Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Side 3

Fálkinn - 10.12.1938, Side 3
F Á L K 1 N N 3 20 ára fuliveldisins minst. Prjónlessýningin. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. BlaðiS kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddarabankar. „Flýtirinn — asinn, hvernig eig- um vjer að þola það. Engum er fæ- t að þola það, vorri kynslóð nje næstu tveimur“. Orðin eru höfð eftir kyrlátum spekingi í því fljóthuga landi, Frakk- landi, um það leyti sem blöðin háru út fregnina um, að liugvitsmanni — frönskum þó, hefði tekist að gera vjel, sem gæti knúið fram vagna hestlausa, en þó með miklu meiri hraða, en hestar hlypu fyrir vagni. hetta var fyrir rúmum fimtíu árum aðeins, sem hann sagði þessi orð. Og heimurinn gerir gys að þeim. íslendingar líka. En þó situr það sist á þeim. Því að einmitt hraðinn hefir valdið þvi, að nú er órói i ís- lensku mannfjelagi, meiri en þörf er á. Menn hafa ekki tíma til að hugsa, þvi að alt gerist svo fljótt og alt þarf að gerast „fljótt, í snatri, og undir eins“. ' Gæsalappaorðin gefa aðeins til kynna frumstig, miðstig og yfirstig lýsingarorða á sama hátt og „góður, betri, bestur“. En þau gefa um leið til kynna mátt hraðans. Maður sem er að flýta sjer — hvort hann er seinn eða fljótur — er aldrei nema hálfur maður. Meðvitundin um, að hann sje orðin of seinn tefur hug hans og framkvæmdir oftast meira en um helming og auk þess veldur hún því, að hann hefir miklu meira fyrir því, að vinna þennan lielming — eða tæplega það, af því sem hann átti að vinna, en hann hefði haft fyrir því, að vinna verkið alt, ef hann hefði ekki þurft að flýta s.;er. Enginn flýtir sjer meir en iðju- samur maður. Maðurinn, sem jafnan er sjer þess meðvitandi, að hann sje uð viiuia, og aldrei truflast i rásinni, nema þegar truflaðir menn hraðans hiðja hann að flýta sjer. Maðurinn sem vinnur, á jafnan að láta það vera orðtak sitt: ekkert liggur á! Nema þegar verulega liggur á. Það koma jafnan fyrir stundir, þegur verulega mikið liggur á. Og þá er maðurinn, sem hefir rólyndið og taugastyrkinn, jafnan á undan hin- um, sem flýta sjer mest. Þetta ligg- ui í því, að hann hefir ekki tamið sjer, að háspenna taugar sínar og gera sig allan jianinn, í hvert skifti, sem maðurinn, sem aftaf er að flýta sjer, kemur til hans á síðustu stundu og vill láta alt ganga „fljótt, í snatri, og undir eins“. Þar er hans megin og máttur. Hann lýkur því, sem um var beðið og læðist svo máske tii að segja: „Kemst þó hægt fari“. tslenskir siúdentar hafa tekisl þann vanda á hendur árum saman að gangast fyrir hátíðahöldum hjer í bænum fullveldisdaginn 1. desem- ber. Hefur sá dagur verið hinn ár- legi hátiðisdagur þeirra. Að þessu sinni voru liátiðahöldin öllu svip- Minnismerki Jóns Sigurðssonar á Austiirvelli í hátiðarskreytingu. meiri en vant er í tilefni af því að nú voru liðnir rjettir tveir áratugír frá því ísland fekk fullveldi sitt og islenski fáninn var dreginn í fyrsta sinn að hún á stjórnarráðsbygging- unni. Veður var kalt hátíðisdaginn. Norð- anstormur og sandrok á götunum svo að án efa dró það úr almennrí þálttöku stúdenta við útiskemtunina. Kl. eitt söfnuðust stúdentar, eldri og yngri, saman á Garði, stúdenta- heimilinu, og gengu þaðan fylktú liði undir fánum, með hornaflokk