Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1938, Qupperneq 3

Fálkinn - 04.06.1938, Qupperneq 3
F Á L K 1 N N 3 Leikfjelag Reykjavikur: Tovaritch VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUÍM. Rilstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Affalskrifstofa: ■ Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c h j ö t s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverff: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. íslendingar selja til útlanda all- miklu meira verðmæti en þeir kaupa en eigi að síður er viðskiftajöfnuð- urinn við útlönd óhagstæður, Svo miklu nema vextir og afborgánir út- lendra lána og hinar „duldu greiðsl- ur“ þjóðarinnar. Hinsvegar flytja Norðmenn inn miklu méira af vör- nm cn þeir seija, en samt safná þeir gjaldeyri erlendis og hafa meira en nóg fje til utanlandsviðskifta. Það er einkum tvent sem þessú veldur: hvalveiðar Norðmanna, sem gefá af sjer afurðir er aldrei koma til Nor. egs, og farmgjöldin, sem norsk skip í erlendri þjónustu sigla inn. Og svo mætti bæta þvi þriðja við: skemti- ferðamönnum, sem skilja eftir sem svarar 40 miljónum króna í erlend- um gjaldeyri i Noregi. íslendingum veitti síst af að afla sjer erlends gjaldeyris í duldum gfeiðslum, þannig að eitthvað kæmi upp á móti öllum miljónunum, sem fara út úr landinu án j)ess að vörur komi í staðinn. Og stjórnarvöldjn hafa líka sýnt vilja til þess að auka skemtiferðir hingað, þó að það, sem hingað til hefir verið gert i þeim efnum, sje smátækt ennþá. Það er ekki hægt að búast við miklum framkvæmdum í skemti- ferðamálum hjer á landi fyr en Upp eru komin i landinu fyrirtæki, sem byggja beinlinis tilveru sina á skemtiferðamönnum. Nú eru þau l'yrirtæki smá, - það má segja að það sjeu nær eingöngu bifreiða- stöðvarnar sem hafa tekjur af þeim, svo nokkru nemi. En landið vantar sumargistihús, þar sem útlending- ar geti dvalið til lengdar. Og það eru þau, eimskipafjelögin og bif- reiðastöðvarnar, sem ciga að borga kostnaðinn af þeirri iniklu auglýs- ingastarfsemi, sem fram verður að l'ara til þess að draga útlenda ferða- fólkið að. ísland hefir meira að bjóða erlendum gestum en nokkurt aiinað land Evrópu, en það eru bara svo fáir sem vita það. Því þá ekki stofna hlutafjelag um að byggja nokkur fullkomin gisti- hús er slarfi að sumþnu, og þvi má ekki útvega hraðskreið skip, er geti komist á milli íslands og Eng- lands á tveimur sólarhringum, eins og menn geta bygt síldarverk- smiðjur og keypt togara? Skeniti- ferðirnar eru vanrækt atvinnugrein, en þeir tímar munu koma að menn sannfærist um, að það fje sem lagt er í sumargistihús og góðar sam- göngur fyrir útlenda skemtiferða- menn kemur margfalt aftur. Tovaritch er leikrit i 4 þátt- um eftir franska skáldið Jac- ques Deval. Það hefir farið sig- urför viða um lönd. Aðal per- sónur leiksins, Mikail Alexand- rowilch Ouratieff fursti og frú hans, Tatjana Petrovna Oura- tieff, náfrænka Nikulásar Rússa keisara, eru fulltrúar hinna út- lægu höfðinga fi’á Rússlandi keisaratímans, fulltrúar hins auðga og ættgöfga háaðals, sem hröklaðist úr landi, þegar bolse- visminn náði þar yfiihönd, og verður síðan að bjarga sér eins og best gengur í erlendum stór- borgum, fjarri föðui'landi sínu og með tærandi átthagaþrá i brjósti sínu. Furstahjónin búa í fátæklegu hóteli í Pacís, hafa varla málungi matar og ráðast í þjónsvist, hann sem herbergis- þjónn, en hún sem herbei'gis- þerna, hjá auðugum socialista- þingmanni. Þetta taka þau til bragðs, enda þótt furstinn hafi yfir að ráða hvorki meira né minna en 4 miljörðum franka, sem vai’ðveiltir eru i Frakk- landsbanka. En hann litur á þetta fje sem eign hins rúss- néska keisaradæmis, sem ekki megi nota fyr en hið gamla Rússland þárfnist þess og keis- aradæmið sje endurreist. Furst- inn vill því heldur svelta og tak ast á hendur auðvirðileg störf en að hreyfa við þessu fje, hversu sem hann er til þess lokkaður. Sýna furstalijónin i þessu stór- mensku sína og höfðingslund nxitt í skortinum, svo og í þvi m. a., að þau gefa fátækri konu alt, sem þau höfðu keypt sjer til máltíðar, og liafa svo ekkert sjálf. í þjónsstöðunni reynast þau prýðilega, þótt þau sjeu annars harla ólík fólki af þvi tægi. Innan tíðar kemsl upp hverjir hinir tignu þjónar eru. Veislugestir hjá þingmanns- hjónunum þekkja furstann og hennar keisaralegu tign fursta- fiúna. Húsbændurnir vita ekki livaðan á sig stendur veðrið og verða að gjalti, er þau heyra, hversu tiginborið fólk þau hafa i þjónustu sinni. Meðal gesta er rússneskur ráðstjórnarmaður, fulltrúi Sovjet- stjórnarinnar, ei hafði á sinni tíð til þess sett- ur verið að taka furstahjónin af lífi, en viljandi látið þau sleppa lífs af. Ráðstjórnarnxaðurinn krefst nú af fui’stanum, að hann láti af liendi fje það, er hann x’æður yfir til bjai’gar bágstödd- um bændum í tveimur hallæi’is- hjeröðum í Rússlandi, þvi að öðrum kosti verði Rússland að selja útlendum ríkjum i liend- ur nxiklar olíulixxdir og öixixur landgæði fyrir lxjálp sína. Enda þótt furslahjónin hati og fyrir- liti bæði x’áðstjórnarmanninn og bolsevisixiann í heild sinni, þá verða þau við þessari beiðni Anna og Poul Heumert. til þess að bjai-ga Rússlandi frá hneisu og hörðum kostum. Svo sterka og göfuga ættjarð- arásl bera þau í brjósti. Sjálf óska þau einskis frekar fyrir sig en að mega lialda stöðunni á heimilinu. Þessi stutti efnisútdráttur gefur aðeins óljósa hugmynd unx leikritið sjálft og þó enn ó- ljósari hugmynd um bina fram- úrskarandi meðferð leikend- anna á þessum aðalhlutverk- um. En þau eru leikin af gest- um Leikfjelagsins, þeim Önnu Borg og Poul Reumert. Hlut- verk þeirra eru bæði nxjög vandasöm. Þau hafa í rauninni livort um sig tvöfalt lilutverk, annarsvegar hinna tignu’fursta- hjóna og hinsvegar þjónsins og þernunnar, en þetta sanxeina þau með frábærri snild. Enda þótt alvöru gæti allmikið í leiknunx undir niðri, er hann þó miklu fremur gamanleikur og að því leyti i algerri mót- Framhald á bls. 15. Anna Borg og Brynjólfur Jóhannesson. Poul Heumert og Hagnar Kvaran.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.