Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Page 10

Fálkinn - 10.12.1938, Page 10
10 FÁLKINN Hvimleiður Mrvöxtur (Hypertrichosis) og algerð ðtrping hans. Vera Simillon. Fálkinn hefur sniiiö sjer til frú Véra Simmillon og farið þess á leit aö hún tjeti lesendum blaðsins í tje. fróðleik um meðferð hárs og hör- unds. Friiin hefur góðfúslega orðið við ,tHmæIum vorum og mun Fálk- inn birta nokkra greinaflokka um jjessi efni. Eins og lesendum blaðs- ins mun vera kunnugt hefur frú Vera Simillon, professeur d’estheti- que, unnið fjölda mörg ár að iðn sinni í París áður en hún hóf starf sitt hjer á landi. Undanfarna vetur hefnr frúin stundað tæknisnám við Háskóla íslands, jafnframt því sem hún hefur opna sngrtistofu á Lauga- veg .15 hjer í bæ. Ilyperlrichosis þýðir óe'ðlilegur hárvöxtur á þeim líkamshlutum sem annars eru eingöngu þaktir likhárum, Greinarmunur er gerður á óeðlileg- um hárvexti, sem er meðfæddur og sem er rœktaður. Ræktaður hárvöxt- ur stafar af því, að Iíkhárin eru slit- in upp með höndum, töngum eða vaxi (alment er haldið að gildari endinn sje hársrótin). En hárlaukarnir verða eftir í húð- inni og mynda sífelt grófari og dekkri hár við ertinguna, sem verð- ur, þegar liárin eru slitin upp. Þessi hár liggja að lokum alveg saman- beygð í húðinni, því að þeim er kipt upp ýmist frá hægri eða vinstri, að ofan eða neðan. Háreyðingarmeðölin: Taky, Vite Dulmin o. s. frv., sem samkvæmt auglýsingum „halda húðinni silki- mjúkri“ komast til allrar hamingju ekki inn í hana, til að eyðileggja hársræturnar og jafnvel trufla lif- færakerfið, heldur verða afleiðing- arnar þær sömu og eftir rakhníf- inn, en þó heldur seinvirkari, að hin fíngerðu líkhár verða stöðugt grófari. Brenslan og hinn svonefndi „undrasteinn“ hafa, er til iengdar lætur, alveg sömu áhrif og rakstur. Það líður ekki sá dagur, að jeg hafi ekki til meðferðar þessa tegund hára, og jeg skrifa þessar linur til að koma i veg fyrir slíkan skaða í framtíðinni. Það er verkefni læknanna að fást við meðfæddan, óeðlilegan hárvöxt, hvort sem hann er um allan likam- ann, eða á einstökum likamshlutum, að rannsaka hvort ekki sje um að ræða vöntun á starfsemi innri (endokrinen) kirtlanna og lækna það með meðölum eða diathermie (bæði þessi tilfelli verða aðeins gerð verri með aðferðum þeim, er áður var getið). Ungum stúlkum á kyn- þi-oskaskeiðinu, sem hafa mjög á- berandi líkhár, skal ávalt ráðlagt að leita læknis, og þær eru varaðar við öllum háreyðingarmeðölum og eins að reyna að eyða liárunum með Diathermie, einnig þegar um er að ræða ræktað hár. Jeg reyni altaf að fá ungar stúlk- ur með áberandi líkhár, til að bíðj þangað til ])au þroskast meira með aldrinum og jeg mun skýra frá hversvegna jeg geri það, í kaflanum um aðferðir við algerða háreyðingu. Ósjálfráður hárvöxtur hættir oft sjálfkrafa hjá þunguðum konum og stúlkum á kynþroskaskeiðinu. Lík- hár kvenna á fimtugsaldrinum taka oft að þroskast, án þess að þær geri nokkuð til þess. Einnig kemur það fyrir næstum allar konur að hin fíngerðu líkhár þroskast með aldrin- um, og er auðvelt að ráða bót á því, ef það eru ekki ræktuð hár. Jeg ræð þvi öllum til að ráðfæra sig sam- tímis við lækni, þvi að eins og jeg hef áður sagt, álít jeg að það stafi af vöntun á starfsemi innri (endokrinen) kirtlanna. Jeg vil aðeins bæta þvi við, vegna þess að jeg er oft spurð um það, að venjulegt andlitskrem veldur ekki neinum hárvexti, en sterk smyrsl og langvarandi sólgeislalækningar