í broddi fylkingar, að kirkjugarðin- ura og staðnæmdust þar fyrir fram- an leiði Jóns Sigurðssonar. í sama bili bar jiarna að flokk íþrótta- manna, er fylkt höfðu liði sínu suð- ur ér íþróttavelli. Formaður Stúdentaráðsins, Sig- urður Bjarnason stud. jur., frá Vig- ur, flutti ræðu fyrir minni Jóns Sig- urðssonar og lagði krans á leiði hans fyrir hönd íslenskra stúdenta. Var skrúðgöngu stúdenta og í- þróttamanna nú haldið áfram eftir Suðurgötu, Aðalstræti, Austurstræti, Póstlnisstræti og gengið kring um Austurvöll og staðnæmst loks við Alþingishúsið. . Flutti Sig. Bjarnason þar nokkur ávarpsorð, en á eftir talaði Pjetur Magnússon hæstarjettarlögmaður og var því næst leikinn þjóðsöngur- Sigurður fíjarnason stud. jur. talar við leiði Jóns Sigurðssonar. inn. — Urðu útihátíðahöldin nokkru styttri en ætlað var sakir hvass- viðris og kulda. Kl. 3 efndu stúdenlar til veglegrar samkomu í Gamla Bíó, þar var margt manna sarnan komið. Voru þar ræður fluttar, sungnir gluntar, tónleikar og kórsöngur. Um sjöleytið hófst svo veisla að Hótel Borg með mikilli þátttöku. Var þar góður fagnaður. Skiftist á undir borðhaldinu ræðuhöld, söng- ur og hljóðfærasláttur. Að lokum var svo stiginn dans lengi nætur, þó að svo mikil þröng væri í Gyha salnum á Borg að liún hefur ef til vill aldrei meiri verið. Útvarpið lielgaði fullveldinu dag- skrá sína allan daginn. Talaði for- sætisráðherra í það kl. 1; og um kvöldið formenn allra stjórnmála- flokkanna. Endurvarpað var hátíða- höldum íslendinga í Kaupmanna- höfn þar sem krónprinslijónin voru viðstödd, og ræðum Staunings for- sætisráðherra og Sveins Björnssonar sendiherra. Ennfremur hátiðahöld- um íslendinga í Winnipeg, er heyrðust vel. Hátiðahöld í tilefni af fullveldisaf- mælinu fóru fram í flestum kaup- stöðum og stærri kauptúnum og guðsþjónustur voru haldnar í mörg- um kirkjum landsins. Vaxandi skilnings fyrir nauðsyn samtakanna virtist gæta i ræðum þeirra mörgu góðu ræðumanna, er ljetu heyra til sín á fullveldisdaginn og allar ýfingar voru þar útilokaðar eins og vera ber á þessum sameigin- lega hálíðisdegi allrar þjóðarinnar. Sigurður Bjarnason leggur blómsveig ú leiði Jóns Sigurðssonar Þegar litið er yfir hin liðnu 20 ár okkar fullveldis, þá er margs að minnast. Óneitanlega megum við vera ánægðir með hinar mörgu fram farir, sem gerst hafa á þeim árum. í verklcgu tilliti hefir okkur skilað betur áfram á þeim en öldum saman áður, og það þrátt fyrir dreifða krafta. Hvað múndi þá, ef þjóðin hefði verið samhentari? Saga okkar íslendinga skýrir frá þeirri þungu reynslu, að við glöluð- um frelsi okkár fyrir metorðagirnd einstakra manna, valdagræðgi og fjegirnd, og það leið hálf sjöunda öld áður en það væri endurheimt. Förum nú betur að ráði okkar en feðurnir gerðu. Okkar er reynslán, þeirra var reynsluleysið. — f einu dagblaðanna hjer i hæn- um birtist á fullveldisdaginn ljóm- andi fallegt kvæði, kjarnyrt og heil- steypt eftir Jón skáld Magnússon. Þar stendur m. a. þetta afburða snjalla erindi: Reynslan sára veri okkur vígi. Vandinn fram til nýrra dáða knýi. Einni fylking tengist sál við sál. Sverfi hvast til eggjar viljans stál. — Litla þjóð, sem átt í vök að vcrjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast. Stattu saman heil um heilög mál. Þetta erindi þarf