Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N SJÁLFHELDA VENUR FÓLKIÐ. í sumum kirkjugörðum Berlínar- borgar eru sjálfheldur til þess að geyma í garðkönnur handa fólki til afnota. Til þess að opna sjálfheld- una stingur maður 5 pfenningum í rifu og 10 pf. i aðra. En þegar sá, sem notað liefir garðkönhuna, setur hana á sinn stað aftur, fær hann 10 pf. til baka. Síðan þessi siður var tekinn upp, vanrækir enginn að skila garðkönnunum á sinn stað. Síðastliðinn marsmánuður var heit- ari í Noregi en nokkurntíma siðan 1810. Var hitinn sex stigum yfir meðallag. þessa glergrjóts til bygginga, er svo að segja eingöngu vjelavinna, og að tilraunir fóru fram í þrjú ár áður en tókst að framleiða glerið nógu ódýrt, fagurt og sterkt. Það er svo um flesta nýja framleiðslu á vorum dögum, að lnin er niðurstaða lang- vinnra og liúgkvæmra tilrauna. Geta má þess að Egyftar kunnu að búa til glerperlur fyrir 5000 ár- um, eða um sama leyti og pýramíd- arnir voru reistir. Ekki vita menn hve snemma þeir fóru að gera aðra hluti úr gleri, en elstu glerskálarnar, er menn vita um, eru frá því um 1500 fyrir Kr. Það eru þrjár skál- ar sem fundust í gröf eins af kon- ungum Egyptalands er hjet Thotmes III. og eru þær nú i Metrópólitan- safninu í New York. Er álitið, að af því þær fundust i konungsgröf hafi þær þótt dýrgripir á þeim dögum, og að það hafi þá fyrir tiltölulega skömmu verið farið að gera skálar úr gleri. Allsnemma var farið að nota gler í glugga, og myndaglugg- ar úr gleri eru ekki fullkomnari nje fegurri nú, en þeir voru gerðir fyrir þúsund árum. Framfarir í glergerð hafa samt alment orðið gífurlegar, og má þar einkum tilnefna upp- finningar i glergerð, er menn Fords hafa gert, er breytt hafa glergerðinni í vjelavinnu. Töluverður hluti af eftirgerðu silki er búinn til úr glerþráðum, og ýms önnur ein- kennileg notkun glers. Spegla úr gleri bjuggu fyrstir til Feneyja- búar, um 1300, það voru þeir, sem l'undu þá aðferð, að setja kvikasilf- ur á gler, o,g á þann hát't búa til skuggsjá. En fram að þeim tíma höfðu meyjarnar orðið að láta sjer nægja spegla úr skygðum málmi, en þeir speglar voru jafnan mjög litlir og dýrir. Frægasti hluturinn, sem gerður hefir verið úr gleri að fornu og nýju, er safnglerið i stjörnukík- irinn mikla, sem verið hefir í smíð- um í Bandaríkjunum mörg undan- farin ár. Það er 200 þumtunga í þvermál og vegur 20 smálestir. Lestzarmctður, TERU PRINSESSA, elsta dóttir Japanskeisara sjest hjer stödd í Yasukunimusterinu í Tokio, en það er helgað föllnum japönskum hermönnum. Hirðmaður heldur hlif yfir prinsessunni, svo að ekki skuli rigna á hana. HEKLUNÁLIN KEPPIIt VIÐ PRJÓNINN. Konurnar, sem eru duglegar að hekla vilja sýna hvað þær geta og koma hjer með fallegan kjól, brún- an, með grænum og hvítum rönd- um. Og þær geta sagt með sanni, að hann standi í engu að baki þvi sem best og smekklegast er prjónað. RAUÐAR VALMÚUR OG „HENGIKRULLUR". Hversvegna að vera að fela skraut- ið á háttinum bak við skugga, hefir verið haft í hug hjerna, og skugg- inn liefir verið slitinn í sundur í miðjunni, svo að hinn lit,auðugi valmúuvöndur fái að njóta sín í fje- lagi við hinar yndislegu „hengi- krullur.“ — UNGFItÚ JEDRZEJOSWSKA er pólsk og var meðal þeirra kvenna, sein mesta athygli vöktu á tennis- mótinu síðasta i Wimbledon, London. Sjest hún hjer á tennisvellinum. BAÐNÝJUNG. Fyr meir var það siður að vefja baðbúningnum saman eftir bað- ið og leggja hann inn í baðhettuna. Nú eru komnar á markaðinn bað- töskur, sem til jiess eru gerðar að geyma baðfötin. — Hjer höfum við eina mjög fallega úr rauðum vax- dúk og er hún skreytt með nöfn- um ýmsra stórborga. EDEN KVIKMYNDASTJARNA? Eigandi margra fegrunarstofa i London hefir látið þúsund manns, konur og karla, greiða atkvæði um það, hvaða maður í heiminum gangi snyrtilegast og smekklegast klæddur. Anthony Eden fyrverandi utanríkis- ráðherra fjekk yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða en Gary Cooper varð næstur honum. Er sennilegt að kvik- myndakonungarnir í Ameríku fari að gera Eden tilboð eftir þennan atburð. ÁSLAUG KRÁKA NÚTÍMANS. Gamla sögnin um Áslaugu, sem leysti þá þraut að sýna sig á al- mannafæri þannig að liún væri hvorki klædd nje nakin, hefir geng- ið í endurnýjungu lífdaganna í Eng- landi, þaú sem fólk leggur mikla rækt við sögulegar sýningar. Þar er það sögnin uin lafði Godivu, sem lifir, en hún forðaði bæjarfólki sínu frá þungum álöguin með þvi að riða nakin um götur bæjarins. Þessi saga er rifjuð upp árlega og sýnir myndin ungu stúlkuna, sem leysti hlutverkið af hendi síðast. — Sonardóttir í- þróttamannsins I. P. Múller hafði boðist til þess í vor, að taka þetta hlutverk að sjer, en var rekin úr heimavistarskólanum sem hún var í, fyrir vikið. Konurnar í Jugoslavíu hafa nú gert kossaverkfall. Hingað til liefir það verið skylda jieirra að kyssa bónda sinn á liandarbakið á liverj- um morgni og eins alla þá gesti, sem að garði bera og eru eldri en þær sjálfar. En nú vilja þær hætta þessumóvana. Hús úr gleri. Um daginn var fullreist hús eitt við Fimta-Stræti i New York, sem vakið hefir meira en litla eftirtekt. Hús þetta er sem sje reist að nokkru leyti úr gleri, þó ekki á sama liátt og gróðrarhús, heldur úr „steinum", sem eru úr gleri. Engir gluggar eru á húsinu, en birtan kemur inn um veggina, þó ekki sjáist í gegnum þá. Corning-glerverksmiðjurnar, sem eiga þetta hús, liafa gengið í banda- lag við aðra stóra glerverksmiðju, og hafa þær í sameiningu reist glergerð í smáborg einni er heitir Port Alleghany, og á þar eingöngu að búa til gler til húsabygginga. Eru i borg þessari aðeins 2200 ibúar, en hún þykir liggja vel við til þessar- ar framleiðslu, af því að nóg er þar af sándi, er búa má til gler úr. Ber byggingafræðingum saman um, að með þessu nýja byggingaefni megi gera bæði steinsteypuhús og múr- steinsbyggingar mikið fjölbreyttari, fegurri og þægilegri en áður var hægt. Þess má geta, að framleiðsla

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.