Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.03.1939, Blaðsíða 4
Frá elstu tíð hefur sund tíðkast lijá öllum menningar þjóðum. Þó að elstu sögulegar heimildir frá fornöldinni sjeu sparar á frá- sagnir um það, ])á er þó vist, að það var iðkað. Forn-Grikkir, hin mikla önd- vegisþjóð líkamsræktarinnar í fornöld, lagði hina mestu rækl við sundið, og höfðu skilning fyrir uppeldislegu gildi þess. Það þótti stór glompa í uppeldi eins frjálsborins manns, ef hann kunni ekki að synda. Það var engu betra en að kunna ekki að fesa. „Mete nein mete grammato“ sögðu Forn-Grikkir um mann sem hvorki kunni að synda nje lesa, og þótti það vanvirða meðal æðri stjetta þjóðarinnar. Fræg er gríska sögnin um Hero og Leander. Þau unnu livort öðru, en breitt sævarsund, llellusund, skildi þau að. Sem dæmi um sundfrækni Leanders synti liann að nætnrlagi yfir sundið til að finna ástmey sína. En að lokum fór þó svo að hann druknaði í einni ferðinni. Þýska skáldið Schiller orti um þennan viðurð löngu heimsfrægt kvæði. Rómverjar skildu vel á- gæti sundsins, og höð og líkams rækt hverskonar höfðu þeir í há- vegum. Og þegar Rómverjar komust i mök við Germani norður í álf- unni kom það i ljós að þeir voru duglegir að synda, shr. frásagmi Cesars, enda voru Germanir hraustar þjóðir og harðgjörvar. Um sundiðkanir á Norður- löndum til forna er okkur kunn- ugra, þar sem við eigum til svo margar ágæ]tar heimildir um það. Fornsagnir Norðurlanda eru fullar af dæmum um það, að sundkunnátta Norðurlandabúa er á háu stigi, er þeir koma fram i dagsljós sögunnar. Sumir kon- unganna liöfðu sundiþróttina i miklum hávegum, og má þar fremslan telja Ólaf Tryggvason. Atvinnulíf Norðurlandabúa stóð ekki að svo litlu leyti í sam- bandi við sjóinn og því var sund- i.ð nauðsynleg íþrótt, er oft gat borgið lífi manna. Islendingasögurnar sanna oss það, að Islendingar hjeldu sund- íþróttinni vel við framan af og stóðu í engu að haki norskum forfeðrum sínum. Mesta afburðamenn meðal ís- lenskra sundmanna frá forn- öld má telja Kjartan Ólafsson, Gretti, og Helgu jarlsdóttur, eða það eru að minsta kosti þau dæmin, er almenningur þekkir best. Þeir Hjarðhvltingar, synir Ólafs pá og Bolli, liafa lagt mikla rækt við sundið. Á einum stað í Laxdælu cr getið lún þar sem þeir voru á sundi í Laxá, ásamt mörgum öðrum ungum mönnum. Enda ber sagan um viðureign Kjartans og Ólafs konungs það með sjer, að Ivjartan hefir eng- inn viðvaningur verið í listinni. Af viðureign konungs og Kjart ans i ánni Nið má sjá, að sund- kepnin hefir á stundum verið i því fólgin að keppendurnir færðu livorn annan i kaf og hjeldu hvor öðrum niðri svo sem væri um hálfgerð áflog að ræða ofan i vatninu. Mikið ])ótti um það vert að vera vel þolsyndur, enda gat það oft komið að góðu gagni. Fræg- asta þolsund er sund Grettis úr Drangey, er hann fór að sækja eldinn. Hefur enginn synt þá vegalengd síðan, þar til Erlingur Pálsson leysti það afrek af hendi árið 1930, en vitanlega við alt önnur skilyrði en Grettir. Annar maður, Pjetur Eiríks- son, hefur og synt Grettissund. Þá er afrek Helgn jarlsdóttur ekki síst, er hún synti úr Geirs- liólma til Bláskeggsárósa með kornungán son sinn á bakinu. Það var sundafrek miklu mest meðal kvenna hjer á landi. íslendingasögurnar færa okk- ur heim sanninn um það, að sundafrekin liafa verið meiri meðal Islendinga á söguöld en nú, þrátt fyrir feikna framfarir á þessu sviði á seinustu árum. Það voru ekki aðeins höfðingjar og frjálshornir menn, er kunnu sund á söguöldinni heldur einnig Jirælarnir. Hnignun sundsins sem annara iþrótta var samfara hnignnn þjóðarinnar. Sundið verður aðeins eign sárfárra manna, svo að annálariturum þykir það í frásögur færandi, ef einhver maður kann sund, og eru það þá helst lærðir menn, sem lært hafa það erlendis. Vel sundfær hefur Árni bisk- up Ólafsson í Skálholti verið, d. 1430. Það er sagt í Biskups- annálum, að hann hafi lagst „á millum hamra á ferjustaðnum með mann, og i annað sinn lagð- ist hann yfir í þeim stað og batl þá hest við fót sjer.