Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1938, Síða 12

Fálkinn - 02.07.1938, Síða 12
12 F Á L K I N N CARL ZUCKMAYER: LIÐSFORINGINN ina. „Jeg var vitlaus þá“, sagði liann, „og nú er alt komið í lag aftur. Vinir?“ „Vinir“, endurtók Jost og þrýsti hönd hans. „Ágætt“, sagði greifinn. „Nú getuni við fvrst talast við í fullri einlægni“. Hann lagði hendumjar á axlirnar á Jost. „Þú ert hamingjusamur eða er ekki svo?“ sagði hann. „Jú, jeg er mjög hamingjusamur," sagði Jost alvarlega. „Jæja, jeg öfunda þig nú samt ekki af hamingjunni“. Hann helti á glösin og Ijet síðan fingur sina líða vfir nóturnar á hljóðfærinu. „Það var húið með mig og liana“, sagði hann. „Hún ætlar víst að hella blíðu sinni yfir alla herdeildina, ofan frá og niður úr gegn“. Hann liló. Jost stóð upp. „Talið þjer ekki svona", sagði liann kurleislega. „Jeg skoða hana sem konuna mína“. „Hvað segið þjer?“ æpti Prittwitz og glápti á hann. „Sem konuna mína“, endurtók Jost og horfði í augun á greifanum án þess að hika. Það leit út fvrir að Prittwitz væri að búa sig undir að reka upp skellihlátur, en liann þagði, og það komu óljósir krampadrættir fram i andlitið á hönum. „Segðu mjer“, sagði liann eftir nokkra þögn, „hafið þjer nokkurnlíma verið með konu áður?“ „Hvað haldið þjer“, sagði Jost. „En það hefir engin kona elskað mig fyr en nú“. „Elskar hún yður?“ spurði Prittwitz. „Já“, sagði Jost, sannfærður. „Ef svo er, óska jeg yður til hamingju,“ sagði Prittwitz frennir þurlega. „Þakka yður fyrir“, sagði Jost. Svo sögðu þeir ekki neitt. Jost rjetti fram höndina. „Verið þjer sælir“ sagði hann. „Bíðið þjer augnablik" sagði Prittwitz. Og í staðinn fj’rir að taka í höndina á Jost, byrjaði hann að ganga fram og aft- ur um lierbergið. Alt í einu nam hann staðar fyrir framan Jost. „Býrðu með henni?“ spurði hann. „Já“, sagði Jost. „Jeg fer aldrei til lier- mannaskálans nema þegar jeg er skvld- ugur að mæta“. „Hafið þjer heyrt hvað fólkið er farið að segja?“ sagði Prittwitz með miklum myndugleik. Jost ypti öxlum. „Jeg verð að fara ‘, sagði hann. „Ájgætt“, sagði Prittwitz. Hann þreif hönd Jost og horfði fast í augun á lion- um. „Hegðaðu þjer ekki eins og fífl, ungi maður“, muldraði hann í grófum rómi. „Gætið þjer yðar i öllum bænum, svo að þjer getið snúið við áður en það er of seint.“ „Mjer er fullkomlega Ijóst hvað jeg er að gera,“ svaraði Jost brosandi, „betur en nokkru sinni fvr. Og það er mjer til mikillar gleði, að við eruin orðnir vinir á ný“. „Sömuleiðis mjer,“ sagði Prittwitz og ljet höndina síga. Hann leit ekki aftur framan í Jost, og uin leið og liann sá unga liðsforingjann hverfa út úr lierberg- inu, nam hann fullkomlega staðar og var eins og múlhundinn. "1 7ETUBINN er á förum og fyrstu vor- * merkin að koma i ljós. Erægur óperu- söngflokkur frá Vín gisti borgina. Hann ætlaði að láta til sín hevra i stórum sam- komusal á aðalhóteli hennar. Þar eð salur þessi var venjulega aðeins notaður til dans- leika, var honum þannig breytt, að upp var sett einskonar leiksvið fyrir óperufólkið og hálfhringshekkjum síðan komið fyrir. Um kvöldið átti að sýna óperuna. Liðs- foringjarnir í einkennishúningum sínum gengu inn í salinn ásamt konum sínum. Þeir settust í virðingarsætin og sjónir fólksins beindust að þeim. 1 allra mestu virðingarsætunum sat yfirhershöfðinginn ásamt frú sinni og þremur dætrum. Fredersdorff yfirforingi fylgdi Lili Scliall- weis lil sætis. Hún var í kjól úr hvítu silki, sem bryddaður var með loðskinni um háls og ermar. Yfirforinginn beið þangað til liún liafði sest, lagði því næst slæðuna, sem hann hafði borið á handleggnum yfir um axlirnar á henni. Hann stje lítið eitt fram og hneigði sig mjög kurteislega, fyrst fyrir yfirhershöfð- ingjanum og fjölskyldu lians, og þvi næst fyrir liðsforingjunum og konum þeirra. Öllum brá í brún. Öllum konum, sem þarna voru, bæði eldri og yngri var kunn- ugt um æfi Lili Schallweis og þann orðróm, sem var á sveimi i kringum liana. En áður en liðsforingjarnir voru búnir að átta sig á því þvaða kurteisisreglur ættu hjer við, sloknuðu Ijósin og sýningin