Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Ófriðnum afstýrt - í bili NIÐURSUÐU VERKSMIÐ J A FISKSÖLUSAMLAGSINS. Framh. af bls. 3. átt, frá þvottavjelunum, ofan af lofti. Svo stórvirk er þessi vjel, að hún getur mótað og soði'ð fiskbollur í 12.000 dósir (á 1 kg.) á dag. Er þessi vjél smíðuð af Spjælkevik í Trond- hjem. Öll niðursuðan (þ. e. að segja það sem soðið er í dósum, en ekki geym- ist í saltpækli) verður að „dauð- hreinsast" (,,steriliserast“) til þess að þola ianga geymslu. Til þess er sjerstök suðuvjel eða ;,a.utoklav“, sem tekur um 2000 heildósir i einu. Er hún gufuhituð. Sjerstakur gufuketill er í húsinu, notar liann oliu sem liitagjafa í stað kola og er svo vel einangraður, að hann held- ur nokkrum liita, ])ó að eigi sje hann kyntur í viku. Enda er svalt inni í „ketilrúminu" —- hitinn kemst ekki út. Má sjerstaklega geta þess, að þessi ágæta einangrun er gerð með íslenskum vikri. Hjer hefir aðeins lauslega verið stikað á því helsta, sem fyrir augun her við fljóta yfirsýn, í þessari stærstu niðursuðuverksmiðju, sem nokkurntíma hefir verið stofnuð á íslandi. Við sýningu verksmiðjunnar, á laugardaginn var, voru staddir um iSO manns, gestir ýmsir sem hjer voru staddir á aðalfundi Sölusam- bands ísl. fiskframleiðenda, nær- staddir alþingismenn, borgarstjóri, hlaðamenn o. fl. Formaður Fisksölu- sambandsins, Magnús Sigurðsson bankastjóri, bauð menn velkomna og lýsti i stuttu máli því, hvernig þetta fyrirtæki væri til orðið. Verksmiðj- an hefir verið bygð á ótrúlega stutt- um tíma, en eigi að síður hefir svo vel verið vandað til hennar, að hún má teljast með fullkomnustu verk- smiðjum líkrar iðnar á öllum Norð- urlöndum. Að lokinni ræðu Magnúsar Sigurðs- sonar sýndi forstöðumaður verksmiðj- unnar, Þorvaldur Guðmundsson, gest- unum verksmiðjuna. Þorvaldur liefir frá því að liann var kornungur, feng- ist við afgreiðslu og verkun matvæla, fyrst hjá Tómasi Jónssyni kaup- manni og síðar hjá Sláturfjelagi Suð- urlands, uns hann sigldi fyrir nokkr- um árum til útlanda til þess að læra niðursuðuaðferðir matvæla, og dvald ist þá einkum í Þýskalandi. Að lok- inni þeirri utanferð varð hann for- stöðumaður Rækjuniðursuðunnar á ísafirði. Og þegar ákveðið var, á síðastliðnum vetri, að Sölusamband- ið setti á stofn niðursuðuverksmiðj- una var hann ráðinn til þess starfa, að veita henni forstöðu. Hefir hann á sínum uriga æfiferli áunnið sjer traust og álit, og þykir hinu mikla fyrirtæki, sem er einstakt í sinni grein, vel komið í hans höndum. FyJgja því óskir allra góðra manna, og vonir um, að það eigi eftir að vinna þjóðinni mikið gagn. „Fálkinn" birtir hjer myndir af vérksmiðjuhúsinu að utanverðu, stúlkunum sem eru að verka „hrá- vöruna“, og af verksmiðjustjóranum, Þorvaldi Guðmundssyni. Hafnarstjórinn í Liverpool á Eng- landi, sir Richard D. Holt sagði ný- lega í ræðu, sem hann hjelt, að skip væru yfirleitt helmingi stærri nú, en þau, sem hefðu verið í förum fyrir þrjátíu árum. Meðalstærð skipa er til Liverpool hefðu komið 1905 hefði verið 600 smálestir, en ineðalstærð 1937 hefði verið 1100 smál. — Maður getur aðeins grætt heið- arlega með einu móti.... — Og með hvaða móti er það? — Grunaði mig ekki, að þú mundir ekki vita það. Það þóttu gleðitíðindi, sem skeðu i síðustu viku, er það tókst að af- stýra þeirri yfirvofandi hættu ófrið- ar, sem liafði lamað heiminn und- anfarnar þrjár vikur. Sáttmálinn, sem gerður var, er að vísu, að því leyti merkilegur, að Adolf Ilitler slakaði til — í fyrsta skifti á æfi sinni, en aldrei mun hann verða til frambúðar. Myndin lijer að ofan er landkort af Tjekkoslovakíu. Er þar sýnt með línuriti yfirlit um það, sem Þjóðverj- ar heimtuðu af Tjekkum. Þar er merkt með svörtu, alt það, sem I’jóð- verjar telja sig eiga 90—100% af íbú- unum. Þar sem þeir þykjast eiga 70—90% er merkt með skástrikum. Loks er það merkt með langstrikum, sem Þjóðverjar eigna sjer 50—70% af. Sannleikans vegna verður að taka það fram, að þetta yfirlit hefir að geyma mikil ósannindi. í engu af þessum hjeruðum er þýska fólkið eins mannmargt og fólkið segir, samkvæml skýringunni hjer að ofan. En allan norðurhlutann af Tjekko- sjovakíu gaf Benes forseti eftir, fyrir ákveðna milligöngu Breta, — til þess að afstýra heimsstyrjöldinni nýju. Á næstu dögum sker breska þjóð- in úr því, livort heimsfriðurinn geti orðið til þeirrar frambúðar, sem all- ir þrá að hann verði. Hlutlausar þjóðir vona það. Hinar myndirnar sem hjer eru birtar, koma þessu máli við, þareð önnur er af samfundi Neville Cham- berlain og Hitlers, í Berchtesgaden. Neðri myndin er af Godesberg, þar sem þeir mætast í annað sinn, Hitler og Chambérlain. Grannnófónskifan er fimtug í ár og liefir sáralítið breyst á þessum tima, þó að upptökuaðferðirnar og grammófónarnir sjeu nú fullkomn- ari en áður. Það var þýskur maður, Emile Berliner frá Hannover, sem gerði fyrstu grammófónskífurnar, í þeirri mynd, sem þær eru nú. Edi- son hafði nolað vaxplötur, sem voru rniklii ófullkomnari. England liefir tvö stór rannsóknar- skip sífelt í förum um úthöfin," „Dis- covcry 11“ og William Scoresby". Skip þessi eru kostuð af sjóði þeim, sem safnast liefir af afgjöldum af hvalveiðum á Falklandseyjum, sem Englendingar eiga. Sá sjóður er nú orðinn um 13 miljónir króna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.