Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N A LLIR ÍBÚAR þorpsins Vezi- era- le-Rethel liöfðu verið viðstaddir útför M. Badon-Lere- mince: lireppsjórinn hjelt minn- ingarræðuna og endaði liana með orðunum: „Hann var manna heiðarleg- astur.“ Já, M. Badon-Leremince var heiðarlegur maður í lifanda lífi, ráðvandur og góður. 1 fram- komu og tali var hann öðrum til fyrirmyndar, hann gaf ekki svo ölmusu að ekki fylgdu ráð- leggingar með, og blessun virt- ist hljóta af öllum hans gjöfum. Hann Ijet eftir sig tvö börn. Sonur hans var ráðgjafi, en dóttirin var gift embættismanni, M. Peirel de la Voulte, og var því í miklum virktum í Veziers. Þau liörmuðu lát föðurins mjög, enda hafði hann alla tíð verið þeim hinn hesti. Þau hjeldu lieimleiðis þegar að athöfninni var lokið, og brutu upp innsiglið að erfða- skránnin. Á umslaginu stóð, að þau ein, börnin og tengdason- urinn, skyldu viðstödd þegar hún væri Iesin, en ekki mátti það ske fvr en að afstaðinni útför. M. Peirel de la Voulte, sem reynslu liafði fengið í þessum efnum, braut upp innsiglið, hag- ræddi gleraugunum og lióf lest- urinn: „Kæru börn! Jeg gæti ekki notið hins eilífa svefns án þess að segja ykkur frá þeim glæp, sem alla tíð hefir spilt ham- ingju minni. Já, jeg framdi glæp, ógurlegan glæp. Jeg var þá tuttugu og sex ára og fjekst við lögfræðistörf í París. Jeg var einmana, þekti engan og var eins og staddur á eyðiey. Jeg tók mjer hjákonu. Þeir menn eru til, sem ekki mega heyra þetta orð nefnt, en svo eru aðrir, sem ekki ])oIa einver- una. Jeg var í hóp hinna síðar- nefndu. Einveran gerði mig dapran og leiðan, og einkum á kvöldin þegar að skyggja tók og arineldurinn var kveiklur. Mjer fanst jeg vera einasta ver- an á jarðríki, einmana og yfir- gefinn, og alstaðar biðu mín hættur; mjer fanst nágrannar minir eins fjarlægir eins og stjörnurnar, sem jeg sá út um gluggann. Jeg var gripinn stjórnleysi og ótta; kyrðin var mjer um megn. Hún var svo djúp og döpur, kyrðin, sem umlykur þann, sem engan á að. Og ef að marraði í húsgögnum, þá var jeg gripinn ólýsanlegri hræðslu. Hversu oft talaði jeg ekki við sjálfan mig, talaði, í þeim til- gangi einum að rjúfa þögnina. En rödd mín virlist hjáróma, og jafnvel hún gerði mig skelfd- an. Er nokkuð ömurlegra til, en að tala við sjálfan sig í mannlausu húsi? Röddin kem- ur manni ókunnuglega fyrir; talað er út í loftið, því að eng- inn er til að hlusta og enginn til að svara, og maður veil hvað sagt muni verða, löngu áður en orðin eru mynduð. Og svo tek- ur dauflega undir í hinu mann- lausa, önnirlega lierbergi. Jeg tók mjer hjákonu, eina af þessum ungu stúlkum Par- ísarborgar, sem ekki geta liaft ofan fyrir sjer með atvinnu sinni. Hún var viðfeldin, góð og einfeldnisleg. Hún átti for- eldra á lífi í Peissey, og lieim- sótti þau endrum og eins. Jeg hjó með henni í eitt ár, en var staðráðinn í því að segja skilið við hana, þegar jeg hitti þá konu, sem jeg hafði hug á að giftasl. Jeg ætlaði að borga lienni fyrir samveruna; það eru óskráð lög þessa þjóðfjelags, að konum sje borgað fyrir ástina, þeim fátæku í peningum, en þeim ríku með gersemum. En einn góðan veðurdag sagði hún mjer, að hún ætti von á barni. Jeg var steini lostinn, en sá þó samstundis, að nú væri líf mitt eyðilagt. Alt mitt líf yrði jeg að hafa konu í eftir- dragi, konu, sem jeg elskaði ekki, og harn, sem vaka þyrfti yfir nætur og daga. Alt mitt líf yrði jeg að reyna að fela þau, jáfnvel sjálfan mig, fyrir um- heiminum. Jeg gat ekki á heil- um mjer tekið vegna þessarar frjettar, en insl i hjarta mínu fann jeg (il óljósrar og glæp- samlegrar hvatar, sem daglega magnaðist. Jeg óskaði ekki að hjákona min dæi. Veslings stúlkan, mjer þótti innilega vænt um hana. en inst i hjarta mínu óskaði jeg kanske, að barnið fengi al- drei dagsljósið að sjá. Barnið fæddist. Það var eins og öll önnur börn. Mjer var ómögulegt að láta mjer þykja vænt um það. Ásl föður á harni vaknar ekki fyr en seinna. — Hann finnur ekki til þeirrar ólýsanlegu ástar, sem móður- inni er í hlóð borið; væntum- þykja hans vaknar smám sam- an, og einkum eftir að barnið er farið að stálpast að mun. Þannig leið ár. Jeg flýði úr ibúð minni, sem nú var of lítil, og sem orðin var að einskonar þvottahúsi. Blæjuir, svif og sokk- ar, eins og dúkkuföt, voru hvar- vetna lögð til þerris, og einkum á skrifborð mitt og hæginda- stól. Annars