Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 04.06.1938, Blaðsíða 2
F Á L K I N N GAMLA BÍÓ Sýning á annan í hvítasunnu. E N G I L LI N N Aðalhlutverkin Ieika: HEUBERT MARSIIALL, MARLENE DIETRICH, MELVYN DOUGLAS. Gulifalleg og hrífandi Paramountmynd, tekin undir stjórn kvikmyndasnillingsins ERNST LUBITSCH. Gamla Bíó sýnir á næstunni góða Paramount-mynd, sem tekin er und- ir stjórn hins fræga ieikstjóra Ernst Lubitsch. Hann er nú alinent áiitinn meðal hirina slingustu kvikmynda- ieikstjóra og hefir lengi notið mik- ils álits. Um skeiS var hann starf- andi hjá Ufa fjelaginu, sem sendi frá sjer margar ágætar kvikmyndir. — Hans síðasta afrek á sviði kvik- myndatökunnar er „Engillinn“. Einn af kunnustu kvikmyndadómurum Svia hefir gefið myndinni ágæt meðmæli. Höfuðhlutverk myndarinnar er leikið af hinni heimsfrægu, jiýsku leikkonu Marlene Dietrich. Og fer hún með það svo sem ætla má með mikilli prýði. •— Fáar leikkonur hafa átt jafn glæsi- lega listabraut og hún. Marlene Dietrich er fædd í Weimar, sem er einn mesti sögustaður í Þýskalandi (bær Goetlie og Schillers). Hún er dóttir háttsetts embættismanns í hernum, er fjell í heimsstyrjöldinni miklu. Var M. D. ]iá á barnsaldri. IJng var hún send til Berlin til þess að læra þar sönglist, en fyrir viss atvik gaf hún námið upp. Hún bjó sig því næst undir það að ganga i þjónustu leiklistarinnar, en það kostaði hana mörg ár að vekja á sjer athygli á þessu sviði. Það var árið 1920, að hún vann sinn mikla sigur, er lnin ljek móti Emil Jannings í myndinni „Blái engillinn.11 Frá þeim tíma liefir hún verið ein af skærustu „filmstjörn- unum". Tveir aðrir leikarar hafa mjög aukið frægð sína með þátttöku í þessari mynd, þeir Herbert Mar- shall og Melvyn Douglas. Marshail hafði lítið eitt byrjað á leikstarf- semi, er stríðið skall á. Hann gekk í herinn og gat sjer þar góðan orð- stír. En strax að stríðinu loknu fór hann að leika á ný, einkum í kvik- myndum. — Melvyn Douglas er miklu yngri i listinni en Marshall, en að liann nýtur álits sýnir best, að honum hefir verið falið að leika ldutverk í tveimur meiri háttar kvik- myndum móti Claudette Colbert. Kvikmyndin „Engillinn“ er „spenn andi“ frá upphafi til enda og mun engan iðra að sjá hana. Nafn Mar- lene Dietrich, sem við hana er tengt er næg sönnun fyrir því. Giúlbrúðkaup áttu 1. þ.m. hjón- in Magnús Magnússon bóndi og kona hans Þjóðbjörg Þorgeirs- dóttir, að Villingavatni í Grafn- in.gi. — Sama dag átti Magnús cinnig áttræðisafmæli. — NÝJA BÍÓ „B O H E M E L í F“ Stórfengleg þýsk söngvakvik- mynd. Aðalhlutverkin Ieika þau hjónin: MARTHA EGGERTH og hinn heimsfrægi pólski tenorsöngvari JAN KIEPURA ásamt Mimi Shorp, Oscar Sima og skopleikararnir frægu PAUL KEMP og THEO LINGEN llrífandi hljómlist, heillandi söngvar, gamansamt og a/- varlegt efni fylgist að með að gjöra þessa mynd töfrandi og ógleymanlega öllum er hana sjá og heyra. Frægustu músikfrömuðir Evrópu, söngmenn og söngkonur, hafa í blaðadómum talið þessa mynd þá allra bestu, sem Kiepura hefur leikið í til þessa dags, því hún sje stórfenglegur og sjerstæður músikviðburður, sem örsjaldan gefst tækifæri á að kynnast í kvikmyndahúsum. Dr. Guðmundur Finnbogason, landsbókavörður verður 65 ára 6. þ. m. ER l'.UI M0GULKOT? Getur maður haft ánægju af að raka sig? Já, ef notað er PIROLA RAKCREM Því það gerir skrggbrodd- ana silkimjúka á fáum augnablikum, VEGNA fyrsta flokks hráefna og sjerstak- lega góðrar efnasamsetning- qr. — Notið svo PIROLA Skin Tonic eftir raksturinn. Það kælir og hressir, gerir hörundið mjúkt og ver það bólum. Munið: P I R O L A fyrst off síðast. PirolA RAKCREM E Páll Oddgeirsson, kaupm. i Vestmannaeyjum, verður 50 5. þ. m. Kvikmyndafjelagið Warner Bros. hefir í hyggju að taka æfisöguAlfred Nobels á kvikmynd með líkum hætti og myndirnar af Zola og Pasteur. William Deterle á að stjórna mynda tökunni. Guðbjartur Guðbjartsson, vjel- stjóri Túnqötu 43, verður 65 ára ' 10. þ. m. Franska kvikmyndablaðið „Ciné- n;onde“ þykist hafa aflað sjer upp- lýsinga um, hvaða kvikmyndaleik- endur frægt fóik vilji helst sjá. Byrjar blaðið með frú Simpson, hún vill helst sjá Bette Davis og Fred die Barthulemew, en hertoginn af Windsor kýs helst Gretu Garbo og Robert Taylor. Hertogahjónin af Kent eru saminála um, að Fred Astaire og Ginger Rogers sjeu skemti legust. Delbos utanrikisráðherra Frakka vill Shirley Temple en Her- riot Chaþlin. Kristján Danakonung ur Gary Cooper. Ennfremur segir blaðið) að Hákon Noregskonungur fari átta sinnum í bió á viku. Fegurðardrotning Evrópu „niiss Evrópa 1938“ verður kjörinn í Kaup- mannahöfn í haust. Þangað eiga að koma þær stúlkur, sem fimtán lönd hafa kosið fyrir fegurðardrotningar, og þar velur m. Waleffe frá Pans úr þeim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.