auka hann. Aðferðir við algerða háreyðingu. Jeg hefi nú í tíu ár fengist við algerða háreyðingu, og vona að lifa jiann tíma, þegar tekst að vinna bug á meðfæddum og rækluðum hárum með geislalækningum (Röntgen eða Buckigeislum), án þess að spilla andlitshúðinni, sem hingað til hefir reynst ómögulegt. Jeg hefi ennþá ekki haft neina reynslu, að l)ví er snertir geislalækningar, en mjer var einu sinni falið að ná i burt andlits- hárum, sem eftir höfðu orðið við Röntgenlækningu, er hafði tekist vel, en jeg varð að gefast upp, því að húðvefirnir voru svo skemdir, að jeg fann ekki hárpokana. Árið 1875 var „Elektrolyse" i fyrsta slrifti notað í Ameríku af augnlækn- inum Michel, tii að ná burtu augna- hárum, sem uxu inn á við. Þessi að- ferð var brátt tekin upp í öllum löiid um til að eyða óþægilegum hárum. Hárpokanum er fylgt með nál, sem er lilaðin neikvæðum rafstraumi (Gleichstrom). Straumurinn er í allri nálinni og hárlaukurinn og nærliggjandi vefir eyðileggjast efna lega. Því miður var oft notaður of sterkur straumur, eða hárin tekin ol nálægt, svo að á jjessum tilrauna- tímum urðu oft eftir ör. Nú á tím- um er straumurinn, sem nolaður er aðeinh 0,5—1 milliamp. og jeg hefi aldrei orðið vör við nein ör. En áð- ur, þegar hvert hár þurfti 15-—30 sek. og hár, sem áður höfðu verið slitin upp ennþá lengri tima, þá var i mesta lagi hægt að ná 50 hár- um á kl.st. j)ó að alt gengi vel. Jafn- vel, þó að unnið væri með sex nál- um í senn, gekk verkið mjög seint. Á námstíma mínum var farið að nota hin stóru Diathermietæki, til að eyða hárum, með góðum árangri, og gerði j)að eyðingu háranna fljót- virkari. Þó var straumurinn enn of slerkur og tækin hitnuðu við langa notkun. Árið 1930 var komið fram með l'yrsta litla Iiochfrequenz-Diathermie tækið á fundi „Kosmische Chirt- urgie“ í París, sem upp frá því út- rýindi algerlega „Electrolyse“ við háreyðingu. Þannig geta þeir, sem verkinu eru vanir, náð burt 000 hár- um á kl.st. Hárlaukarnir eru nú að- eins eyðilagðir með nálaroddinum (þar er straumurinn mestur),*þó olli rafmagnsneistinn fyrst örlitlum sársauka, sem hvarf eftir nokkra stund, því að Diathermisierung deyfir tilfinningarnar. Með þessari aðferð (Diathermokoagulation) tekur það aðeins Ys sek. að uppræta hvert venjulegt liár, og einnig er hægt að leita að hárum, sem áður hafa verið slitin, án J)ess að hætta sje á, að ör myndist. Það er líka hægt að út- rýma heilum hárblettum, l)ví að hárlaukarnir og æðarnar, sem veita þeim næringu, eru eyðilögð með nálaroddinum. Jeg hefi aldrei orðið vör við ör, nema ef til vill útþanda „Pore“ eftir mjög grófl hár, og er það ó- likt fallegra en að horfa á svart og stíft hárið standa út í loftið. Eftir Diathermieaðgerð við hárbletti roðnar húðin dálítið (á augnabrún- unum og efri vör bólgnar hún stund- um), en jafnar sig aftur á nokkrum klukkustundum, eða einum degi, alt eftir eðli húðarinnar. í h. u. b. 4 ár höfum við notað Diathermietæki með „Trioden“- lömpum, sem ná eðlilegum hárum sársaukalaust í burt, því að straums- ins verður ekki varl. Þar sem aðal- lega eru tekin til meðferðar hár, sem áður hafa verið slitin upp, er ekki hægt að komast hjá smá sárs- aukakippum, sem standa yfir í % sek. Hári, sem hefir verið eytt með „Electrolyse“ eða Diatherinie, fylgir tönginni mótstöðulaust og má lita á það sem algerlega eyðilagt. Æfður sjerfræðingur getur ábyrgst um 90% af eðlilegum liárum, sem tekin eru burt, nema i munnvikunum, þar sem þau liggja talsvert