hófst, en dauða- þögn varð i salnum. Það var ópera eftir Glúck og Jost sá hvernig varir Lili bærðust undir hljóm- listinni. Hendur þeirra mættust í hlýju taki. Hún hafði ekki augun af leiksviðinu fyrir því. Ilann horfði á hana. Frá sjer numinn teigaði hann blíðu hennar og fögnuð, sem gaf svip hennar sjerstakan ljóma á þessari stundu. Þegar kveikt var, sátu þau stein- þegjandi um stund og hreyfingarlaus, án þess að líta upp. í hljeinu milli þátta, stóðu áheyrendurn- ir upp til þess að rjetta úr sjer og spjalla saman og aðalumtalsefnið var nú ekki óperan eins og liefði mátt ætla lieldur Jost og Lili. Það var óspart hvíslað um þau. Jost hafði alveg búist við þessu, og ljet það ekki á sig fá. Lili og hann töluðu í fullri ró um það sem fyrir augu og eyru liafði borið mgðan óperan hafði staðið yfir. Prittwitz var skamt frá þeim í mann- þrönginni, hann leit snöggvast lil þeirra og lmeigði sig. Því næst sneri hann við til þess að kyssa á hönd konu og dætra yfirhers- höfðingjans. Hann tók hann við arm sjer og veik með hann til hliðar- Það mátti lesa forvitnina út úr konunum er nálægar stóðu að heyra hljóðskraf yfirhershöfðingj- ans og Prittwitz. Prittwitz virtist ákafur en andlit yfirhershöfðingjans bar vott um full- komna ró. Aðra liðsforingja bar þarna að og sain- talið hækkaði. Yfirhershöfðinginn hneigði sig kurteislega og sneri aftur til konu' sinn- ar og' dætra, en skildi Prittwitz eftir i miðj- um liðsforingjahópnum. Eftir sýninguna bauð greifinn óperufólk- inu og fáeinum liðsforingjum til veislu heima hjá sjer. Þegar stemmingin hækkaði þar harst talið að Jost og Lili. Það var nú efni sem óperufólkið hafði áluiga fyrir, þvi að Lili hafði sungið með því um mörg ár. „Agæt rödd, en vantaði skapið“, stamaði stjórnandinn, Schlumherger, út úr sjer. — Lofyrði hans vakti tortrvggni samt sem áður. Það var augljóst að hann var að reyna að slríða frú Coronelli. Frú Coron- elli fanst ekki eiga annað við á þessum stað en tala uin Lili með samúð: hún ósk- aði henni alls góðs. Frú Zucherztátter dökk, fjörug Wienar- dama, sem prússnesku liðsforingjarnir veitlu sjerstaka athygli, sagðist ómögulega geta haft nokkra samúð með fólki eins og Lili og liðsforingjarnir tóku undir það. Gleðin jókst, svo að Sclilumberger stjórn- anda fór að þykja nóg um, einkum þótti honum liðsforingjarnir vera farnir að gef- ast nokkuð frekir í háttum, svo að hann ákvað að óperufólkið skyldi hverfa burtu. Mjög ungur liðsforingi hauðst til þess að fjdgja frú Coronelli heim; hinar konurnar voru teknar upp í vagn, og fylgt af varð- mönnum þangað sem þær bjuggu í borg- inni Litla frú Zucherztátter varð kyr hjá greif- anum eftir að hún varð þess vís að hún hafði týnt lyklinum að herbergi sínu. Morg- uninn eftir, þegar hún var farin, saknaði greifinn gullúrs sins og tóbaksdósa er voru mjög verðmiklar. Hann ætlaði nú ekki að hafa hátt um hvarfið, en þjónn lians, sem lijelt að grun- urinn fjelli á sig, sótti lögregluna. Fyrir hádegi hafði lögreglan haft upp á mununum og aflient eigandanum þá. Og um leið var frú Zucherstátter sett í fangelsi. Að kvöldi þessa dags rakst Jost á mann- veru framan við dyrnar á húsinu þar sem Lili bjó. Hún var með hatt, sem slútti niður fyrir eyru og í töturlegri ferðalcápu. Þegar Jost gekk framhjá henni tók hún ofan, hneigði sig og hvíslaði: „Sclilumberger er þjer til þjónustu.“ Jost gaf þessu ekki frekar gætur, fyr en liann var kominn inn úr dyrunum, þá fór hann að setja þessa mannveru í samband við Lili. Hann nam staðar augnablik og var hálf vandræðalegur. Svo hjelt liann áfram. Þegar liann var kominn upp stigann greip liann einhver órói á ný. Hann hlustaði og hjelt niðri í sjer andanum. Hann heyrði hjarta sitt slá í ákafa. Hann heyrði mjúka söngrödd eins og kæmi hún úr fjarska. Hann hlustaði og heyrði liana betur. Hún hækkaði og lækkaði eins og alda. Hann varð hrifinn af mjúk- leik og blíðu lónanna. Það var i fyrsta skift- ið, sem hann heyrði hana syngja. Hann hafði aldrei munað eftir því að hún átti ríka og þroskaða listgáfu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.