flýði jeg helst vegna barnsgrátsins; hann grjet öllum stundum, þegar að skift var á honum, þegar að honum var þvegið og þegar að hann var snertur. Jeg hafði nú kynst nokkru fólki, og meðal annars þeirri konu, sem siðar varð móðir ykkar. Jeg elskaði hana heitt og bað hennar; hún tók bón- órði mínu. Og nú var um tvent að velja: að giftast henni og segja ekkert um barnið, eða að segja henni allan sannleikann, glata þannig henni og gerspilla lífi mínu; foreldrarnir hefðu aldrei gefið mjer hönd hennar, ef þau liefðu vitað um mitt fyrra líferni. Þannig leið mánuður, sá versti tími, sem jeg nokkru sinni hefi lifað; jeg leið allar sálar kvalir, og um huga minn Ijeku hinar ljótustu hugsanir. Hatrið á syninum fór dagvax- andi, þetta litla gerpi, sem gerði ekki annað en að öskra, og sem var valdur að því, að allir mín- ir fegurstu draumar urðu að engu. Móðir hjákonu minnar liafði veikst; dóttirin fór til hennar, en jeg var einsamall eftir með barnið. Það var í desember- mánuði og ógurlega kall. Hvi- Iik nótt! Jeg hafði lokið við kvöldverðinn og gekk nú ldjóð- lega inn í lierhergið, þar sem barnið svaf. Jeg settist við arineldinn. Úti var kalt og hvast, frostrósir á gluggunum, en stjörnur hins al- lieiða liimins blikuðu fjörlega. Og þessar djöfullegu 'hugsan- ir, sem í lengri tima höfðu ver- ið efst í huga mjer, komu nú aftur fram. Þær læstu sig um huga minn, Iíkt og þegar krabhamein læsir sig um liold mannsins; jeg mátti ekki sitja kyr, því að þá magnaðist djöf- ullinn, sem í mjer bjó. Jeg reyndi að hrinda þessum hugs- unum burt, reyndi að opna huga minn fyrir einhverju öðru, iiýjum vonum, eins og þegar að maðnr opnar gluggann á morgnana til þess að lileypa hreinu lofti inn. En árangurs- laust. Jeg var algerlega á valdi þessara sýktu hugsana. Jeg get ekki lýst öllum þeim sálar kvöl- um, sem jeg leið. Lif mitt var nú einskis virði, eða var til nokkur leið út úr ógöngunum? Sannleikann mátti ekki segja, og ekki varð snúið við. Og jeg elskaði þá konu, sem síðar varð móðir ykkar, svo lieitl, að engin bönd liefðu getað haldið mjer fró henni. Jeg var haldinn óstjórnlegri reiði og hatri, brjálæði. Já, jeg hlýt að hafa verið brjálaður þá nótt. Barnið svaf. Jeg gekk að vöggunni og liorfði á það um stund. Þarna lá það, þessi ó- mynd, þessi vesalingur, sem ineð tilveru sinni einni gerspilti lífi mínu. Það svaf með hálfopinn munninn, i vöggunni, sem stóð við rúmið mitt; en mjer var ómögulegt að sofa. Hvernig gat jeg gert það, sem jeg gerði? Ekki veil jeg það. Hvaða vald náði yfirhönd- inni á mjer? Freistingin til að fremja þennan glæp kom fyrir- varalaust. Jeg minnist aðeins að hjartað barði ákaft. Það mátti heyra slátt þess langar lciðir. Hugsanir mínar voru allar á ringulreiði, vitið á hurtu, mannúðin horfin. Jeg vissi naumast hvað jeg gerði og var viljalaust verkfæri alls hins illa. Jeg lyfti sænginni, sem huldi nekt harnsins, og Ijet hana á rúmið. Hann vaknaði ekki við það. Þá gekk jeg að glugganum og opnaði hann hljóðlega. ískaldan gust lagði inn í her- hergið, svo kaldan, að hrollur fór um mig allan. Það sloknaði á kertunum. Jeg stóð lengi við gluggann og þorði ekki að líta við, en hið banvæna loft ljek um hár mitt og andlit um leið og það streymdi inn í herbergið. Þannig leið drykldöng stund. Jeg hugsaði ekki um neitt. Jeg var eins og utan við mig. En alt i einu heyrðist smá- hósti, og fansl mjer þá sem stungið væri með hnif í hjart- að. Jeg gleymi þeirri stundu aldrei. Jeg lokaði glugganum i skyndi og flýtti mjer að vögg- unni. Hann svaf ennþá, munnurinn var hálf-opinn og hann hafði ekki spjör utan á sjer. Jeg kom við hann; hann var kaldur sem ís og jeg flýtti mjer að breiða ofan á hann. Iljarla mitt var í molum, og jeg fyllisl með- aumkvun með þessari litlu veru sem jeg liafði ætlað að svifta lífinu. Jeg þrýsti honum að mjer, kysti hann og grjet. Síð- an settist jeg aftur við eldinn. Jeg hugsaði með skelfingu um ódæði mi'lt, og reyndi að gera mjer ljóst hvaða kraftur það er, sem fær menn til að missa þannig stjórnar á sjálfum sjer; fær þá til að fremja glæpi, sem eru þeim þvert um geð. Barnið hóslaði aftur, og kölduin svita sló um mig allan. Ef liann mundi deyja! Guð minn góður! hvað yrði þá um mig? Jeg gekk að vöggunni með kerti í hendinni. Hann svaf Sa^a eftii* «le 9laiipa§§aut. JÁTNINGIN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.