Fálkinn - 02.07.1938, Qupperneq 6
F A L K I N N
Þegar mr. Pineapple lang.
íyr R. ALFRED PINEAPPLE elskafii
A konuna sína. Og l)ó honum find-
ist þáð óskiljanlegt stundum, hafði
haiín ávalt treyst því í blindni, að
hún elskaði hann. En nú var hann
l'arinn að efast.
Hann rak ofurlitla skósmíðaskonsu
i Smetham og hafði ofan i sig með
þvi að gera við skó og selja ódýran
skófatnað. Þetta var pervisalegur
maður með nokkra hárlagða á skiill-
óttúrn hausnum og grá augu, sem
hann liafði ofgert við að setja keng-
boginn yfir skósólunum — en þó
voru augun nógu sterk til að meta
hina dásamlegu fegurð Bessie, kon-
unnar hans.
Klukkan átta rjeðst hann á stíg-
vjelafylkinguna, sem stóð í röð á
borðinu hjá honum í búðinni. Allan
daginn lofaði hann skiftavinununi
að skór þeirra skyldu vera búnir á
ákveðnum tíma, og hann var aumur
þá sjaldan að liann gat ekki staðið
við það. Því að mr. Pineapple var
fyrst og fremst samviskusamur mað-
ur. Þegar hann varð að afsaka, að
skór voru ekki búnir á fimtudegi
þó hann hefði Jofað þeim á þriðju-
dagskvöldi, reyndi kona hans að fá
hann til að gefa ástæðu fyrir drætt-
inum.
,,Ekki g'et jeg sagt það“, svaraði
liann og hnyklaði brúnirnar á-
hyggjufullur, „því að það er alis ekki
satt“.
,,Æ, þú ert óþolandi, Alf. Hvað
gerir það til þó að það sje ekki satt.
Segðu að við liöfum mist ættingja
og að við höfum orðið að fara i
jarðarför, og að þú hafir tekið þjer
missirinn svo nærri, að þú hafir
ekki verið vinnufær síðan“.
Hann vissi ekki livort hann átti
fremur að dásama eða óttast hugar-
flug konu sinnar. Sannleiksástar
sinnar vegna langaði hann mest til
að segja: „Æ, Bess, þetta er synd-
samlegt", þegar hún spann upp úr
sjer verstu viðbárurnar. En þrált
fyrir alt dáðist hann að þessari
„romantisku" lineigð konunnar.
Henni þótti afar gaman að fara i
bíó, hún þekti nöfnin á öllum karl-
mönnunum i aðalhlutverkunum og
skemti honum með því að segja frá
þeim, þegar þau voru að jeta. Hún
kunni hlutverkin þeirra á fingrum
sjer og Pineapple taJdi víst, að ást
hennar á kvikmyndunum hefði gef-
ið henni hæfileikann til að „skálda“.
Bækur las hún einnig og hún
skýrði greinilega fyrir honum livers-
vegna hún hefði gaman af þeim.
„Jeg hefi mest gaman af þeim sem
fara illa“, sagði hún, „þvi að þá
liður manni þeim mun betur á eftir.
Sjerstaklega bækur, þar sem þau
verða að líða einhver ósköp áður
en þau ná saman. Og söguhetjan
verður að vera maffur".
Þegar Bessie var í meira lagi óá-
nægð með manninn sinn slarði hún
livast á hann uin leið og hún sagði
„maffur“ og hann deplaði augunum
bak við stálspangagleraugun og för
hjá sjer. En svo klappaði hún hon-
um á handlegginn og fór fram til
þess að hita kókó handa honum og
alt fjell í ljúfa löð. Þrátt fyrir allár
firrurnar þá Jíótti henni vísl vænt
um hann, hugsaði Pineapple. En
hvernig hún, sem kom beint frá því
að horfa á Gary Cooper faðma að
sjer fagra stúlku, gat sætt sig við að
koma heim og hita handa honum
kókó á eftir, var meira en hann gaf
skilið. En það var nú samt stað-
reynd, að hún var ánægð. fiða rjett-
ar sagt hafi veriff.
Það var einmitt þetta sem Pine-
apple var að ígrunda einn morgun-
inn þar sem hann sat og var að gera
við brúna skó. Hún hafði verið á-
nægð, en það var víst mikið vafa-
mál hvort hún var það nú. Alt var
orðið öðruvísi síðan Pete Sturrey
skaut upp fyrir rúnium mánuði.
„Mr. Pete Sturrey“, sagði hann þrút-
inn af ánægju við sjálfan sig og
hreytti svo út úr sjer í bræði: „Jeg
hata hann!“
Pete Sturrey var hár maður með
risavaxna bringu, sem hann þegar
aðrir voru viðstaddir, var fús á að
þenja út þangað til þrír efstu hnapp-
arnir hrukku af vestinu hans. Hann
var þrítugur, klunnalega vaxinn en
eigi að síður sópaði að honum. Hann
vann fyrir sjer með margvíslegu
móti, en flestu ólöglegu. Stuiidum
hafði hann innbrotsþjófnað að
hlaupavinnu og þegar hann nenti
að taka sig saman og æfa sig kom
hann fram sem hnefakappi. Hann
rak líka skuggaiðju við hundaveð-
hlaupin og hann var útrekstrarmað-
iu á illræmdustu knæpunni í hverf-
inu. En honum hafði aldrei verið
refsað.
