Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1938, Síða 6

Fálkinn - 04.06.1938, Síða 6
F A L lv I N N PIERRE CHAINE: Þegar Luc-Oliver fór af kaffi- liúsinu við Cliainps Elysées, var samanhangandi bifreiðafylking á strætinu. eins og venja var til um það leyti dags. Hann ætlaði að komast í kvikmyndahúsið hinumegin við götuna og sjá mvnd þar. Eftir efninu í fötunum hans og sniðinu á þeim að dæma var hann maður i góðum efnum. í g'öngulagi var hann eins og iðju- leysinginn, sem lifir af rentun- um af fje sínu; en samt var það einmitt röskleiki, sem einkendi látbragð lians að öðru leyti. Nú hafði hann staðið á gang- stjettinni heilar finnn mínútur og liorft á bifreiðalestina ó- slitnu með vaxandi óþolinmæði. Hann beið rjetla augnabliksins til þess að hætta sjer út á belt- ið, sem var afmarkað með tveim röðum af stórum, gljáandi nögl- um, sem kallaðar voru „teikni- bólurnar“. Luc-Oliver Marlal var nefni- lega ekki i tölú þeirra fótgöngu- manna, sem öllum ökumönnum til ergelsis gana út á akbraut- ina „beint fyrir heslfæturna", þeirra sem altaf fara sinna ferða eins og þeir gangi í svefni og virðast kalla ögrandi til bíl- stjóranna: Já, aktu vfir mig, gerðu kássu úr mjer ef þú þor- ir! Nei, þegar hann þurfti að fara yfir akhraut þá kaus hann lieldur að híða þangað til barna- vagn kæmi og láta hann og ó- vitann skýla sjer í hinni stór- hætlulegu umferð stórborgar- innar. 1 dag var hann sjerstaklega varkár. Hann hafði oftar en einu sinni stigið öðrum fætin- um fram af gangstjettarbrún- inni, en í hvert skifti kom alda bifreiða vaðandi svo að hann hörfaði undan aftur. Og enn hikaði hann. En þá var það ung og prúðbúin frú, fögur og geðþekk, greip í hand- legginn á honum. Hún brosti alúðlega: Jeg skal fylgja yður, herra minn! Við skulum verða sam- ferða yfir götuna. — Þetta er óvön stúlka, hugs- aði hann, — sem ekki er áræðn- ari en jeg. Ilún gerir sig að vísu talsverl heimakomna, finst mjer en stúlkúr sem eru hræddar liika ekki við að ráðast á þann, sem fyrstur verður fyrir. Og í þessari trú óx honum hugur aftur og varð áræðnari. -— Eigum við þá að áræða það? sagði hann og bjóst til að gera úr sjer varnarvegg kon- unni til skjóls. — Og sleppið mjer ekki fyrir alla muni! Þessi áminning virtist alveg óþörf, því að stúlkan virtist eng- an veginn ætla að sleppa her- fangi sínu fyr en í fulla hnef- ana. Hún þrýsti sjer að hon- um og þau hjeldu yfirleitt svo vel hvorl i annað, að það var vandsagt, hvort þeirra stjórn- aði ferðinni. Stopp! skipaði hún. Rjettið þjer upp stafinn yðar! Hann hlýddi henni ósjálfrátt. Nú fyrst tók hann eftir því, að i staðinn fyrir stafinn sinn, með dýra útskorna handfang- inu, hafði hann fengið hvítan staf, eins og blindir menn eru vanir að nota til þess að sýna öðrum hverjir þeir sjeu. Það var eins og hann hefði fengið slag þarna á götunni þeg- ar hann uppgötvaði þetta gapandi, með útrjettar hendurn- ar og slarandi á þenna ljóta og renglulega staf, sem hann hafði i hendinni. Og nú skildi hann hvefnig í öllu lá. Þegar hann fór af kaffihúsinu hafði hann tekið skakkan staf, og það var af þessu, sem fagri verndar- vætlurinn liafði komið til hans. Fyrsl datt honum í hug að segja henni frá misskilningnum undir eins. En svo fanst hon- um augnablikið ekki hentugt til skýringa þarna úti á miðri akbrautinni. Það var best að komast yfir götuna fyrsl, liugsaði hann með sjer. Það er engin þörf á að tilkynna öllum bílstjórunum þetta, þeir gætu haft til að skilja þetta sem hrekk. Þverl á móti, það er um að gera að hafa sem mest upp úr brjóstgæðunum, sem sumt fólk er altaf reiðu- búið lil að sýna sambræðrum