Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA FISKSÖLUSAMLAGSINS VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. F'ramkv.stjóri: Svavar IJjaltested. Aöalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c h j ö t s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern iaugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 lcr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Ánglýsiiiffaverð: 20 aura millim. Ilerbcrtsprent. Skraddaratiankar. - „Við ver.ðum að reyna að drag- ast ekki aftur úr. Við verðum að reyna að verða samferða“, segja íslendingar, þegar verið er að tala um afstöðu þeirra tii annara þjóða. Vitanlega er ])etta rjett. Við meg- um ekki dragast aftur úr, ekki standa í stað. En samferða geta menn því aðeins orðið, að þeir eigi sainleið. Og að mörgu leytr eigum við samleið me'ð þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar og líkastar. En ekki að öllu leyti. Þvi að Island er ekki eins og önnur lönd og islensk þjóð ekki eins og aðrar þjóðir. Á hinuni nýju framfaraárum þjóð- arinnar, hinni nýju landnámsöld, ef svo mœtti segja, hefir verið lögð full mikil áhersla á, að verða samferða, en ekki ávalt tekið eftir því sem skyldi, hvort við eigum samleið. íslenskir staðhættir eru sem sje svo mjög frábrugðnir staðháttum ann- ara larida, að það má heita ógjörn- ingur að eiga samleið með þeim. Hitt er annað mál, að við eigum ekki aðeins að komast jafnlangt, á ákveðnu tímabili og aðrar þjóðir, heldur 'eigum við að komast lengra. Því að við erum í mörgu á eftir þeim og þurfum að „ríða fram á þær“ — komast samsíða þeim, þó gatan verði ekki sú sama. Þvi að ís- lands vegir eru fárra annara þjóða vegir. Þessvegna er það stórliættulegt, að þykjast ætla að verða samferða. Þjóðin hefir gert of margt á liðnum árum til þessa, liún hefir samið sig um of að háttum annara þjóða. Hún hefir eylt s.tórfje i það, að líta út í klæðaburði eins og heimsþjóðirnar, — kvenfólkið hefir keypt sjer silki- sokka og tæringu fyrir fje, sem sennilega mundi nægja til að greiða allar rikisskuldir íslands. Karlmenn- irnir hafa brúkað tóbak og drukkið brennivín fyrir þá upphæð marg- falda. Og keríingarnar drukkið kaffi fyrir þúsund brúarverð. — Svo er verið að skipuleggja ýmislegt, eftir útlendri fyrirmynd, þar sem öllu hagar öðruvísi til en hjer. Skipu- lagning getur verið góð, en hún verður að byggjast á reynslu þess lands, sem fær hana, en ekki á prent- uðum Iagafyrirmælum útlendum. Þá getur hún orðið vond. Það er svo um margt í þessu landi, að það er ýmist ol' eða van. íslend- ingar eru byrjendur í stjórn sinna eigin máfa, þó að þeir hafi stjórn- að „sjermálunum“ svonefndu í ná- lægt 70 ár. Kyrstaðan er dauði. En það getur líka verið varhugavert, að reka of víðtæka tilraunastarf- semi, án þess að sterkar líkur bendi til að hún lukkist. Blaðamönnuin var síðastliðinn laug- ardag boðið í kynnisför í hina nýju niðursuðuverksmiðju Fisksölusam- lagsins, sem nú er að taka til starfa. Stendur hún inst við Lindargötu i nýreistu stórhýsi, sem tekist hefir að koma upp á ótrúlega skömmum tíma, og er nú lokið við að koma öllum aðalvjelunum fyrir. í flestum framleiðslugreinum er starfsemin byrjuð fyrir nokkru. Músið sjálft er 37 metra iangt óg 11 metra breitt og alt tvílyft. í vest- urenda þess er uppgangur á efri liæð, þar sem fyrsl verður fyrir skrifstofan annarsvegar og borð- stofa og búningsherbergi starfs- fólksins, ásamt snyrtiklefum og bað- klefum, hinsvegar. En til þess að fylgjast með verksmiðjurekstrinum í rjettri röð, er best að fara ekki inn um þessar dyr heldur að verða samferða hráefnunum, þ. e. sild, upsa, ýsu, hrognum, kræklingi og ýmsu fleiru inn um eystri dyrnar á húsinu og fylgjast með þeirri um- breytingu, sem á því verður, þangað til það er komið ofan i loftheldar dósir, í þeirri mynd sem neytand- inn sjer það á diskinum sínurn. Fyrir innan dyrnar er stór satur. þar sem tekið er á móti fiskinum. Þar eru kestir af söitu.ðum upsa, glæný hrogn, fullir pokar af krækl- ingi og ýmislegt fleira. En ýsan e • þar ekki, hún sýnir sig ekki á mark- aðinum núna, þó að það sje einmitt hvað mestur viðbúnaðurinn, hvað vjelar snertir, til þess að taka móti henni, því að hún er notuð í fisk- snúðana. Verður síðar vikið að því. En þarna á borðunum fyrir innan er unnið úr hrámetinu, bein tekin úr síld, skel af krækling, og sitt hvað annað undirbúið af þeirri vöru, seni er krydduð eða súrsuð, en ekki soðin ofan í dósirnar. í næsta sal fyrir innan eru stórir hlaðar af dósum með ýmislega kryddaðri síld og gaffalbitum, svo að hægt er að fá síld af sjö mis- munandi tegundum í dósum. Sjer- staklega má minnast á súra síld, því að hún er frekar lítið notuð til manneldis hjer þó öðrum þjóðum þyki hún mesta kostgæti. Hrógnin, sem „kaviar“ er gert úr, eru látin liggja í kryddlegi um hríð, síðan er belgurinn tekinn af þeim, svo að ekki verður eftir annað en brognin sjálf, vatnið pressað úr þeim og þau sett i dósir. Kræklingurinn er verkaður í sjerstökuin legi, svo að liann fær einkar' viðfeldið brágð. í þeirri mynd sem verksmiðjan fram- leiðir liann verður hann án efa eftirsótt vara, bæði utan lands og innan. Þá er að minnast á upsann. Þjóð- verjar munu hafá orðið fyrstir til liess að reykja upsa og leggja hann niður í dósir í þunnum sneiðum og nefria hann sjólax. Líkist hann all- mjög reyktum laxi. Þarna í verk- smiðjunni er hann meðfarinn á lik- an hátt og tíðkast erlendis, að öðru Icyti en þvi, að hann er sneyddur niður áður en hann er reyktur og þessvegna jafnreykist hann miklu betur en ef hann er reyktur í heil- um flökum. öfninn sem upsinn er reyktur í þarna, er einn af þeim, fáu i heiminum, (þeir eru enn ekki nema (i—7 talsins), sem gerðir hafa verið fyrir svona reykingu, og er smíðaður af Kværner Bruk í Noregi, eins og fjestar aðrar vjelar verk- smiðjunnar. Nú skal vikið að fisksnúðagerð- irini. Ýsan fer eftir að hún hefir yerið þvegin og flökuð inn í vjel, sem slcilur roð og bein frá fiskinum og mer hann í kássu. Þá tekur við blöndunar og hræri-vjelin, sem geng- ur frá deiginu. En næsta vjelin er þó eftirtektarverðust. Hún tekur við deiginu og mótar og sýður snúðana o.g skilar þeim í dósirnar, sem koma sjálfkrafa að henni úr gagnstæðri Framh. á bls. ík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.