Samband hans við Pineapples-
hjónin mátti rekja til skóa, sem hann
hafði komið með í sólun. Svo illa
vildi til, að þegar hann kom að
sækja þá var Pineapple úti að ganga,
aldrei þessu vant, en Bessie gegndi
í búðinni. Þegar Pineapple kom
heim hallaði Sturrey sjer á olnbog-
ann fram á búðarborðið með stóran
vindil i hvoftinum og var að segja
Bessie frá síðasta hnefaleiknum sín-
um.
„Góðan daginn, lasm“, sagði liann
og sneri sjer náðugast að Pineapple,
„eru skórnir minir tilbúnir?“
En skórnir voru ekki tilbúnir og
þegar Pete Sturrey kom að sækja
þá þremur dögum síðar, varð nýtt
óhapp. Bessie kom í sönni svifum
fram í búðina með körfu á hand-
leggnum, hún ætlaði út að kaupa i
matinn. Þar stóð Pete með skóna
sína undir hendinni og spurði: „Nú,
eruð þjer að fara út?
Bessie sagði já.
„Lofið þjer mjer þá að bera körf-
una fyrir yður. Jeg hefi ekkerl að
gera hvort sem er“.
Og Pineapple rak upp stór augu
liegar Bessie brosti og sagði: „Þakka
yður kærlega fyrir, mr. Sturrey“, og
augnabliki síðar hurfu þau saman út
á götuna.
Síðan varð það verra og verra,
Pete Sturrey hafði lagt það i vana
sinn að líta inn til skóarans hvenær
dagsins sem var. Hann gekk eins og
ekkert væri gegnuni búðina, kinkaði
kolli til skóarans og barði á stofu-
dyrnar inn af búðinni. Svo hitaði
luin handa honum te og þau sátu
tímunum saman og skröfuðu.
Eitthvað varð að gera, hugsaði
Pineapple um leið og hann lagði af
sjer brúna skóinn og tók til við
svartan kvenskó. Ekki svo að skilja,
að það væri neitt ilt i þessu. Bessie
var heilluð af þessum peyja og þótti
gaman að hlusta á hann gorta af
hreystiverkum sínum, en það var
ekki hægt að álasa henni fyrir það.
En þetta var nú bölvuð frekja, hvað
Eftir Kupert
sem öðru leið, hugsaði Pineapple og
gnísti tönnum af vonsku.
Pineapple hjelt áfram þessum
gremjufullu hugleiðingum uíeðan
hann skar til nýjan nóla undir kven-
skóinn. „Þó ekki sje neitt ilt í þessu"
hugsaði hann, „er aldrei að vita
hvað fólk getur tekið upp á að.segja
um það. Að koma hjerna rápandi
dag eftir dag — ekki nema það þó.
Jeg verð hafður að háði og spotti.
Enginn ærlegur eiginniáður sættir
sig við slíkt.
Bara að hann væri ofurlítið stærri.
Það var meinið. Honum rann í hug
hvað Bessie hafði sagt við hann i
fyrradag, þegar hann var að finna
að því við hana, hvað hún ljeti
þennan slána tefja sig mikið.
„Ef þjer þykir það miður þá
skaltu nefna það við hann“, hafði
hún svarað, „það er þýðingarlaust
að kvarta yfir því við mig. Ekki
get jeg bannað honum að koma“.
Já, það var hægra ort en gjörl:
Segja það við hann! Hvað atti hann,
mr. Pineapple að gera við að far i
í Slurrey?
En mr. Pineapple hlýtur að hafa
verið i meira lagi æstur þennan dag.
Þegar svarti kvenskórinn var langt
kominn, tók hann alt í einu ákvörð-
un. Hann lagði vinnuna frá sjer og
fór inn i stofuna á bak við.
,,Bessie“, sagði hann, „jeg er að
hugsa um að tala utan í piltinn í
dag“.
„Já, gerðu það. Annars er ekkert
að honum að finna. Jeg skil ekki
livað þú getur seft út á hann. Hann
og jeg höfum svo margt að tala um,
það er alt og sumt. Þú ættir bara að
heyra, hvað hann segir mjer, það
er svo spennandi. Um hnefaleika
og þesskonar“.
„Jeg er hissa á, að þú skulir hafa
gaman af að hlusta á það“.
„Finst þjer jeg ekki hafa þörf á
svolítillli tilbreytingu stöku sinn-
um?“ sagði Bessie snefsinn. „Þu
hugsar aldrei um annað en skóna
þína. Það væri synd að segja, að
þú sjert skemtilegur“.
Mr. Pineapple var sleini lostinn.
Svona hafði Bessie aldrei talað lil
hans. „Bessie!“ hrópaði liann og
skeytti skapi sínu á hamri, sem hann
hjelt á í hendinn og Íamdi honum
i borðið.
