Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Íí3$>:: ;V: líífíllll v. .' Vgísgsj* ' v s >1$ ■• " /W&< XWÍ1* iiWitMpͧ«liS Georg Englakonungur og drotning hans gera sjer mikið far um að kynnast hag verkamannafjölskyldn anna i London og í því skyni fara þau í heimsúkn til verkafólks án þess að gera hoð á undan sjer. Mæl- asi þessar heimsóknir misjafnlega fyrir, því að flestir vilja gjarnan fá að vita um komu gestanna fyrir- fram, jafnvel þó ótignari sjeu en Bretakonungur, til þess að geta að minsta kosti þrifað húsakynnin og farið í skárri leppana. Hjer á mynd- inni sjást konungshjónin í eldhús- inu hjái gömlum hjónum, sem lík- lega hafa fengið að vita um kom- una fyrirfram, því að alt er þar svo hreint og þokkalegt. Finnlendingar, hjeldu hátíðlegt tutt- ugu ára afmæli sjálfstæðis síns núna í vor með miklum veislum og samkomum og hersýningum. Einn þátlur hátíðahaldanna var sá, að herliðar frá borgarastyrjöldinni 1918 gengu í fylkingu fyrir Mann- erheim hershöfðingja, sem síðar varð fyrsti forseti Finnlands, á Sen- atstorginu í Helsingfors. 1 vor rjeðst hópur Dana til þess að flytja búferlum til Venesuela. Var mjög deilt um þennan útflutning í Danmörku og flestir voru honum mótfallnir, því að útflytjendurnir urðu að taka á sig ýmsar kvaðir er til Venesuela kæmi og eru í raun- inni ekki frjálsir menn fyr en eftir allmörg ár, ef þeim þá hefir tekist að uppfylla þær skyldur, sem Jyeir undirgangast. Eigi að síður urðu um 80 manns til þess að fara þangað og sýnir myndin hjer að ofan nokk- uð af fólkinu er það var ferðbúið. Mörg börn voru i höpnum. Englendingar vilja ógjarna án þess vera að leika golf, hvar sem þeir eru staddir í veröldinni og þess- vegna eru golfbrautir víða á þeim stöðum, sem enskt skemtiferðafólk sækir. Þegar hefir verið gerð mjög fullkomin golfbraut við pyramíd- ana í Egyptalandi. Myndin sýnir fólk á brautinni með úlfalda hjá sjer en i baksýn er Cheops- pyramídinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.