar hlýjustu og göfug- ustu tilfinningar. — Þessar þjónandi og fórnfúsu hendur bera græðilyf frá „blómsál“ konunnar í fúasár mannanna og strá birlu og yl á braut þeirra hvarvetna. Þann ofsa sem öllu býður byrginn, þá hörku sem engu hefir vægt, þann stjórnleysis anda, sem engu hefir lotið, hafa þær ham- ið og tamið. Það er konan og ástin til hennar, sem gert hefir mann- irm að mesta snillingnum, fræg- ustu lieljunni, mesta göfug- menninu, andríkasta og hug- sjónaauðugasta skáldinu, og lyft honum á sjerhverri frægð- arbraut til liinna hæstu hæða. Þótt okkur mönnunum takist ekki æfinlega að vera konunni cins góðir og hún á skilið, þá erum við víst margir, sem iút- um henni af lieilum hug og hjarta. — Fátt hefir mjer þótl tilfinnanlegra tap í lifinu en það að kynnast leiðinlegum kven- ]iersónum. — Það gerir mín lakmarkalausa virðing fyrir konunni. „Góð kona er kóróna mannsins“. Pjetur Sigurðsson.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.