sínum. Jafnvel þó að jeg hafi staðnæmst á akbrautinni og verið fyrir þá hefir enginn skammað mig í þetta sinn. Þeg- ar svo er þá er ekki nema gam- an að þvi að fara yfir götu. Elessaður veri sá lnigvitssami og miskunnsami lögregluþjónn, sem uppgötvaði, að blindir menn ættu að hafa auðkenni í stórborga-umferðinni. Lengi lifi hvíti stafurinn! Hann er eins og verndarvælturinn, eins og' töfrastafur, sem kyrrir hið ólg- andi haf umferðarinnar — eins og stafur Mósesar, sem gerði Gyðingunum kleift að ganga þurrum fótum vfir Rauðaliafið. Og þessum hvíta töfrastaf á maður að þakka, að yndislegar konur koma og bjóðast til þess að leiða mann. Hún er ekki að- eins Ijómandi falleg þessi kona, hún hlýtur líka að vera göfug og lijartagóð, úr því að hún er svcna fús á að gera góðverkin. Það er öfundsverður maður, sem á liana fyrir konu. En hvað mundi hún segja, ef maður segði henni hvernig í öllu lægi? Mundi hún ekki skúta honum út fyrir að misbrúka brjóstgæði hennar svona herfilega? Það væri hollast að hann skildi við hana sem góður vinur, og segði henni ekki frá neinu. Jeg þakka }rður hjartan- lega, náðuga frú, sagði hann'er þau voru komin heilu og höldnu upp á gangstjettina hinumegin. Og stafurinn minn er nú orð- inn helmingi kærari mjer, úr því að það var hann, sem jeg' átti að þakka það, að jeg hitti vður, bætti hann við. — Viljið þjer ekki gera mjer þá ánægju að taka á móti fáeinum blóm- ulií, sem þökk fyrir góðverk yðar, sem jeg er viss um, að er mjer gæfumerki. Meðan hann sagði þetta dró hann fylgdarkonu sína með sjer að blómasölu, sem stöð rjett hjá þeim. Alveg ér jeg hissa! sagði hún. - Finnið þjer ilminn af rós- um og sýrenum i svona mikilli f j arlægð ? Hann sá, að honum hafði orð- ið skissa á og reyndi að eyða þessu. Hann útskýrði það fvrir henni, að þegar maður misti sjónina, þá örfuðust öll önnur skilningarvil og yrðu næmari en áður. Þetta átti ekki aðeins við ilminn lieldur fyrst og fremst við heyrnina. — Þegar jeg lieyri óminri al' rödd yðar get jeg til dæmis undir eins fundið að þjer eruð ljóshærð og liafið dökk augu. Þjer hafið spjekojjpa í báðum kinnum og munnurinn á yður er ekki stærri en stórt kirsiber. Er það rjett? Luc-Oliver bjóst við að fá lof fyrir skarpskygni sina. En Iionum til mikillar undrunar sjálfur vissi hann belur •— sagði hún honum að hún væri dökkhærð, hefði græn augu, og munnurinn á henni væri altof stór, henni til mikillar skap- raunar. Og hvað spjekoppana snerti þá hefði hún bara einn og hann væri á hökunni. Var það ástríða á öllu kven- fólki að vera svona skreytið; þótti þeim svo gaman að ljúga, að þær lugu sig Jjótari en þær voru? Luc-Oliver varð að við- urkenna, að samkvæmt þeirri reynslu sem hann hafði af kven- fólki, þá var ekki altaf gott að reiða sig á það, og nú fjekk hann nýja og álalcanlega sönn- un í viðbót. En hann gælti þess vel, að láta ekki heyra á sjer neinn efa um, að hún segði satt. Hann var svo hræddur um að koma upp um sig að hann íhug- aði vel allar hugsanir sínar, orð og gerðir fyrirfram, svo að honum yrði ekki á að gera skissu í annað sinn. Þvi var það, að þegar það kom í ljós að hann átti ekki nóg í smáu, neitaði hann sjer um að lita á vasabókina sína meðan hann var að lalca upp úr henni seð- ilinn, sem hann borgaði með. En þetta er meiri vandi en margur hyggur og þarf að minsta kosti talsverðar æfingar við. Hann þuldaði á reikning- um, gömlum brjefum og fleiri blöðum meðan hann var að leita að seðiinum.... En sem hetur fór var fylgdarkonan fljót til taks að bjóða honum hjálp sína, er hún sá hve ófim- lega lionum gekk.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.