“ Til er frásögn um Einar nokk- urn, vestfirskan mann, er uppi var á efri hluta 10. aldar. Hún er svona: „Einar reyndi snnd með eingelskum manni; syntu þeir í kringum mörg eingelsk skip, og kemhdu sjer á meðan með annari hendi“. En dæmin um góða íslenska sundmenn mega heita alveg einstök í fleiri aldir. Svo er að sjá sem lílið eitt lifni yfir sundinu, þegar kemur fram á 18. öld, og er það eink- um við Hólskóla. Hafa skólapilar þar lagt einhverja rækt við sund. En eklci hefur þó kveðið mikið að því, þvi Eggert Ólafsson segir í Ferðabók sinni að íslendingar hafi týnt sundinu. Frægur sundgarpur á 18. öld var þar sem var Tindala Imi. Um hann er all langur sagna- bálkur í þjóðsagnasafninu, Huld I. Hann var misendismaður, en barg oft lífi sínu með sundleikni sinni. Þá voru þeir síra Snorri á Húsafelli og Fjalla-Eyvindur taldir góðir sundmenn, og hafði þó hvorugur þeirra komist utan, svo að þeir hafa orðið að læra sundið lijer heima. Þegar kemur fram á 19. öldina lifnar yfir sundinu. Kunn- ir sundmenn í byrjun aldarinn- ar eru síra Sæmundur Hólm á Helgafelli, er lært hafði sund i Kaupmannaliöfn, þar sem hann hafði dvalið langdvölum, og doktor Gisli Brynjólfsson prestur á Hólmum og bræður lians. Æfi- lok Gísla nrðn þó með þeim sorglega hætti, að hann druknaði í Reyðarfirði, og mun þá liafa slegið óhug á margan, er það barst út, að einn bésti sundmað- ur landsins hefði druknað. — — Þegar minst er á sundí- þróttina og sögu liennar lijer á landi verður ekki gengið fram hjá Jóni Þorlákssyni Kjærne- sted, en nú má heita að nafn hans sje gleymt með öllu. Það er álitið að hann hafi kent 100 manns sund í fleiri hjeruðum. Jón lærði sund ytra. Kendi hann fyrst sund í Skagafirði 1821, en næstu árin í Eyjafirði, Húna- valnssýslu og Reykjavík. Það var mikið tjón fyrir framgang sundsins lijer á landi að Jón varð maður skammlífur, svo að á- liuga lians naut skamt við. Annars er það svo lengi fram eftir síðastliðinni öld, að það eru einkum einstaka mentamað- ur, sem kann sund, og þá helst þeir er dvaíið liafa erlendis. Bjarni Thorarensen var allgóður sundmaður, og þá ekki síður Björn Gunnlaugsson, „speking- urinn með barnshjartað“. Þau orð eru liöfð eftir Birni:„Jeg gæti verið að synda allan dag- inn, ef kuldinn bagaði ekki, því jeg get hvílt mig, þegar jeg' vil“. Páll Melsted sagnfræðingur, er ljest í hárri elli 1910, og stundaði nám á Bessastöðum í æsku, ljet þess getið, að skóla- piltar á Bessastöðum liafi iðk- að sund, þar á meðal Páll sjálf- ur. Hallgrímur Scheving kennari á Bessastöðum, sá mæti maður, mun hafa örfað piltana til þess, því að liann var áhugamaður um sund svo sem glímuna, sem liann bljes lifi í við skólann. Þeim Bessastaðamönnum var ekki fisjað saman og hikuðu þeir ekki sumir hverjir við að fara í sjó, þó l'rost væri all mikið. Fjölnismenn fengu sína und- irbúningsmentun á Bessastöð- um og drukkii i sig áhuga Scliev- ings fyrir fimi, karlmensku og íþróttum, enda voru þeir marg- ir hverjir gciðir glímu- og sund- menn. Gerðu þeir nokkuð til að örfa Islendinga til að taka upp sund- íþróttina að nýju. Og því var það að Jónas skáld Hallgrímsson þýddi all itarlegan bækling í sundkenslu, og var sá bæklingur síðan áratugum saman eina kenslubókin í íþróttinni. í for- málanum livetur Jónas landa sína til að læra sund. Eftirtekl- arverð eru þessi ummæli Jónas- ar, sem tekin eru úr formálan- um: „Það er varla ofhermt, að fyrir 14 eða 15 árum hafi ekki verið fleiri en svo sem sex menn á öllu landinu, sem væru sjálf- hjarga, ef þeir lentu í polli, sem þeir náðu ekki niðri i. Þá liöfðu menn svo gjörsamlega gleymt öllu sundi, að ofurhugar báru grjót á sig og skriðu svo í botn- inum yfir ár og síki,. sem ekki voru of breið, en enginn maður bar við að neyta ljettleikans og fara samkvæmt eðli ofanvatns, Sundhöllin i Reykjavík. SUNDÍÞRÓTTIN.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.