Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1938, Qupperneq 15

Fálkinn - 02.07.1938, Qupperneq 15
Loftskeytastöðin i Meliunim við Reykja- vík. FÁLKINN 15 árin. Því að með honum komumst við í miklu nánara samband við nmheiminn en áður, þar sem okkur var gert mögulegt fyrir loftskeyt- in að fylgjast með' öllum merkustu heimsviðburðunum jafnóðum og þeir gerðust. Að vísu hafði móttaka loftskeyta átt sjer stað hjer í Reykjavík áður en stöðin var bygð, en móttöku- möguleikarnir voru mjög litlir. — (Fyrsta loftskeytið barst hingað 26. júní 1905). Og ekki vantaða raddir, sem höfðu þau og þýðingu þeirra að háði. Og glósum var kastað að þeim, sem höfðu trú á fraintíð þeirra. Það var i júlí 1916, að Einar Arn- órsson ráðherra og O. Forberg land- símastjóri gerðu kaupsamning við Marconi Wirelese Telegrapli Co. Ltd. London um loftskeytastöð, er reisa skyldi í Reykjavík. Var henni valinn staður á Melunum utan við bæinn. Tókst fljótt að koma stöðinni upp, þrátl fyrir erfiða aðflutninga á striðstímunum. Hafði Jón Þorláks- son (síðar ráðherra) yfirumsjón Friðbjörn Aðalsteinsson, stöðvarstj. Þann 17. fyrra mánaðar voru rjett tuttugu ár liðin síðan loftskeyta- slöðin i Reykjavík var opnuð til al- menningsnota. Og má telja það merkilegan atburð í sögu verklegra framkvæmda hjer á landi siðustu Loftskeyta- stöðin í Reykjavík 20 ára. Alt nudd og núningur, getur ekki gjört þvottinn jafn hreinann eins og hið óviðjafnanlega sjálfvrka RADION. Hið fíngerða RADION löður þrengir sjcr í gegnum vefnaðinn og leysir upp öll óhreinindi án þess að skemma þvottinn, og það er einmitt þessi gagnhreinsun, sem veldur því að flíkurnar líta altaf út sem væru þær spánýjar. RADION skaðar ekki hinn allra fíngerðasta vefnað, vegna þess að RADION löðrið hreinsar fullkomlega, án þess að þvæla þvott- inn og vatnið þarf ekki að vera nema volgt, má jafnvel vera kait. RADION X-RíD 4 4/0-50 LEVER EROTHERS. PORT SUNLIGHT, I.IMITED, ENGLAND. með verkinu og 17. júni 1918 var stöðin svo tilbúin eins og áður gat. Það er óhætt að fullyrða, að fáar ríkisstofnanir hjer á landi hat'a notið jafn mikilla vinsæida og ioft- skeytastöðin. Og íslendingar eru ekki einir um eins og vænta má að meta hina miklu þýðingu hennar. Ótaldir munu þeir erlendir sjómenn hjer við land, sem teija sig eiga henni líf að launa. Þá liafa frægir flugmenn, er flogið liafa yfir Atlantshafið, eins og Lind- hergh, Balbo, von Gronau o. fl. lát- ið i ljós þakkir sínar fyrir hve stöð- in hafi reynst vel og áreiðanlega, og álit sitt um að liún sje til hins mesta sóma fyrir liina litlu íslensku þjóð. — Þegar 20 ár eru liðin frá bygg- ingu stöðvarinnar er svo komið, að hún stendur í sambandi við flest íslensk skip, þar eð þau hafa feng- ið loftskeytatæki eitt af öðru. Siðan loftskeytastöðin i Reykja- vík var bygð, hafa • smáloftskeyta- stöðvar verið hygðar hjer á landi, svo sem í Flatey, ísafirði, Hesteyri, Kirkjubæjarklaustri og Vestmanna- eyjum. I Touaregs í Norður-Afríku var mældur 70Mi stiga hiti (Celsius) árið 1927. En í Jakutsk i Siberiu varð munurinn á mesta hita og kulda 107 stig árið 1928. Þar varð mest 68 sliga frost og 39 stiga hiti. W. J. Brassard í Momence, lllin- ois er bláeygður á öðru auganu en móeygður á liinu. nýja bíó, . framhald af bls. 2. við annan og prinsinn er alt annað en glaður að juirfa að umgangast þessa herra. Og það iíður ekki á löngu, þangað lil hann flytur af hótelinu á smáveitingahús og læsl þar vera blaðamaður með nafninu Rudy Miller í stað þess að vinria að millirikjasamningnum stundar hann skíðaíþróttir; og i einni skíða- ferðinni hittir hann Lili Heiser, sem veit ekki annað en hann sje blaðamaður. Og það er ekki að sök- um að spyrja, að þau verða ást- fangin hvort af öðru og þau njóta ánægju skiðaíþóttarinnar samán dag eftir dag og fellur æ betur og betur að vera saman. Nú líður ekki á iöngu þangað til það fer að kvisast, að prinsinn ætli að kvænast Lili Heiser og þá er liinum æruverðuga forsætisráðherra Rudolfs, Ulrich, nóg boðið. Hann bregður sjer i skyndi til St. Ghrist- ofe. En þegar prinsinn vill ekki fara til haka með góð’11 móti, þá flytur forsætisráðherrann hann nauðugan heim. Það var nú lieldur sorglegt því þetta var einmitt sama daginn og hanh ætlaði að giftast Lili. En alt er gott, ef endirinn er góðrir. Hver varð endirinn? Kínverskt barn sem fæddist i Ghicago 14. sept. 1927 var skirt „langt hopp“ i heiðursskyni við Lindbergh, sem þá hafði hoppað yfir Atlantshafið i einum áfanga milli Nevv York og París. Úr sal lalsemlingartœkja Loftskeytastöðvarinnar.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.