að ná til hjarta hvers einasta íslendings á þessum Síðasta skifti sem jeg kom i jVlark- aðskálann á þessu hausli var þar garðræktarsýning. Aðdáanleg á marga vísu og sýndi vel, að fyrir íslendingum er smámsaman að vaxa sá skilningur, að hollur sje lieima- fenginn baggi, og að ekki þurfi yfir ána til þess að sækja vatn. í síðasta skifti, sem jeg kont þang- að núna á þriðjudaginn var, sá jeg sýningu þess, sem íslenskar hendur — aðallega kvenfólksins — geta bú- ið til úr íslenskri ull. Ilún er líka gróður íslands, þó í öllu meira lagi megi heita óbeinlínis. En samt er hún íslensk og ekkert annað. Hún hefir vaxið upp af íslenskum stað- háttum og veðráttufari. Hún hefir verið toglöng, til þess að geta hrint af sjer regninu, hún hefir verið þel- hlý, til þess að forða sauðfjenu — lífsvætti þjóðarinnar í líkamlegu lil- liti — frá því að krókna. Kuldi, regn og rok eru einkenni loftslagsins á þessum veðramótum, sem gerast milli Ishgfsins og Atlantshafsins — Pói- straumsins og Golfstraumsins, se:n talað er um i hverri landafræði barnaskólanna, en enginn skilur fyr en hann veit meira um. Því að veðr- ið -— afleiðingin — er aðalatriðið fyrir ísland. Svo var það orðin hjátrú, upp úr vinnuhjúaleysinu og flutningi þjóð- arinnar til bæjanna, að það væri „óþægilegt" og i allan máta lítt sam- svarandi kröfum tima og tísku, að láta vinna utan á sig heima. Satt var það, að vinnan á heimilinu var mis- jöfn. Hún var algjörlega komin und- ir þekkingu húsmóðurinnar á hverju heimili um sig. Og fólk keypti bóm- ull, fólk keypti ull — en það var alt útlent. En sagan sannar, ásamt síð- ustu hagskýrslum, að fyrir 750.000 kg. af ull fengust aðeins inn i landið 1,65 miljón kr. — en fyrir þriðjung- inn af því:250.000 kg. af ull, sem unnin var í landinu sjálfu, fengust i peningum fyrir afurðirnar: tvær og hálf miljón króna. Allir óblindir menn sjá mismuninn, og jafnvel þeir, sem blindir eru heyra hann. •— — — Heimilisiðnaðinum hrörn- aði. Þjóðin fór að tala uin verk- smiðjurnar, sem vitanlega eru ó- missandi ó hraðans timum. íslensk ull var komin í óálit, vegna þess að fólki, sem hafði vanist ó að kaupa ljeleg hómullarnærklæði, „klæjaði úr henni“. — Þetta íslenska var vont! Fyrir mörgum árum höfðu tvær konur hjer í bæ, frú Anna Ásmunds- dóttir og Laufey Vilhjálmsdóttir, halt hug á þvi, að komast að betri niður- stöðum en þeim ríkjandi, um gæði íslenskrar ullar. Á þeim grundvelli er risin upp sýning sú, sem á þriðju- daginn var opnuð í Grænmetisskóí- anum og verður opin til jafnlengd- ar i næstu viku. Sjólfur undirbúningstíminn liefir verið stuttur, en þó eru afrekin, sem þarna sjást, svo undraverð, að það hlýtur að furða flesta. Ekki lista- verkin, sem unnin hafa verið órum saman af íslenskri kvenþjóð, ekki dúkarnir, ekki gólfáklæðin eða því um líkt. Það sem mestu hlýtur að varða, eru munirnir þarna, sem unnir eru úr islenskri ull eingöngu en þó svo mjúkir og voðfeldir, að engum dytti í hug, að þeir væru unnir úr þessu liróefni. Sokkarnir, peys- urnar, nærklæðin — alt er hvað öðru líkt upp á mýktina. Til þess að Framh. á bls. l/i. vegamótum er nú stöndum við á, þá mun hjer verða „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, er þroskast ó guðs- ríkisbraut.“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.