Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 08.10.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N -------- GAMLA RlO ------------- Konnngur skemtir sjer. Afar fjörug og fyndin gaman- mynd — sem hefir gengið á Grand í Kaupmannahöfn 5 sinn- um á dag í (i vikur á heitasta sumartímanum. Aðalhlutverkin leika: VIKTOR FRANCKEN, GABY MORLAY, ELVIRE POPESCU. Jafnvel fólk sem ekkert orð kann i frönsku, mun veltast um af lilátri meðan sýning myndar- innar stendur yfir. ,,Kongurinn skemtir sjer", heitir kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna alveg á næstunni og er tekin eftir hinum fræga franska gaman- Ieik „Le Roi“. Það er ekki ofmælt, þó að sagt sje að myndin sje spreng- hlægileg frá uppliafi til enda og fara margir kunnir franskir skop- leikarar með hlutverk í henni. — Jean fjórði, konungur í Cerda- gne fer í fjögra daga opinbera heim- sókn til Parísar, m. a. i þeim erind- um að vinna að verslunarsamningi milli Cerdagne og Frakklands, sem erfitt hefir verið að koma á. Eitt af því sem konungurinn æskir helst meðan á heimsókninnii stend- ur er að fara á veiðar með mark- greifanum af Chamaranda, en fað- ir hans var lengi sendilierra i Stef- anopel, höfuðborg Cerdagne. Lögreglustjóri M. Blond, er í för með Hans Hátign í ferðinni, í senn fararstjóri og lífvörður. Á Chamaranda verður mikill fögn- uður, er það frjettist að kongurinn kemur þangað, en þar eð fasanar markgreifans hafa mjög týnt tölunni verður hann að kaupa mikið af fasönum af Bourdier nágranna sin- um vellauðugum, sem er verksmiðju- eigandi og þingmaður í senn. í sambandi við heimsókn markgreif- ans reynir Bourdier að nota tækifær- ið til þess að koma trúlofun á stað milli dóttur sinnar og Sernin sonar markgreifans, en markgreifinn tekur því hið versta, þrátt fyrir það að ekki skortir ástina hjá þeim ungu. Orsökin er ættardramb greifans. Og nú kemur leikkonan fagra, Therese Marnix, til sögunnar. Og það er skemst af því að segja, að allir þessir tignu menn, sem nefndir hafa verið standast ekki fegurð hennar, og konungurinn er síst sterkari á svellinu en aðrir. Nú rekur einn þátturinn annan, og eru þeir hver öðrum hlægilegri. Veiðiför, veisiuliöld og kvennafar, all sýnt í skoplegu Ijósi. Það er ágætt fyrir þá, sem vilja fá sjer hressandi hlátur að sjá þessa myml. — Og manninum er nauð- synlegt að hlæja duglega við og við. Það lengir lífið segja vitrir menn. HANN FÆR EKKI AÐ GIFTA SIG. Þrettán ára gamall strákur vestur i Indiapolis hefir verið kærður fyr- ir að reyna að nema á hrott unn- ustu sína, sem heitir Betty Lacer og er tólf ára.. Hafa þau eignast barn saman og vildu ganga í hjónaband. Hafa foreldrar hennar kært tilvon- andi tengdasoninn. Strákurinn, Tommy Chapinann er fokreiður yfir því, að yfirvöldin vilja ekki leyfa honum að giftast stúlkunni sinni, og liefir hann nú skrifað Roosevelt forseta brjef og beðið hann um að taka í taumana. Hann segist eiga heimtingu á að giftast eins og hver annar og barn- ið hans er ekki ómyndarlegra en önnur börn, segir hann. Það vóg fimtán merkur þegar það fæddist, og furðar Jækna á þessari miklu þyngd. Ásmundur Guðmundsson pró- fessor varð fimtugur 6. þ. m. Jón Björnsson, bóndi á Ölvalds- stöðum í fíorgarbreppi í Mýra- sýslu, varð 80 ára 6. þ. m. María Markan óperusöngkona var meðal farþega á Gullfoss um síð- ustu helgi. Hefir hún dvalií er- lendis óslitið í þrjú ár og að heita má eingöngu í Þýskalandi. Hefir hún sungið í erfiðum óperuhlut- verkum eftir heimsfræga höfunda eins og Mozart, Puccini, Strauss, Verdi og Weber. Að henni liafa verið fengin vandasöm ldutverk er næg sönnun fyrir þvi áliti, er hún