sainanflækl. Aftur á móti er liægt að gera ráð fyrir ineiri eftirvexti á þeim hárum, sem áður hafa verið slitin upp, og liggja snúin og eru injög gróf, en þau verða sífelt fíngerðari og gisnari. Viðskiftavinurinn og sjerfræðingur- inn þurfa á þolinmæði að halda, en algerð útrýming liáranna er mögu- leg. Áður en jeg byrja að nýju að fást við ræktuð hár, læt jeg að minsta kosti líða mánuð og læt klippa liárin á meðan, svo að jeg viti li. u. b. hve mörgum jeg þarf að ná í burt. Það er alvcg undir eðli háranna komið, hvort hægt er að eyða þeim á 5 mín. eða einni klukkustund. Erlendis eru síðan láfnar líða 3 vik- ur þar til hárin, sem vaxa aftur eru tekin, svo að húðin hvílist svolitið á meðan. Jeg læt líða eins langan tíma og unt er, li. u. b. 75 daga, því að þá er hægt að vita nákvæmlega, hvað eftir hefir orðið, á meðan eru hárin, sem eru áberandi klipt, en likhárin skilin eftir, þvi að þau verða ekki fíngerðari. Þessi langi biðtími sparar fólki einnig fje. Hár- in, sem aftur vaxa, verða sifelt fín- gerðari og gisnari, og eftir þvi sem tíminn, sem verið er að ná þeim upp, styttist, finnur maður, að tekist hefir að uppræta þau, sem erfiðust voru viðfangs. Það er af eftirfarandi ástæðum, sem jeg ræð ungum stúlkum til að bíða með að láta eyða líkhárunum þangað til þau eru þroskaðri: Þeg- ar hárunum er náð burt, hvort sem það er með „Electrolyse“ eða Diatli- ermie, eyðileggjast einnig þær æðar, sem flytja þeim næringu, og það getur viljað til með ungt fólk, að önuur líkhár fái meiri næringu og vaxi því fljótara en ella. Þetta eiga sjerfræðingurinn og viðskiptavinur- inn báðir að vita, en auðvitað er barnaleikur einn að uppræta slik hár. — LÁTLAUS SVAItTUR SAMKVÆMIS- KJÓLL MEÐ BLÚNDU. Hinn kvenlegi stíll sem svo mjög er ríkjandi í ár, dýrkar mjög blúndur, sem nú eru efstar á baugi á sam- kvæmiskjólunum. Hérna sjáið þið yndislegt lítið blúnduvesti sem er svo skrautlegt að óþarfi er að hugsa um annað skraut á kjólnum. HÚSRÁÐ. Það er liægt að þola heitari bakstra ef flúnel er undið upp úr svo heitu vatni sem liægt er og svo vafið inn i þurt flúnelsstykki. Hitinn kemur strax í gegnum ytra flúnelið án þess þó að brenna liúðina. Á brunasár er ágætt að leggja hra- ar kartöfluflísar. Það bæði linar þján- ingarnar og varnar þess að blöðrur myndist. Við hárroti er ágætt að þvo hár- svörðinn úr tjörusápu uppleystri i heitu vatni og þeytt vel í þangað til liún er orðin að löðri. Skolist úr volgu vatni. Þegar hárið er orðið þurt er vaseline núið í það og sjer- staklega í hársvörðinn. Þetta er end- urtekið 3. hvert kvöld. Það kemur oft vond lykt þegar verið er að sjóða kál og má vel koma í veg fyrir hana, með því annað- hvort að láta dálítinn mola viðar- kol i pottinn eða þá með því að væta klút í ediki og þekja pottinn vel með honum. „Naeoi“ eða svonefndar vörtur með hárum hverfa næátum alveg, ef hárin eru tekin burt með sterk- um straum, þó verður að endurtaka þetta oft, því hárin liggja saman- vafin innan í þeim. Jeg vil einnig ráðleggja ungum stúlkum að gera sjer ekki lífið leitt með því að reita á sjer augnabrún- irnar, þvi að það er enginn vandi að ná slíkum hvimleiðum hárum, sem ekki hafa verið reitt áður. Um þetta efni er margt fleira liægt að segja, en jeg vona, að mjer hafi tekist að skýra þetta mál svolítið og hindra, að sífelt sjeu ný liár ræktuð, sem að þarflausu gera lífið erfitt fyrir svo mörgum stúlkum og kon- um. —

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.