Hún iðraðist Jiegar þess sem hún
hafði sagt. „Þú ert eins og þú átt
að vera, Alf“, flýtti hún sjer að
segja. „Jeg kærði mig ekki um að
vera gift nokkrum öðrum manni i
veröldinni. En jeg meina bara ....
ef það væri svolítið meira púffur
í þjer stundum; að þjer dytti í hug
að gera eitthvað óvaml vera of-
urlítið fjörugri“.
Pineapple gat ekki lagt á sig að
hlusta á meira. Hann flýtti sjer
fram í búðina og rjeðist í bræði að
stórum vatnsleðursstígvjelum.
En síðar um daginn þegar Pete
Slurrey kom rambandi inn tók hann
rögg á sig. Hann ræskfi sig og sagði:
„Eh—he, mr. Sturrey . . . .“
„Hvað var það, lasm?“
„Mig langaði til að tala nokkur
orð við yður“.
„Ætli þjer megið það ekki“. Mann-
inum virtist vera skemt.
„Já, það var þetta, að....“ byrj-
aði mr. Pineapple, „jeg held ekki
að það sje hyggilegt af yður, að vera
svona mikið hjá konunni minni“.
(Wft-Crooke.
„Ekki það?“
„Nei!“ sagði mr. Pineapple og
misti nú stjórnina á sjálfum sjer.
„Nei! Og það sem meira er: jeg vil
ekki sætta mig við það lengur. Hjer
komið þjer rápandi á liverjum ein-
asta degi, alveg eins og Jijer ættuð
heimilið. Nú er nóg kornið af svo
góðu. Skiljið þjer það!“
Gremja og innibýrgð heift síðuslu
vikna höfðu náð tökum á honurn og
þarna stóð hann reiður eins og
blótneyti, friðsamlegu augun skutu
neistum og hann reiddi kyenskó til
höggs yfir búðarborðið.
Og hvað gerði Pete Sturrey? Ljet
hann hræða sig? Eða rjeðst hann á
mr. Pineapple? Svaraði hann? Nei,
liann hló bara meðaumkvunarhlátri
og gekk áfram og harði á dyrnar
hjá Bessie. „Kom inn!“ svaraði
Bessie.
Mr. Pineapple stóð og horfði a
eftir honum dálitla stund og hjelt
kvenskónum enn á lofti. Hann steig
eitt skref í áttina lil dyranna og
nam svo staðar.
Voru þau að hlæja að honuín
þarna inni? Hjeldu þau að hann
væri einhver kjánapíst, seni þau
þyrftu ekki að sinná? En hann
skyldi nú láta þennan deta verða
annars vísari, þó hann væri ekki
stór. Ehi hvernig? Það var ekki þor-
andi að ráðast á dólginn. Hann
varð að finna annað ráð.
Gramur og fúll settist hann aftnr
við vinnu sína og áður en vatnið í
le mr. Sturrey sauð mátti heyra
liöggin af hamri mr. Pineapple.
Eina leiðin til að losna vði Sturr-
ey var sú að gera hann að athlægi.
Bessie mundi halda áfram áð gína
við hreystisögum hans þangað til
hún sæi hvílikur gortari hann yrar.
Eina leiðin lil að vinna aðdáun
Bessie var sú að sýna hugrekki og
vinna eittlivað þrekvirkið, seni
Sturrey var altaf að gorta af. Þess-
vegna varð að haga þannig til, að
Pineapple yrði hetjan í sögunni og
sigraði andstæðing sinn, kaldur og
ósveigjanlegur eins og kvikmynda-
hetja á hættustund, en Sturrey fengi
hlutverk hins raga þorpara, sem
laumaðist á burt og sýndi sig aldrei
framar. En verst var að hvernig
sem Pineapple braut heilann gat
hann ómögulega fundið, hvernig
ætti að koma þessu fyrir.
„Ætlarðu á bíó i kvöld“, spurði
hann þegar þau voru að borða.
„Já, Alf, ef þjer leiðist ekki að
vera einn heima“.
„Hvaða mynd eru þeir að sýna
núna?“
„Það kvað vera svo ljómandi góð
mvnd. Hún eerist i Chicago og fjall-
ar um bófa og þessháttar“
„Jeg held að jeg verði að koma
með þjer“, sagði mr. Pineappte og
■góridi ofan i diskinn sinn.
„Heyrðu, Alf! Hvað gengur að
þjer? Ætlar fní í bíó?“
„Því skyldi jeg ekki geta farið 1
bió. Ekki finsl þjer það vist svo
ieiðinlegt“.
„Nú þykir mjer týra á skarinú!
Jæja, við skulum nú reyna að kom-
ast á sýninguna klukkan sjö.“
Næstu vikuna var Bessie á nálum
útaf manninum sínum. Hann var
altaf kurteis við Pete Sturrey þegar
liann kom — en hann var þög-
ull við máltíðarnar og virtist alt if
vera að brjófa heilann um eitthvað
Hanh fór oft með Bessie í bíó og