nýtur í Þýskalandi. Hún liefir hvar- vetna fengið mjög góða dóma og eru þó Þjóðverjar söngvönd þjóð. Auk þess sem ungfrú Markan hefir sungið í óperum hefir hún haldið konserta og sungið í útvarp víðs- vegar um Þýskaland. Á norrænu tónlistarhátiðinni er haldin var í Kaupmannahöfn fyrir fáum vikum söng hún við góðan orðstír og var þar sem víðar Iandi og þjóð til sóma. Söngur hennar þar þótti svo góð- ur, að stjórn Konunglega Leikhúss- ins í Kaupmannahöfn bauð henni að syngja við leikhúsið sem gestur Tómas Tómasson, forstj., verður 50 áira 9. þ. m. Jóhann Kr. Hafliðason trje- smiðameistari, Freyjugötu hó, varð 60 ára 6. þ. m. þess á komandi vetri, og gerir ung- frúin ráð fyrir að taka því boði og byrja starf sitt þar eftir nýárið. — Áðpr en hún fer utan ráðgerir hún að halda að minsta kosti einn konsert hjer í höfuðstaðnum. Enskur sprengjuframleiðandi, mr. Stroude hefir fundið upp sprengi- efni, sem er þrefalt sterkara en dynamit. Er það búið til úr ýmsum úrgangsefnum kola. Kennarinn: — Hvað er hann faðir þinn, Friggi? — Hann er veikur. — Jeg vil vita hvað hann gerir. — Hann hnerrar. — Þú átt ekki að segja mjer hvað hann gerir þegar hann er veikur heldur þegar hann er hress. — Þá hnerrar hann ekki. Kennarinn (fokvondur): — Skil- urðu ekki drengur, að jeg vil fá að vita hvað liann faðir þinn er, þegar liann er ekki veikur og hnerrar ekki. — Þá er hann heilbrigðúr. ------- NÝJA BÍÓ. -----------— Margt er skritið í Hoilywood. Amerísk skemtimynd frá United Artists. Hjer leikur hinn dáði skoplistarleikari LESLIE HOWARD afturhaldssaman kaupsýslumahn se.m er sendur til kvikmynda- borgarinnar Hollywood til þess að reyna að reisa við fjárhag kvikmyndafjelags er komið var á fallandi fót, þar kemst hann í mörg skopleg æfintýri og aldrei hefir áhorfendum gefist betra tækifæri að kynnast lífinu í hin- um stóru kvikmyndasölum kvik- myndaborgarinnar frægu, en i þessari mynd. Ein af næstu kvikmyndum Nýja Bió lieitir „Margt er skrítiff í Iiollg- wooil, og er hún tekin al' United Artists undir stjórn Tay Garnett, með Leslie Howard og Joan Blon- dell i aðalhlutverkunum. Handritið að kvikmyndinni er samið af tveim frægustu rithöfundum í Hollywood, sem hafa gert hvert kvikmynda- handritið öðru betra. Myndin gerist í hinum heimsfræga kvik- myndabæ Hollywood, þar sem lifs- púlsinn slær ótt, og alt er á fleygi- ferð. — Kvikmyndafjelagið „Colossal", í Hollywood á við fjárhagslega örð- ugleika að striða, og einn af eigend- unum, gamall fjármálasnillingur er kominn að þeirri niðurstöðu að ekki sje annað að gera en selja það. — Lögfræðilegur ráðunaulur hans Alterbury Dodd, ræður lionum frá því. Það verður að samkomulagi milli þeirra eftir nokluirn ágrein- ing, að Dodd er sendur til Holly- wood til að rannsaka nánar fjárhag „ColossaT*. Verði fjelaginu ekki bjarg að, ætlar Dodd að sækja um lausn frá starfi sinu. Dodd, sem er frábær fjármálamað- ur kemur nú til Hollywood, höfuð- borgar kvikmyndalistarinnar. Og hann er svo illa að sjer um alt sem við kemur kvikmyndum, að hann hefur aldrei heyrt Garbo eða Shir- ley Temple nefnda, hvað þá aðra! Dodd er allur í tölum, svo að liann merkir ekki einu sinni fegurð hinn- ar ungu kvikmyndaleikkonu, sem verður einkaritari hans. lín smátt og smátt opnast augu hans fyrir )>vi, að lífið er annað og meira en tölur, og að sá sem ekkert sjer annað en þær er snauður maður. Lester Plum sannfærir hann um það, að ástin á sinn rjett, og að hún er sterkara afl en tölurnar, þegar lífið er rannsak- að ofan í kjölinn. ÖIl stórblöð Kaupmannahafnar bera liið mesta lof á þessa kvik- mynd. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.